Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						
¦æsA

Hrint úr vör á Fílaey — 1400 km. sigling framundan.
ekki við? Hvernig færi, ef ann-
að hengiflug yrði á vegi þeirra?
Þolinmæði Shackletons var á
þrotum. Hann spui'ði aftur —
gætu þeir verið um kyrrt
þarna?
Augljóst var, að þeir gætu
það ekki, og Worsley og Crean
neyddust til að viðurkenna það,
þótt óljúft væri. Það var heldnr
engin önnur leið til að komast
niður. Ákvörðunin var þess
vegna tekin. Shackleton sagði.
að þeir ættu að renna sér niður
saman, halda sér hver í annan.
Þeir settust niður í skyndi og
losuðu reipið, sem þeir voru-
bundmr saman með. Hver um
sig hringaði sinn hluta til að
mynda eins konar sessu. Wors-
ley krækti fótunum utan um
Shackleton miðjan og lagði
'iandleggina utan um hálsinn á
honum. Crean fór eins að við
Worsley. Þeir voru eins og þrír
sleðafarar — sleðalausir.
Samlals tók þetta aðeins
níma mínútu, og Shackleton gaf
ekkert tóm til umhugsnnar. Þeg
ar  þeir  voru  ferðbúnir,  ýtti
HUKLETM
Sjaldan eða aldrei hefur
verio farin frækilegri för
en sú, sem Ernest Shackle-
fon fór til suðurskautsins
árið 1914. Hann ætlaði alla
leið, eins og það er kallað,
það er að segja á suðurpól-
inn, skip hans fraus inni í
Weddel-sjó, einhverju veðra
samasta og straummesta
hafi veraldar og þar velkt-
ist hann með menn sína og
þar í grennd í eitt og hálft
ár, mest á ís, án þess að
missa nokkurn mann, utan
einn mann einu sinni niður
á milli jaka, en þeim manni
varð ekki meint af volkinu.
Leiðangursmenn voru tuttugu
og átta að tölu, og þótt þeir
væru vel útbúnir á þeirrar tíð-
ar mælikvarða, mundi búnaður-
inn ekki þykja merkilegur í
dag. Eins og kunnugt er, fór
mikill leiðangur yfir suður-
skautið árið 1958, búinn óllum
beztu þekkjanlegum tækjum. Á
einum stað fór hluti af þessum
leiðangri bókstaflega í fótspor
Shackleton, og varð að beita
allri tiltækri tækni til að kom-
ast leið, sem Shackleton fór við
þriðja mann, örmagna og eftir
að hafa siglt í smábát fjórtán
hundiuð kílómetra leið til Suð-
ur-Georgíu. Shackleton fór gang
andi þvert yfir eyjuna, en lang-
ur hluti þeirrar leiðar þótti
ófær 1958 óþreyttum mönnum
með fullkomnasta útbúnað.
Shaekleton komst til norskrar
hvalveiðistöðvar á Suður-Georg-
íu og þaðan sigldi hann svo aft-'
ur til baka og sótti aðalhópinn,
sem beið björgunar á litlum
malarkambi í fjörunni á Fílaey.
Nú fyrir jólin kom út bókin
Ha^ðfengi og hetjulund eftir
Alfred Lansing í þýðingu Her-
steins Pálssonar, ritstjóra. Þar
segir  frá  þessum  einstæðu
hrakningum Shackleton. Skugg-
sjá gaf bókina út. Eftirfarandi
er tekið úr þessari bók Lansing,
en þar segir frá ferð Shackle-
ton og tveggja félaga hans yfir
fjallgnýpur Suður-Georgiu:
Loksins, alllöngu eftir klukk-
an 4, voru þeir komnir upp.
Fjallsbrúnin var svo hvöss, að
Shackleton gat sezt klofvega á
hana. Nú var tekið að bregða
birtu, en þegar hann gægðist
niður sá hann, að þótt brekkan
væri brött, var hún engan veg-
in eins hættuleg og hinar
fyrri. Neðst virtist hún smám
saman renna út í jafnsléttu. En
ógerningur var að vita þetta
með vissu, því að þoka var að
fylla dalinn og birta orðin mjög
léleg.
Þar við bættist, að þokan, er
læddist á eftir þeim, nálgaðist
nú óðum, og ógnaoi hún með
að byrgja alla útsýn, svo að þeir
sætu blindir og í gildru þarna
uppi á egginni.
Nú kom ekkert hik til greina,
og Shackleton sveiflaði sér yfir
eggina. Hann vann eins og óð-
ur maður við að höggva þrep í
brattann og lækkaði sig skref
fyrir skref. Nepja var komin í
loftið, og sól næstum hnigin til
viðar. Þeir mjökuðust neðar, en
þeim miðaði. tryllandi hægt.
Eftir 30 mínútur varð hjarnið
aðeins mýkra, og benti það til
þess, að brekkan væri nú ekki
eins brött. Shackleton hætti
snögglega. Hann virtist skyndi
lega gera sér grein fyrir fánýti
þess, sem hann hafði fyrir
stafni. Með þessn áframhaldi
mundu þeir verða margar
klukkustundir niður. Auk þess
væri líklega um seinan að snúa
við.
Hann hjó dálitla syllu með
öxinni og kallaði síðan til hinna
að koma niður.
Óþarfi var að gefa miklar
skýringar. Shaekleton sagði,
að þeir ættu aðeins um tvennt
að velja, og hann bar ótt á: Ef
þeir  yrðu  um  kyrrt  þarna,
V
1§L
Endurance að farast í ísnum
mundu þeir helfrjósa, eftir
eina klukkustund, kannske
tvær, kannske lengri tíma. Þeír
urðu að komast neðar — og
eins fljótt og hægt væri. ¦
Hann stakk upp á, að þeir
renndu sér niður.
Worsley og Crean voru for-
viða — einkum af því, að
Shackleton skyldi stinga upp á
svo vitfirringslegii lausn. En
hann var ekki að gera að gamni
sínu ... Honum stökk ekki bros.
Honum var alvara — og þeir
vissu það.
En hvernig færi, ef þeir
lentu á kletti? spurði Crean.
Væri þeim væit þarna? svar-
aði Shackleton og brýndi raust-
ina.
En brattinn? s-agði Worsley.
Hvernig færi, ef jafnslétta tæki
hann frá. A næsta andartaki
hættu hjörtu þeirra að slá. Sek-
úndubrot virtust þeir hanga í
lausu lofti, en svo tók vindur-
inn skyndilega að orga í eyrum
þeirra, og snjórinn sást óíjóst,
er harin brunaði fram hjá. Nið-
ur ... niður ... þeir öskraðu —
ekki beint í skelfingu, en bara
af 'því, að þeir gátu ekki annað.
Hljóðunum. var þröngvað úr
þeim með snöggt vaxandi þrýst-
ingi á eyru og brjóst. Hraðar og
hraðar — niður ... niður ...
niður!
Svo runnu þeir út á jafnsléttu
og hraðinn fór minnkandi. And-
artaki síðar staðnæmdust þeir
snögglega í skafli.
Mennirnir þrír risu á fætur.
Þeir stóðu á öndinni, og hjörtu
þeirra börðust ofsalega. En þeir
gátu ekki annað en hlegið óvið-
ráðanlega. Það, sem verið höfðu
skelfilegar horfur um 100 sek-
úndum áður, hafði snúizt upp
í stórfenglegan sigur.
Þeir litu til himins, sem
dimmdi nú óðum, og sáu þoku-
-slæðurnar læðast yfir eggjarn-
ar um 600 m. ofar — og þeir
fundu fyrir hreykni þess, sem
lætur i andartaksheimsku ögra
sér út i það, sem óframkvæm-
anlegt er, og tekst það svo full-
komlega.
Eftir kexmáltíð og sleða-
ferðarskammta lögðu þeir á
hjarnbrekkuna í austurátt. Þetta
var hættuför í myrkri, ög menn
urðu að gæta ýtrustu varfærni
til að lenda ekki í sprungu. En
í suðvesturátt lék óljós bjarmi
um tindana. Ogþegarþeirhöfðu
verið kvíðafullir á ferð í klukku-
stund, kom bjarminn upp fyrir
fjöllin — fullt tungl, sem var
beint á vegi þeirra.
Hann lagði af stað niður —
og þá barst hljóð að eyrum
hans. Það var veikt og óljóst,
en það gat verið eimblístra.
Shackleton vissi, að klukkan
yar um 6.30 árdegis ... sá tími,
þegar menn voru venjulega
vaktir i hvalveiðistöðinni.
Hann hraðaði sér niður af
háls-inum, til að segja Worsley
og Crean þessar æsilegu fréttir.
Þeir gleyptu í sig morgunverð-
inn. en svo tók Worsley sjóúrið,
sem hangið hafði um hálsinn á
honum, og síðan stöi'ðu þeir all-
ir þrír á vísa þess. Ef Shackle-
ton hafði raunverulega heyrt í
eimblístrunni á Straumnesi,
átti að þeyta hana aftur klukk-
' an 7 til að kalla menn til vinnu.
Klukkan var 6.50 ... þá 6.55.
Þeir þorðu varla að draga and-
ann til að gera ekki hávaða.
6.58 ... 6.59 ... Nákvæmlega á
sekúndunni heyrðist til eim-
blístrunnar í þunnu morgun-
loftinu.                  <'M
Þeir litu hver á annan og
brostu. Svo tókust þeir orða-
laust í hendur.
Eins og allir menn var
Schakleton ekki alfullkominn,
en þegar mest á reyndi, sýndi
hann svo frábæra forustuhæfi-
leika, að fáir ef nokkrir hafa
staðið sig betur í þrengingum
sem þessum. Þeim ber óefað að
þakka, að hann skyldi koma öll-
um mönnum sínum lifandi úr
þeirri heljarþröng, sem þeir
voru í meðan stóð á þessum
eins og hálfs árs hrakningum.
Þótt Shackleton kæmist aldrei
ýkja nálægt suðurpólnum, mun
hans minnzt í annálum land-
könnunar, sem eins mesta
stjórnandans, og er þá nokkuð
mikið sagt, því margir pólfarar
hafa ekki verið neinir aukvisar
í stjórnsemi og skipulagningu.
Bnn
frægastí
leiðangur
vorra
tíma
TÍMINN, simnudaginn 21. janúar 1962
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16