Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						SIÐASTA VOPNIÐ

Eg geri ráð fyrir, að þeir hafi

álitið, að ekki væri hægt ann-

að en að hafa einn fulltrúa fi'á

hernum með; ef til vill var mér

boðið vegna þess, að einu sinni

var það haft eftir mér, að ekki

væru allir stjórnmálamenn

heimskir og spilltir. Eg hafði

nú haldið áfram og sagt, að

mitt álit væri, að þeir sem ekki

væru heimskir væru spilltir, og

öfugt, en þehn kafla var sleppt.

Jæaj, hvernig sem í því lá, þá

stóð ég nú þarna einn bjartan

vormorgun, sem ein einkennis-

búin eyja umkringd óbreyttum

borgurum. Það var auðvelt að

greina stjórnmálamennina frá

vísindamönnunum. Þetta var

dagur vísindamannsins. Stjórn-

málamennirnir voru nú, mót

venju, fremur sneypulegir.

Norwood prófessor, sem bar

slíkan orðstír, að jafnvel mátti

ætlast til þess af mér, að ég

kannaðist við hann, baðst

hljóðs.

— Herrar mínir, sagði hann,

— og, — hann brosti til mín,

— Sands hershöfðingi, áður en

við göngum inn í næsta her-

bergi, held ég að það sé betra

að segja nokkur orð. Þið hafið

allir einhverja hugmynd um

mikilvægi þessa fundar, og sum

ir af samstarfsmönnum mínum

vita að sjálfsögðu meira um

hina raunverulegu vinnu en ég,

en þaS eru aðrir, — annað bros

til  hershöfðingjans,  —  sem

enn hafa enga hugmynd um,

hvað um er að vera- Það er á-

kaflega eðlilegt, af því að þessu

hefur verið haldið mjög leyndu.

Því hefur verið haldið leyndu

vegna þess, að hér er um að

ræða stórkostlegasta vopn sög-

unnar.

Þetta kom mér auðvitað í

slæmt skap. Það er álitið, að

hermenn fagni ætíð nýjum

vopnum, en þetta er eingöngu

skoðun óbreyttra borgara. Ekk

ert nýtt vopn hefur nokkru

sinni verið stjórnarmönnum

hersins til annai's en ama og

skapraunar, hversu nauðsynlegt

sem það annars kann að hafa

verið.

— Núverandi rannsókn okk-

ar hófst á nokkuð einkennileg-

an hátt, hélt Norwood prófess-

or áfram. — Sýning á teikning

um Leonardo da Vincis kom

henni af stað. Þegar ég leit yfir

myndirnar komst ég ekki hjá

því að taka eftir hinum sláandi

hugboðum í verkum hans. Þetta

var eitthvað æðra en þáð, sem

búast má við að finna í verk-

um uppfinningamanns. Hinn

venjulegi uppfinningamaður

hefur trausta undirstöðu í því,

sem áður hefur verið gert. Verk

hans eru framför — ný leið —

byggð á gömlum staðreyndum.

En teikningar da Vincis sýna

nokkuð gjörólíkt. Athugið hug

mynd hans að kafbáti, gyroscop

hans  og  skrúfuskurðarrenni-

Smásaga eftir John Christopher

bekkinn . . . allt þetta eí langt

á undan sínum tíma og hefur

enga undirstöðu í neinu, sem

þá var þekkt.

Hin venjulega skýring er auð

vitað sú, að hann hafi verið

mikill snillingur. En það vildi,

svo til, að daginn áður en ég

sá þessa sýningu hafði ég verið

að lesa aftur bók Dunnes „Til-

raun me® tíma',' og þar af leið-

andi datt mér í hug önnur skýr

ing. Þið vitið, að bók Dunnes

er frásögn af því, hvernig hann

og hópur annarra vísindamanna

staðfesti, aðallega með athug-

un á draumum, eins konar fyr-

irfram vitneskju á atburðum,

sem áttu eftir að-gerast. Ef

verk hans er viðurkennt, verð-

ur tíminn miklu óvissari stað-

réynd en almennt er álitið.

Framtíðin er efcki nauðsynlega

lokuð bók.

Eg hafði litið laumulega í

kringum mig á meðan hann tal

aði. Við skiptumst í tvo hópa:

Þá, sem vissu, hvað um var að

vera, og hina. Hinir fyrrnefndu

voru að því komnir að naga

neglur sínar af taugaæsingi. —

Þetta var eitthvað stórkostlegt.

Það var klárt mál.

— Nýlegri en verk Dunnes

eru athuganir dr. Soal, sem

staðfesti fullkomlega fyrirfiam

vitneskju í röð tilrauna  með

nokkra sjúklinga. Eg minnist

aðeins á þetta hér, vegna þess,

að það var mér mikilvægt við

að tengja þetta í samband við

da Vinci. Hvað ef leyndardóm-

urinn við hina tæknilegu snilli

da Vincis var aðeins þetta —

framsýni? Hvað ef da Vinci

gerði ekki annað en hlera venju

leg samtöl í verksmiðjum tutt-

ugustu aldarinnar?

Norwood prófessor leit aftur

á.mig. — Þið sjáið afleiðing-

arnar, sagði hann. Eg minntist

þess, að hafa talað nákvæmlega

í þessum tón við mjög unga liðs

foringja í herskólanum. — Ef

da Vinci gat náð tangarhaldi á

uppfinningum, sem lágu í fjög-

ur hundrug ára framtíð, þá

gæti verið hægt að gera hið

sama nú, og við myndum ekki

gera sömu skyssuna og samtíð-

armenn da Vincis, að forsmá

spádómana.

— Nú á tímum höfum við að

sjálfsögðu meiri áhuga á vopna-

framleiðslu en nokkurri ann-

arri grein tækninnar.

Plestir sneru sér við og litu

á mig. Eg hefði getað spurt á

hvaða tímabili menningarsög-

unnar menn hefðu ekki haft

meiri áhuga á vopnum en

nokkru öðru, en ég fann, að

spurningin kynni að vera álit-

ii> óviðeigandi.  i

— Og þið getið séð hve mik-

ilvægt þetta er frá vígbúnaðar

sjónarmiði- Gegnum söguna heí

ur þróun nýrra vopna byggst á

því, að fyrst náði annar aðil

inn dálitlu forskoti og síðan

hinn. Nú höfum við í fyrsta

skipti möguleika á því, að verða

heilli öld á undan. Með slíkum

yfirburðum verður staða okkar

óvinnandi. Hugsið ykkur slíkt!

Á þessu augnabliki búum við

við það, sem við vitum að <>r

fimm til tíu ára forskot á sviði

kjarnorkuvopna. Margfaldið

þann stuðul með tíu eða tutt-

ugu og við verðum algerlega ör

uggir.

Pi'ófessorinn fékk sér vatns-

sopa.

— Jæja, allt þetta er nú hug

arflug. Þið munið vilja fá að

vita, hvað við höfum gert í

þessu máli frá haganlegu sjón-

armiði. Það, sem þurfti að gera

var auðvitað að finna fólk, sem

hafði þennan hæfileika til fram

sýni, ef til vill óafvitandi, og

síðan þróa hann. Ríkisstjórnin,

— hann brosti lítillega að end-

urminningunni, — kom okkur

þar til hjálpar, þegar henni

loks skildist, að við vissum

hvað við vorum að tala um.

Próf — gáfnapi'óf, persónuleika

próf,  hæfileikapróf-----fara

fram í skólum á hverjum degi.

Okkur var leyft að koma með

okkar eigin próf í stað þeirra;

, próf, sem var sérstaklega sam-

ið til þess að finna nemendur

með það, s«m fékk nafnið „P"-

eiginleiki.

— Við fundum nobkra, eig-

inleikinn var mjög breytilegur

að styrkleika. Þau börn, sem

¦ fengu mjög háa einkunn í próf-

unum fengu námsstyrki til að

sækja skóla, sem við höfum sér

stáklega sett á stofn. Þar voru

þau, framar öllu öðru námi,

rannsökuð með tilliti til „P".

hæfileika þeirra. Við fundum

ýmsar leiðir, sem gátu þroað

eiginleacann, — breytingar á

matræði, aðbúnaði o. s. frv.

— Við lögðum auðvitað mest

að okkur við að þjálfa beztu

nemendurna. Tveir eða þrír

gáfu mjög góðan árangur strax

í byrjun. Það var þessi góði ár-

angur, sem afhjúpaði mesta

vandann — úrval. Við höfðum

nóg að vinna úr, en það var

ekki það, sem við vorum að

leita að. Við fundum „P"-eig-

inleikann, hann var háður sál-

arlegu verksviði einstaklings-

ins. Drengur, músikalskur að

eðlisfari, kom með athyglisverð

brot af ósömdum sónötum og

sinfóníum, en gaf okkur ekk-

ert á tæknilegu sviði. Við urð-

um að finna einhvern með „P"-

eiginleikann að viðbættri eðlis-

farslega vísindalegri hvöt. Eng-

inn af fyrsta hópnum var nægi-

lega vel gæddur þeim eiginleik

um; við urðum að leita aftur til

skólanna.

Einn stjórnmálamannanna,

sem ég þekkti ekki, tók fram í:

— Sem alþýðumaður, prófess

or, langar mig til að bera fram

eina spurningu: Hvernig gát-

uð þið verið vissir um, að ár-

angurinn væri í raun og veru

spádómar, og ekki aðeins und-

arlegir hugarórar barns?

Prófessorinn sló á skjalatösk

una á borðinu fyrir framan sig.

— Eg hef hér handrit, sagði

hann, — sem fram kom fyrsta

árið, sem við störfuðum við

þetta — fyrir sjö árum. Það hef

ur verið geymt í skjalasafni

okkar. Fyrir þremur mánuðum

var það gefið út sem kafli í me(

sölubók, án þess  að  nokkur

Framhald  á  bls  15

8

T í MIN N, sunnudaginn 21. janúar 1963

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16