Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.11.1960, Blaðsíða 8
8 T í MI N N, laugardaginn 12. nóvexnber 1960. „— Sáttur við lífið og þakk- látur guði og mönnum —“ Þ»tta er vitnisburður afmælis- barnsins og efst í huga hans í clag. Mér er í barnsminni sá virðing- orhreimur í máli manna, sem ég fyrst man, er netfnd voru snm heimili í Svarfaðardal, og þá ekki sízt Hreðarsstaðaheimilið. Þá bjuggu þar hjónin Jón Bald- vin Runólfsson (f. 1849, d. 1918) og kona hans Elísabet Guðrún Björnsdóttir (f. 1839, d. 1900) •— kvistir á sterkum stofni og dáð fyrir mannkosti og prúðmennsku. Þau giftust 1872 og bjuggu lengst af á Hreiðarsstöðum, en þar liöfðu foreidrar Jóns búið á 4. áratug. „Við Jón á Hreiðarsstöðum og ég“ — var haft eftir bónda ein- um, sem lagði augljósa áherzlu á þá fremd, að hafa átt eitthvert samneyti við Hreiðarsstaðabónd- ann, enda átti sá hægláti greind- armaður óskipta virðingu sveit- unga sinna. Og fáar konur ætla ég að hafi verið betur kynntar í sveitinní en Elísabet húsfreyja á Hreiðarsstöð- um. Hún hafði dvalið í æsku á ýms um stórheimilum þeirra tíma, m.a. í Friðriksgáfu á Möðruvöllum hjá I'étri amtmanni, þótti greind og geðþekk, fríð sýnum og kurteis 1-ona, í beztu merkingu þess orðs. Atti hún og stórfagra söngrödd, sem nú hefði án efa mikið verið gert úr. Þótti bragur allur á heimili þeirra hjóna fágaður og til fyrir- myndar. Var Jón á Hreiðarsstöð- um lengi forystumaður í málefn- um sveitunga sinna og einn hinn allra fyrsti, ásamt Jóhanni bónda Jónssyni á Ytra-Hverfi, sem gekkst fyrir samtökum um bætta verzl- unarhætti í formi pöntunarfélags, •tii hnekkis ofurvaldi kaupmanna á Akureyri. Og úr þessum jarðvegi er af-j mælisbarnið sprottið. Og nú geng ég á fund Björns Jónssonar, þar sem hann stendur hár og herði- breíður, broshýr og góðmannleg- tr á svip, og alls ólíkur áttræðum öidungi að útliti, og vil láta hann segja mér og öðrum eitthvað frá langri aévi. „— Ja, hvað heldur þú að ég hafi að segja umfram það sem al- r. ennt gerist um karla á mínu reki, er fetað hafa líka slóð og ég um dagana. •— — Getur verið. Þú hefur nú samt lifað stórmerkiiega tíma, — ejna merkustu tíma Islandssögunn ar, lifað kyrrlátu lífi, á umbrota oid, og getur nú hrósað sigri. Heldur þú að slíkt lumi ekki á ýmsu frásagnarverðu? — Ég veit ekki. Þó gæti það verið. Og til þess þyrfti þá lengra mál. En smárabb sakar ekki. — Ég er fæddur í Ytra-Holti í Svarf aðardal 12. nóv. 188ö, og var þar rrín fyrstu 2 æviár. En þá flutt- ist ég með foreldrum mínum að Hreiðarsstöðum, og þar ólst ég upp við venjuleg sveitastörf og vann þeim meðan þau þurftu þess með, eða til vorsins 1900, er móðir ndn dó og faðir minn hætti bú- skap. — Og skolaganga? — Þá voru nú börn ekki skóla- skyld, eins og þú veizt, en þeir foreldrar, sem áhuga höfðu á upp- eldi barna sinna, og þá jafnfr’amt efni á því, tóku gjarnan kennara á heimili sín til þess að búa börn- ir> undir fermingu fyrst og fremst. Og í þeim hópi voru foreldrar n.dnir. Þau tóku kennara i 4—6 vikur á hveijum vetri, er við systkinin hófðum aldur til. Náms- greinar voru: Kristinfræði, skrift, réttritun og reikningur. — Og svo fórstu í Möðravalla- skólann. Ég ætti líklega að muna það, því aö ýmsir munu þá hafa öíundað ykkur, sem þangað fóru. — Vafaidust langaði þá margan ?ð Möðruvöllum Ég fór þangað haustið 1900 og var þar í tvo vet- ur, en vann að sumrinu fyrir skóla kostnaði. —■ Kennslu undir skól- ann hafði ég enga aðra en þá erj ég naut fyrir fermingu, varð því BJÖRN og GUÐRUN Myndin tekin á gullbrúðkaupi þeirra hjóna. henni nú innilega kveðju. — Búskap hófum við 1908, held- ur Björn áfram, og bjuggum lengst af á tveimur jörðum, Ytri- Másstöðum og Tjarnargarðshorni (Laugahlíð). Bústofninn, sem byrjað var með, var 2 kýr, 2 hross cg 21 ær, þar af 9 leiguær. — Má nærri geta að ekki væri hægt aö eyða miklu í óþarfa, enda ekki gerðar eins miklar kröfur til lífs- þæginda og nú tíðkast. En með því að neita sér um margt og nota timann sem bezt, var hægt að hafa í sig og á. Um meira var varla að tala hjá byrjendum, sem búskap hófu á þessum árum með tvær hendur tómar að kalla. Ilúsa- og jarðabætur gátu því litl- ar orðið h]a frumbýlingum. Aftur á móti höfðu þeir bændur, sem kc-mið höfðu sæmilega fyrir sig iótum eða stóðu á gömlum merg, ailgóða afkomumöguleika. — Og svo hafið þið bæði líklega haft miklar frátafir? — Jú, vissulega. Það fór mikill timi hjá mér í margs konar vafst- ui við opinber störf. Ég komst ekki hjá því að lenda í flestum nefndum, s. s. hreppsnefnd, var líka oddviti hennar um tíma, sátta nefnd, sóknamefnd, fræðslunefnd, s.'ðar forin. skólanefndarfélags, „Sáttur við lífið og þakk- látur guði og mönnum“ erfið byrjunin, meðfram vegna þess að sumar kennslubækurnar voru á dönsku, svo sem landa- fræði og náttúrafræði, en í dönsku hafði ég aldrei litið Man ég það, er ég leit yfir fyrstu lexíuna í Irndafræði að ég skiidi bar aðeins eitt orð án þess að leita í orða- bók! — Ég öfundað’ suma bekkj- arbræður mína, sem komu svo vel undirbúnir að þeir þurftu varla að líta í sumar námsbækurnar. — Eg á margar góðar og skemmti- legar minningar frá dvöl minni á Möðruvöhum. Samkomulag var gott og keonarar góðir. Þeir, sem rotuðu tímann vel, gátu haft mikið gagn af þessu námi, þótt ekki væru nema 2 vetur. A. m. k var hægt að komast að raun um hve l.ítið maður vissi. — Og ekki var skólavistin dýr. — Nei. B'lestir, sem heiisu höfðu gátu unnið fyrir námskostnaðinum yfir sumaríð. Seinni vetui'inn ninn, 1901—1902, kostaði fæði 41 eyri á dag, og fyrir allan tímann, kr. 92,25 a mann. Allir voru á- nægðir með þetta og flestir fitn- uðu! — Þetta var síðasti veturinn, sem skólinn var á Möðravöllum, því að skoiahúsið brann undir vorið, sem kunnugt er. — Þú hafðir víst snemma gaman aí söng, hefur sjálfsagt oft orðið hrifinn af söng móður þinnar. Og ekki man ég betur en að það væri þí sem lékst á orgelið í Urða- kirkju þegar ég var fermdur þar 1899. — Jú, líklega. Ég held það hafi verið hausnð 1896, sem ég réðist t.' náms í orgelleik til Magnúsar Einarssonar organista á Akureyri. Það var m,kið fyrir áeggjan Hall- gríms Halldórssonar organleikara á Melum, og hafði hann eitthvað sýnt mér nótur áður Hjá Magnúsi var ég að dútla við petta í 2 mán- uði ásamt brem öðrum strákum, cg taldi hann að ég væri það á veg kominn að ég gæti tekið að n ér að stjórna kirkjusöng, en æfingu þyrrti ég að fá. Og er Hall- grímur fékk að heyra hvað ég gat, þót tiohnum sjálfsagt að ég tæki ’ið orgamstastarfinu af sér. En þar sem ég átti ekk orgei til að æfa mig á, fékk ég iánað kirkju- ergelið heim til mín En mikið k.veið ég fyrir að hefja þetta starf á sjálfan jóladaginn þennan vetur. En allt gekk það þolanlega Og Snorri Sigfússon rætJir vitS Biörn Jónsson frá HreitSarsstöftum 1 SvarfatSardal, en hann er áttætSur i dag erganleik mínum í Urðakirkju lauk haustið 1900. Þá fauk kirkjan í ofsaveðn, fór í rúst og orgelið sömuleiðis — Og eitihvað fékkstu við barna kennslu eins og flestir Möðruvell- íngar í þá daga? — Jú, það gerði ég um tima, —- í jarðabótavinnu og við sjó lirvust og vor og kaupavinnu við heyskap á sumrin, og svo barna- kennslu á vetrum. Sú var atvinnan þessi ár, eða til vorsins 1908. — Þá var fyrirkomulag á barna- kennslu í sveitinni með svipuðu sniði og áður, þegar ég var barn. Stundum tóku tvö heimili kenn- ara í félagi og nutu börn beggja kennslunnar saman, fyrst á þess- um bæ og svo á hinum, og fengu með því heimingi lengri kennslu. Og svo voru stundum tekin börn ?:■ _þeim heimilum, sem ekki gátu haft kennara. Reyndist hetta fyrir- komulag furðu vel. Og mér þótti skemmtilegi að vera með börnun- im og varð aldrei var við annað en gott í fari þeirra. — Og svo staðfestir þú ráð þitt. — Já. Ég gifti mig heima á Hreiðarsstóðum 17. okt. 1905 kon- unni, sem enn stendur við hlið mér, Guðrúnu Jónsdóttur, þá starf andi ljósmóður í sveifinni, f. 23. 10. 1878 í Hólshúsum í Eyjafirði, en þar bjuggu þá foreldrar henn- ar. Jón Jónsson og Þórunn G Sig- urðardóttir. Flutti Guðrún út í Svarfaðardalinn 1903 og gerðist þar Ijósmóðir, eftir að hafa lokið tilskyldri undirbúningsmenntun l.;á landlækni. — Og svo hófs-t búskapurinn. — Já, er. ekki á Hreiðarsstöð- im. Þar hóf Anna systír mín og maður hennar, Guðjón Daníels- son, búskap aldau.ótaarið, og bjuggu þar í hálfa öld Og þar er Anna enn, — hjá syni sínum. — Já, ég minnist systur binnar nú, þeirrai glæsilegu úrvalskonu, sem við hjónin trúðum eitt sinn fyrir 5 man, ða gömium syni okk- ar í 2 manuði og reyndisf ekkur ágætlega. Ég hef staðið i þakkar- skuld við aana alla tíð, og sendi form. nautgi iparæktunarfél. virð- ir.gamaður Brunabótafél. íslands, endurskoðandi hreppsreikninga og ýrnissa flein fyrirtækja í hreppn- vm. — Oddvitalaun voru þá 140 krónur á ari. Endurskoðun og húsavirðingar fékk ég greiðslu fyrir, en allt annað var unnið án endurgjalds. Ljósmóðurlaunin vora 60 krón- u/ á ári og 3 krónur fyrir hverja fæðingarhjáip. Þessar aukatekjur kcmu sér að vísu vel á frumbýl- iagsárunum, en það eyddist Iíka n«ikill tími frá heimilin, sem varð að vinna upp með því að leggja bart að sér, ef allt átti ekki að ganga á tréfótum. — Já, þær hafa sannarlega verið n iklar og inargs konar frátafirnar, og vissulega ekki allar gefið mikið í aðra hönd. — Og svo eru það börnin. — Við eignuðumst 7 börn. Þau fvrstu 3 dou á 1. og 2 ári úr misl ingum og kíghósta. Á lífi eru: 1) lórunn Elisabet, gift Sigurði Jóns- syni kaupm. á Akureyri. 2) Hall- grímur, efnaverkfræðingur, kv. norskri konu, Ingrid Mikkelsen. 3) Jón Baldvin, húsgagnasmiður, kv. Gyðu Bjarnadóttur. 4) Anna Sig- r.’ður, ógift. Auk þess ólum við vpp að nokkru 2 drengi, Ara Krist insson frá Dalvík. Hann drukkn- að' fyrir aokkrum arum í fiski- róðri, og Baldur Ingimarsson, nú lvfjafræðir.gur í Stjörnuapóteki á Akureyri. — Já, þetta er góður hópur og þá til einir'ers barizt. — Víst er svo. Og þegar litið er til baka, er margs að minnast. Lg held að meðlæl og mótlæti s-’’ bezt hvað með öðru, — að hið L.íða blandist stríðu —, enda flesí i»m úthlutað þannig ug mun heppi legast minnlegum þroskaferli. Lífsbaráttaij hefur verið nokkuð horð: „En tar sem við ekkert er að stríða sr ekki sigur neinn ; fa “ Það er jafnan hollt að hafa í huga. Ég tei mig hamingju- | mann, kominn af góðum foreldr- um, kvænust ágætr: og dugmik- i’.li konu og mér samhentri, feng- ram bæði gott uppeldi að þeirrar tiðar hætti, eignuðumst vel gefin börn og höfum lengst af verið heilsugóð. Og samferðamennirnir reyndust hver öðrum betri. Mér finnst því aí> við megum telja okk- ur hamingjusöm, í sátt við lífið og þakklát guði og mönnum. — En hvað vildir þú segja um aðstæður bænda nú borið saman vxð þína búskapartíð. — Aðstæður bænda nú í saman- turði við mina búskapartíð eru ó- líkar um margt. Um aldamótin síðustu __ höfðu bændur ódýrt vinnuafl. Árskaup v.nnumanns var kr. 60—80,00 og vmnkonu um kr. 20—30,00. Dag- kaup óbreytts verkamanns við jarðabótavinnu í 10 klst. var kr. 1,50 og búfræðings kr. 2,00—2,50. Á sama tíma fengu bændur þá líka lltið fyrir afurðirnar: Fjallalamb kr. 3,00, dilkur kr. 5,00, ær fram- gengin að vori, kr. 12—15,00, kýr íramgengia kr. 80—100,00, ný- miólk á 10 aura potturinn, smjör á 50 aura pundið, vorullin kr. 1,00 pundið, nýtt dilkakjöt um 40 aura pundið o. s. frv. Auðvitað var þetta nokkuð b'-eytilegt, frá ári tii árs. Útlend- ar vörur voru þá líka ódýrar, en fóru þó, eins og afurðirnar, smá- hækkandi með árunum. Á seinni fcúskaparárum mínum fóru aðstæð- ur bænda smátt og smátt batn- andi, einkum eftir að mjólkur- samlögin tóku til starfa. Og þegar íjárhagur bænda rýmkaðist og lánsmöguleikar jukust, tóku þeir t'tl við ræktun og uppbyggingu á jörðnum, sem mikil þörf var á. Hafa svo framkvæmdir í þessum efnum veríð stórstígar hin síðari fr, víðast komnar reisulegar bygg- irgar, túnin sléttuð og mikið stækkuð, og má segja að gjörbylt- ing hafi orðið við landbúnaðinn á s.I. 30 árum. Allt þetta kostaði mikið fé, sem að miklu ieyti var tekið að láni. Nú létta vélarnar störfin og auka jafnframt afköstin, en rekstrar- kostnaður i’iefur líka margfaldazt, svo að minni búin eiga fullt í fangi með að standa í skilum. Og tú munu vera bændur, sem eiga ekki fyrir skuldum, eins og sakir scanda nú. En jarðirnar bera þess menjar að mikið hefur verið gert. Bændur nafa nú meira í veltu er áður, samt er vafasamt hvort aíkoman er þeim mun betri. Búin þola ekki dýrt kaupafólk. svo að hjónin verða víða ein með öll verkin og snúningana. Ekki verður það allt unnið með vélum. Má þó svo fara að margir húsráðendur í sveitum leggist til hvíldar að kvöldi eins þreyttir og áður. þá er tæknin var minni Þannig kemur méi þetta fyrir siónir nú. — Um æskuna í iandinu er nú margt og inisjafnt rætt í dag. — Hvað segir þú um það? Um slíkt verð ég nú fáorður, — - held það hæfi bezt. Þar er sjálfsagt margt að, sem oft áður. Og nú fær unga fólkið harða dóma, — og kannske ekki að ástæðulausu að ýmsu leyti, samanborið við aldamótaæskuna. En þess ber að gæta að aðstæður allar þá og nú eru mjög ólíkar um margt, s. s. áhrif heimiianna á uppeldið, fjár- ráð, skemmtanir o. m. fl. Ég held að við eldra fólkið ættum að at- huga vel, áður en við fellum þunga dóma, hvort við erum ekki meðsek í ýmsu því sem miður fer hjá æsku nútímans. — „Því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft.“ Þannig ýkur hinn orðvari og clagfarsprúði öldungur máli sínu, — hinn hréinláti til orðs og æðis. — Og bæta má því við. að sá mun hafa verið almannarómur i sveit inni um he;mili þeirra hjóna alla tíð, að þar vær’i reglusemin ríkj andi og frábær snyriimennska — Nú hafa þau hjón brugðið bú' fvrir nokkrum árum og flutt í skjól dóttur sinnar og tengdason- ar á Skólastíg 11 á Akureyri Munu margir samferðamenn þeirra senda þeim hlýjar kveðjur í dag með þökk og arnaðaróskum. Snorri Sigfússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.