Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN, sunnudaginn 29. október 1961.
Undir brekkunni er hvirf
ing lágra torfhúsa, rétt þar
hjá lítil torfkirkja í dálitl-
um kirkjugarði. Þetta er
Vík á Seltjarnarnesi á fyrri
hluta seytjándu aldar —
Reykjavík. Enn hefur eng-
an dreymt þann draum, aS
hér íkuli rísa höfuSstaSur
íslands. Enn órar engan
fvi»- því, aS hér muni byggj
ast kaupstaSur, hvaS þá
borg. ÞaS er jafnvel óvíst,
hvort húiS er aS flytja kaup
mannshúsin TÖrfirisey eSa
hvort þau eru enn úti f
hólmanum utan viS grand-
ann, þar sem nú eru aSeins
brímsorfin sker. En þaS er
aS minnsta kosti „komp-
agníiS", sem rekur verzl-
unina í Hólminum.
Við skulum þessu næst
heilsa upp á fólkið í Vík. Það
þykir heldur af betra tagi og
er líklega við efni. Bóndinn
heitir Jón Oddsson, sonur
i Odds lögréttumanns Oddsson-
ar í Nesl í Selvogi. Við verð-
um að ætla, að hann sé allvel
virður, því að jörðin þykir
eftirsóknarverð, og þar hafa
löngum setið sýslumenn og
aðrir yirðingarverðir menn.
Við höfum þó fyrir satt, að
húsfreyjan á bænum sé öllu
meiri fyrir sér. Hún heitir
Þórdis Hinriksson, og er
þetta annað hjónaband henn
ar. Pyrri maður hennar var
Erlendur Magnússon, sýslu-
maður 1 Múlaþingi.
Faðir Þórdísar var þýzkur,
Hinrik Gerkens, sem hingað
kom frá Hamborg laust eftir
miðja sextándu öld, þegar
Skáneyjar-Lassi, sem fenginn
var hingað til sárasóttarlækn
inga, féll frá. Hann gerðist
síðan ;;lausturhaldari á Þing
eyrum og lögsagnari eða
jafnvel sýslumaður í Húna-
vatnssýslu, en þeir Guðbrand
ur biskup og Jón lögmaður
Magnússon flæmdu hann frá
þeim kjötkötlum, þótt síðar
hlyti hann þá uppreisn að
verða sýslumaður í Stranda-
sýslu. Má marka skapsmuni
bartskerans af því, að hann
skrifaði biskupi og hrópaði
hefnd guðs yfir óvini sína.
Sonur þeirra Þórdísar og
Erlends sýslumanns, var
Torfi, hinn mesti ofstopamað
ur og harðjaxl, faðir Þor-
móðs sagnaritara, er varð
mannsbani i Sámsey 1671.
Guðrún hét og dóttir Erlends
og Þórdísar, og varð hún móð-
ir hins mesta svarks, Stokks-
eyrar-Dísu, sem heitin hefur
verið eftir ömmu sinni.
Þau Víkurhjón, Þórdís og
Jón Oddsson, áttu tvær dæt-
ur, sem hér verða nafngreind
ar, Guðrún, er varð móðir
séra Eiríks í'vogsósum, sem
mestar galdrasögur fara af,
og Úlfhildi, er hér segir frá
nokkuð gerr.
Þegar Úlfhildur var frum-
vaxta heimasæta í Vík, var
séra Halkell Stefánson í Laug
arnesi prestur í Seltjarnar-
nesi. ' Yngsti sonur hans,
Stefán, nam skólalærdóm og
gekk að eiga Úlfhildi í Vík.
Varð hann síðan prestur eftir
föður sinn og reisti bú í
Breiðholti, en bjó hin síðari
ár í Nesi við Seltjörn. Mun
Úlfhildur hafa verið býsna
mikil fyrir sér, eins og fleiri
hennar ættmenna, og óvæg-
in, þegar í brýnur sló.
Brátt kom í ljós, að þeim


,*«•»—w^J«V.»s.,

¦ ^
&

Ht
¦
m
m
m
&
)#*">tv.lS

WS§;    ' 'fefff
..:,..,:
Reykjavík árlS 1715, teikning eftlr danskan skipstjóra, Hoffgaard.
harm, sem hún bæri eftir frá
fall séra Stefáns. Fógetinn
skrifaði biskupi einnig og
spurðist fyrir um það, hvað
gera skyldi við þessa óvægnu
konu og hafði við orð að
byggja henni út af Nesi. Það
fórst raunar fyrir, ef til vill
fyrir afskipti Brynjólfs bisk-
up, en kannske lika sökum
þess, að nú var brátt að þvi
komið, að Tómas viki úr fó-
getaembætinu um stundar
saklr.
Ekki var tíðindalaust heima
í Nesi. Séra Snjólfur mess-
aði þar á jóladaginn, og fór
þá Ulíhildur í kirkju til pess
að hlýða messunni. En henni
hefur sjálfsagt verið ærið
þungt í skapi, og þarna í guðs
húsinu gerðist það, að hún
hneig niður og var borin til
bœjar af fimm mönnum. Eft
ir messu kom Snjólfur inn i
bæ og hóf að lesa guösorð yfir
maddömunni i rúminu. En
það mun ekki hafa bætt stór-
um úr skák, þvi að henni mun
hafa verið lítil þökk í guðs-
oröalestri prestsins. Hugði
hún sig lostna einhverjum
þeim íirnum,, að hún bærl
ekki framar sitt barr, og full-
viss þóttist hún þess, að þetta
myndi koma yfir sig á ný, ef
hún hætti á það að krjúpa
við gráturnar hjá séra
Snjólfi.
Brynjólfur biskup hafði áð-
Þegar Ulf hildtir í
--.<!  ,1UÍÍG  S<
N9        í moá-ilt ÍÍB3W,,;       •  Jfef •
esi sor eiomn
hjónum myndi verða margra
barna auðið. Fæddi Úlfhild-
ur tvenna þríbura og þrenna
tvíbura, og alls er talið, að
hún hafi alið tuttugu og prjú
eða fjögur börn, og mun fá-
títt, að kona hafi orðið svo
margra barna móðir.
Séra Stefán var karl-
menni mikið,, og um margt
var hann hinn nýtasti maður.
Hann skráði til dæmis fyrstu
prestsþjónustubókina, sem
kunugt er um, að skráð hafi
verið hér á landi.
Nú bar svo við vorið 1659,
að séra Stefán í Nesi andað-
ist. Hafði nú prestsmaddam-
an mikinn hug á, að sonur
þeirra, Björn, hreppti brauð-
ið. Var hann kosinn þar prest
ur, sjálfsagt fyrir atbeina
Nesfólksins sjálfs, en veiting-
arvaldið var í höndum fóget-
ans á Bessastöðum, Tómasar
Nikulássonar, er verið hafði
járnsmiður, áður en hann
keypti sig i fógetaembætið
og gerðist handhafi hins
æðsta valds á íslandi í um-
boði höfuðsmanns. Það var
að honum látnum, sem Bryn
jólfur biskup skrifaði höfuðs-
manni og bað hann þeirra
bæna, að hann skipaði ekki
neinn óþokka í fógetaembætt
ið. Voru það ekki orð að á-
stæðulausu, og eru af Tómasi
margar ófagrar sögur. Ein er
sú, að hann ætlaði að slá eign
sinni á hest, er annar átti og
hleypti honum á skurð. —
Komst hesturinn naumlega
yfir skurðinn, og barði fóget
inn úr honum bæði augun.
Þegar eigandi hestsins hafði
orð á því, að hann hefði ekki
reynzt vel, lét hann höggin
einnig ganga á honum. Hjá-
konu sína barði Tómas Nikul-
ásson einnig svo, að hún varð
handlama upp frá því alla
ævi. Mann einn barði hann
fyrir þær sakir, að hann lét
hettuna liggja á öxl, er hann
hafði tekið ofan fyrir hon-
um.
Tómas Nikulásson fórst að
lokum á skeri úti fyrir Mela-
sveit við sjöunda mann.
Ekkja ein átti tvo syni sína
á skipi með honum, og er
mælt, að hún hafi sagt, er
frétt barst um það, að skipinu
hefði hlekkzt á:
„ „Guð gefi, að þessar frétt-
ir séu sannar. Eg vildi gefa
báða syni mína til þess, að
hann væri ídauður."
f fógetatíð Tómasar var
það haldbezt ráð til þess að
ná embættum að greiða
mútur, og hvort sem það hef-
ur verið af því, að prestsekkj
an í Nesi hefur verið fastheld
in á skildingana eða annað
komið til, þá veitti fógetinn
aðstoðarprestinum i,Görðum
á Álftanesi, séra Snjólfi Ein
arssyni, þetta brauð.
En þarna hafði fógetinn
komizt í kast við konu, sem
ekki lét kúgast, þótt við rík-
an væri að etja. Lagði hún
þegar mikla f æð á fógetann
og séra Snjólf og neitaði méð
öllu, að þiggja sakramenti af
nýja prestinum. En séra
Snjólfur þóttist ekki hafa
heimild til þess að leyfa það.
Hófust nú miklar bréfagerð
ir. Úlfhildur skrifaði Bryn-
jólfi biskupi og kærði sitt
mál.-N Lézt hún vera veik
mjög, svo að hún mætti vart
á fætur stíga, og fjölyrti um
ur veitt heimild til þess, að
Snjólfur leyfði Úlfhildi að
verá til altaris hjá öðrum
presti, og nú skrifaði hann
honum á nýjan leik og ávít-
aði hann fyrir það, að hafa
ekki látið þetta eftir henni.
Sá þá séra Snjólfur það ráð
vænst að láta undan siga i
þessu efní.
En nú brá svo við, að Úlf-
hildur færðist í aukana við
tillitssemina, og er sennilegt,
að hún hafi ekki verið svo
sjúk, sem hún vildi vera láta
í bréfum sínum til biskups.
Svo stóð á, að brauð var laust
í Vestmannaeyjum, og tók
hún að leggja að biskupi að
koma Snjólfi þangað eða í
annað brauð, sem losna
kynni, en stilla svo til, að
Björn fengi Seltjarnarnes-
þing.
Þessu tók biskup vel. Hann
skrifaði Tómasi fógeta og
bauðst til þess að ráðstafa
hvorki Vestmannaeyjum né
Snæfoksstöðum i Grimsnesi,
sem hann átti sjálfur að
veita, ef séra Snjólfur feng-
ist til þess að rýma fyrir
Birni. Var þetta þeim mun
girnilegra, að presturinn á
Mosfelli í Grímsnesi, séra
Salómon Jónsson, fósturfaðir
séra Snjólfs, var nýlátinn, og
ekkja hans, föðursystir séra
Snjólfs, er hafði gengið hon
um foreldralausum í móður-
stað, var þar eystra. Ekki
virðist þd fógeti hafa viljað
sinna þessu.
Þetta vor, 1660, tók Jóhann
Klein við fógetaembætti á
Bessastöðum, hóf biskup þá
að skrifa honum og biðja
hann að eiga hlut að þvi, að
séra Snjólfur hefði brauða-
skipti við Björn Stefánsson,
sem þá var orðinn prestur á
Snæfoksstöðuni. Hinn nýi fó-
geti virðist hafa verið fús
til þess, en nú strandaði á
séra Snjólfi. Stoðaði ekki,
þótt biskup minnti hann á,
að það myndi gott verk og
guði þægt, að vægja til við
ekkjuna. Er sýnilegt, að
.megnt hatur hefur yerið orð
ið á milli hans og Úlfhildar,
enda hníga rök að því, að sitt
hvað hafi orðið til þess að
magna með þeim deilur á
þessum misserum.
Af því, sem síðar gerðist,
er nefnilega ljóst, að sá orð-
-rómur var upp kominn, að
Úlfhildur í Nesi myndi ekki
hafa sér bönda sinn, séra
Stefán, einhlítan, Qg myndi
annað faðerni einhverra af
hinum mörgu börnum henn-
ar heldur en látið hefði ver-
ið í veðri vaka. Hafi séra
Snjólfur látið slík ummæli
falla í deilum sínum við Úlf-
hildi eða verið talinn eiga
þátt í þvi, að þau komust á
loft, má nærri geta, að mad-
dömunni hefur orðið heitt í
hamsi. En þess eru einmitt
dæmi frá þesum tíma, að
prestar, sem áttu í deilum
við rosknar og skapríkar kon-
ur í sóknum sínum, sveigðu
að þeim einhverju slíku. Og
vitaskuld er örðugt að vísa
því algerlega á bug, að þess
konar orðrómur hafi átt við
eitthvað að styðjast.
En hvort sem séra Snjólfur
var hér að yerki eða ekki, og
hvort sem Úlfhildur var sak-
laus rægð eða ekki, þá var
hún ekki svo skapi farin, að
hún léti þvílíkt illmæli kyrrt
Hggja.
Á þesum tímum var það
mikill siður, að konur, er
urðu fyrir slíkum orðrómi,
hreinsuðu sig með eiði, og
þótti það þcim mun sjálfsagð
ara sem um tignara fólk var
að ræða. Konungborið fólk
varð stundum, ekki síður en
aðrir, að standa frammi
fyrir mannfjölda og vinna
þvílíka eiða, stundum sjálf-
sagt með hreinni samvlzku,
en vafalaust einnig gegn
betri vitund á stundum. Það
varð að fægja skjöldinn
frammi fyrir alþjóð, ef biett
ur féll á hann, hvað sem það
kostaði.
Einmitt þetta vor, 11. maí
1661, hafði ein tignasta
stúlka landsins, Ragnheiður
Brynjólfsdóttir, svarið þann
eið í dómkirkjunni í Skál-
holti í viðurvist klerkdóms-
ins og mikils fjölda kirkju-
gesta, að hún væri hrein mey,
ósnortin af öllum karlmönn-
um. Illur orðrómur um bisk
upsdótturina hafði verið kveð
inn niður með því meðali, sem
þessi öld þekkti áhrifamest.
Þarna var maddömunni í
Nesi vísuð leiðin.
Þess vegna vai 'hestur
leiddur í hlað í Nesi, þegar
leið að því, að þing yrði h&ð
við Öxará. Maddaman í Nesi
steig á bak og reið sem leið
lá Hiustur Mosfellsheiði til
Þingvalla, og kærði hún það
illmæli, sem lostið hafði ver-
ið upp um hana. Var dómur
upp kveðinn i málinu og
henni dæmdur frýjunareiður,
harla ótæpilega orðaður, og
skyldu tvær konur sanna
með hinni fimmtugu prests-
ekkju, að hún hefði engum
manni samrekkt, utan sínum
elskulega eiginmanni, séra
Stefáni Hallkelssyni, og væri
hann sannur faðir allra henn
ar barna. Fóru síðar eiðar
fram í lögréttu, frammi fyrir
(Framhald á 12. síðu)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16