Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 15
I Athugasemd frá Jóni Pálmasyni Ég sá nýlega birta í Tímanum en ekki vodka eSa dauða eina vísu, er Bjarni Asgeirsson setti á mig, sem forseta, í þing- veizlu á nýsköpunarárunum — út af þessu vil ég biðja fyrir at- hugasemd, bœði af því að vísan er afbökuð, og líka hinu, að ekk- ert er minnzt á mín svör. Vísa Bjarna var svona: „Drekkum austræn, vestræn vín: vodka, svartadauða, nú er áfeng angan þín Akurliljan rauða“. Ég svaraði mjög fljótlega með tveimur vísum: Líkar mörgum ljóða hrós lagt á heilla slóðir. Rauðu akurlilju ljós leiddu forðum þjóðir. Hér er víns og veizluhagur vorrar gleði heilladagur, Akurliljan býður rauða. Skýringar. — Rauða akurliljan var gervinafn á einum ágætis- manni á fyrri tíð. Hann var ensk- ur barón, en fór huldu höfði og jókst það með undursamlegum hætti að bjarga fjölda manna frá dauða í stjómarbyltingunni frönsku. Var það fólk frá fleiri þjóðum. Um víntegundir er það að segja, að „vodka“ og „svartidauði" voru ekki til í þessari veizlu og ég held ekki í neinni þingveizlu, sem ég hef mætt í. Þar eru allt aðrar vín tegundir á borðum. En þess er skylt að geta, að það var alveg óvenjulegt, að þannig ljóðagalli kæmi fram hjá svo flugslyngum og ágætum hagyrð- ingi sém Bjarni Ásgeirsson var. Litlu-jól á Laugalandi Hjóluðu í staurinn með 100 km. hraða BÓ—Reykjavik, 21. des. Laust fyrir miðnætti var bifreiðinni R-3841 ekið á Ijósa staur á Skúlagötu með þeim afleiðingum, að farþegi kast- aðist út, staurinn þverkubb- aðist og sjálfur bíllinn stöðv- aðist vegandi salt á sjávar- kantinum. Fimm ungir menn í bílnum við- urkenndu að hafa veiið í eins konar kappakstri og voru að taka fram úr bíl, þegar þeir lentu á staurnum. Þeir sögðu lögre^lunni, að hraðinn hefði verið „eitthvað ca. 100 kílómetrar". Piltarnir voru ófullir! Það stóríurðulega við atburð- inn er, að enginn þeirra meiddist, ekki einu unni sá, sem kastaðist út. Annag er það, að bíllinn hékk á kantinum, en steyptist ekki í sjóinn. Tveir bílar frá Vöku voru sendir til að hirða hann, en sum- ir héldu að hann mundi velta út af bakkanum áður en það tækist. Bíllinn er stórskemmdur. „EITTHVAÐ HRAS AÐ HEFUR SÁ“ HE—Rauðalæk, 21. des. - Litlu jólin voru haldin hér í hinum nýja barnaskóla á Lauga- landi á þriðjudaginn og er það í fyrsta sinn sem þau eru haldin hér um slóðir með þessu sniði. Barnakór skólans söng undir stjórn Eiríks fsakssonar, söng- kennara. Séra Hannes í Fellsmúla talaði við börnin. Síðan fluttu börn in tvo.leikþætti og að lokum döns uðu þau í knngum jólatréð. Tveir jólasveinar komu í heimsókn til barnanna, aunar þeirra var með fullan poka af pósti en hinn með íullan eplapoka. Hið nýja og veglega skólahús var sérlega vel skreytt. Veg og vanda af þessu öllu höfðu skóla- stjórinn, Sæmundur Guðmunds- son, og tveir kennarar og ráðskon- an og var skemmtunin þeim til hins mesta sóma. ÞANN 13. þ. m. birtist í Tím- anum viðtal við hinn góðkunna rithöfund, Jóhann Sveinsson frá Flögu. Þar tekur hann fjórar vís- ur sem sýnishorn um misskildar og rangt feðraðar vísur. Ábend- ing hans um tildrög að rangfeðr- un vísna er vissulega réttmæt, og þarft að vekja athygli almennings á iþeim staðreyndum, því að til- gangslaust er að þræta um það, sem ekki verður sannað. Segja má, að sökin sé oftast höfundanna sjálfra, að láta ekki eftir sig handrit. Og þó virðist það ekki ávallt vera öruggt til að tryggja höfundarréttinn. Næg- ir í því sambandi að nefna vís- una, „Þó að kaii heitan hver“ („heitur hver“ mun vera rangt samkvæmt frumheimild), sem um langt skeið hefur verið eignuð Vatnsenda-Rósu, þrátt fyrir að eiginhandar ljóðabréf Sigurðar Allra minnisstæðasta með háríínni blekgjöf Framleiðsla Löngu eftir viðtöku gjafarinnar þá mun þín og Parker 61 minnst af ónægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun og Parker 61 er sá penni, sem verður notaður og giaðst yfír um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notað- ur Algjörlega laus við að klessa, engir lausir hlutir, sem eru brothættir eða þarf að hugsa um, hann blekfyllir sjálían sig með sjálfum sér. Þér ættuð að velja fyrir næstu þá allra beztu . . . Parker 61 penna. — Lítið á Parker 61 — átta gerðir um að velja — allar fáanlegar með blýanti i stíl. THE PARKER PEN COMPANY IZS9 6 Olafssonar í Katadal (afa Sigurð- ara Bjarnasonar, rimnaskálds), er hann reit konu sinni, Þorbjörgu, þegar hún sat í fangelsi í Kaup- mannahöfn, hefur til skamms tíma verið til (og kann að vera til enn), en þar er þessi nafnktínna vísa hin 24. í röðinni. Enn fremur vís- an „Verði sjórinn vellandi", 25. vísan í bréfinu, sem menn hafa einnig viljað eigna Rósu. Er langt sótt að ætla, að slíkur ljóðasmiður sem Sigurður Ólafs- son var, hafi gripið til þess að skreyta ljóðabréf sitt með stoln- um vísum. f bók sinni: „Sagnaþættir úr Húnaþingi", er út kom árið 1941, birti Theódór heitinn Arnbjörns- son allt Ijóðabréf Sigurðar. Þrátt fyrir það hafa þessar vísur verið endurteknar síðar á prenti sem eign Rósu. Þegar ég var barn að aldri, voru mér kenndar nokkrar vísur, er áttu að vera eftir föður minn, Jón Ásgeirsson á Þingeyrum, en hann andaðist þegar ég var þriggja ára. Sumarið 1937 var ég gestkom- andi á bæ í Mýrasýslu. Þar var ég beðinn að rita í „Poesi“-bók, sem var tízka í þá daga. Ég blað- aði í bókinni og rakst þá á vísu, sem ég hafði lært um aldamótin og átti að vera eftir föður minn. Vísu þessa hafði ungur maður skrifað í bókina og sagt hana vera eftir sig, en hann hefur líklega naumast verið fæddur, þegar ég lærði vísuna á öðru landshorni. Síðar er skrifað í Lesbók Morgun blaðsins (?) og jafnvel víðar, um vísuna „Nú er hlátur nývakinn" og hún eignug ýmsum, enda eiga flestir „nafna", en þessi vísa var ein af þeim, er ég lærði bam að aldri sem eina af „Nafna-vísum" föður míns. — Jón hét maður Þor valdsson og var landseti föður míns á Geirastöðum, næsta bæ við Þingeyrar. Þeir áttu oft að hafa kveðizt á og nefndu þá hvor annan nafna. Eitt sinn sem oft- ar kom faðir minn við á Geira- stöðum á heimleið frá Blönduósi. Hann mun hafa verið við skál og eittþvað hruflaður á nefi. Þetta sá Jón á Geirastöðum og varð að orði: „EitthvaS hrasaS hefur sá hér um fjas þó lini. Nú cr lasið neflð á nafna glasavini". Þá átti faðir minn að hafa svarað: „Á skáldafundum framhleypinn, Fær sér stundum pfnu. Þrátt hjá sprundum þaulsætinn Þorskvaldskundur, nafni mlnn", Enginn núlifandi maður hefur tii þess að sleðia einhvem, án þess verið viðstaddur, þegar framan- greindar vísur voru kveðnar og þar sem ekkert eiginhandar hand- rit er til, má eigna þær hverjum sem vera skal. Af þeim vísum, sem um miðbik Norðurlands, um og eftir aldamót in, vom eignaðar föður mínum, eru líklega aðeins þrjár eftir, sem aðrir landshlutar hafa enn ekki eignað sér. Má fara svo, að ekki verði langt þar til, að dregið verð- ur í efa, að hann hafi nokkm sinni komið saman stöku. Hvers vegna þarf hann t. d. endilega að hafa ort vísuna: „Það er mas úr þér, vinur“? Trúlega hefur margur reiðhestur heitið Léttir! Þó að ég sé sonur Jóns á Þing- eyrum, þykir mér litlu máli skipta, hvort hann hefur nokkru sinni sett saman vísu eður eigi. Hins vegar er ég einn þeirra, er vilja vita höfunda að vísum, sem verð- skulda geymslu. En þess vegna rita ég þessar línur, að ég vil þakka og undirstrika hið ágæta viðtal við Jóhann Sveinsson og jafnframt beina þeirri áskorun til allra góðra hagyrðinga, að þeir láti eftir sig handrit af ljóðagerð sinni. Það er sem sé fullkunnugt, að ýmsir hagyrðingar festa ekki eina einustu vísu á blað. Ásgeir L, Jónsson. ODYRT JÓLASÆLG/íTI Verzlnnin Miklatorgi CONVAIR y *. R SKVRTA HINNA VANDLATL S(ILUST*n)IR: K*urLWifc»u.SlS AuHdniri t ' ‘í fjun-lAtrttn K irkjuslr rli fi M I N N, laugardagurinn 22. des. 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.