Tíminn - 28.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.10.1962, Blaðsíða 3
SÝNING HHMSFRÆGRA USTA VERKAPRENTANA GB-Reykjavík, 27. okt. erlendra listaverka, er hér Mesta sýning hérlendis á hefir verið haldin, verSur endurprentunum frægra opnuð í Listamannaskálan- um n.k. miðvikudag. HiS nýstofnaSa Samband ísl. stúdenta erlendis gengst fyrir sýningunni, og renn- ur allur ágóði af sölu mynd anna til aS koma á fót upp- lýsingaþjónustu fyrir stú- denta, er hyggja á nám er- lendis. Flestar eru myndirnar prent aðar í París, undir ströngu eftir liti sérfræðinganefnd UNESCO (Menningarstofnunar Samein- uðu þjóðanna). Þær eru eftir listamenn frá lokum síðustu aldar og fram á okkar daga, eftir impressionistana Degas, Monet, Pisarro og Renoir, expressionistana van Gogh, Gauguin og Munch, fauvistana og kúbistana Matisse, Braque og Picasso, súrrealistana Chag- all og Chirico, abstraktmálarana Kandinsky, Klee og Mx Ernst, svo að nefnd séu nokkur nöfn af hundruðum. Ekki komast fyrir nema á annað hundrað mynda á veggjum skálans, en hægt er að velja úr meira en tvö þúsund myndum, og eru þær allar til sölu. Myndirnar eru fengnar hingað fyrir til- stilli Minervastudenternes rep- roduktionsimport, og hafa danskir stúdentar um árabil afl að fjár í margvíslegu menning arskyni með innflutningi og sölu eftirprentana af heims- kunnum listaverkum. Verði myndanna er mjög í hóf stillt, en aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Hlé á Kúbu- unni næstu da INDVERJAR OTT- AST VETURINN NTB — Nýju Dehli, 27. okt. Hernaðaryfirvöldin í Ind- landi hafa látiS í Ijós ótta um það, að erfitt muni verða fyr- ir indverska herinn, að fram- kvæma miklar hernaðarað- gerðir í Himalayafjöllunum í vetur. Indversk dagblöð rita nú mikið um ástandið við landamærin, og segir blaðið Indian Express, að ólíklegt sé, að hægt verði að hafa meira en 30 hermenn saman á hverjum stað. Óháð indversk blöð ráðast nú hart að stjórnirini fyrir það, að henni skuli nokkru sinni hafa dott ið í hug, að Sovétríkin yrðu hlut- (aus í landamæradeilunni við Kín- Verja. En Sovétstjórnin hefur nú stutt kínversku stjórnina og til- lögu hennar um að nú sé timi til þess að hefja samningaviðræður. Málgagn kínverska kommúnista- flokksins vísar í dag algerlega á bug 'skilyrðum Indverja um samn- Ingaviðræður. í leiðara blaðsins segir, að skilyrði þessi séu alger- lega óaðgengileg fyrir Kína. í Peking er talið, að hér sé um að ræða hið opinbera svar kínversku stjórnarinnar til yfirlýsingar Ind- verja frá því á miðvikudaginn, en þar var frá því skýrt, að Indverjar væru fúsir til þess að halda áfram viðræðum við Kínverja, ef herlið þeirra flytti sig aftur til þeirra staða, er það hafði á valdi sínu 8. september. Blaðið segir enn fremur, að gengju Kínverjar að þessum s'kil- yrðum, væri það sama og gefa sig á vald hernaðarhættunni. Þar seg- ir enn fremur, að Chou En-Lai hafi sent Nehru boðskap sinn, og yfirlýsing Kínverja um viðræð'ur Fundur ráð- herranefndar EBE NTB—Brussel, 27. okt. — Ákveð ið hefur verið, að fundur ráð- herranefndar Efnahagsbandalags- ins með Per Hækkerup utanríkis- ráðherra Danmerkur, verði 12. nóv. n.k., en fyrst munu fara fram viðræður við Halvard Lange utan rikisráðherra Noregs. Verður þetta í fyrsta sinn, sem rætt er við Lange síðan hann lagði fram umsókn Noregs um inngöngu í EBE, og hinar sérstöku kröfur, sem Noregur gerir í sambandi við inngönguna. milli landanna, annaðhvort í Pe- king eða Nýju D'ehli, þegar báðir aðilar teldu heppilegt. NTB-New York, 21. okt. Kennedy forseti hefur sent U Thant annað bréf, og er tal- ið líklegt, að þar skýri hann framkvæmdastjóranum frá því, að enn sé haldið áfram að byggja eldflaugastöðvar á Kúbu. En Bandaríkjamenn hafa áður tilkynnt, að verði ekki hætt við byggingu þess- ara stöðva verði þeir að grípa I til alvarlegri aðgerða. Hins | vegar hefur Pierre Salinger | blaðafulltrúi forsetans til- I kynnt, að ekki þurfi að búast við neinum nýjum aðgerðum í Kúbumálinu í nánustu fram- ! tíð. Bandaríkin munu þó láta bandamenn sína fylgjast ná- kvæmlega með allri framþró- un málanna, og því hvort Sovétríkin halda áfram að byggja eldflaugastöðvar á eyjunni. U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu pjóðanna hefur hvatt Krustjoff forsætisráðherra per- sónulega til þess, að koma í veg fyrir að sovézk skip bjóði banda- rískum herskipum byrginn við Sýnir í nýja húsinu sínu GB — Reykjavík, 27. okt. í gær opnaði Hafsteinn Aust- mann málverkasýningu í hinu nýja húsi sínu, Kastalagerði 7 í Kópavogi. Þetta er önnur myndlistarsýn- ing, sem haldin er í Kópavogi, hina fyrstu hélt Magnús Á. Árna- son fyrir tveim árum. Hafsteinn hefur undanfarig verið ag byggja sér hús, sem stendur við götuna Kastalagerði, sem er á Borgar- holti, rétt vestan við Kópavogs- kirkju. Þetta er allstór sýning, 25 olíumálverk og 30 vatnslita- myndir. Sýningin er opin dag- lega kl. 14—22 til 3. nóv., og er * aðgangur ókeypis. Kúbu. Því að með því mætti ef til vill koma í veg fyrir, að ástand ið versnaði í heminum. Krustjoff svaraðj tilmælum U Thants, og segir hann, að ölium sovézkum skipum, sem flytja vopn hafi verið skipað að halda sig í nokkurri fjarlægð fyrir ut- an siglingabannsvæði Bandaríkj- anna. U Thant undirstrikaði það í tilmælum sínum, að héldu skipin sig utan þess svæðis, sem banda- ríski flotinn gætir nú væri það friðsamleg lausn á málinu, um stundar sakir, i samræmi við sátt- mála SÞ. Þá hefur stjórn Banda- ríkjanna einnig heitið þvi, að gera það sem í hennar valdi stendur til þess að til. beinna átaka komi ekki við sovézk skip næstu daga, Kennedy forseti hefur nú svar- að bréfi því, er heimspekingurinn Bertrand Russel skrifaði honum vegna aðgerða hans í Kúbumálinu. Segir forsetinn, að ríkisstjórn Bandauíkjanna muni gera það, sem í hennar valdi stendur til þess að forðast heimsstyrjöld. Segir Framh. á 15. siðu Hafsteinn Austmann. RITSTJORAR DER SPIEGEL TEKNIR FYRIR LANDRÁÐ NTB — Hamborg, 27. okt. Lögfræðingur sá, er fer með mál hins stóra þýzka tíma- rits Der Spiegel, skýrði frá þvf í dag, að 14 meðlimir rit- stjórnar blaðsins hefðu verið handteknir sakaðir um land- ráð. Síðan hefur útgefandi blaðsins tilkynnt, að aðeins 3 menn hafi verið handteknir, og séu það tveir aðalritstjór arnir og yfirmaður skrifstofú Der Sniegel í Bonn. Sagt er, að út hafi verið gefnar 16 handtökuskipanir, ein þeirra fyrir útgefandann Rudolf Aug- stein, og á hann að mæta hjá lög- reglunni síðdegis í dag. Einnig er handtökuskipun fyrir einn af rit- stjórunum, sem um þessar mund- ir er á ferðalagi erlendis. Einn af fulltrúum Der Spiegel hefur haft tal af stjórnarfulltrú- um þeim, er gerðu húsleit á rit- stjórnarskrifstofum blaðsins. Segja þeir, að ástæðan fyrir þessum að- gerðum sé sú, að 10. október hafi birzt grein í blaðinu, sem fjallaði um vestur-þýzka herinn. Lögreglumenn stóðu vörð fyrir utan skrifstofur blaðsins í dag. Útgefandi Der Sgiegel skýrði síðar frá því, að aðeins þrír af ritstjórn blaðsins hefðu verið handteknir. Væru það aðalrit- stjórarnir Claus. Jacobi og Johann- es Engel í Hamborg, og svo hefði yfirmaffur skrifstofunnar í Bonn, | Hans Dieter Jaehne einnig veriff ' handtekinn. ' Greinin. sem leiddi til þessara , handtökuskipana, var um herstyrk I Vestur-Þýzkaiands í sambandi við ráðagerðir innan NATO. Þar seg- ir, að við æfingar NATO-herjanna, sem stóðu yfir, þar til fyrir skömmu, hafi þýzka hernum verið skipað í lægsta hæfnisflokk, og hefffi honum veriff gefin sú eink- unn, aff hann væri hæfur til varn- ar „affeins undir vissum kringum- stæðum‘‘. Eftir því sem segir í Der Spieg- el, sýndu æfingarnar, að viðbúnað- ur Vestur-Þjóðverja, ef til alvar- legra átaka kæmi, væri algerlega ófullnægjandi, og læknaþjónustan yrði það, sem fyrst léti undan. Skortur væri á læknum, sjúkra- stöðvum og lyfjum. Einnig myndi eftirlit með flóttamönnum fara út um þúfur, og samgöngukerfið færi forgörffum eftir stuttan tíma, sagði Der Spiegel. Þar segir einnig, að sovézka herforingjaráðið reikni Frainh. á 15. slðu IÍMINN, sunnudagurinn 28. október 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.