Alþýðublaðið - 02.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞKIBUDAG 2. APRÍL 1#4#. ♦--------- AIÞÝÐUBLABIÐ --------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H , ,F . -----------—---*------------------------- ♦ Annaðhvort — eða! ------------4. EF a tv i nnum á! a' áðherrarm, Ó!- aíur Thors, mætti ráða, þá yrði víst ekki mikið gert af því opinbera til þess, að bæta úr at- vimnuleysi þess fólks, sem undan- fa in ár hefir haft atvimnu af salt- fisksverkunmni, en nú stendur uppi atvinnuíaust og allslaust af því, að saftfisksvei'ðar togaranna hafa fallið niður fyrir hiinum miklu arðsamari ísfisksveiðum. I umræðunum á alþimgi á föstudaginn um, þingsályktuinar- tillögu þeirra Emils Jónssonar og Finns Jónssoinar þesis efnis, að skora á ríkisstiórninia að hlutast til um, að togararnir yrðu allir látnir fara á saltfisksveiðar í 4—5 vikur til þess að bæta úr at- vinnuieysinu í landi, talað'i at- vinnu-málaráðherrann af furðu- legri bjartsýni um atvinnuástiand- (ið hér í Reykjavík og bar á mófi þvx, að það væri eihs alvarlegt og af væri látið. En að sjálfsögðu er það mjög þægilegt fyrir sam- vizku útgerðarmanna, eins og hans, að geta litið svo björt- um augum á ástandiÖ meðal 'pess fólks, sem isvipt hefir ver- ið atvinnu sinini af saltfisksveið- unum til þess að útgerðiarmennr irnir gætu látið togarana stunda hinar miklu gróðavæmlegri ís- fíisksveiðar. En sú bjartsýni hefir bara ekki við neitt að styðjast. Að öðru leyti var ræða Ólafs Thors um þetta mál lítið annað en barlómur um það tap, sem hann taldi verða mundu 'á togur- unum, ef þeir væru látnir fara á saltfisksveiðiar. Taldi hainn það tap mundu nema 1600 krónum á hverjum degi á hvern togara, ef rniðað væri við aflamagn tveggja undanfarinina ára og núverandi verðlag, og reiknaði hann meðal anmars kolatomnið á 160 krónur! Emil Jónsson sýndi hins vegar fram á það, hve fjarstæður slík- ur útreikningur væri, þar sem togararnir ættu kol, keypt fyrir 20—40 krónur toinnið, og ekki einu sinni kolakaupmenn hér heima seldu kolatonnið enn við því verði, sem atvinnumálaráð- Iherrann áætlaði í útreákningi sín- um á afkomu togaranna á salt- fisksveiðum. Og hann benii einn- ig á það, að togararnir ættu salt [frá því í fyrra til saltfisksveiða í 4 vikur, þannig, að ekki kæmi hækkun á það. Annars er þiað vitað, að bæjar- útgerð Hafniarfjarðar hefir und- anfarið gert einn togara út á upsaveiðar, og það var upplýst af Emii Jónssyni við umræðurn- ar, að sú útgerð hefði borið sig sæmilega með því verði, sem nú væri á upsalýsi, Og að endingu gat hann þess, að fyrir lægju uppiýsingar frá sölusamibandi íslenzkra fiskframleiðenda um að óverkaður saltfiskur hefði nýlega verið seldur tíl ítalíu fyrir 50°/o hærra verð en áður, þannig, að ekki ætti að þurfa að óttast, að ekki fengist sæmilegt verð fyrir fullverkaðan saltfisk. 4TJær mótbárur virðast því ekki hafa við mikið að styðjast, að saltfisksveiÖar togaranna myndu ekki bera sig. Hinu mun enginn neita, að ísfisksveiðamar séu arð- samari fyrir útgerðarmenin. En spurningin er aðeins sú, hvort hið opinbera getur þolað ]xað, að atvinnu fjölmeninrar og fá- tækrar stéttar í liandi sé fórnað fyiir sérhagsmuni lítillar klíku út- gerðarmiannia. Þegar togaraút- gerðin var í vandia stödd, hljóp þjóðfélagið allt undir bagga með nenni, bæði með þvi að gera hana skattfrjálsa og lækka gengi krónunhar. En nú er það verka- fólkið í landi, sem neyðin sverfur að. Og það er ekki annað en fullkomin sanngirniskrafa af hálfu hins opinbera, að útgerðiar- félögin geri nú sitt til að bæta úr þeirri neyö, og það því held- ur, sem þau hafa beinlínis skap- að hana með því að láta salt- fisksveiðar togaranna falla niður. Það má að sjálfsögðu frá sjón- armiði útgerðarmanna færa margt fram á móti því, að tog- ararnir s'éu látnir hætta ísfisks- veiðum til þess, að fara á hinar miklu óarðvænlegri saltfisksveið- ar, þó ekki sé nema mánabartíma. En um hitt verður ekki deilt, að sérstakan skatt verði að öðr- um kosti að leggja á togarafé- lögin, til þess að afla fjár til at- vinnubóta í landi, en eins og kunnugt er, var það frá upphafi varatilliaga Emils Jónssonar og Finns Jónssonar. Það væri jafn- vel hægt. að hugsa sér að láta togarafélögin velja um það sjálf, hvort þau vildu halda áfram is- fisksveiðunum og greiða siiikan skatt, eða láta togarana fara á saltfisksveiðar. En annarshvors verður að krefjast af þeim eins og nú er ástatt. Hjá því verður ekki komizt. VerzlHnarskóla fslanðs taeldnr skemmtifnnd í Oddfellowhöllinni í kvöld (þriðjud.kvöld) kl. 9 Til skemmtunar: Ræður. Söngur. Gaman- vísur. Dans og fleira. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. STJÓRN N. V. í. I--------------:---------♦ Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Umræður um lýðræði oq ofbeldl á alþingi i gær. : ---♦---- T vær þingsályktunartillögur fram komnar A THYGLISVERÐAR UMRÆÐUR fóru fram í samein- ♦ uðu alþingi í gær. Þingsályktunartillagan um varnir gegn starfsemi og undirróðri ofbeldisflokkanna var til um- ræðu. ‘ Aðalflutningsmaður tillög- unnar, Jónas Jónson, hafði framsögu og rakti í stórum dráttum ástæðurnar, sem lægju fyrir því, að þessi tillaga væri fram komin. Taldi hann lýðræðisskipulagi þjóðarinnar stafa mikil hætta af neðanjarð- arstarfi ofbeldisflokkanna, og reynsla annarra þjóða um þetta efni ætti að nægja okkur íslend- ingum, enda hefðum við og varnaðinn í sögu okkar eigin lands. Stefán Jóh. Stefánsson talaði næstur á eftir framsögumanni. Hann sagði meðal annars: Öllum er kunnugt, að nú og á undanförnum tímum hefir verið óvenju mikið umrót innan þjóðfélaganna. — Nýjar stefnur, nýjar lífsskoð- anir flæða yfir. Við íslendingar höfum með þjóðskipan vorri kostað kapps um að tryggja öllum þegnum landsins jafnan rétt til áhrifa á májin, við höf- um haft lýðræðið og frelsið í hávegum, þó að mörgum finn- ist að á ýmsu þessu sé nokkur skortur. Lýðræðisþjóðskipulag- ið byggist á því, að meirihlut- inn ráði á hverjum tíma, og að framkvæmdir löggjafarvaldsins séu eins nærri vilja meirihluta þjóðarinnar og auðið er. En þrátt fyrir þetta höfum við lif- að þá tíma, að lögin væru lítils- virt og hnefarétturinn látinn ráða mestu. Öllum er það líka ljóst, að í ýmsum löndum er það ekki vilji fjöldans eða meirihlutans, sem ræður. í þessum löndum er ekki lýðræði. Meðal þessara þjóða hafa komið upp flokkar og stefnur, sem sigrað hafa í krafti ofbeldisins og hneppt hafa fjöldann í fjötra. Þessir flokkar og þessar stefnur hafa notað þá aðstöðu, sem lýðræðið hefir gefið þeim, til að grafa ræturn- ar undan því og eyðileggja það að síðustu gersamlega. Þessir flokkar ríkja víðast í krafti hervalds og þeir stjórna með hnefaréttinum. Þeir hafa drep- ið allt frelsi og kæft öll mann- réttindi. Hér er aðallega um tvær steínur að ræða og þær berj- ast hatrammri baráttu í flest- um löndum gegn lýðræðinu og mannréttindunum. Það er eðli lýðræðisins, að allir hafi jafnan rétt til að hugsa og tala og skrifa. Þessi réttindi lýðræðisins nota of- beldisstefnurnar út í yztu æsar til að eyðileggja þau. Lýðræðið ver sig með sínum eigin aðferð- um, en sérstaklega í seinni tíð, um leið og ofbeldisstefnunum vex ásmegin, finnst beztu lýð- ræðisþjóðunum, sem sömu lin- kind megi ekki sýna ofbeldis- flokkunum og áður hefir verið gert. Það var sagt um þýzka lýðveldið, að það hefði tortímt sjálfu sér með því að sýna of mikla linkind 1 baráttu sinni við öfgarnar. í helztu embættum og æðstu stjórnum hermálanna sátu fjandmenn lýðræðisins og hugsuðu um það eitt að finna leiðir til að tortíma lýðræðinu Ég fullyrði, að einmitt þetta var ekki minnsta ástæðan til falls Weimarlýðveldisins. Þetta ætti að hafa skapað góða reynslu fyrir lýðræðis- sinna og það hefir það líka gert. Menn sjá, að það nær ekki nokkurii átt að lýræðið næri fjandmenn sína, að það efli og styrki þá í viðleitni þeirra til að bana því. Litlu þjóðirnar, sem bezt hafa búið við lýðræðið, hafa séð þetta og lært af því. Daglega berast okkur fregnir af því, hvernig þessar þjóðir búast nú til varn- ar gegn ofbeldisstefnunum. Síð- ustu fregnirnar berast frá Sví- þjóð. Þar er nú beitt öflugum varnarráðstöfunum gegn mold- vörpustarfseini kommúnista og nazista. Ég vil minna á það við þetta tækifæri, að um það leyti, sem þau tíðindi gerðust, að eitt mesta herveldi heimsins, eitt ofbeldisríkið réðist á litla frið- t sama lýðræðisþjóð, þá var svip- ur alþingismanna og allra sannra íslendinga á þá lund, að auðséð var að mönnum fannst sem mikil og ill tíðindi hefðu gerzt og að það væri illt að þola, ef smáþjóðin yrði undir í þeirri viðureign. Ég vil líka minn á það, að 1 20 ár hafði verið kallað frá Finnlandi til of- beldisríkisins um að það skipti sér af málum þess, kæmi kom- múnistunum til hjálpar. Kall- inu var hlýtt á eftirminnilegan hátt. Víðar er kallað í sama dúr og austur í Moskva er hlustað á þessi köll. 4. desember í haust gáfu þingmenn yfii'lýsingu, þar sem þeir lýstu því yfir, að þeir teldu virðingu alþingis ósam- boðin þingseta kommúnista. Sú tillaga, sem hér liggur fyrir, er beint framhald af þessari yfir- lýsingu næstum alls þingheims. Þetta er hið nýja viðhorf, sem skapast hefir hjá litlu lýðræð- isþjóðunum. Hættan stafar inn- an að með aðstoð utan frá. Þessi hætta er fyi'ir hendi hér og ég sé ekki annað, en að sjálfsagt sé að lýðræðið snúist til varnar og beiti þeim vopn- um, sem það ræður yfir, vopna- burður andstæðinganna skapar fordæmið. Það dugir ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Við skulum varast að fá sömu reynslu og aðrar þjóðir, sem nú liía í andlegri áþján. Að lokum sagði St. J. St. að aðalatriði fyrir sér væri það, að lýðræðið snérist til varnar gegn ofbeldisstefnunum, en kki það, að tillagan væri*samþykkt að öllu óbreytt. Næstur talaði Vilmundur Jónsson. Hann andmælti þings- ályktunartillögunni og kvað hana flausturslega orðaða og ekki hæfa jafn alvai'legu úi'- lausnarefni og því, hvernig lýð- ræðið og sjálfstæði landsins skuli varið gegn aðsteðjandi hættum. Það hefði alltaf verið aðalsmerki lýðræðisins, að það tryggði minnihlutanum þau mannréttindi, sem það hefði borið fram til sigui’s. En hér væri alþingi boðið upp á að samþykkja ályktun, sem stefndi bei'lega að því, að afnema þessi réttindi lýðræðisins. Það væri að vísu sagt, að tillögunni væri stefnt gegn kommúnistum og ef I til vill nazisturn. En hver væri [ öruggur fyrir því, að verða Hijðmleikar Nargrét- ar Eirfksdóttnr í fiamla Bíó f kvðld. Margrét Eiríksdóttir. Ungfrú Margrét Eiríksdóttir píanóleikari heldur hljómleika í Gamla Bíó í kvöld. Hún er reykvískum tónlistarvinum að góðu kunn fyrir athygli, er hún vakti á nemendahljómleikum Tónlistarskólans, en hún er ein af fyrstu nemendum þeirrar stofnunar og útskrifaðist þaðan með ágætum vitnisburði. Hún hefir stundað framhaldsnám við konunglega hásjtólann í London um 2V2 árs skeið. í kvöld mun hún leika verk eftir Beethoven, Brahms, Chopin, Debussy og Hallgrím Helgason. Tónlistarvinir fjölmenna á hljómleika Margrétar í kvöld. ekki stimplaður sem kommún- isti, ef á lægi að ýta við honum? Það væi'i ekki lengra en síðan í vetur, að aðalflutningsmaður tillögunnar gaf í skyn, að ekki aðeins ræðumaðurinn (V. J.) og háttv. 9. landkjörinn þingmað- ur (Árni Jónsson) væru, ef ekki kommúnistar, þá að minnsta kosti þeim mjög nærri stand- andi, heldur og margir aðrir þingmenn, þar á meðal meira að segja háttv. 4. þingmaður R.- víkur, Pétur Halldórsson. Ræðumaðurinn kvaðst ekki vilja gera lítið úr þeirri hættu, sem lýðræðinu stafaði af mönnum, sem fylgdu ofbeldis- isflokkunum, staðráðnir í því, að kollvarpa því. Það væri hart, að horfa upp á slíka menn nota sér þau réttindi, sem lýðræðið veitti þeim, til þess, að grafa ræturnar undan því. En með þingsályktunartillögunni væri bara stefnt að því, að skapa kom múnismanum tilverurétt með því að láta lýðræðið afnema sjálft sig. Það hlyti að vera hægt að fara hér meðalveg, og í því skyni bæri hann ásamt háttv. 9. landkjörnum þingmanni, Árna Jónssyni, og hv. þing- manni Barðstrendinga, Bergi Jónssyni, fram svofellda breyt- ingartillögu við þingsályktunar- tillöguna: .,Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta fara fram at- hugun á því, hvernig hið ís- lenzka lýðræði fái bezt fest sig í sessi og varist jafnt áróðri sem Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.