Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN, langardaginn 17. september 1960.
9
Strax af Hámundarstaða-
hálsi, þar sem eru sveitarskil
milli Dalvíkur- og Árskógs-
strandarhrepps, blasir hin
nýja Dalvíkurkirkja vi8 sjón-
um. Hún stendur hátt, ofar-
iega í Dafvíkurþorpi. brattar
oddalínur hennar og háreist
þak ber við BöggvisstaSaf jalIiS
rauðbrúnt af sölnandi lyngi.
Þetta er daginn fyrir vígsludag
Balvíkurkirkju. Halldór Halldórs-
son, hinn snjalli arkitekt kirkjunn-
ar hefur sýnt mér það vináttu-
bragð, aS .evfa mér að verða þeim
hjónum samterða að kirkjuvígsl-
unni og nú ætlar hann að svípast
um meðan verið er að ganga frá
síðustu handtökum við bygging-
una.
Er okkur ber að kirkjunmi í
fylgd með Valdimar Óskarssyni
sveitarstjóra; er þar allmargt
manna að starfi, þó vii'ðist ekki
asi á neinum. allt gengur hávaða-
laust — logsuðulampi hvæsir suð-
ur með kirkjugarði, þar er verið
að sjóða saman síðustu stengurn-
at í sáluhlið Falleg málmgirðing
er komin i kring um kirkjugarð og
lóð, meira að segja hneigja
biómstrandi morgunfrúr þung gull-
Hin nýja og glæsilega klrkja á Dalvík.
Einhvern tíma hef ði mátt halda
þar álfakirkjuna í Kirkjuhvoli
Frú Sigríður Thorlacíus skrifar um vígslu hinnar
nýju Dalvíkurkirkju
höfuð fram með girðingu við
kukjuhlið. Á tröppunum mætir
okkur yfirsmiðurinn Jón E. Stef-
ánsson með smíðatól í hendi.
Nokkrir gestir skyggnast inn um
opnar dyr. Einhvern tíma hefði
maður haidið, að það væri álfa-
kirkjan í Kirkjuhvoli, sem væri að
opnast manni, er komið er í dyrn-
ar, svo glæsileg er þessi bygging,
reisn hennru mikil og skreyting
fögur. Við íölbláan kórstafn ber
hvíta altaristöflu, afsteypu af
mynd Thorvaldsens „Kristur ;í
Emmaus", og yfir einfaldur gyllt-
ur kross. Altari úr miðlungsdökk-
um viði með gylltum skreytingum,
á því fagrir munir til skrauts og
notkunar við guðsþjónustur. Fram-
an við kór á palli sem ætlaður er
sðngfólki, skírnarfontur úr birki
nieð frábærlega fögrum útskurði,
rósablöðin í bekknum á fæti hans
virðast munu vefjast sjálfkrafa og
lyftast, sé víð þau komið. Prédik-
unarstóll úr Ijósri eik með út-
skornum myndum og öðru skrauti,
línur allar karlmannlegar og þrótt-
r.iiklar.
Alls staðai er verið að fægja og
snyrta fyrir vígsludaginn. Að síð-
ustu tekur Jón yfirsmiður verk-
færakassa sma og ber út í bíl. Nú
er þetta ekki lengur hans starfs-
vettvangur, þar sem hann hefur
lagt nótt v;ð dag að mér er sagt,
til að skila öilu fullbúnu á tiltekn-
um degi. Valdimar sveitarstjóri
gengur um með ljúfu brosi  og
greiðir úr hverjum vanda. Enginn
i::un hafa talið þær ferðir, sem
hann hefur átt hingað margvís-
legra erinda til að greiða fyrir
störfum og framkvæmdum. Senn
eru borin blóm í kirk.iuna, hún
tekur enn á sig aukinn lit við ynd-
isleik þeirra. Úti er orðið skugg-
sýnt og ljós eru kveikt til að reyna
hvort allt sé í lagi. Ljósbrot sindr-
ar í kristaiiskrónum og lömpum
og úti yfir dyrum lýsir krossmark.
Allt er tilbúið undir vr'gslu. Þá er
útséð, að Dalvíkingar sækja ekki
framar messur að Upsakirkju, þar
sem Guðmundur gáði var prestur
á tólftu öld, en eftir hann þjónuðu
kirkjunni tuttugu prestar, þar til
Upsasókn var lögð til Tjarnar-
prestakalls og síðar Vallapresta-
kalls. Munu síðan hafa þjónað
kirkjunni fimm prestar. Nú hnípir
l'psakirkja nær fjallshlíðinni, lág-
reist í samanburði við hina
kirkju, studd timburstoðum, sem
sKotið var undir norðurhlið henn-
ai eftir fárviðri.
Sunnudaginn 11. september voru
um fjögur hundruð kirkjugestir í
Dalvíkurkirkju.
Steingrímur Þorsteinsson kenn-
nýju kirkju og var skírður lítill
drengur, sem móðuramma hélt
undir skírn. Framkvæmdi sóknar-
piesturinn, séra Stefán Snævarr,
þá athöfn.
Þá hófst guðsþjónusta og valdi
prestur sér að texta frásögnina um
það, er Jesús hitti lærisveinana á
leiðinni til Emmaus, þá sömu frá-
sögn, sem er tilefni altaristöflunn-
ar. Var ræða prests afar snjöll og
rnun engum úr minni líða, sem á
hana hlýddu. Lauk guðsþjónust-
unni með altarisgöngu. Tuttugu
msnna kór söng við vígsluna.
Söfnuðurinn bauð öllum kirkju-
gestum til kaffidrykkju í skólahúsi
staðarins og var þar veitt af höfð-
ingsskap, svo sem venja er þar í
sveit. Þar voru ræður fluttar, rak-
in byggingarsaga kirkjunnar, þökk
uð störf og gjafir og lesin skeyti,
s-em bárust tí tilefni dagsins.
Eins og ég gat um i upphafi
g'einarinnar er það Halldór Hn"
dorsson arkilekt, sem hefur teiku
að Dalvíkurkirkju. Yfirsmiður er
Jón E.Stefánsson, múrverk önn-
uðust Árn: Guðlaugsson og^ Aðal-
bergur Pétursson. Ólafur Ágústs-
son á Akureyri sá um tréklæðn-
ir.gu á kirkjuveggjum, en þar eru
teakþiljur í seilingarhæð, hann
annaðist einnig smíði á bekkjum
og altari og fleira tréverki innan-
hiiss. Prédikunarstól smíðaði Ágúst
Jónsson á Akureyri, en útskurðinn
gerði Jóhann Björnsson á Húsavík,
þióðkunnur hagleiksmaður. Skírn-
arfont smíðuðu og skáru út bræð-
uvnir Hannes og Kristján Vigfús-
synir að Lirla-Árskógi á Árskógs-
sírönd, og er sá gripur þeim til
n'ikils sóma. Raflagnir annaðist
Helgi Indriðason o. fl. en teikn-
Prestar og aBrir kirkjugestir ganga Hl kirkju.
Sér tnn kirkjugólfið viS vfgsluna. Blskup og prestar í kór og fyrir altari. — (Ljósm.:  Edvard  Sigurgeirsson).
sri ávarpaði þá fyrir hönd bygg-
inganefndar í veikindaforföllum
nefndarmansa. Afhenti byggingar-
nefnd þar með söfnuði og sóknar-
nefnd kirkjuna til vigslu og afnota,
en Valdimar Óskarsson veitti henni
viðtöku fyrir hönd sóknarnefndar
og afhenti bis'kupi íslands til
vigslu.
Þá var samhringt kirkjuklukk-
! um og  er organleikarinn Gestur
i Iljörleifsson hóf forspilið, gengu
j sóknarnefnd,  safnaðarfulltrúi  og
i Lvggingarnefnd inn kirkjugólf, á
eitir  þeim  gengu  sex  skrýddir
| prestar og síðastir biskup og vígslu-
j brskup. Báru prestar og sóknar-
I nefnd kirxjugripi  þá,  sem vígja
i skyldi.  Biskup  og  vígslubiskup
stigu fyrir aitari og veittu þar við-
töku kirkjugripunum, sem biskup
blessaði og raðaði á altarið. Síðast
voru honum rétt tendruð ljós, sem
hann setti í stiklur.
Aðalsteinn öskarsson meðhjálp-
ari las bæn. Biskup flutti vígslu-
ræðu frá altari, prestar lásu ritn-
ingargreinar, biskup lýsti vígslu og
afhenti sóknarpresti og söfnuði
kirkjuna til afnota.
Næst fór fram hin fyrsta kirkju-
lega athöfn í söfnuðinum í hinni
irgu af þeim gerði Ólafur Tómas-
son, rafmagnsverkfræðingur í
Reykjavík og var þess getið í
kaffisamsætrnu, að hann hefði gef-
iö alla vinnu sína. Friðsteinn Bergs
son og Páll Sigurðsfson önnuðust
malningu, en sem að líkum lætur
hafa margir fleiri lagt gjörva hönd
ó þetta mikla mannvirki.
Dalvíkurkirkja stendur á Iandi
jarðarinnar Brimness og hafði
Stefán Jónsson bóndi þar, gefið
lóðina áður en hann andaðist
fyrir nokkrum árum. Fjölmargar
sótrgjafir bárust kirkjunni, sem of
langt yrði upp að telja.
Kirkjubyggingin hcfst árið 1953
og hefur sama fólk starfað 511 árin
í bygginganfend, en það eru: Bald-
vin Jóhannesson, útibússtjóri,
Steingrímur Þorsteinsson, kennari,
S;gfús Þorleifsson, útgerðarmaður,
íra Jónsdóttrr, húsfreyja.
Sóknarnefnd Dalvíkursóknar
skipa nú: Valdimar Óskarsson,
sveitarstjóri, Egill Júlíusson, út-
Jón E. Stefánsson, smiður, Sveinn
Friðbjörnsson, smiður, Guðfinna
Þorvaldsdóttir, húsfreyja og Petr-
gerðarmaður, Stefán J. T. Kristins-
son, skrifstufumaður.
Síðdegis vigsrludaginn fór fram
OTamhald & íö. sfðuj
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16