Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 188. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						.1*.
TÍMINN,  miðvikudaginn  24.  ágúst  1960.
Fimmtíu ára starf að
menníngartengslum
Undanfarna daga hefur
dvalizt hér á landi C. P.
Strong, framkvæmdast{. The
American-Scandinavian Found
ation, en stofnunin verSur
fimmtíu ára gömul á þessu
ári. Strong er á heimleið úr
ferð um Norðurlönd, og kom
hér á föstudag. Hann hélt
ferð sinni áfram í gærkveldi.
í viðtali við fréttamenn í gær
sagði C. P. Strong lauslega frá
starfi stofnunarinnar undanfarin
50 ár. The American-Scandinavian
Foundation var stofnað árið 1910
af dansk-amerískum auðmanni,
Niel Poulsen, og var ein fyrsta
slík stofnun í Bandaríkjunum en
margar aðrar af sama tagi hafa
fylgt á eftir eins og kunnugt er.
Stofnunin hefur aðalstöðvar sínar
í New York, en starfar í 12 deild-
um í Bandarikjunum og stendur
einnig í nánum tengslum við vin-
áttufélög Bandaríkjanna og Norð-
urlanda.
Mannaskipti
The American - Scandinavian
Foundation hefur frá upphafi unn-
ið að auknum menningartengslum
Bandaríkjanna og Norðurlandanna
og gagnkvæmum kynnum þjóS-
anna. Stofnunin hefur boðið ýms-
um norrænum forustumönnum til
ferðalaga um Bandaríkin og geng-
ist fyrir ferðum bandarískra
manna til Norðurlanda.  Er  þess
stemmst að minnast að Halldór
Kiljan Laxness fór slíka boðsferð
fvrir nokkru Þá styrkir stofnunin
vj.sindamean til framhaldsnáms og
rannsókna og veitir námsmönnum
margvíslega fyrirgreiðslu. Á síð-
liítu árum befur stofnunin einkum
haft fyrirgreiðslu um tækniþjálf-
un Norðrlandamanna í Bandaríkj-
num, og eru um 350 manns á veg-
! ttm hénnar árlega til slíkra starfa.
Bókaútgáfa
Stofnunin hefur frá upphafi gef-
ið út um 90 rit um norræn efni,
cinkum bókmenntir og sögu Norð-
urlandaþjóðanna, þ. á m. íslenzka.
bókmenntasögu eftir dr. Stefán
Emarsson. Margar íslendingasögur
hai'a komið út á vegum hennar,
og mun enginn annar aðili hafa
gc-fið jafmörg islenzk fornrit út á
ensku. Þá gefur félagið út árs-
fjórðungslega tímaritið The Amer-
icrn-Scandinavian Review, sem
niikils álits nýtur, og mánatSarlega
félagsritið Scan. Stofnunin á
rrikið bókasafn um norræn efni,
og enn fremur hefur það á seinni
árum beitt sér fyrir kynningu nor-
rænnar tónlistar og myndlistar í
Bandaríkjunum.
Meðan C. P. Strong dvaldi hér
á landi ræddi hann við forystu-
menn íslenzk-ameríska félagið um
s^mstarfið í framtíðinni. í tilefni
*f 50 ára aimæli stofnunarinnar
munu full'trúar Norðurlandanna
sækja hana heim, þ. á m. með-
lirnir dönsku, norsku og sænsku
konungsfjölskyldnanna. Ekki er
enn ráðið hver fer af hálfu ís-
lands.                  — 6.


Tvö héraðsmót Framsóknarmanna
um næstu helgi. - Strandasýsla.
Héraðsmótið í Strandasýslu verður í félagsheimilinu á
Hólmavík n.k. laugardag og hefst kl. 8,30. — Ræður
flytja Hermann Jónasson, alþm. og Jónas Jónsson,
bóndi, Melum. Ávarp frá S.U.F. flytur Páil Þorgeirsson,
verzlm.
Erlingur Vigfússon syngur með undirleik Fritz Weiss-
happels. Gamanleikararnir Gestur Þorgrímsson og Har-
aldur Adólfsson fara með skemmtiþætti. Að lokum
verður dansað.
Vestur-Húnavatnssýsla -
Fundir og sumarhátíð
verða að Laugarbakka n.k. sunnudag. Aðalfundir Fram-
sóknarfélags V-Húnvetninga og F.U.F. hefjast kl. 3.
Um kvöldið kl. 8,30 verður almenn skemmtisamkoma.
Alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Björn Páls-
son flytja ræður. Jóhannes Jörundsson, skrifstofum.
flytur ávarp frá S.U.F Einsöngur: Erlingur Vigfússon
syngur með undirleik Frit Weisshappzels, Gamanleik-
ararnir Haraldur Adolfsson og Gestur Þorgrímsson
skemmta. Síðan verður dansað.
j
Kjördæmisþing Vesturlands-
kjördæmis
!
verður haldið að Varmalandi, Stafholtstungum, laugar-
daginn 3. sept. n.k. og hefst það kl. 2 e.h. — Fulltrúar
eru beðnir að mæta stundvíslega.                     ,
Nú stendur bcrjatíminn sem haest. Berjum hefur vegnað ágætlega h|á okk-
ur I sumar og allt útlit fyrir að berjatekja verði mjög mlkil og góð. í
Danmörku hefur kirsuberjatrjám vegnað mjög vel í sumar og húsmæð-
urnar hafa ekki undan að sulta. Þessi mynd er af danskri stúlku að tína
kirsuber, en hún gætl allt elns verið tekin hér upp á íslandi af blómarós
vlð rifsberjatínslu.
Kálfafellskirkja
vígð á sunnudag
Vík, 22. ágúst. — Biskup
íslands, herra Sigurbjörn Ein-
arsson, endurvígði á sunnudag
Kálfafellskirkju í Fljótshverfi.
Fjölmenni var við athöfnina,
sem var hin hátíðlegasta í hví-
vetna.
Kálfafellskirkja var gömul
timburkirkja, sem ríkið af-
henti fyrir nokkrum árum
söfnuðinum til eignar og um-
ráða með nokkru álagi. Hef ur
kirkjan verið endurbætt og
stækkuð, byggð við hana for-
kirkja og klukknaturn, og er
hún nú hið bezta hús. Kirkj
an á margt fornra og góðra
gripa, m.a. altaristöflu frá
17. öld.
Fjórir lönduðu í
s.l. viku
f síðastliðinni viku lðgðu
togarar Bæjarútgerðar Reykja
víkur á land afla i Reykjavík
sem hér segir:
16 ágúst, B.v. Þorsteinn Ing
ólfsson, 232 tonn af Isfiski.
17. ágiist, B.v. Jón Þorláksson
191 tonn af ísfiski. 18. ágúst,
B.v. Skúli Magnússon 132 tonn
af ísfiski. 19. ágúst, B.v. Pétur
Halldórsson 261 tonn af Is-
fiski.
Fjöldi skipa
hættur veiðum
Á Austurmiðum var storma
samt alla síðustu viku og gátu
veiðiskipin ekkert athafnað
sig á þeim slóðum. Þegar
lygndi í vikulokin og skipin
komust út, var hvergi síldar
vart. Á Norðurmiðum var gott
veiðiveður slðari hluta vik-
unnar, en þar varð ekki vart
sildar.
Er nú talið, að herpinóta-
veiði sé lokið á þessu sumri.
Nokkrir bátar fengu slatta
af smásíld inni í Reyðarfirði.
Vikuaflinn nam aðeins 4415
málum og tunnum og er rek-
netjaaflinn meðtalinn.
Þar sem fjöldi veiðiskipa
er hættur veiðum f yrir nokkru
og aflatölur þeirra fáu skipa,
sem fengu slatta í vikunni
hafi lítið breytzt, er ekki á-
stæða til þess að gefa út heild
arskýrslu nú.
(Frá Fiskifél. íslands).
Hátíðleg athöfn
Vígsluathöfnin hófst kl. 2
e. h.. Vig vígsluna aðstoðuðu
séra Gisli Brynjólfsson, pró-
fastuir að Kirkjubæjar-
klaustri, séra Valgeir Helga
son, Ásum, Páll Ólaf sson cand.
theol., Reykjavík, og formað
ur sóknarnefndar, Ólafur J.
Jónsson, Teygingalæk. Sóknar
presturinn, séra Gísli Brynj-
ólfsson, prédikaði, en organ-
leikari var Óskar Jónsson, for
maður kirkjukórasambands
prófastsdæmisins. Fjölmenni
var við athöfnina svo sem
kirkjan framast leyfði.
Að lokinni vigslu og guðs-
þjónustu bauð sóknarnefndin
öllum viðstöddum til rausnar
legra veitinga, en síðan hófst
samkoma í kirkjunni. For-
maður sóknarnefndar sagði
frá endurbyggingu kirkjunn-
ar og þakkaði öllum þeim, er
höfðu átt þar hlut að máli,
en séra Gísli Brynjólfsson
rakti sögu kirkjunnar, sem
fyrst er getið á 12. öld. Séraj
Valgeir Helgason flutti frum|
ort ljóð, en aðrir ræðumenn
voru Páll Pálsson, frú Guðríð-
ur Pálsdóttir, sem flutti
kveðju frá Prestbakkasöfnuði,
og Óskar Jónsson. Að lokum
ávarpaði biskup söfnuðinn,
þakkaði ánægjulegan og eftir
minnilegan dag og óskaði öll-
um guðsblessunar.      Ó.J.
Leiðrétting
i  Tvær villur slæddust í frá-
i sögn blaðsins á dögunum af
j væntanlegum  jarðbor  sem
j staðsettur verður á Norður-
jlandi, og var þar rangt haft
. eftir Áskeli Einarssyni, bæjar
jstjóra í Húsavík. Vegalengd
in frá hverum i Reykjahverfi
er 18 km. en ekki 186. Þá eru
ekki hverir i Laugardal við
, Húsavík, heldur aðeins finn
| anlegur  ylur  í  jörðu.  Loks
er þess að geta,  að fram-
kvæmdir við borun i Húsavík
hefjast því aðeins í marz, að
borinn verði látinn hefja þar
verk sitt, sem óráðið mun enn.
Nýstárlegt
taflmót
Taflfélag Reykjavíkur mun
halda skákmöt með allný-
stárlegu sniði um næstu
helgi.
Tefldar verða 5 umferðir
eftir Monrad kerfi, f einum
flokki, og er öllum heimil þátt
taka. Verður þetta hrað-
keppni, því Ijúka á mótinu
á 4 dögum Mun mótið hefj-
ast á íöstudagskvöld kl. 8.
2. umferð verður tefld á laug
ardag kl. 2, 3. umferð á sunnu
dag kl. 2, 4. umferð sunnu-
dagskvld kl. 8 og 5. umferð
á mánudagskvöld kl. 8.
Taflstaður verður Breiðfirð
ingabúð, niðri. Umhugsunar-
tími verður 2 klst.. á 40 leiki
og siðan Vz klst. til lúknmgar
skákinni.
Verðlaun í mótinu verða
þrenn: 1000 kr., 500 kr. og
300 kr. Efstu menn úr 1. og
2. flokki flytjast upp um
flokk.
Þátttaka tilkynnist á æf-
ingu taflfélag3ins í Breiðfirð-
ingabúð, uppi, n.k. fimmtu-
dagskvöld. Þátttökugjald verð
ur 100 kr. fyrlr fullorðna, en
50 kr. fyrir drengi, 14 ára og
yngri.
Þess skal getið, að fyrirhug
aðri för taflfélagsins til Norð
urlands verður frestað til
helgarinnar 3. og 4. septem-
ber.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16