Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1962, Blaðsíða 1
Deyja á flótta í skolpræsum Austur-Berlínar Sjá 3. síðu Þeir, sem vflja gerast áskrif- endur að blaðinu, hringi í 12323 8. tbl. — Fimmtudagur 11. janúar 1962 — 46. árg. Aldrei á sunnu- u dögum segja dómarar Þeir sem fara á kendirí og hafna í fangageymslunni, þeiij fá sinn dóm (eða dómsátt), fyr-j ir ölvun á almannafæri eins ogj lög standa til, nema á sunnu-' dögum. Þannig hefur það gengið tiil síðan fyrir áramót. Ástæðan er deila, sem risin er', upp milli fulltrúans, sem annast- dómstörf varðandi þá, — sem leystir eru úr haldi og vinnuveit- anda, eða dcínsmálaráðuneytis-' ins. (Framhald á 15. síðu) Lifandi í fönn eftir sex vikur í Víðidal í Húnavatnssýslu varð sá einstæði atburður um miðja síðustu viku, að 2 kind- ur voru grafnar úr fönn eftir að hafa verið grafnar þar í fullar sex vikur. ( f ramhald á 3. siðu.' ... sem þar á buxum ganga Þetta er ekki orðið einleikið. í gær birtum við myndir af Skotum.sem eru aldrei glaðari en þegar þeir ganga í pilsum. — í gær barst okkur svo þessi mynd frá Danmörku. Á henni dansar kvenfólkið í buxum. Þetta eru sem sagt Grænlendingar, sem komu 9. jar.úar til Kaupmannahafnar og eru á leið til San Remo á ítölsku Rivier-unni, en þar stendur fyrir dyrum hátíðin Fiesta de Fiori. Hópur inn á að sýna gamla grænlenzka dansa þar syð'ra, eins og hann gerir á þessari mynd við undirleik eins fiðlara (Ljósm.: Politiken) GEFIZT UPP VID HEILDARSAMNINGA Ný saga / dag Framhaldssagan, sem nú er að hefjast i blaðinu er eftlr skáldkonuna Melba Malett. Sagan fjallar um ungan blaðamnn Georg Healey, sem fær það fáránlega verkefnl að grafa upp fáeinar staðreyndir um fortíð JOYCE DOUGLASS, ungrar og yndlslegrar eiginkonu milljónamæringslns Harry Douglass. Georg Healey er fokvondur yfir þvi, að vera settur í svo ómerkilegt starf. En því dýpra sem hann kafar því forvltnari og skelfd- ari verður hann .... Saga þessl er skemmtileg qg mjög spennandi og er ekkl að efa að hún verður vinsæl meðal lesenda blaðsins. — Þýðinguna gerði Jóhanna Kristjónsdóttir, og er myndin hér til hllðar af hennl. Blaðinu barst í gær frétta- tilkynning frá Alþýðusam- bandi íslands um að samn- ingar milli Sjómannasamtak- anna innan ASÍ og LÍÚ hafi strandað algerlega vegna þess, að LÍÚ teldi sig skorta umboð til að gera heildarsamninga um skiptaprósentu á aflahlut. Gerði samninganefnd sjó- manna samþykkt, þar sem kjarasamningunum er vísað heim í hérað. — Eins og kunn- ugt er ákveður Verðlagsráð sjávarútvegsins fiskverðið og eru þeir samningar óháðir sjálfum kjarasamningunum um skiptaprósentuna. Tilkynn- ing ASÍ fer hér á eftir: „Samninganefndir sjómannasam- takanna innan A.S.Í. og L.Í.Ú. hafa verið á fundum að undan- förnu og rætt kjör bátasjómanna. Hefur ekkert samkomulag náðst, og er nú slitnað upp úr samning- um. Samninganefnd Landssambands ísl. útvegsmanna tilkynnti samn- inganefnd sjómannasamtakanna á SJA 15. SIÐU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.