Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 8
8 föstudaginn 28., apriLJftftl? Guðbrandur Magnússon: Landnámsævintýri Barböru Árnason Yfirlitssýning á verkum listakonunnar f Listamannaskálanum stendur nú yfir eins og í fyrirsögninni segir, yfirlitssýning á listaverkum frú Barböru Árnason. En frúin er löngu víðkunn af verkum sínum, sem bera vott um erfða snilligáfu, en einnig mikinn lærdóm á lista- skólum, til undirbúnings lífsins sjálfs mikla skóla! *Að þessu sinni er það Félag ís- lenzkra myndlistarmanna, sem heiðrar listakonuna með því að stofna til þessarar yfirlitssýningar. Það sem einkennir þessa sýn- ingu er fjölbreytileikinn í list- brögðum og efni því, sem unnið er með. En hitt ber þá af, hvílíkur yndis leiki lýsir sér í hverri mynd, úr hvaða efni sem unnið er. Þessu veldur hvort tveggja, hugkvæmn- in, sem hin fjölbreytilegu viðfangs efni lýsa, en jafnframt þeir töfr- ar, sem eins og geisla frá sérhverri mynd. Sérstaka athygli vekja þarna veggteppin, ofin og ísaumuð. Af þessum myndum varð mér tíðlitið til fjárhópsins nr. 35 í skránni, en sú sérstæða mynd var gerð 1954. Öll sjö veggteppin á sýning- unni eru ýmist jafngömul eða yngri. Liggur við, að maður óttist að vefnaður og saumur séu of sein unnin og því dýrkeypt vinnuað- ferð fyrir listamann, sem býr við slíkan innblástur og á jafnauð- velt og frú Barbara Árnason að tjá sig með fljótvirkari tjáningar- aðferðum. Og þó —! Eftir að ég tók að veita myndskermunum henn ar athygli, varð ég svo hugfanginn af þeim, að ég hætti að telja eftir Landbúnaðarmál Myllukofinn að Keldum (1945). tímann og vinnuna, sem frúin hefur varið í slíkar gersemar! Annars mun vart hafa staðið hér sýning einstaklings, þar sem við blasa jafn margvísleg vinnu- brögð og þá jafnframt verið unnið úr jafn fjölbreytilegum efniviði. Enda eru á sýningunni alls 108 myndir, sem á sýningarski'á er skipt í ellefu flokka, en aðalflokk- urinn, alls 34 myndir, skiptist auk þess í fernt, sakir efnis, sem með er unnið. Hjátrúarfullur maður, eins og sá, sem þessar línur ritar, og fyrir löngu tók þá trú, að við mennirnir ráðum ekki okkar næturstað, hlýt- ur að telja með því, að það hafi verið örlagavöld, sem réðu þvi, að j þessi vel mennta, hálærða lista- j kona skyldi flytjast til okkar fá- j menna, fátæka, en að vísu undur-' fagra norðlæga lands, og það þeg-! ar á þeim fyrstu árum, er voniri tóku að rætast um að listamenn, j er helguðu sig hlutskiptinu, ! fengju líka hér lifað það af! Frú Barhara Árnason má telj-j ast að hafa með þessu lagzt í vík-; ing að fornum sið og vissulega þá i markað spor, þar sem hún kaus j sér að herja, með því að fullvíst | er, að hér hefur hún eigi aðeins I komið, séð og aðlagazt annarlegu; umhverfi, heldur sigrazt á því, svo ; sem verkin hennar sýna. Þá eru ' (Framhald á 15. síðu). Eins og skýrt var frá í grein- inni „Frá fjárræktarbúinu á Heiði“ í Frey nr'. 5 þ. ár urðu ærnar í öðrum húsunum mun verr fóðraðar en í hinum. Á- stæðan var sú, að miklu verra heyfóður var gefið í þeim hús- um, þar sem ærnar þrifust verr. Kom munux’inn á þrifum aðal- lega í Ijós eftir miðjan vetur, enda var ánum ekki endanlega skipt í 'húsin fyrr en að aflokn- um fengitíma, en frá því snemma í desember þar til ær voru fengnar var reynt að fóðra þær allar mjög vel og 150 þeirra voru í fengieldistilr'aun. í vesturhúsunum, þar sem aérnar voru vel fóðraðar, voru 73 ær á níunda vetri og 74 á þriðja til áttunda vetri, 60 Halldór Pálsson: eða 4.5 kg minna. Afurðir í dilkakjöti, vesturhúsaánum í vil, nam 2.07 kg eftir tvílembu og 0.39 kg eftir einlembu. Verð gildi þessa afux'ðamunar miðað við verðlag 1960 nemur um kr. 52 eftir tvílembu og um kr. 10 eftir einlembu. Sýnir þetta, að mikið vantar á að tvílemburnar í austurhúsunum væru nógu vel fóðraðar til þess að þær gætu skilað fullum afurðum, og að þær hefðu endurgoldið allmik- ið aukinn fóður'kostnað. Einnig sýnir þessi athugun, að enda þótt einlembur' í Austurhúsum væru of illa fóðraðar til þess að skila fullum afurðum, þá hefðu þær ekki endurgoldið mikið aukinn tilkostnað í fóðri. Nú má telja víst, að afurða- Áhrif fóðrunar síðari hluta vetrar á afurði ánna Fallegar kindur á Hesti. þeirra á þriðja vetri. í austux'- húsunum voru 203 ær á fjórða til áttunda vetri og 69 ær á öðrum vetri í sér húsi. Tafla 1 sýnir þyngdarbreytingar og af- . urðagjöf ánna. Ekki er rétt að hafa ærnar á níunda vetri og öðrum vetri með hinum ánum, þegar gerð er athugun á því, hvaða áhrif mismunandi vetrarfóður hefur á afurðir ánna, vegna þess að þær fyrrnefndu eru of gamlar og þær síðaxnefndu of ungar til þess að þær geti gefið af- urðir á við ær á bezta aldri. Hins vegar má gera samanburð á vesturhúsaánum á þriðja til áttunda vetri og austurhúsaán- um á fjórða til áttunda vetri, því að þær eru allar á góðum aldri. Þær fyrrnefndu þyngdust 4.7 kg en þær síðarnefndu létt- ust 1.5 kg yfir veturinn að með- altali. Frá 1. febrúar til 5. maí þyngdust þær fyrrnefndu 8.6 kg, en þær síðarnefndu 4.1 kg munurinn á vesturhúsa- og aust urhúsaánum hefði orðið mun meiri en hann varð, ef vor'ið hefði verið kalt og seint hefði gróið. Einnig hefur afurðamun urinn orðið eitthvað minni, en munurinn á vetrarfóðrun gaf tilefni til, vegna þess að tæpar 20 lökustu austurhúsaærnar voru teknar á of mikið eldi strax eftir að vorvigtun fór fram og þær aldar þar til þær báru. Þessi athugun sýnir meðal annars, að svo framarlega, sem hár hundraðshluti ánna gengur með tveimur lömbum, þá þarf að ala þær mjög vel, helzt svo þær þyngist um 8—10 kg. frá miðjum vetr'i til vors og ekki minna en 4—5 kg. yfir vetur- inn, en séu ærnar því nær allar einlembdar, þá svarar varla kostnaði að ala þær betur en svo, að þær séu í haustþunga í byrjun maí. Halldór Pálsson. TAFLA I. Þyngdarbreytingar ánna um veturinn og afurðir þeirra í dilkakjöti. Fiskþurrkun (1958). Þungi Þyngdaraukning kg. Dilkakjöt kg. Tala áa, sem skilaði kg. Frá Frá Frá Eftir Eftir 2 1 Tala áa Aldur Vesturhúsaær: 1/10 1/10—1/2 1/2—5/5 1/10—5/5 tvílembu einl. lömbum lambi 73 9 v. 62.3 5.0 7.1 2.1 27.57 17.10 29 40 \ 74 3—8 v. Austurhúsaær: 62.8 3.9 8.6 4.7 28.57 17.76 35 38 203 4—8 v. 63.0 5.6 4.1 1.5 26.50 17.37 77.5 116 69 2 v. 59.1 4.4 3.0 1.4 23.28 16.86 12 54

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.