Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 1
I / Þeir, sem vilja gerast áskrif- endur að biaðinu, hringi í 12323 18. tbl. — Þriðjudagur 23. janúar 1962 — 46. árg, Rætt við Hjálmar Þor- giisson frá Kambi um Drangeyjarferðir o, fl. — Sjá bis. 9 FYRSTA SÆSÍMAM YNDIN * í 1 i , r , Hr*4 í f gær var nýi sæsím- inn opnaður með mikilli viðhöfn og borðhaldi í Þ j óðleikliúsk j allar anum. Skiptiborði hafði verið komið' upp inni á barn- um, og þegar borðhaldi lauk hófust símtöl milli ýmissa yfirmanna síma- mála í þeim löndum, sem sæsíminn liggur um. Eins og eðlilegt er, var rit- stjórum blaðanna boðið að vera viðstöddum, og töluðu þeir við frétta- menn blað'anna erlendis, eða aðra, sem þeim þótti henta að hringja til við þetta tækifæri. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Trm ans, talaði við Geir Aðils, fréttaritara blaðsins í Kauþmannahöfn. Segir frá því samtali á baksíðu í dag. Hér til hlið'ar er mynd af Þórarni, sem Guðjón Einarsson, ijós- myndari blaðsins, tók við þetta tækifæri, en stærri myndin er af Geir Aðils og var hún tekin af Poli- tiken í Kaupmannahöfn um sama leyti og síðan símsend til okkar og var þá nýi sæsíminn notaður til myndflutnings í fyrsta sinn. Geta allir séð með cigin augum, að myndin af Geir er eins góð' og hún hefði verið tekin hér hcima við annað tæki- færi, og raunar svo góð, að við þorðum “ekki ann- að en láta danska textann fylgja henni, annars hefð' um við getað átt það á hættu, að ýmsir ykkar iesenda kynnu að álíta, að myndin hefði verið gerð hér á ritstjómar- skrifstofunum. Myndin af Geir Að'iis var 10 mínút- ur á leiðinni. Nýi sæsíminn milli íslands og Skotlands um Færeyjar, var vígður í gær við hátíðlega athöfn í miðdegisverðarboði póst- og símamálaráðherra í Þjóðleikhúskjallaranum. Ræð- ur héldu þeir Gunnlaugur Briem, póst- og símamála- stjóri, Ingólfur Jónsson og Bent Suenson, forstjóri nor- ræna ritsímafélagsins. Fyrsta vígslusímtalið var milli Ingólfs Jónssonar, símamálaráðherra og miss Pike, aðstoðarsíma- málaráðherra Bertlands. Næst talaði þingfulltrúi brezku flugmálastjórnarinnar í Lundún- um við flugstjórnarstöðvarnar í Prestwieh, Shannon, Reykjavík og Gander. Þá talaði Gunnlaugur Briem við sir Ronald, forstjóra brezka sím- ans og Bent Suenson átti einnig við hann samtal. Þá talaði Ingólf- ur Jónsson, símamálaráðherra, við Peter Mohr Dam, lögmann Fær- eyja og Gunnlaugur Briem við Ped ersen, póst- og símamálastjóra Dan merkur. Klukkan var orðin þrjú, er þess- um samtölum lauk og tóku þá við samtöl ritstjóra og blaðamanna, er reyndu sambandið. Klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú var sæsímasambandið svo opn að fyrir almenning. í ræðu, sem Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, hélt í mið degisverðarboðinu, rakti hann að- dragandann að lagningu sæsímans og fara hér á eftir helztu atriðin úr ræðu hans: Fyrir rúmlega 6 árum fór póst- og símamálastjórnin fyrir alvöru að leita að endurbótum á símasam bandinu við útlönd, sem þá var orð ið ófullnægjandi. Fyrir Alþjóðaflugmálastofnun- ina var þá mikil nauðsyn á að fá íFramhald á 3. síðu.) GUNNLAUGUR BRIEM við opnunina í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.