Tíminn - 16.02.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1961, Blaðsíða 13
13 T í MIN N, fimnitudagmn 16. febrúar 1961. Otvarpsumræftur og þjónar drottins (Framhald af 9. síðu). að glata trausti og trúnaði barna sinna beggja. Allt þetta verður til þess, að hún treystir sér ekki til þess, að vera viðstödd biskups- vígslu manns síns. Þegar hún' les hið nafnlausa dreifibréf og veit að málaferlin muni brátt hefjast, er henni ljóst, að þetta illræmda bréf geypiir í raun og veru þær hugsanir, er fyllt hafa sál manns hennar undanfar- inn tíma, og að biskupsembættið, jafnvel þótt hann vinni málið, get- ur ekki orðið gæfuvegur, hvorki fyrir hann né þá, sem honum eru nánast tengdir. Og þetta gefur hún honum fyllilega í skyn, en hann skilur ekki þá, hvað í húfi er. Úrslitabarátta hjónanna um sál hans hefst í síðasta þætti, þegar hin umkomulaus'a og hrjáða skrif- stofustúlka hans játar að hafa skrifað bi'éfið. Þá gengur biskups- frúin á hólm við refsiréttlætið ann- ars vegar í gerfi lögfræðingsins og metorðagirnd manns síns hins vegar og sigrar hvoru tveggja- Hitt atriðið, sem höfundurinn vill sýna er það hvernig óttinn við ógnir og refsing í hinum eilífa kvalastað, lamar og tætir í sundur sálarlíf hinnar ógæfusömu skrif- stofustúlku, svo að hún hundelt af þessum ægilega ótta, grípur til eins örþrifaráðsins af öðru, hefur jafnvel glatað trúnni á frelsarann og gæzku Guðs, og er að því kom- in að svipta sig lífinu og fylgja þannig sjálf sál sinni í þann eilífa kvalastað, sem henni þó hefur' staðið stærsta ógnin af alla ævina. Mér kom það satt að segja dá- lítið spánskt fyrir eyru, að heyra mæta menn í útvarpsumræðunum halda því fram, að helvítiskenning in væri algjörlega úr sögunni bæði í Noregi og hér, og að allt tal um hana væri barátta við vindmyllur. Eru menn þá algjörlega búnir að gleyma Hallesby-deilununm í Nor- egi nú fyrir fáum árum? Og eru miðaldra menn hér á landi búnir að steingleyma þessari lýsingu á líðan Hinna vantrúuðu og þrjózku eftir dauðann, sem þeir þó voru látnir læra utanbókar U1 ferming- arinnar: „Líf þeirra verður æfin- legt kvalalíf í sambúð við illa anda, endalus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun.“ (Helgakver bls. 73). Það mundi gleðja mig og vafa- laust marga fleiri, ef núverandi biskup landsins og þeir prestar, sem telja sig hina , játningatrúu“ í landinu, vildu lýsa því afdráttar- laust yfir. að þeir telji þetta vera úrelta kenningu og á misskilningi byggða. Mér finnst, að þjóðin, sem kirkjuna kostar og styður eiga kröfu á því að fá að vita afstöðu þeirra. Ég tel það einnig tímabært og viðeigandi, að prófessor guðfræði- deildar hér, séra Jóhann Hannes- son, lýsi því vöflulaust yfir, ef það er satt, að norska kirkjan sé horfin frá kenningunni um eilífa refsivist í víti. Slíkt mundi ýmsum þykja fréttir til næsta bæjar. Yfir þá frétt er óþarft að setja jafn stóra fyrirsögn og er yfir „skolp- ræsa“grein hans í Morgunblaðinu þann 11. þ.m., en þar reynir hann á iþann veg og með því orðavali, sem mörgum mun að vonum naum- ast vera samboðið „þjóni Drottins" að ófrægja Axel Kielland og gefa í skyn, að leikrit hans sé ómakleg- ur rógur um kirkjuna, átelur' þjóð- leikhússtjórn fyrir að hafa valið það til flutnings og varar leikhús- menn við að láta hrekjast (eða hrekkjast) af þeirri skolp-bylgju, sem nú gengur yfir leikmennt- irnar. Öllu herfilegar sýnist mér ekki unnt að misskilja leikritið „Þjónar Drottins" og þann anda mannúðar og miskunnsemi, sem þar kemur fram á áhrifamikinn og eftirminni legan hátt. Íslenzkar bókmenntir á Esperantó 5. árgangur Esperantoblaðs ins Voce de Islan-do (Rödd íslands) er nýkoininn út. Er efni hans fyrst og fremst | kynning á íslendingasögum. j Baldur Ragnarsson þýðir úr ! Egilssögu kaflann um harm Egils um sonu sína ásamt I Sonatorreki, og úr Grettis- j sögu frá'sögnina um víg Grett is. Ólafur S. Magnússon þýð- ir úr Njálssögu kaflann um Njálsbrennu og úr Laxdæla sögu drauma Guðrúnar Ósvíf i ursdóttur. Auk þess eru í heft inu þýdd ljóð eftir fjögur íslenzk nútímaskáld (Stein Steinarr, Sigfús Daðason, Jón Óskar og Þorstein Jónsson frá Hamri) og saga eftir Sig- urbjörn Sveinsson. — Útgef andi Voce de Islando er Sam band íslenzkra esperantista, og er ritið ætlað til kynning- ar á íslenzkum bókmenntum meðal erlendra esperantista. í Esperanto-tímaritinu Orðsending (Framhald af 6. síðu). ýmsir ófaglærðir menn og fá kunnandi í þessu starfi unn- ið í skrúðgörðum við trjá- klippingar og annað, og oft gert meiri skaða heldur en gagn og viljum við vinsam- lega benda á það að ef óskað er eftir að fá störf þessi unn in á réttan hátt og þannig af hendi leyst að viðunandi sé þá athugi fólk viðkomandj maður lagsréttindi í Félagi yrkjumanna og geti sýnt skil ríki þar uppá. Einnig viljum við aðvara þá sem fara inná starfsvið okkar og taka að sér störf í skrúðgörðum, að þeim er al- gjörlega óheimilt að undir kauptaxta Félags yrkjumanna. F.h. Félags garðyrkjumanna: Agnar Gunnlaugsson. Vettvangurmn (Framhald af 8. síðu). um æskileg í sjálfu sér. Að sjálf- sögðu getur slíkt aldrei verið keppi ■kefli, að styðja einhverja aðila til valda, þótt það megi skilja á Mbl. Tilgangurinn er engan veginn að styðja kommúnista eða dekra við þá eins og Mbl. kallar það, heldur að halda uppi vörnum fyrir al- menning og hnekkja atlögum aft- urhaldsins á kjör hans. Hagsmunir þjóðarinnar verða að sitja fyrir. Markmiðið er að verja hagsmuni aimennings fyrir árásum íhaldsins, val samstarfsmanna skiptir ekki meginmáli. Hinn eini raunsanni málsvai'i vinnandi fólks er Framsóknar- flokkurinn. Þessi staðreynd er sí- fellt að koma betur í ljós og æ fleiri eru að gera sér gr'ein fyrir þessum sannindum. Hin stórfellda fylgisaulfning flokksins meðal þess ara' stétta í þéttbýlinu á síðustu árum sýnir þetta hvað bezt. Vinnandi fólk til sjávar og sveita fylkir sér í æ ríkara mæli um Framsóknarflokkinn, enda er hann eini flokkurinn, sem á sér rætur í íslenzkri þjóðmenningu, óháður erlendum öflum og stefn- um, flokkur íslenzkra hagsmuna. J.Ó. NORDA PRISMp, sem út er gafið í Svíþjóð, birtist aý- lega löng grein um Þorstein Jónsson frá Hamri og ljóða- bók hains, Tannfé handa nýj- um heimi, eftir Baldur Ragn- ars*on. Hefur grein þessi vak ið athygli og meðal annars verið getið í útsendingum Varsjár-útvarpsins á Esper- anto. Skíði Skíði Skíðagleraugu Skíðastafir Tyrolía skíðabindingar Toko skíðaáburður Skautar margar gerðir Jón Lárusson, bóndi að HlíS (Hjarðmaður og kvæðamaður) Frænda góðan felldi að, jörð feigðin nljóð í starfi. Bændaþjóðin heimskjör hörð hlaut að móðurarfi. Jónj dala lífið lét, , léttum mal þó skili. Mörg voru smalans farin fet fram hjá Valagili. Hélt á Fióni fé að beit, fann við tjóni bætur. Átti í Jóni íslenzk syeit alda-grónar rætur. Hressti geðið hjástaðan, hýsti féð á vöku, innri gleði aí því fann og að kveða stöku. Bóndinn frómi á freðnum skóm fyllti róminn háa, báru hljómar enduróm út í tómið bláa. Horfin sjónum hjörðin fríð, . hennar þjónar deyja, Burtu er Jón úr Brattahlíð. bergmálstónar þegja. Eftir li’fað æviskeið æðra svifi er borinn. Fellur drif a fjármannsleið, fennir yfir sporin. Kristinn Bjarnason, / frá Ási. Kjörgaiði Laugavegi 59 Austurstræti 1 PÓSTSENDUM VOLVO PV 444 árgerð 1955, mjög vel með íarinn og glæsilegur einkabíll til sölu Hagkvæmir greiðsluskilmáiar. Upplýsingar í símum 1-50-1* 2-31-36, 1-91-81 og 1-31-34. X-V 533/EN-ð445*40 Óhreinir pottar og pönnur, fit- ugir vaskar, óhrein baðker verða gljáandi, þegar hið Bláa Vim kemui til skjalanna. Þetta kröftuga hreinsunarefni eyðir fitu á einni sekúndu, inni- h.eldur efni, sem fjarlægir einnig þráláta bletti. Hið Bláa Vim hefur ferskan ilm, inniheldur einnig gerlaeyði, er drepur ósýnilegar sóttkveikjur. Notið Blátt Vim við allar erfiðustu hreingerningar. Kaupið stauk í dag. VIM er fljótvirkast við eyðingu fitu og bletta Tilvalið við hreinsun potta, panna, eldavéla, vaska, baðkera, veggflísa og allra hreingerninga í húsinu. 'í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.