Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 5
5 TÍMINN, föstudaginn 23. september 1960. Úfgefandi: FRAMSOKNARFLOKKORINN. FramKvæmdastíóri: Tómas Arnason Rit- stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb i Andrés Kristjánsson Fréttastjón: Tómas Karlsson. Augiysingastj Egill Bjarnason Skrifstofur í Eddubúsmu — Símar 18300 18305. Auglýsmgasimi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda b.f Leið Framsóknarfl. ÞaS öngþveiti, sem blasir nú við í efnahagsmálum þjóðarinnar, samfara stórlega skertum lífskjörum henn- ar, er bein afleiðing þeirra efnahagsráðstafana, sem ríkis stjórnin gerði á s.l. vetri. Þetta öngþveiti lýsir sér gieggst í þeim vandræðum, sem sjávarútvegurinn á við að etja, og eru svo mikil, að ekki er ofsagt, að hann standi á flæði skeri. Mörgum var það að vísu ljóst í upphafi, hvert stefndi, en nú mun það táum dyljast. þótt stjómarherr- arnir berji enn höfði við stein. Samfara þessu var upp- bygging þjóðarinnar, jafnt framkvæmdir almennings sem hins opinbera stöðvuð að mestu með gengisfell- ingu, vaxtaokri, opinberum álögum og almennri dýrtíð. Það er nú flestum augljóst orðið. að leið sú, sem Framsóknarflokkurinn vildi fara og benti á, hefði orðið affarasælli. Framsóknarmenn lögðu til, að allar aðgerðir væru við það miðaðar að halda uppbvggingarstefnu síð- ustu ára með fullum þrótti en draga úr fjárfestingunni eftir vali með fjárfestingarleyfum en ekki að stöðva í einni svipan allar framkvæmdir almennings með því að gera þær ókleifar vegna dýrtíðar. Framsóknarflokkurinn vildi jafna skattana, sem fyrir voru í efnahagskerfinu og færa þá meira yfir á eyðslu og hækka síðan hóflega yfirfærslugjaldið til þess að tryggja rekstur útflutningsatvinnuveganna Samkvæmt opinberri yfirlýsingu Ólafs Thors, forsætisráðherra, sjálfs eftir að núverandi stjórn hafði athugað málavexti og áður en efnahagslögin voru sett s.l. vetur, þurfti aðeins 200 —250 millj. 1 auknu yfirfærslugjaldi eða öðrum álögum til þess að tryggja rekstur útvegsins, en í stað þess að afla þess, skellti stjórnin um 1100 milljónum í nýjum á- iögum á þjóðina. Slíkt var að sjálfsögðu algert rothögg jafnt fyrir atvinnuvegina sem almenning, samfara gengis- iækkuninni, eins og nú er fram komið. Framsóknarflokkurinn vildi einnig afnema uppbótar- kerfið, en ekki með svo stórhættulegri stýfingu með snöggum hætti, eins og gert var, heldur með því að draga úr því í áföngum og leita á þann hátt jafnvægis til frambúðar. En þessum leiðum var hafnað. í þess stað steyptu stjórnarflokkarnir sér út í 'það gerræðisflan og gerbreyt- ingu, sem leitt hefur beint til þessa öngþveitis. Leið Framsóknarflokksins hefði hins vegar leitt til jafnvægis, firrt þjóðina meginhluta ninna nýju álagna, komizt hefði verið hjá hinni beinu gengislækkun og rekstur atvinnuveganna tryggður. Síðast _en ekki sízt hefði uppbygging og framfarir þjóðarinnar haldið áfram með eðlilegum hætti, án lífskjaraskerðingar. Smánarviðræður Ríkisstjórnin hefur boðað, að samningaviðræður um íslenzka fiskveiðilandhelgi hefjist við Breta um næstu mánaðamót. Á meðan doka brezk herskip utan 12 mílna, en minna þó ónotalega á Kópavogsfund. Öll þjóðin telur þessar samningaviðræður niðurlægjandi og hættulegar og koss á þann vönd, sem ofbeldisþjóð hefur reitt að íslendingum. Almennur fundur útvegsmanna á Aust- fjörðum samþykkti fyrir nokkrum dögum harðorð mót- mæli gegn viðræðunum og allri skerðingu á 12 mílna landhelgi. Svipaðar sambykktir hafa borizt hvaðanæva, og þannig mun þjóðúi segja ríkisstjórninni skorin- ort, að hún mun ekki þola neina skerðingu á 12 mílna fiskveiðilandhelgi umhverfis landið allt. Og þær orð- sendingar munu verða margar á næstu dögum. Almennur útvesrsmannafundiii á Austfjörðum telur, að rekstr- argrundvöllur bátaútvegsins sé orðinn óviðunandi og hafi „versnað til mikilla muna við síðustu ráðstaf anir í efnahagsmálum” Almennur útvegsmanna-j fundur, sem boðaður var af stjórn Fjórðungssambands fiskideilda Austfjarða um landhelgis- og sjávarútvegs- mál, var haldinn að Félags- lundi á Reyðarfirði miðviku- daginn 7. sept 1960, voru eftirfarandi tillögur og álykt- anir samþykktar. 1. „Almennur fundur útvegs manna á Austurlandi, haldinn á Reyðarfirði miðvikudaginn 7. sept., mótmælir því að teknir verði upp samningar við Breta um fiskveiðilandhelgi íslands. | Fundurinn telur. að fastmótuð' hafi verið sú stefna í landhelgis málinu, að samningar viö ein- stakar þjóðir um málið komi ekki til greina og frávik frá tólf. mílna fiskveiðilandhelgi um- hverfis landið allt, komi ekki heldur til greina. Fundurinn leggur sérstaka á- herzlu á, að hann telur ríkis- stjórn og alþingi ekki hafa sið- ferðilegan rétt til að semja um íríðindi fyrir útlendinga til fisk veiða á tilteknnm svæðum innan fiskveiðilandhelginnar og fórna þar með rétti nokkurs hluta landsmanna til fulira afnota afj þeim hluta landhelginnar, sem1 hpnn hefur tækifæri til að nýta. 2. „Almennur fundur útvegs- manna á Austurlandi. haldinn á Reyðarfirði miðvikudaginn 7. sept., telur, að reynslan af tólf mílna fiskveiðilandhelginni við ísland hafi þegar leitt í ljós, að bátafloti landsmanna liafi með stækkun hennar notið stórbættr- ar aðstöðu frá því, sem áður var. Fundurinn telur einnig, að reynslan hafi sannað, að óheppi legt sé að heimila íslenzkum skip um togveiðar innan tólf mílna markanna, og skorar á ríkisstjórn ina að breyta reglugerð nr. 87 frá 29. ágúst 1958 þannig, að sííkar veiðar verði ekki leyfðar.“ „Almennur fundur útvegs- manna á Austurlandi 7. sept. 1960 álítur nauðsynlegt að stofn- aðar verði útvegsmannadeildir í L.Í.Ú. á sem flestum stöðum I austan Iands. Teljum það vænlegast til þess að koma fram hagsmunamálum austfirzkra útvegsmanna á aðal- fundum L.Í.Ú.“ koma á samtryggingu á Aust- fjörðum fyrir herpinætur og herpinótabáta og lækka stórum útgjöld vegna þessara trygg- inga.“ 1. „Fundurinn telur, að rekstursgrundvöllur bátcút- vegsins sé orðinn óviðunandi og hafi versnað til mikilla muna við síðustu ráðstafanir efnahagsmálunum. Fundurinn álítur, að stórfelld mistök hafi átt sér stað um s.I. áramót, þegar útgerðin var látin liefja veiðar án þess að fyrir lægju ákveðnir samningar um lekstursgrundvöllinn, og að sú reynsla, sem þá fékkst, hafi sannað útvegsmönnum áþreifan lega, að ekki geti komið til mála, að veiðar bátanna hefjist um næstu áramót, án þess að fulln- aðarsamningar við ríkisstjórnina um rekstursgrundvöllinn liggi þá fyrir. Það er því eindregin áskorun fundarins til landssamtaka út- vegsmanna, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að vænt- anlegum samningum við ríkis- valdið um rekstursgrundvöll út- gerðarinnar á næsta ári, og að íeitað verði samstarfs við útvegs- menn í öllum landsf jórðungum í þeim efnum. Þar sem rekstursgrundvöllur á síldveiðum i sumar var stórum verri en árið áður og afkoma bát- anna einnig óhagstæðari á s.l. vetrarvertíð og loforð ríkbstjórn- arinnar um eigi lakari reksturs grundvöll á þessu ári, en áður var hefur þannig verið vanefnt, relur fundurmn einnig óhjákvæmi legt að gerðar verði sérstakar ráð stafanir vegna reksturs bátanna á þessu ári.“ 2. „Þar sem í Ijós hefur komið að verulega mikill munur er á síldar- og fiskverði hér á Iandi og í Noregi, vill fundurinn skora á Fiskifélag íslands að láta fram fara ýtarlega rannsókn á þessum verðmun og birta opinbera grein argerð um rannsóknina.“ 1. „Almennur funuur útvegs- rr.anna á Austurlandi haldinn á Reyðarfirði 7. sept. 1960, skorar á rikisstjórn tslands, að hún taki ti:lit tO reynslu undangenginna ára, þar sem glöggt hefur komið í ljós, að móttökuskilyrði á síld austan Langaness eru algjörlega ófullnægjandi og beitti áhrifum sínum til hins ýtrasta tO þess að sildarbræðslum þeim, sem nú eru á Austurlandi, verði séð fyrir því fjármagni, sem með þarf, til að koma þeim í það horf, að rekstur þeirra verði eins hagkvæmur og L-nnt er og afkastageta þeirra verði aukin. Enn fremur að það verði svo t-manlega gjört, að uppbyggingu og lagfæringum sé lokið áður en sildarvertíð hefst hverju sinni. Þar sem ekki er filtækilegt að sviita sOd á þeim stöðum, sem ckki hafa möguleika til að nýta úrganginn, skorar fundurinn enn fremur á ríkisstjórnina að beita sér fyrir þv*, að síldarbræðslur verði byggðar á öllum þeim stöð- um, sem hagkvæmt getur verið að salta síld á.“ 2. „Almennur fundur útvegs- manna á Austurlandi. haldinn á Reyðarfirði 7 sept. 1960, skorar á ríkisstjórnina að hefjast nú þeg- ar handa um að láta fara fram athuganir og tilraunir með full- komnari nýtingu síldar og annars sjávarafla, að minnsta kosti á ein- um stað á Austuriandi, svo sem með niðursuðu, niðurlagningu o fl. Telur fundurinn, að slíkar fram kvæmdir mundu auka verðmæti aflans mjög mikið, jafnframt því, að það skapaði mjög mikl aatvinnu í landi.“ 3. „Almennur fundur útvegs- manna á Austurlandi, haldinn á Reyðarfirði 7. sept. 1960, skorar á Síldarútvegsnefnd að greiða fyrir aukinni síldarsöltun austan lands, eins og í hérinar valdi stendur, meðal annars með rífleg- uu tunnu- og saltbirgðum á Aust urlandi.*1 Aðalfundur símstjóra á 1. flokks B-stöðvum „Almennur fundur útgerðar- manna á Austurlandi. haldinn á Reyðarfirði 7. sept. 1960, telur, að rekstursgrundvöllur bátaút- vegsins, sem lagður var snemma á þessu ári, hafi ekki reynzt eins traustur og opinberir aðilar gáfu í skyn og lofuðu. Telur fundurinn, að afkoma sé ekki slík, að þeir geti staðið undir greiðslu tryggingargjalda og skorar á ríkisstjórnina að hlutast um, að tryggingargjöld báta árið 1960 verði greidd á svipaðan hátt og undanfarin ár.“ 2. „Fundurinn skorar á stjórn Fjórðungssambands fiskideilda Austurlands að láta athuga, hvort ekki er hægt á næsta sumri að Aðalfundur félagsdeildar símstjóra á 1. fl. B stöðvum var haldinn í Hveragerði dag- ana 17. og 18. september. Rædd voru á fundiinum mörg hagsmunámál félagsmanna og op- inberra starfsmanna yfirleitt, og margar ályktanir gerðar þar að lútandi. M.a. taldi fundurinn nauðsyn- legt, að sérstakur fulltrúi Póst- og símamálastjór'narinnar hefði með öll kjaramál að gera, með hlið- sjón af því hve fjölþætt þau eru orðin. Af sömu ástæðu taldi fundurinn tímabært orðið, að félagssamtök símamanna réði fastan starfsmann í þjónustu sína. Útaf skrifum blaða undanfarið samþykkti fundurinn svohljóðandi ályktun: Fundur símastjóra á 1. fl. B. stöðvum, haldinn að Hveragerði 18. september 1960, vill, að gefnu tilefni, láta í ljós þá skoðun sína, að stjórnmálablöðunum beri að stuðla að bættu siðgæði í stiórn- mála- og viðskiftallfi íslenzku þjóðarinnar. Hins vegar fordæm- irfundurinn þá blaðamennsku, sem æ meir hefur rutt sér til rúms, að notaðar séu ímyindaðar sakir einstakra manna sem æsi- fregnir í blöðum til fjárhagslégs (F'-amhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.