Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						mmnn

Útgefandi:  FRAMSÓKNARFLOKKURINN

Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn

Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta-

ritstjóri: Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar:" Tómas

Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof-

ur í Edduhúsinu; afg.reiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur

Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. —

Afgreiðslusími 12323.    — Prentsmiðjan Edda h.f. —

Áskriftargjald kr. 55 á mán. innan lands.xI lausasölu kr. 3 eint.

á von?

AlþýSusamtökin hafa lagt fram tillögur sínar um aS

tryggja svipaSan kaupmátt launa og í júlímánuSi s.l. og

bent á haldgóSar og eSlilegar leiSir til þess, aS þéim

áfanga verSi náS. Tilögur þessar hafa þau lagt fyrir ríkis-

stiórnina og lóskað viðræSna um þær. Var nánar frá þess-

um tillögum skýrt hér í forystugrein blaSsins í gær.

Þessum tillögum og stefnu þeirri, sem í þeim birtist,

ættu stjórnarflokkarnir aS fagna og taka þeim vel. Eink-

um væri ekki ólíklegt, að Bjarni Benediktsson tæki þeim

vel, því að þær erU raunar eins og jákvætt svar viS friSar-

tali hans um áramótin og sífelldum yfirlýsingum hans um

vilja sinn til „raunhæfra kjarabóta".

Ýmsir munu þó telja, að til þess bendi bæði rök og

reynsla, að ekki megi taka orð þessa foringja pg flokks

of alvarlega og ekki sé vert að bygg]a á stuSningi hans.

Ilins vegar kallast hinn stjórnarflokkurinn AlþýSuflokkur

enn þá og telur sig verkamannaflokk. Þar ætti því aS

vera vís stuSningur viS þessar tillögur, sem f jalla ekki um

launahækkanir, heldur kjarabætur í annarri mynd og

með raunhæfum stjórnaraðgerðum. Það væri jafnvel ekki

fráleitt aS ætla, að þessi flokkur mundi tryggja þessum

tillögum sigur, svo sem er á valdi hans í stjórnaraSstöS-

unni. Ýmir munu því líta svo á, aS hér sé prófsteinninn á

þennan verkamannaflokk. Og menn spyrja: Hvernig

bregzt hann við? Er nokkurt verkamahnablóð í honum

lengur? Er hann orðinn gegnsýrður íhaldsflokkur?

í áramótagrein sinni hér í blaðinu minntist Hermann

Jónasson formaður Framsóknarflokksins, á þetta atriði.

Hann sagði m. a.:

„Ýmsir spyrja, hvort AlþýSuflokkurinn muni ekki tek-

inn að þreytast á þessu samstarfi, sem svo mjög stefnir

í íhaldsátt. Ég veit ekki um hug hins almenna kjósanda.

En forvígismenn flokksins hafa jafnt og þétt verið aS

þokast í þessa átt síðustu árin.

Vinstri sinnaðir menn, sem fylgdu upphaflegri stefnu

flokksins, hafa yfirgefið hann, stundum í stórhópum,

stundum einn og einn. Stefnuskrár Alþýðu- og Sjálfstæðis-

flokksins voru svo til alveg eins fyrir síðustu kosningar,

enda deiidu blöð þessara flokka um það, hvor flokkurinn

hefði frumsamið stefnuskrána — eða hvor hefði hnuplað

stefnunni frá hinum. Ég hef spurt allmarga menn um það,

hvort þeir geti greint einhvern mun flokkanna í fram-

kvæmd, en aldrei rekið mig á neinn, sem hefur getað það.

Helzti munurinn kynni að vera sá, að Alþýðuflokkur-

inn virðist upp á síðkastið .vilja sýna launþegum meira

harðræði í vinnudeilum. í útvarpsræðu frá Alþingi nýlega

sagði einn þingmaður, sem talaði af hálfu Alþýðuflokks-

ins, að verkföllunum s.l. sumar hefði ekki verið mætt

nógu ákveðið. Það yrði að búa sig undir það, ef verkföll

yrðu í vetur, að mæta þeim með meiri hörku."

Þessi orð eru skýr og eðlileg ályktun af stefnu og

framkomu Alþýðuflokksins undanfarin ár, og það er sam-

dóma álit þeirra, sem nokkra yfirsýn hafa um íslenzk

stjórnmál, að svo sé komið, að hann sé enginn verkalýðs-

flokkur lengur og firrtur trausti og fylgi verkamanna að

mestu leyti. Er það mikil raunasaga, og mörg mein ís-

lenzkra stjórnmála má til þess rekja. En menn hálda i

vonina, og margir líta svo á, að með þeim tillögum alþýSu-

samtakanna, sem nú liggja fyr'ir, gefist flokknum síSasta

tækifæri til aS sjá fótum sínum forrað og sýna einhvern

vott þess, að hann viti, hver fyrri stefna hans og staða

var.,                           i

Walter Lippmann ritar um ajþjóðamál-

Er það útilokaö að hægt sé

ö na samkomulagi um Berlín?

Slíkt samkomulag gæti verið ávinningur fyrir alla aíiila

FYRIR skömmu átti ég tal

við starfsbróður minn, kunnan

blaðamann, sem ég virði mikils,

Við ræddum meðal annars,

hvort mögulegt yrði að ná sam-

komulagi við Sovétríkin. Starfs-

bróðir minn hélt því fram,

að það væri -ekki mögulegt.

Hann sagði, að þau myndu

aldrei afsala okkur neinu því,

'sem við gætum þegið, og við

myndum aldrei afsala þeim

neinu, sem þeir girntust.

Séu samningar með öllu ó-

færir, sagði ég, þá er ekki uiri

neina lífvænlega framtíð að

ræða fyrir Bérlín. Sovétríkin

verða frjáls að því að gera það,

sem þau vilja og okkur verður

frjálst að bregðast við eins og

okkur sýnist. Örlög Beirlínar

byggjast þá á atvikum, sem við

höfum ekkert vald yfir, og

verða háð hvers konar sveifl-

um og yfirsjónum. Ég get ekki

fallizt á, að þetta sé þolanleg

framtíð fyrir íbúa Vestur-Berlín

ar.. Við getum ekki gengið inn

á að svo sé.

HUGURINN hvarflar oft aft

ur að viðfangsefnum, sem mað

ur hefur rætt í kvöldverðar-

boði- Svo fór fyrir mér í þetta

sinn. Ég tók málið til meðferð

ar á ný, þegar ég var kominn

heim og háttaður. Ágreiningur

okkar starfsbræðranná byggðist

að nokkru á því, að vinur minn

leit á samninga sem viðskipti,

þar sem annar aðilinn sigrar en

hinn tapar. Ég^ var uppalirín í

þeirri trú, að sannar samninga

umleitanir leiði til samkomu-

lags, þar sem hvor aðili um sig

ávinnur meira en hann lætur

af hendi. Þannig eru þeir samn

ingar, sem haldnir eru og að

notum koma. Ákvæði þeirra

hafa það í för með sér, að með

því að brjóta þá myndu báðir

aðilar tapa miklu og hvorugur

ávinna sér neitt.

Auðvifað veit ég ekki, hvort

hugsanlegir eru nokkrir slíkir

samningar um' Berlín. Við höf-

um náð einurh góðum samn-

ingum við Sovétríkin eftir stríð.

Það voru samningarnir um

Austurríki. Ekki liggur ljóst

fyr'ir, hvort hægt er að gera

sambærilegt samkomulag um

Berlín. Til þess að geta sagt

til um það verðum við að bíða

eftir því, sem undirbúningsvið-

ræðurnar leiða í ljós. En ég tel

mig vita að við verðum að

reyna að ná samkomulagi, því

að ókostirnir við að ná því ekki

verða þess þungbærari fyrir

okkur sem' lengra líður. Og ég

trúi því, að Rússum sýnist einn

ig að töpin við að neita að

semja muni verða þyngri og

þyngri með tímanum. Þess

vegná trúi ég því, að samninga

grundvöllurinn finnist.

HVERS FÆRUM við á mis

við að fylgja ráðum^ de Gaulle

ot, neita að s©mja? Ég held því

fram, að við höfum þegar orðið

varir áþreifanlegrar sönnunar

þess, hvaða áhætta getur fal-

izt í því að neita samningum.

Eftir fund þeirra Krustjoffs og

Kennedy í Vín á liðnu sumri

ákváðu stjórnendurnir í Banda\

ríkjunum að auka handbæran

Thompson

herstyrk sinn til muna til þess

að leggja áherzlu á alvöruna í

kröfum sinum, um leið og samn

ingar hæfust við yfirvöldin í

Moskvu. De Gaulle hershöfð-

ingi felldi samningaumleitanir

í júlí, en Bretar og Bandaríkja

menn vildu reyna þær og jafn,-

vel Vestur-Þjóðverjar drógust

á þær, þó að tregir væru.

Það var engin tilviljun, að

Krustjoff skyldi fallast á bygg-

ingu veggsins í Berlín fáum vik

um eftir að hætt var við samn-

inga. Vera má að hann hefði

jafnvel gert þetta meðan samn

ingar stóðu yfir, vegna þess,

hve flóttinn frá Austur-Berlín

knúði fast á. Sú framkvæmd

hefði þó sannarlega, orðið erfið

ari viðfangs við þær aðstæður.

AÐSTAÐA Vesturveldanna í

Vestur-Berlín er nú miklu veik

ari en hún var í júlímánuði, áð-

ur en borgin var klofin með

veggnum. Flóttamennirnir að

austan eru nú læstir inni. Skipt

ing Þýzkalands er staðfest með

veggnum, Vesturveldin hafa

sætt sig við þá táknrænu skipt

ingu. Aðstaða okkar hefur

versnað það mikið, að ég ótt-

Gromiko

ast það einna mest, að ef til

vill neiti stjórn Sovétríkjanna

að semja vegna þess, að hún

trúi því, að Vestur-Berlín muni

v'erða að engu þegar ekki er

hægt að endurnýja frelsi henn

ar, réttindi, atvinnuöryggi, né

aðgang Vesturveldanoa að

henni.

Hvers vegna ætti Vestur-

Berlín að veslast upp? Vegna

þess, að sé ekki um neina samn

ingsmöguleika að ræða, geta

íbúar'Vestur-Berlíhar aldrei vit

að stundinni lengur hvort lífi

þeirra og atvinnu verði þyrmt.

Þeir geta ekki lifað lengi, hvað

þá óendanlega, á því lofoi'ði

okkar, að við verðum áfram

þátttakendur í leiknum, hve^n-

ig sem hann gengur. Einhver

fótfesta i verður að vera fyrir

hendi ef unga fólkið á að halda

áfram að undirbúa líf sitt í

Vestur-Berlín og eldra fólkið

að haldá áfram að ávaxta fé

sitt þar. Tilgangurinn með

samningunum er meðal annars

að treysta grundvöll þessa. Án

þess getum við aldrei staðið við

loforð okkar gagnvart Vestur-

Berlín.

ÞÖRF OKKAR fyrir sam- i

komulagi um tilveru Vestur- i

Berlínar er svo mikil, að það

hlýtur að vera mikil freisting

fyrir valdhafana í Moskvu að

neita að semja. En ég lít svo

á, að í Moskvu sé vaxandi skiln

ingur, sem valdi því, að valdhaf

amir semji. Það mun segja til

sín, áð í Berlín standa kjarn-

orkuveldin hvort andspænis

öðru. Það er að vísu mjög ó-

sennilegt, að annað hvort stór-

veldið grípi til kjarnorkuárás-

ar, en hin þvingandi óvissa og

óþægindi þau, sem fyrir kunna

þá og þá að koma, þegar ekk-

ert er ákveðið, láta vafalaust

til sín taka. Rússar geta engu

fremur en við lifað á blábrún

kjarnorkustríðsins.

Auk þessa trúi ég að fyrir

hendi sé önnur ástæða til þess,

að valdhöfunum í Moskvu ætti

að vera það kappsmál að ná

samkomulagi. Samkomulag,

sem styrkti aðstöðu Vestur-

Berlínar, yrði til þess að lægja

ólgu og draga úr uppreisnar-

hættu í Austur-Þýzkalandi og

Austur-Evrópu.

Sumir fylgjendur Vesturveld-

anna munu halda því fram, að

þetta sé eihmitt ástæðan til

þess, að við eigum ekki að

semja. Ég held að þar hafi þeir

á röngu að standa. Þeir hafa

ekki einungis á röngu að standa

vegna þess, að íhlutun Vestur-

veldanna í uppreisn í Austur-

Evrópu hlyti að ýta þriðja

heimsstríðinu af stað. Hinu má

heldur ekki gleyma, að sú að-

stöðu-styrking, sem, drægi úr

þrýstingi óánægjunnar, yrði

einnig til þess að létta af nauð

syn járnagans, leyfði íbúum

Austur-Evrópu betri lífskjör og

þokaði þeim nær hinum vest-

ræriu þjóðum.

Það e'r því beggja hagur að

treysta aðstöðuna og auka ör-

yggið og einlægar samningavið

ræður leiða í ljós skilyrði til

gagnkvsemra hagsbóta af auknu

öryggi.

TÍMINN, sunnudaginn 21. janúar 1962

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16