Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 15
KVEÐJUORÐ Frú Anna Sigurðardóttir Þeir sem gamlir verða eiga við þau örlög að búa í i'íkara mæli en aðrir, að verða stöðugt að sjá á bak félögum og vinum frá yngri árum. Þeir hafa runnið sitt skeið. Aðrir koma í önnur spor og með sína sögu. í hin fennir smátt og smátt. En þetta er lífsins gang- ur, sem þýðir ekki um að fást. Og nú minnist ég gamallar skóla systur og vinkonu frá æskuárum, frú ÖnnU Sigurðardóttur, sem verð ur jarðsett í dag frá Fossvogskap- ellunni. Það var glaður ungmennahópur, sem einn fagran haustmorgun ár- ið 1904 gekk suður og upp brekk una til hins nýreista gagnfræða- skólahúss á Akureyri. Þar skyldi nú hefjast kennsla í fyrsta sinn. — Við hinir eldri í hópnum höfð um verið okkar fyrri vetur í barna skólahúsinu undir hrekkunni, og þótti gott að komast úr þeim húsa kynnum og frá seinnipartskennsl unni. Það var því mikil tilhlökk- un í hópnum gamla, og eftirvænt ing þeirra nýju, sem litu nú hina nýreistu höll í fyi'sta sinn. í þeim hópi voru tvær ungar konur, sem þegar vöktu eftirtekt. Þær voru vel og smekklega búnar, fríðar sýnum og gjörvilegar í fasi og framgöngu. Þær hétu Anna og Elinborg, og urðu brátt svo sam- rýmdar og jafnan saman, að nöfn beggja voru venjulega nefnd í einu. Og enn er mér það' tamast. Þess vegna minnist ég Elinborgar nú um leið og ég rita um Önnu, og myndu báðar kunna því vel. Elinborg var dóttir prófastsins á Miklabæ í Skagafirði, sr. Björns Jónssonar, sem var vel þekkt nafn nyrðra. Anna var Sigui'ðardóttir, ættuð að sunnan. Þær urðu báðar áberandi skólaþegnar, sóttist vel nám og tóku virkan þátt í því fá- brotna félagsstarfi í skólanum, sem þá tíðkaðist, m.a. í söngflokki skólans. Þóttu þær báðar ágætlega liðtækar við hvað eina sem gera þurfti og jafnan prýða hinn fá- menna hóp. Eru margar hugljúf- ar minningar geymdar frá þessum samverutíma, minningar um frjálsa og grómlausa gleði óspilltr ar æsku, sem hvorki var gjálíf né heimtufrek. Að vetri loknum skildust leiðir. Þær Anna og Elinborg urðu síðan mágkonur og miklar vinkonur með an báðar lifðu. Elinborg varð hús- freyja í Skagafirði og reyndist hin ágætasta kona, var hún lengi kenn ari í sveit sinni, og við þau störf hitti ég hana nær 40 árum etfir að leiðir skildu. og var þá margs að minnast. Nú er frú Elinborg látin fyrir allmörgum árum. Anna Sigurðardóttir giftist prófastsyninum frá Miklabæ, Guð brandi Björnssyni. Hún var sunn- lenzt að ætt og uppruna, svo sem áður segii, fædd að Pálsbæ á Sel tjarnarnesi 10. jan. 1881, og er nú til grafar borin þann dag er hún hefði fyllt sitt 81. aldursár. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Einarsson útvegsbóndi í Pálsbæ, síðar í Seli. Var sá Ein- ar bróðir Guðmundar i Nesi, og voru þetta kunnir athafnamenn og sjósóknarar á sínum tíma. En kona Sigurðar' og móðir Önnu var Sigríður Jaffetsdóttir Einarssonar gullsmiðs, bróðir Ingibjargar konu Jóns forseta. Var Jafet bróðir Önnu, kunnur skipstjóri á sinni tíð. Var frú Anna því af góðu og traustu bergi brotin, og mátti slíkt kenna í allri viðkynningu við hana. Hinn 3. okt. 1908 stóð brúðkaup þeirra Önnu og Guðbrandar í Miklabæ. Hafði hann þá lokið námi, er hann stundaði bæði í Kaupmannahöfn og Reykjavík. en próf í guðfræði tekið hér við prestaskólann þetta ár. Og vígður var hann þetta haust til Viðvíkur prestakalls í Skagafirði. Þangað fluttu ungu hjónin þá og bjuggu þar búi sínu hátt á þriðja tug ára, eða þar til 1. júní 1934, að sr. Guðbrandi voru veitt Hofsþing á Höfðaströnd, og jafnframt skipað ur prófastur í Skagafjarðarprófasts dæmi. Var heimili þeirra á Hofsós þar til prófastur lét af embætti 1954, en síðan hér syðra. í Viðvík stóð heimili þeirra hjóna lengst. Þar fæddust böm þeirra öll. Og bú þeirra mun um skeið hafa verið all umfangsmik ið, og því mikið verkefni fyrir húsfreyjuna, sem ærið oft reyndi eigi all lítið á. Og um það ber öllum kunnugum saman, að -hún hafi reynzt frábær að dugnaði og stjórnsemi, iðjusöm og heimilis- rækin, og hafi verið mikill mynd arbragur á heimilinu í höndum hennar. Og það segir mér greind og reynd kennslukona, sem kenndi börnum þeirra hjóna heima í Við- vík á sinni tíð, að hvergi hafi sér liðið betur við kennslustörf en þar. Fór þar saman, að hennar dómi, ágætlega námshæf og áhuga söm börn og frábær skilningur og hlýhugur þeirra hjóna og góð aðhlynning. Dáði hún greind og fróðleiksþrá prestsfrúarinnar og skörungsskap í allri stjóiti heim- ilisins. . Frú Anna var einnig félagslynd að upplagi og tók um skeið all mikinn þátt í félagslífi unga fólks ins í sveitinni, æfði söng og setti á svið sjónleik og fór með hlut- verk sjálf. Hún var líka mjög list hneigð í eðli, unni söng og hljóm list og lék sjálf vel á orgel og stjórnaði söng í Viðvíkurkirkju því nær alla sína tíð þar. Og mik- ið yndi hafði hún jafnan af fögru handbragði, iðkaði hannyrðir sjálf þegar tími gafst til, og bera þess vitni fagurlega útsaumaðar mynd- ir eftir hana, sem prýddu heimili þeirra hjóna. Og það var henni jafnan mikið ánægjuefni, að lesa og ræða um fagrar bókmenntir. Ég kom aldrei á heimili frú Önnu í Viðvík. En ég sé hana þar fyrir mér, st.arfsama og stjórn- sama húsfreyju og umhyggjusama móður, er jafnan var önnum kaf- in, óspör á orkuna, enda var hún tápkona að allri gerð. Hins vegar kom ég á heimili þeirra hjóna í Hofsós og gisti þar marga nótt á námstjóraárum mín um. Þá var þar minna umvélis, börnin flogin úr hreiðri og degi tekið að halla. Þótti mér þar ágætt I að koma. og vel fór þar um hvern gest, sem að garði bar. Og þá þótti okkur ánægjulegt að rifja upp gamlar minningar. Og enn var prófastsfrúin sístarl andi og síhugsandi um iíf og sjarf í umhverfi sinu og fylgdist vel með öllu, sem gerðist. bæði þar og þjóðlífinu. las mikið svo sem venja hennar hafði jafnan verið. þegar færi gafst. En þrekið tók nú verulega að gefa sig, og því eftir- sóknarvert að hafa lítið um sig. Það tókst er maður hennar lét af embætti og þau fluttust hingað suður. Þar lifði hún hljótt og fag urt ævikvöld, og átti enn það þrek til hins síðasta, að geta hugsað um mann sinn og kyrrlátt heim- ili þeirra. Hún kvaddi þennan heim s.l. nýársdag þrautalítið, að lokinni langri og starfsamii ævi. Þeir hjónum varð 5 barna auð- ið og lifa öll. Þau eru: Guðfinna, kennari, ógift. Sigrún, kennari, gift Ármanni Halldórs- syni námsstjóra, sem nú er látinn. Elinborg, gift Magnúsi Ástmars- syni, forstjóra. Sigríður, áður gift Ben. Tómassyni yfirlækni. Björn, læknir, kv. Sigríði Guðbrandsdótt- ur. * Og barnabörnin munu nú orðin 18 að tölu. Um leið og ég lýk þessum fá- tæklegu kveðjuorðum sendi ég eiginmanni frú Önnu, og öðrum ástvinum hennar,.innilegustu sam úðarkveðjur og bið henni sjálfri blessunar um eilíft ár. Snorri Sigfússon. Pólverjar kjósa . . V Framhaln ai '< siðu Pólverjar segja það sannfæi- ingu Krústjoffs, að bætt lífs- kjör séu nauðsynleg til þeps að koma í veg fyrir uppreisn í kommúnistaríkjunum í Evrópu. ANNAR PÓLVERJI lýsti annarri hlið á ágreiningi þeirra j Krústjoffs og Mao. — Fyrir stríð hafði Pólverji þessi heyi'tj til fyrirfólki Póllands, og hon- um hafði ekki verið kleift að vinna sómasamlega fyrir sér í fyrri en eftir að Gomulka tók við völdum. — Hann sagði m.a.: „Þetta er metnaðarmál. Mao hélt, að hann mundi af sjálfu sér erfa leiðtoga- og fræðara- hlutverkið í heimi kommúnist- anna, þegar Stalín félli frá. Honum hefur ekki enn orðið að þessari trú sinni. Raunin hefur þvert á móti orðið sú, að hann hefur hvað eftir annað orðið að lúta vilja Krústjoffs, o.g það sem sárara er, Krúst- joff hefur reynzt hafa rétt fyi- ir sér. Mao er því ekki á því að vilja samningaleiðina i því máli, sem hann telur öllu öðru mikilvægara. Hann mun halda áfram að knýja skoðanir sínar fram, að svo miklu íeyti, sem honum er unnt. Hann mun halda áfram að útbreiða komm- únismann í Austurlöndum. Það hlýtur að koma Krústjoff illa, því að hans áhugamál er að ná samningum við Bandaríkin". „Þér eruð þó ekki á bandi Krústjoffs, eignum sviptur yfir stéttarmaðurinn?" spurði ég. Pólverjinn tæmdi glas sitt og renndi vonaraugum til flösk- unnar. Þegar ég var að renna aftur í glasið hans, hélt hann áfram: „Okkur geðjast ekki að kommúnismanum. Margir hata hann. En flestir okkar gera sér þess grein, að það kerfi, sem við nú búum við, er það bezta, sem við getum vænzt undir yfirstjórn Rússa að svo komnu máli. Ef friður helzt og Krúst- joff virðist af-síalínistunin .ganga. vel, þá getur astandið ef til vill batnað enn. Við getum ekki vænzt neins betra.“ Krústjoff? Mao? Pólverjar hafa valið. Þeir kjósa fremur rússneska björn- inn en kínverska drekann. Ti! söiu er (Víiívikii da gsgrr einin . Framnain s 9 síðu ' og gott, þar sem það birtist á hæsta stigi. Vér hugsum til þeirra, sem með fórnfýsi sinni, óþreytandi elju og ó- slökkvandi kærleika hafa rutt mannkyninu nýja vegi fram á við, til heilla og ham ingju. Hví skyldi ekki mað- urinn njóta heiðurs, og hví skyldi ekki réttur hans við- urkenndur? Er nokkuð sjálf sagðara, þegar litið er á öll hin miklu afrek þeirrar veru, sem sjálf biblían lýsir sem drottni jarðarinnar, loftsins og hafsins? En þessi fagra mynd er þó ekki allur sannleikurinn um manninn. Hið forna skáld orti þrátt fyrir allt ekki lofgjörð sína um mann inn sjálfan, heldur um þann guð, sem hafði gefið mann- inum allt, sem hann hafði til að stæra sig af. „Hvað hefur þú, sem þú hefur ekki þegið?“ sagði Páll postuli mörgum öldum síðar. Og sá, sem orti sálminn, vissi, að það var guð, sem hafði gert manninn að því, sem hann var, og látið hann — leyft honum að ríkja yfir því, sem raunverulega voru ekki handaverk mannsins sjálfs, heldur handaverk skaparans. Þrátt fyrir allt bar maðurinn ábyrgð gagn vart æðra valdi en hann var sjálfur. Jafnvel í stöðu sinni sem drottinn jarðarinnar var hann þjónn guðs. Hvað verður þá um hin miklu mannréttindi, í hverju verða þau þá fólgin? Framhald greinarinnar birt- ist í næsta blaði. íþróttir ■ Frarnhald af 12 síðuf mestu hvílt á þeirra herðum. Aðr- ir í ritstjórn eru Jón Ormar Orms- son og Sigurpáll Jónsson, en aug- lýsingastjóri Friðjón Guðbjörns- son, sem unnið hefur mjög þýðing- armikið starf fyrir útgáfu blaðs- ins. Á forsíðu jólablaðsins nú er mynd af Valssvæðinu, tekin á 50 ára afmæli félagsins, prýdd fag- urri skreytingu, sem hinn kunni listamaður og Valsmaður, Sigfús Halldórsson, hefur gert. Séra Bjarni Jónsson ritar jólakveðju til Valsmanna, en síðan er sagt frá aðalfundi Vals. Þá eru greinar um hátíðahöld Vals í tilefni afmælis- ins á síðasta ári, og þar m. a. birt ávarp menntamálaráðherra, sem hann hélt í afmælishófinu. Þá er sagt frá leikjum Valsmanna síðasta ár, og grein er um Danmerkurför 3. flokks, sem einn þátttakandinn ritar, Pétur Sveinbjörnsson. Þá eru ýmsar greinar viðvíkjandi félag- inu, afmælis- og minningargrein- ar. Að lokum er þýdd grein um hinn þrefalda Ólympíumeistara Wilmu Rudolph, sem þýdd er af Einari Björnssyni. Valsblaðið er hið prýðilegasta rit, sem allir íþróttaunnendur ættu að kynna sér, og það er engan veg- inn bundið við Valsmenn eingöngu. Jörð til sölu Jörðin Hofsstaðir í Viðvíkurhreppi, Skagafjarðar- sýslu, er til sölu og laus til ábúðar frá næstu far- dögum. Nokkur bústofn getur fylgt til sölu, ef um semst. Upplýsingar um jörðina gefur Jón Sigurðsson, óðalsbóndi á Refnistað í Staðarhreppi, og verðtil- boð sendist honum. Einnig verða gefnar upplýsingar um búrekstrar- skilyrði jarðar af Pálma Einarssyni, Landnámi ríkisins, Reykjavík. Bróðir okkar Hlöðver Á. Árnason, frá Oddsstöðum andaðist að heimili sínu í Burtington Ontaris 5. jan. 1962. Áslaug Árnadóttir, Rannvelg Árnadóttir Guðrún Árnadóttir Jarðarför konunnar rninnar Margrétar Magnúsdóttur, Hörpugötu 3, fer fram frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 11. janúar, kl. 10,30 f.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Sigurður Pétursson Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengda- börnum, ættingjum og vinum, sem glöddu mig með gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll og gefi vkkur gleðilegt ár. Ingibjörg Kristjánsdóttir. á góðum stað í bænum. Til- boð skilist á afgreiðslu blaðsins, merkt: Einbýlis- nús. Hjartans þakkir og góðar óskir um gleðilegt nýtt ár, færi ég öllum þeim, er glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum, á 70 ára afmæli mínu, 9. des. s.l. Ingibjörg Jónsdóttir, Reýnishólum, Miðferði, V.-Hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.