Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Það mundi verka nánast
móðgandi að tala við sjúkling
nú á dögum t.d. faér á landi
eins og Jesús talaði við unga
maninsi, sem boriain var til
hans lamaður á líkama og sá'l.
En sé betur aðgætt, iþá munu
oftar vera nánari tengsl milli
sjúkleika og syndar, hugar-
ástands og líkamlegrar líðan-
ar en margir gera sér í fljótu
bragði grein fyrir. Hugsun og
tilfinning verka sterkar á lík-
amsfrumur og efnisheildir eu
margan grunar, •þótt því væri
nú sleppt, að minnast á það,
hve vanihugsaðar yfirborðs-
venjur tízkunnar eyðitteggja
oft foæði líkama og sál, ef til
vill án þess að sjúklingur geri
sér þess nokkra grein sjálfur.
Oft er talað um að sjúkling-
ur sé niðurbrotinn á taugum
„í rusli" „ein taugahrúga" eins
og nú er farið að orða það. En
það þýðir að samvizkubit ásamt
niðurbrotinni lífslöngun, og
æstum tilfinningum hafi náð
öllum tökum á vitund og vilja,
skapgerðin er sundurtætt, lífs-
orka og lífsgleði lamaðar og
persónuleikinn hvorki sér né
veit handa sinna s'kil. Mann-
eskjan verður þá líkt og rekald
fyrir staurmi og vinduim for-
laga og atvika. Lífsfögnuður
er horfinn, vonir dauðar, ósk-
ir v einskisvirði ,aðeins sárs-
auki ýmist innibyrgður eða
cfsalegur sýnir að enn er
þetta lifandi manneskja, sem
þráir breytt og bætt  ástand.
Allt, sem þarf til breyting-
ar og bóta er örugg sjúkdóms-
gerining, það er að segja vit-
und og vissa sjúklingsins sjálfs
um orsakir ástands síns, sem
í mörgum tilfellum mundi hafa
verið kölluð synd í gamla daga,
synd gegn Guði hins góða og
sanna, synd gegn öð'rum en
kannske langoftast synd gegn
sjálfum sér og sínum æðstu
og innstu 'þrám. Þær fengu
aldrei að hjótá sín fyrir eftir-
sókti - augnabliksverðmæta, eit-
urnautna tízkunnar eða óhollra
venja í veizluim og glaumi. En
synd er allt, sem snýst gegn
hinu góða og fagra, allt, sem
sundrar samfélagi og samstarfi
manna og þjóða, allt, sem
sundrar og fjarlægir vitund
mannsins frá Guði sínum, sem
nefna mætti uppsprettu lífs
og ljóss ,eða lind hinar almátt-
ugu elsku, sem verður að fá
að streyma gegnum tilfinninga
líf mannshjartans eða persónu-
leikans, svo að velLíðan og
iíinri friður geti myndazt þar
og eflzt.
Það er einmitt þessi innri
friður, þessi sælukennd, þessi
skyndilega eða hægfara breyt-
ing  frá  myrkri  til  Ijósis frá
Syndir fyrirgefnar
þjáningu til unaðar, frá sjúk-
leika til heilbrigði, frá lömun
til kraftar, sem kölluð er fyr-
irgefning syndanna t.d. í trúar
iátningu okkar. AUt í einu
eignast manneskjan nýtt lífs-
viðhorf, nýjan mátt, tiýjar von-
ir, finnur sig eins og komna
úr andlegri laug, þar sem hún
hefur hreinsazt af sora og
óhreinindum.
En undanfari þessa unaðs-
lega ástands syndafyrirgefn-
ingar er alltaf sársauki í sál-
inni, stundum mjög sár, sem
kallast iðrun. Hún er blönduð
tilfinning sektar og auðmýkt-
ar ásamt heitri lcmgun til að
losna úr fjötrum og eignast
frelsi og sakleysi langt fjarri
þeim myrkraskotum, sem synd
eða sjúkleiki hafa byrgt manns
sálina í.
Stundum getur þessi sárs-
auki iðrunar verkað sem al-
gjört örvæni og upgjöf smbr.
iðrun Júdasar, sem fannst
hann ekki geta lifað mínút-
unni lengur, en stundum er
þessi tilfinning örvandi og hvet
ur til átaks og baráttu, sem
síðar skapar  hetjur  og  dýrl-
togá, göfugmenni og píslar-
votta t.d. Pétur og Pál postula
og Ágústín kirkjuföður eða
Frariz frá Assisi.
Sé litið á fyrixgefning synda
sem slíka lausn úr fjötr-
um, og jafnframt þann unað,
sem af frelsiskenndinni leiðir
þá er hún ein Ijúfasta og und-
ursamlegasta  náðargjöf  Guðs.
En syndavitund nútímakyn-
slóðar er annað hvort sljó eða
frosin í flestum til'fellum, og
skapar yfirleitt fátt annað en
þá andlegu timburmenn, sem
nú er farið að nefna „móral"!!
hugsið ykkur íslenzkuna og
hugsunina og stundum er þetta
haft í fleirtölu, „móralar"!
Þarna þarf því sannarlega
andl'ega leiðsögn, ef ekki
presta því nú hlusta fáir á
það, sem þeir hafa að flytja,
þá sálfræðinga, þeir eru , í
tízku. Það þarf að ve^kja vib-
und fólksins fyrir hættuim og
vandræðum og sýna því sjálft
sig í skuggsjá veruleikanst vekja
því löngun til að losna.og við-
bjóð á því umhverfi, sem er að
eyðileggja það, frelsi þess og
lífshamingju.
Og bezta leiðin til þess er
enn sem fyrr að beina þesum
þjáðu og lífsleiðu sálum braut
til þess anda .kraftar og fyrir
gefningar, sem birtist í Kristi
Jesú sé hann og kenning hans
rétt skilin. Þangað þarf marg-
ur lama maðurinn að koma og
finna frið, finna sjálfan sig
aftur, fi:n>na nýja og örugga
leið til Íífshamingjunnar, finna
fyrirgefningu syndanna, sem
mun gefa nýja krafta og heilsu
bæði líkama og sálar.
Þaðan hljóma hin undarlegu
orð, móðgandi og læknandi í
senn og verða fegursti hljóm-
ur lífsins inn í örvæni og ör-
vinglun:
„Syndir þínar eru fyrirgefn-
ar. Statt upp og gakk á bjarta
braut, því búin er nú' gjörvöll
þraut."
Árelíus Níelsson.
J
¦   ¦¦    _¦_¦¦¦
Logtok
Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f. h.
borgarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verða
lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum útsvörum
til borgarsjóðs fyrir árið 1961, er lögð voru á við
aukaniðurjöfnun skv. 25. gr. útsvarslaganna og
fallin eru í eindaga, svo og fyrir dráttarvöxtum og
kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þess-
arar auglýsingar, verði gjöld þessi eigi að fullu
greidd innan þess tíma.
Borgarfógetinn í Reykjavik, 19. janúar 1962.
Kr. Kristjánsson.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu mér vin-
áttu og tryggð á 70 ára afmælinu með kveðjum og
gjöfum og heimsóknum. Vinátta ykkar verður mér
ógleymanleg á óförnum ævibrautum.
Helgi Erlendsson,
Hlíðarenda.
Þökkum  (nnilega  auðsýnda  samúð og vinarhug við andlát og
iarðarför
Björns Björnssonar,
Ásvallagötu 39.
Börn  og  tengdabörn.
Ihiió
óskast
Reglusöm miðaldra hjón,
óska að taka á leigu íbúð,
eða hús, í Reykjavfk eða ná-
grenni. Mætti vera allt að
50—60 km. frá Reykjavík.
Tilboð sendist blaðinu fyrir
fimmtudagskvöld, merkt
íbúð.
Raflagnaefni
RÖR — ROFAR
VÍR — TENGLAR
KAPLAR — VARHÚS
Sendum gegn póstkröfu.
Klapparstíg 27. Sími 22580.
r       r r
Sím! 32 0 75
Meðan eldarnir brenna
(Orrustan um Rússland 1941)
Stórkostleg stríðskvikmynd eftir sögu Alexander Dovjenko. Fyrsta
kvikmyndin, sem Rússar taka á 70 mm filmu meS 6-földum stereó-
hljóm. Myndin er gullverðlaunamynd frá Cannes.
Sýnd klukkan 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum. — Pantaðir aðgöngumiðar verða geymdir þar til
sýning hefst.
BARNASÝNING kl. 3.
Aðgangur bamiaður
Sprenghlægileg  og  spennandi
gamanmynd með
Mickey Roney og
Bob Hope.
Fulltrúaráð
Framsóknarfélaganna í Reykjavík,
óskar að ráða konu til húsvörzlu í Félagsheimilinu
Tjarnargötu 26. Æskilegt er að viðkomandi geti
tekið að sér ræstingu og haft með höndum lítils
háttar greiðasölu.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu fulltrúa-
ráðsins í Tjarnargötu 26, sími 15564.
Auglýsing
Jörðin Neðri-Harrastaðir í Skagahreppi í Austur-
Húnavatnssýslu er til sölu nú þegar, og laus til
ábúðar í næstu fardögum 1962. Steinsteypt íbúðar-
hús nýbyggt er á jörðinni, túnið er 10 ha. að stærð
og allt véltækt. Útræktarmöguleikar miklir, vega-
samband er ágætt.
Kauptilboð sendist til undirritaðs eiganda fyrir 1.
apríl n.k. sem einnig gefur allar nánari upplýs-
ingar. Réttur er áskilinn til að taka hvaða kaup-
tilboði sem er, eða hafna öllum.
Davíð Sigtryggsson.
Nauðungaruppboð
það, sem auglýst var í 106., 107., 108. og 109.
tbl. Lögbirtingablaðsins 1961 á Hrauntungu 7
(Lindarvegi 7) eign Jóhanns Sigurðar Gunnsteins-
sonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 22.
janúar 1962 kl. 14.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
T f MIN N, sunnudaginn 21. janúar 1962
13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16