Tíminn - 16.09.1961, Blaðsíða 8
8
TÍMINN', Iaugardaginn 16. september 1961.
Hvítt hús meS haHarsniSi,
umlukt laufríkum trjám og
litríkum blómabeSum. Inni er
hátt til lofts, íburSarmiklar
skreytingar í kverkum, dún-
mjúk teppi gleypa skóhljóSiS.
VafningsviSur fikrar sig upp
eftir stigaganginum og tign-
arlegur örn breiSir út volduga
bronsvængi og hefur fisk í
goggnum. Auk þess eru þarna
í húsinu 71,719 bindi af bók-
wm.
Þannig er umihorfs í Bæjarbóka-
safniiru við Þingholtsstræti, en
þangað lögðu Tímamenn leið 6Ína
um daginn, efcki til að líta í bók,
befdur til að spjalla við bóka-
verði.
MeSferS og umgengni batnaS
Snorri Hjartarson yfirbókavörð-
ur tók erindi okkar ljúflega. Hann
sagði okkur, að mjög hefði brugð-
ið til hins betra, hvað umgengni
snerti, eftir að safnið flótti úr
þröngum og óvistlegum húsakynn-
um í IngóHsstræti 12 og í þetta
gamla, fína hús við Þingholts-
stræti.
— Það var alltof þröngt um
safnið í IngóHsstræti og slæm að-
staða í alla staði, sagði Hulda Sig-
fúsdóttir bókavörður, enda var um
gengni fólks eftir því, allt á tjá og
tundri eftir daginn, engin leið að
finna neitt. Það var eins og rjúk-
andi rúst.
En Snorri telur fullvíst að
snyrtileg húsakynni, hrein og
björt, hvetji fólk ósjáHrátt til þess
Snorri Hjartarson, yfirbókavörður
Ljóðabækur hverfa |
Bæjarbókasafnið tók til starfa ár
ið 1923, og það ár voru lánuð út
tæplega 25 þúsund bindi. Síðan
hækkaði talan jafnt og þétt, unz
hún var komin upp í 180 þúsund
fyrsta styrjaldarárið. Þá virðast
Reykvíkingar fara að sinna ýmsu
öðru en bóklestri, því að tala út-
lánaðra bóka fer hríðlækkandi til
ársins' 1946. En þá fer talan að
hækka að nýju, nær sér þó ekki á
strik fyrr en árið 1958. Hagspek-
jj ingar mundu ef til vill benda á
að minnkandi útlán á stríðsárum.
og eftirstríðsárum væri merki
þess, að fólk almennt hefði kom-
izt í álnir, og hefði efni á að
kaupa bækurnar í stað þess að fá
þær að láni. Víst er um það, að
aldrei hafa fleiri bækur verið lán-
aðar út en árið 1960, þá er tala
þeirra komin upp í 219,710.
Útlán á bókum er nánast ókeyp-
is, aðeins fimm krónur á ári. Fyrir
þessar fimm krónur mega lánþeg-
ar hafa 3 bækur i einu, 20 daga í
senn. Snorri Hjartarson segir okk
ur, að nú orðið séu ekki mikil van
höld á bókum, stundum þurfi þó
að sækja literatúrinn heim til van-
skilamanna. Ekki eru mikil brögð
að því, að bókum sé stolið úr safn-
inu, þó kemur það fyrir, að bækur
hverfi á dularfullan hátt og eru
það einkum ljóðabækur, sem fyrir
því verða. Ekki kann Snorri aðra
skýringu á því en þá, að ljóðelskt
fólk vilji helzt eiga ljóðabækurn-
ar, fólk les ljóð öðruvísi en skáld-
sögur, sem það brunar í gegnum;
til Ijóðanna er leitað aftur og aft-
ur. Ljóðaunnendur eru því ekki
stelvísari en skáldritalesendur,
munurinn er bara sá, að sumir
frá upphafi og ein helzta bók safns
ins er Forordning um uppvaxandi
Barna Confirmation, gefin út í
Kaupmannahöfn árið 1736.
Safnið er einnig vel birgt af
ferðasögum útlendra manna, er
farið hafa um ísland, og kennir
þar margra grasa. Þar er ferðabók
grasafræðingsins Hookers, sem fór
um landið með Jörundi Hunda-
dagakonungi, einnig bók Dillons
lávarðar og ferðasaga John Barr-
ows frá 1834. Einna fágætust bóka
af því tæi mun vera bók Kálunds
um landfræðileg og söguleg atr-
iði íslands, gefin út 1877 og eina
ritið sinnar tegundar um fsland.
í skýrslu bókasafnsins er skrá
yfir þá 28 höfunda, sem lánuð
voru út eftir 300 bindi eða fleiri.
En alls eru bækur eftir 706 ís-
lenzka höfunda á safninu.
Tvær konur eru efstar á blaði,
Ragnheiður Jónsdóttir barnabóka-
höfundur og Guðrún frá Lundi.
Nóbelskáldið verður að láta sér
nægja fjórða sæti og næstur hon-
um er Kristmann Guðmundsson,
síðan Stefán Jónsson, Örn Klói,
Guðmundur Hagalín og Þórberg-
ur. Gunnar Gunnarsson er 16. í
röðinni og Nonni næstur á eftir
honum. Fyrir ofan þá eru þrjár
konur í hóp, þær Þórunn Elfa,
Elinborg og Ingibjörg Sigurðar-
dóttir.
I bæjarbókasafninu
starfa tóif bókaveröir
- og Oberhaupt annast húsvörzluna,
þótt framliðinn sé
og náttúrufræði, en sá flokkur,
sem rekur lestina, eru bækur um
trúarbrögð. Spakir menn geta ef
til vill ráðið af þessari upptaln-
ingu sitthvað um áhugamál Reyk-
víkinga.
En í þessu sambandi er vert að
hafa í huga, hvaða aldursflokkar
sækja safnið mest. Þar eru börn
og unglingar undir 16 ár aldri í
meirihluta miðað við aðra flokka.
Unglingamir eru tæplega 40% af
gestum safnsins. Ungt fólk á aldr-
inum 17—20 ára eru 10% og fólk
milli tvítugs og þrítugs 15%. Úr
því fer ferðum manna á safnið óð-
um að fækka eftir því sem aldur-
inn færist yfir. Þó hafa 23 öld-
ungar á níræðisaldri lagt leið sína
1 á safnið, það teljast 0,3%. Og loks
mætti geta um einn aldursflokk.
sem í skýrslum safnsins er nefnd-
ur: „Óviss aldur.“ Skýrslurnar
greina ekki frá kynferði gestanna,
i en það mætti ef til vill geta sér
til af hvoru kyninu þær 43 per-
sónur hafa verið, sem flokkast
undir „óviss aldur“.
að ganga betur um og handfjatla
bækurnar af varúð og kostgæfni.
Því að meðferðin á bókunum hef-
ur batnað til stórra muna hin slð-
ustu ár engu síður en umgengnin
um húsið.
Þó er svo komið, að enn á ný
er orðið of þröngt fyrir dyrum,
s'ífellt að bætast við bækur og við-
skiptavinum fjölgar. Bökahillurn-
ar teygja sig lengra og hærra með
veggjum eins og vafningsviðurinn,
skrifstofa yfirbókavarðarins er
undirlögð hvað þá annað. Meðan
við Snorri röbbuðum þar saman,
átti einn starfsmanna safnsins ófa
spor inn í herbergið til að sækja
bækur. í kjallara hússins eru
bókahlaðar miklir og Hulda segir,
að brátt muni reka að því, að
safnið verði að leigja sér geymsl-
ur úti í bæ.
„Óviss aldur"
Við sáfnið starfa 12 bókaverðir
og hafa ærið verk að vinna. Síð-
ast liðið ár voru lánuð út af safn-
inu samtals 219,710 bindi. Þar eru
skáldrit, innlend og útlend, í mikl-
um meirihluta, 165,107 bindi.
Næst vinsælasti flokkurinn eru
bækur um sagnfræðileg efni, þá
landafræði og ferðir, því næst fé-
lagsfræði og þjóðtrú. Þar á eftir
koma íslenzk fornrit og bók-
menntasaga, þá bækur um hagnýt
efni og næst eftir þeim heimspeki
eins og vera ber. Að síðustu eru:
bækur um listir, leiki og íþróttir' ÞaS eru oft langar blSraSlr viS afgreiSsluborSiS í bæjarbókasafninu.
hinna fyrrnefndu fá bókina „lán-
aða“ um eilífð, hinir skila þeim
1 aftur að loknum lestri.
Lesstofa er uppi á lofti og þar
situr fólk með námsbækur, fræði-
rit, dagblöð og tímarit. Bæjarbóka
safnið eignast allar bækur, sem
út eru gefnar á íslandi og enn
fremur er talsvert keypt af bókum j
ái ensku, dönsku og norsku. Á
Bæajrbókasafninu eru til ýmsarj
torgætar og fáséðar bækur. Snorri
sýndi okkur vandað eintak af
Fjölni í góðu bandi, enn fremur
Rit þess fslenzka Lærdóms-Lista-
Fjelags, eintak, sem er sérstaklega
vel með farið. Fyrsta bindið af
þeim er prentað í Kaupmannahöfn
1781, þó er varla að finna blett né
hrukku á blaðsíðunum. Þarna er
Skírnir eins og hann leggur sig
A. FR. OBERHAUPT
— gætir hússins
Tíminn tókst á loft
Áður en lýkur hefur blaðamac
urinn stungið ritvopni sínu í vaí
i ann og ljósmyndarinn axlað sí
| skinn. Þá losnar heldur um má
beinið á bókavörðunum, er þei
þykjast úr allri hættu og tali
berst að ýmsu, sem á sér stað inr
an veggja safnsins, en ekki finns
skráð á skýrslur. Hulda Sigfú:
dóttir bendir okkur á stóra ljó;
mynd, sem hangið nálægt aða
dyrum. Á myndinni er fyrirmanr
legur maður, gyðinglegur útlití
Þetta er A. Fr. Oberhaupt, þýzku
heildsali, sem byggði þetta mikl
hús á stríðsárunum og bjó hé
nokkur ár. Síðar seldi hann húsi
Olafi Johnsen stórkaupmanni, sen
kallaði hsúið Esjuberg. En Obei
haupt var ekki Gyðingur fyri
ekki neitt, þv íað hann hélt'áfran
að hafa gagn og gæði hússins, þót
hann seldi það. Svo er mál me
vexti, að Oberhaupt gekk Ijósun
logum um húsið eftir dauða sim
og hafa ýmsir orðið hans varii
allt fram á þennan dag.
Það er þó síður en svo, að Ober
haupt geri nokkurn miska, þvert
móti telur hann skyldu sína ai
gæta að því, að allt sé í röð oi
reglu innan húss. Um nætur gen;
ur hann úr einu herberginu i anr
að, hugar að því, hvort dyr o;
"!..ggar séu vandlega aftur. Finn
ist honum eitthvað, athugavert
skundar hann niður í kjallara o;
vekur húsvörðinn.
(Framhald á 13. slðu).