Tíminn - 04.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1963, Blaðsíða 6
 Karólína Sigríöur Einarsdóttir F. 25. maí 1912, D. 25. des. 19G2 Með nýju ári og hækkandi sól fylgja vimr Líbu Einarsdóttur henni að hvxlu í mold þeirrar sveit ar, sem fóslraði hana unga. Hún verður í dag jarðsett að Lágafelli í Mosfe'.lssveit. Sjúkum og þreyttum er hvíldin bezt, en erntt er að sætta sig við, að þurfa að sjá henni á bak svo snemma á ævi, góðri vinkonu, sem gaf vinum sínum gleði og traust og mikilli hæfileikamanneskju frá óloknum verkefnum. Líba, sem svo var jafnan nefnd, hét fullu nafni Karolína Sigríður. Hún fæddisl að Miðdal í Mosfells sveit 25. maí 1912. Foreldrar henn ar voru hjónin Valgerður Jóns- dóttir og Einar Guðmundsson, sem þar bjuggu. Líba ólst upp í Mið'- dal á mannmörgu sveitaheimili í hópi margra systkina. Strax á æsku dögum hófst dálæti hennar á hest- um og voru þeir æ síðan kærir vinir hennar. Átti hún jafnan góð- hesta þó búsett væri í borg og margar voru ánægjustundir henn- ar í félagsskap þeirra og fór hún jafnvel langferðir landshluta milli ein með þeim. Líba stundaði nám, tvo vetur, í hérað'sskólgnum á Laugavatni, og kom þá þegar í ljós, hver afburða námsmaður hún var. Um skeið var hún við málanám í Þýzkalandi. Árið 1935 þ. 2. okt. giftist hún Guðmundi Gíslasyni lækni. Þau eignuðust 3 börn, Aðalbjörgu Eddu, Hlédísi og Hall, tvær mann vænlegar dætur, dugnaðarkonur, sem báðar hafa lokið stúdents- prófi, og faiiegan dreng, sem ekki gat náð þrcska, sem önnur börn og veit nú ekki að hann hefur misst móður, sem elskaði hann. Þungbær voru örlög drengsins hinni dagíarsglöðu konu, sem ekki flíkaðí harmi sínum. Skömmu eftir að Líba giftist hóf hún nám að nýju. las undir stúdentspróf, settist síðan í nor- rænudeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi, iyrst íslenzkra kvenna árið 1950. ^llmörg undanfarin ár vann hún að söfnun orða í íslenzku máli varðandi hesta og hesta- mennsku. Þekking hennar á hest- um og ást hennar og aðdáun á þeim gerði henni þetta verk kær- komið og auðvelt, og miðaði henni vel meðan heilsan leyfði. Fór hún langferðir á fákum sínum meðan hún megnaði áð vinna að þessu verkefni. Er nú „opið og ófyllt“ skarð hennar í hópi þeirra, sem vilja verja ævi sinni til að vernda og varðveita „ástkæra ylhýra mál- ið“ Fyr;- þremur og hálfu ári kom í ljós að Liba hafði þann alvar- lega sjúkdóm, sem nú hefur orð'ið henni að bana. Skurðaðgerð. sem þé var framkvæmd frestaði nokk- uð því, sem koma vai'ð, en snemma á síðasta ári kom í ljós, að sjúk- dómurinn hafði hafið árás á hana á ný. Reynt var tvívegis með hol- skurði að fresta því, sem yfir vofði en án árangurs. Banalegan var löng og erfið. en þrek og æðru- leysi hennar var frábært. Og um það bil er sól reis á jóladag var langvinnu scríði lokið. Kynni min af þeim hjónum, Líbu og Guðmundi, hófust þegar hjálpsamur húseigandi leysti hús næðisvandræði tveggja ungra hjóna með því að bjóða húsfreyj unum að deila einu eldhúsi. Ungu konurnar, við Líba. vorum hálf- kvíðandi fynr hinu nána sambýli. En í því eldhúsi hófst vinátta, sem á þessu hausti hafði varað fjórð- frá KVHðdaB ung aldar og varð okkur því dýr- mætari, sem árin urðu fleiri, og á ég þar allt að þakka. Vinátta þeirra hjóna, er eitt af því fágæta, sem mér hefur hlotnazt í lífinu. Það er erfitt að sætta sig við, áð sögu þinni meðal okkar skuli lokið, Líba mín. ■ Þú, sem varst glöðust allra í góðum hópi, hag- orð, gáfuð og skemmtileg og við- ræðubezti vinur á einmæli. Og hætt er við að dapurleikinn verði áleitinn við vini þína á þéssu ný- byrjaða ári. en minningin um þig er björt. Allir vinir þínir eiga hlýj- ar og fallegar minningar um þig. en flestar, fegurstar og kærastar á sá, sem mest hefur misst, þinn góði eiginmaður og frábæri sam- ferðamaður i lifinu. Megi hin fagra minning vera honum tiltækust, begar harmurinn er sárastur. Þú trúðir því einlæglega,, Líba mín, að til væri annað líf. Vegni þér vel á þínum nýju slóðum. Hjartans þdkk fyrir allt. Valborg Bentsdóttir í dag verður Líba Einarsdóttir! frá Miðdal kvödd hinztu kveðju að Lágafellskirkju. Lokið er löngu stríði við kvala- fullan sjúkdóm. — Það stríð háði hún með dæmafáu þol- gæði og æðruleysi, með síþakk- látum huga til allra, sem af van- mætti reyndu að rétta henni hjálpj arhönd. Æskuárin dvaldi Líba á heim- ili foreldra sinna að. Miðdal í Mos- fellssveit. Við þessar æskuslóðir. heiðardalinn, vötnin og viðáttu heiíSarinnar, batt hún órofa í tryggð. Þar voru hennar drauma-; | lönd. Ung gekk hún að eiga Guðmund Gíslason, lækni, og bjó honum og börnum þeirra elskulegt heimili, þar sem góðvild og gestrisni réðu ríkjum. En hin unga, fjölgáfaða hús- móðir þráði víðara verksvið. Því hóf hún skólanám ■ nýjan leik, : lauk stúdentsprófi o” siðar kandí-j 1 datsprófi í norrænum fræðum1 fyrst allra íslenzkra kvenna. Að háskólaprófi loknu hóf hún starf í fræðigrein sinni eftir því ■sem aðstæður levfðu. Það sjarf, sem hún vanifl)len'gsl ið og tók hug hennar fanginp hin?síðari ár, var söfnun orða og orðtaka, eink- um þeirra, er varða hross, með- ferð þeirra og búnað. Bylting sú, sem orðið hefur í atvinnuháttum íslendinga síðustu áratugi, hefur haft mikil áhrif á málfar og orðaforða fólks. Orð og orðtök, sem flestum voru töm fyr- ir fáum áratugum gleymast óð- fluga, þegar lögð eru niður störf þau, sem orðin voru tengd. Vegna þess, að Líba var alin upp við sveitastörf í æsku, var henni þessi þróun ljósari en mörg um öðrum. Hún einsetti sér að leggja fram krafta sína og þekkingu til þess að forða frá gleymsku þessuin þætti tungunnar, sein enn var að finna hjá gömlu fólki, en var að deyja út með því. Hún var þeirr- ar skoðunar, að þetta verkefni kallaði meira að en rannsóknir tryggilega geymdra bréfa og hand rita. En þegar hún leitaði stuðn- ings til þessa starfs, voru undir- tektir norrænumanna, er málum réðu, næsta daufar. Starfið hóf hún samt ótrauð og af því kappi, sem henni var lagið, er hún hafði sett sér eitthvað mark, og hélt hún því fram, með- an kraftarnir entust. Sumar eftir sumar ferðaðist hún, oftast á hestum, um flestar byggð ír landsins, heimsótti og talaði við gamalt fólk. Með næmleik sínum og persónu töfrum átti hún auðvelt með að vekja áhuga þesjs og traust. Með lipurð og þoiinmæði, sem vart hefði mátt ætla þessari örlyndu konu, gat hún oftast beint frásögn heimildarmannsins að þvi efni, sem hún hafði sérstakan áhuga á hverju sinni og þá féllu hálf- gleymd orð og orðtök ;! sjálfu sér inn frásögnina Bejnar spurningai um einstök orð eða atriði báru oftast lítinn árangur. Samtöl af þessu tagi gátu stund- um staðið dögum saman með lengri og skemmri hvíldum, og því oft verið hið mesta þolinmæð- isverk. Það er meo óiíkindum. hve miklu starfi Líba fékk lokið á þessu sviði, þau fáu ár, sem for- sjónin veitti henni, og allt er það unnið af stakri nákvæmni og vand virkni. Því lengra, sem frá líður, mun verk þetta þykja mikilsverð- ara. Enda þótt bókmenntir og ís- lenzk tunga væru henni kannske hugstæðastar, átti hún mörg og næsta fjarskyld áhugamál önnur. Frá barnsaldri hafði hún dáð hesta og henni var nautn að því að umgangast þá Hún var óvenju vel hestfær, sat hest fallega og var mjög næm á skapgerð hesta og gang. Manna bezt kunni hún að meta þann unað, sem því fylg- ir að hafa unnið traust og tryggð' göfugs hests. Mesta yndi hennar voru ferðalög á hestum, þar sem hún gat í kyrrð notið töfra ís- lenzkrar náttúru. Og ekki trúði Líba því, að eilífðin væri svoT skemmtanasnauð, að þar biðu hennar ekki gömlu gæðingarnir. Ljóð og sögur lágu henni létt! á tungu og sjálf var hún vel skáld- mælt. f þjóðmálum hafði hún ákveðn- ar skoðanir og var ávallt einarður málsvari lítilmagnans. Vinföst var hún og trygglynd og lagði sig fram um það að gleðja þá, sem við erfiðleika áttu að stríða. í hópi kunningja var hún hrók- ur alls fagnaðar, þar fylgdi henni ávallt fjör og kæti. Glaðværð hennar og sérstæðir persónutöfrar voru slíkir, að seint mun gleymast þeim, sem kynntust. „Við deyjum sjálf að meira eða minna leyti með hverjum góðum vini sem kveður“, Sannleikur þessara orða verður hvað ljósast- ur, þegar sérstæðir og eftirminni- legir samferðamenn hverfa á miðjum aldri. Og nú er Líba aftur komin heim í sveitina sína. Frá hvílu- stað hennar sér vítt um sund og voga og inn til heiðarinnar, æsku- stöðvanna. Hvergi er fegurra sól- setur í Mosfellssveit. Hugheilar þakkir og fyrirbænir fylgja þessari merkiskonu á fram- tíðarveginn. P. A. P. DHNER i ODHNER reiknivélar reiknivélar við allra hæfi Þetta eru reiknivélarnar, sem svo margir spyrja um. Venjulega fyrirliggjandi átta gerðir af sam- lagningar- og margföldunarvelum. Verð frá icr. 5.145,00 Höfum einnig mjög hentuga húðarkassa sem eru byggðir fyrir Odhner vélar -- Verð kr. 1768,00 Leitið upplýsinga hjá oss. Stisfi ©T. doíins&n Túngötu 7 — Símar 16647 og 12747 6 T f M I N N, föstudagur 4. janúar 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.