Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 1
Áskriftarsími Tímans er 1-23-23 203. tbl. — 45. árgangur. Eyjamenn á skemmtiferð bls. 8. Fimmtudagur 7. september 1961. . i 1 „Þetta var gama!t skip og sökk. Engum verður um kennt” segir skipstiórisin á Sleipni. Klukkan tólf í gærkveldi lagðist Hekla að bryggjunni. Óvenjumargt fólk var þar saman komið til þess að taka á móti farþegum, enda voru meðal þeirra skipbrotsmenn- irnir af Sleipni. Var þeim fagnað innilega, þegar þeir stigu í land. Blaðamaður og ljósmyndari Tím- ans tóku sér far með tollbátnum út í Heklu, þar sem hún lá á ytri höfninni, og höfðu þeir tal af skipstjóranum á Sleipni í klefa hans. Sagðist honum svo frá, að klukkan sjö á þriðjudagsmorgun hefði mikili leki komið að skip- inu og hálftíma síðar hefði hann kallað áhöfnina upp á þilfar til þess að dæla með þilfarspumpun- um. Jókst sjór stöðugt í vélarrúm- inu, og höfðu dælurnar ekkert við lekanum. Var þá sent út neyðar- kall og síðan hafði skipstjórinn stöðugt samband við Heklu og bandaríska flugvél, en jafnframt var gúmmíbáturinn gerður klár og matvæli sett í hann. Klukkan 11.20 hailaðist skipið mikið, og stýrimaður kallar til skipstjórans, að skipið sé að sökkva. Var þá sldpið vfirgefið. Sklpbrotsmennirnlr, taliS frá vinstri. Fremri röð: Bragi Krist- jánsson, Magnús Þorleifsson, stýrim. og Snorri Nikulásson. Aftari röð: Steingrímur Niku- lásson, Björn Haukur Magnús- i son, skipstjóri og Björgvin H. Guðmundsson. (Ljósmynd: Tím- inn, GE.) I — Var ykkur ekki kalt í gúmmí- bátnum? — Nei, ekkert sem heitir. Við höfðum þrjár ginflöskur og bjór- kassa og hlýjuðum okkur á því. Annars vöknuðum við svolítið í fæturna. — Hvar byrjaði iekinn? — Við sáum ekki, hvar hann (Framhald o 2. síðu) ÞRISVAR SKIPREIKA Enn í siávarháska þegar bjótSa átti honum aft vera vií afhjúpun vartJa til minningar um skipsfélaga, sem fórust 1942. Á föstudaginn næstkomandi verður afhjúpað minnismerki í Fossvogskirkjugarði um þá, sem fórust með pólska flutn- ingaskipinu Wigry, sem fórst við íslandsstrendur 16. janúar 1942. Það er pólska ríkis- stjórnin, sem hefur látið gera þetta minnismerki. — Á skip- inu var 27 manna áhöfn, þar af þrír íslendingar. Af áhöfn- inni komust aðeins tveir lífs BRAGI KRiSTJÁNSSON af, Pólverji og íslendingur. Is- lendingurinn heitir Bragi Kristjánsson og á heima á Mýrargötu 14. Finnbogi Kjart- ansson fyrrum ræðismaður Pólverja á íslandi fór heim til Braga í gærmorgun, til þess að bjóða honum fyrir hönd pólska sendiráðsins að vera viðstaddur afhjúpun minnis- merkisins. Bragi var ekki heima. — Svo einkennilega vill til, þegar á að bjóða hon- um að taka þátt í minningar- athöfn um látna skipbrots- menn, félaga hans, er hann sjálfur enn á ný skipbrots- maður af Sleipni, sem fórst í fyrradag. Saga sjóslyssins Wigry var á leið til Bandaríkj- anna með fiskfarm, þegar það fórst í aftakaveðri undan Skógar- nesi á Snæfellsnesi. Hafði skipið lagt af stað frá Hafnarfirði og ferðin gengið að óskum, þar til •uinar ketillinn í vélarrúminu prakk, en við það dró mjög úr ianghraða skipsins. Skipinu tókst ’.ð miða Reykjanesvita og reyndi 5 snúa við, en það hafði ekki við ^ðandi storminum og rak undan eðri og sjó, þar til það loks tók liðri. Björgunarbátnum hvolfdi Þetta var á vetrarkvöldi, brim- gangur óskaplegur og frostbitra. Skipverjar settu út björgunarbát 'og fór öll áhöfnin í hann nema skipstjórinn og matsveinninn, sem ekki vildu yfirgefa skipið. Drukkn uðu þeir ,er skipið varð sjónum að bráð. Boðarnir voru svo miklir við ströndina, að ágerlegt var að lenda björgunarbátnum og auk þess var niðamyrkur. Ætluðu skipbrotsmenn að bíða birtingar og freista þess að lenda þá, en bátnum hvolfdi í brimrenningn- um. Sumir skipbrotsmanna drukkna þá þegar, aðrir komast á (Framhald á 2. síðu.) Skógaskóli. — Véla- og smíSahúsið stóð á háu barði, skammt norðan aðalbyggingarinnar. I fyrrinótt brann véla- og smíðahús héraðsskólans á Skógum til kaldra kola. Þrjár ljósavélar skólans og öll smíðakennslutæki fóru for- görðum í eldinum. Skólinn er nú rafmagnslaus, en kennsla átti að hefjast 1. október. Blaðið hafði í gær tal af Jóni R. Hjálmarssyni, skólastjóra. en hann var þá kominn til Reykjavíkur í þeim erindagerðum að ráða fram úr þeim vandræðum, sem af þessu leiðir. Skólastjórinn vildi ekki fullyrða neitt um, hvoi't kennsla gæti hafizt ó ‘ilséttum tíma. 100 mefra frá skólanum Eldsins varð vart um tvöleytið í fyrrinótt, en þá sáu Jón Einarsson, kennari, og kona hans, að véla- húsið stóð í björtu báli. íbúð þeirra er i norðvesturenda skólans, en vélahúsið stendur á háu barði norðan skólabyggingarinnar í um það bil 100 metra fjarlægð. Þau hjón sáu eldinn úr glugga íbúðar sinnar, og brá Jón við og vakti skólastjórann og Þórhall Friðriks- son smið, sem starfar við skólann. Auk þeirra þriggja komu á vett- vang Sigurður Guðmundsson, skóla stjóri barnaskólans á staðnum, og William Möller, kennari við kér- aðsskólann. Olíuleiðslan Þakið á vélahúsinu var þá failið, og stóð eldurinn hátt í loft upp.. Það, sem eftir stóð, fuðraði upp á svipstundu, og var húsið brunnið til grunna um klukkan þrjú. Þýð- ingarlaust var að hringja á slökkvi- liðið á Hvolsvelli, en heimamenn (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.