Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						T í M IN N, föstudaginn 14. júlí 1961.
Selurinn er sæld í búi,
segja menn hann netin flúi,
ann þó presta eyjum mest  ..
„Eg segfti mig heldur
til sveitar"
Skinn af vorkópum eru nú
sögð seljast á níu hundruð eða
jafnvel þúsund krónur, svo að
það er mikill auður, sem syndir
hér um víkina og byltir sér á
skerjunum. En séra Sigurður
Norland er ekki að verja sel-
inn fyrir áleitnum augum að-
komumanna, svo að ekki séu
nefndir Hólmvíkingarnir, sem
komu yfir flóann í fyrra og
fóru hér með skotum, vegna
þess að það spilli veiði.
— Hér hefur selurinn verið
friðaður um tugi ára, segir séra
Sigurður. Ég hætti selveiðinni,
þegar ég var orðinn svo efnað-
ur, að ég gat varla látið það
eftir mér. Þetta var þá ekki
heldur svo mikill gróðinn —
þrír selir af hverjum sex fóru
í kostnað, fjórða hirti ríkissjóð-
ur, fimmti fór í Þverárhrepp,
og einn bar ég sjálfur úr být-
um. Það er líka erfitt um fólk
og nógum verkefnum öðrum að
sinna. Já — mér fannst skyn-
samlegast að láta selinn í friði,
þessar fallegu og göfugu
skepnur. Ég veiði ekki sel
íramar — heldur segði ég mig
til sveitar. Ég hef vakað og
látið vaka dag og nótt í vor, svo
að ekkert illt henti selinn. Þeir
hvekktu  mig  nóg  til  þess,
inn kemur þar við sögu, því að
hann er hið hálfa iíf þessa stað-
ar, alls staðar nálægur og hefur
forvitið auga á öllu, sem gerist.
En svona var vísan:
Sandinn gakktu, maður minn,
mál svo vakti svanninn.
Mér er sagt, að selurinn
syndi í takt við manninn.
—  Doktor Helgi Pjeturss
sagði, að selurinn væri falleg-
asta sjóskepna, sem hann kynni
skil á, segir svo séra Sigurður.
Og hvahrnar. Það ætti að friða
þá, bætir hann við og hefst í
sæti sínu. Ég sé Hvalfjörð fyrir
mér eins og hann hefur verið
á landnámstíð. Það væri ekki'
ónýtt að geta sýnt hann þannig:
Hvalavöðurnar inn um allan
fjörð, og hver strókurinn við
annan hátt í loft upp — alls
staðar hvalirað blása.
Ég vii, að ísland haldi áfr.am
að vera frægt, og íslendingar
verndi og verji sína náttúru.
Hafnargerð í Hindisvík
— Varstu ekki einu sinni að
því kominn að gera höfn hér í
Hindisvík?
Hindisvík á Vatnsnesi. Bærinn sést undir klettabeltunym handan víkurinnar. Fuglarnir eru gæfir í fjör-
unni, því a'ö lítt er farið" meS byssu um þessar slóSlr.
Eltu varlega mínar geitur
Séra Sigurður Norland í Hindisvík, brosir við góöri stöku í stofu sinni.
Strandamennirnir í fyrra. Þá
hvarf allur selur burt héðan,
og hann hefur ekki enn jafnað
sig eftir þá árás. Nú höfum
við vakað. „Eltu varlega mínar
geitur", stendur þar.
— Hefur verið reynt að gizka
á, hve margir fullorðnir selir
séu hér á vorin?
—  Sumir hafa haldið því,
fram, að þeir muni vera um
fimm þúsund. Ég held, að þeir
séu ekki nema fimm hundruð.
Nei — ég hef ekki reynt að
telja þá. En það var hér hundr-
að kópa veiði áður fyrr og
stundum meira. Og líklega hef-
ur þeim fjölgað talsvert við
friðunina. Selveiðin hefur uk-
izt hér á bæjunum í grennd-
inni. — Hann kæpir tvævetur,
selurinn.
Hvalafriðunarmál
Af því að skáldskapurinn er
alltaf ofarlega í séra Sigurði,
lætur hann okkur nú heyra
vísu, sem ort var um mann, er
spurði stúlku til vegar. Selur-
— Það var komið svo langt,
áð fjárveitinganefnd alþingis
mælti með fjárveitingu til hafn
ar hér. Sjálfur ætlaði ég að
leggja það fram, sem tilskilið
var gegn ríkisframlaginu og
bæjarsjóðir og sveitarsjóðir
borga annars staðar. Þá byggði
ég íbúðarhúsin tvö hérna niður
faé, svo að verkamennirnir
hefðu einhvers staðar húsa-
skjól, og svo keypti ég tvo bíla
til þess að aka grjóti í höfnina.
Annar stendur hérna úti á tún-
inu — hinn er núna á næsta
bæ. Þetta var 1946. Hér hefði
orðið góð höfn — miklu betri
en úti í Höfða. Þar varð líka
allt bramboltið til skaða og
skammar.
Og séra Sigurður stendur
upp, gengur að skrifborði sínu
og tekur þar samanvafinn
stranga Þegar hann - rekur
strangann í sundur, kemur i
ljós, að þetta eru hafnarteikn-
ingarnar. Það er sem sé allt til
reiðu, ef hafnarmálið skyldi
vakna af fimmtán ára dvala —
teikningarnar, húsin og rauði
trukkurinn, sem stendur á keðj-
um suður á vellinum.
Graftfolar á nýræktinni
Það er frægt hestakyn í
Hindisvík. Og nú berst talið að
hestum, einkum folaldshryssum
og graðhestum.
— Ég á ekki öðruvísi fola,
segir séra Sigurður — bara
graðfola. Og hryssur með fol-
öldum eru eitthvað um fjörutíu
núna. En það er búið að herða
á lögunum. Ég get ekki rekið
folana á fjall, svo að ég hef
orðið að leggja nýræktina mína
hérna niðri á bökkunum undir
þá. Þar hef ég hjá þeim fáein-
ar folaldsmerar þeim til
skemmtunar. Ég er nú hrædd-^
ur um, að mér gengi annars illa
að hemja þá.
Og nú brosir prestur hýrlega,
þegar hugur hans beinist að
folunum, þrátt fyrir þann óleik,
sem honum hefur verið gerður
með hrossaræktarlögunum. En
Strahdamenn hafa að minnsta
kosti ekki komið á þessum
skellinöðrum hafsins, sem nefn-
ast trillur, til þess að skjóta
hrossin hans.
—  Og féð hef ég á túninu,
segir svo prestur, þangað til ég
fer að rýja og marka. Það spar-
ar mér fyrirhöfn. Ég þarf þá
ekki að smala landið — læt
bara stugga burt því fé, sem
þar er, svo að renni burt úr
landareigninni, því að það er
allt af öðrum bæjum.
Áhöfn á áttæring
Nú segir séra Sigurður okk-
ur af því, þegar hann var í
framboði utan flokka hér í sýsl-
unni fynr nokkrum árum.
—  Ég fékk átta atkvæðin,
segir hann og hlær við — mátu-
lega áhöfn á áttæring. En ég
bað engan að kjósa mig.
Við innum hann eftir því,
hvaða málefni hann hafi eink-
um borið fyrir brjósti.
— Ég vildi láta brúa ósana,
svarar hann/ Sigríðarstaðaós-
ana. Þá væri hægt að komast af
Síðunni beinustu leið austur í
héraðið og til Blönduóss. Um
Þingeyrarsand er sjálfgerður
vegur. Ég talaði líka um að fá
þessa ítölsku jeppa, sem fara
bæði land og vatn, og nota þá
sem ferju á ósana. En þeir
hafa ekki viljað þetta nema
átta hérna í sýslunni — mátu-
legt lið á áttæring.
Grískunám og Kol-
beinslag á ensku
Aftur og aftur berst talið að
skáldskap, og presti eru mjög
tiltækir ýmiss konar kviðlingar,
gamlir og nýir. Hann segir
okkur líka, að hann hafi fyrir
fáum misserum lokið fallnaðar-
prófi í grísku í hástólanum.
— Mér þóttu gjöfdin há hér í
Þverárhreppi, svo að ég innrit-
aði mig til grískunáms í háskól-
anum einn vetur. Háskólaborg-
ari er nauðbeygður til þess að
vera þar heimilisfastur, sem
hann stundar námið, og svo
skrifaði ég mig í Reykjavík.
Síðan hafa þrír lokið þessu
sama prófi og ég — stúlka, sem
ég man ekki nafn á, og svo
Finnbogi Guðmundsson og
Ragnheiður Torfadóttir nú fyr-
ir skemmstu.


I

Selasker fyrir landi í Hindisvík. Svörtu deplarnir á sjónum framan við skerið eru selshausar, sem huga
forvitnir og hálfsmeykir að gestkomunni.
3E3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16