Tíminn - 20.06.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1963, Blaðsíða 1
IMip (Liósm.: TÍMINN—Œ) Gfsll G. íslelfsson hrl. flytur varnarræðuna og hæstaréttardómarar hlu sta á. á -i'k% Fagra- nesið nærri dnýtt GSjJ-ísafirði, 19. júní Djúpbáturinn Fagranes skemmdist rnikið af eldi i gærkvöldi og nótt og má bú- ast við, að skipið sé að mestu ónýtt Skipið var að leggjast að bryggju á Mel- graseyri klukkan rúmlega sjö, er vart varð við eld í vélarrúmi þess og gátu skips menn ekbi við neitt ráðið og slökkviliðið héðar. barðist lengí við eldinn, unz tókst að slökkva að mestu, en fram á miðjan dag í dag var unnið við slökkvistarfið. Skipstjóranum á Fagra- nesinu, Ásberg Kristjáns- syni, segist svo frá atburð- um: — Við vorum að leggja að bryggjunni á Melgras- eyri klukkan 19,10 í gær Kvöldi, til að taka þar far- þega og vörur frá Vestfjarða rútunni. Við vorum að koma frá Hörgshlíð í Mjóafirði og þetta var síðasti viðkomu- staðurinn fyrir ísafjörð Við áttum aðeins i nokkiar bátslengdir og um á mjög hægri ferð. veitti Jón Þorleifsson, stjóri því athygli, ag é. var laus undir miðstöð ijósavél. Hann tók þi handslökkvitæki og re; að slökkva eldinn, en h magnaðist mjög fljótt yarð ekki við neitt rá Vélstjórinn varg fljót' að yfirgefa vélarTÚ vegna reyks og elds, og sýnt. að við myndum i geta ráðið við eldinn. Framhald á bls Straumnesið á leið til ísal ar með Fagranesið í togl —\ Ljósm.: Tíminn, ÍJ. SÓn 0G VARID í GÆR í MILWOOD-MÁLINU BÓ-Reykjavík, 19. júní. Við flutning Milwoodmálsins í Hæstarétti í dag kvaðst Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisns, hafa gefð út ákæru á hendur John Smith, skipstjóra, þar sem krafizt er refsingar og skaðabóba, upp- töku veiðarfæra og afla. Ákæran var gefin út í gær og verður tekin fyrir { sakadómi Reykjavíkur 2. september næst komandi. Við flutning málsins gerðist það, að málflytjandi útgerðarinn- ar, Gísli G. ísleifsson, hæstaréttar- lögmaður, lýsti yfir, að það væri ekki Breta sök að Smith, skip- stjóri, komst undan. Hann vitnaði í skeyti Þórarins Björnssonar, I skipherra á Óðni, til Landhelgis-j gæzlunnar, þar sem skipherraj kvaðst ekki sjá ástæðu til að halda í eftirförinni áfram, ef ekkert ætti að hafast að Þá sagði verjand- inn: — Þeim var bannað það (að aðhafast) af þeim mönnum, sem sitja bak við skrifborð og stjórna Landhelgisgæzlunni hér. Það er þeirra sök, að skipstjórinn komst undan. — Saksóknari ipótmælti þessum ummælum. 3. vél. Málið var sem kunnugt er, tekið fyrir í Hæstarétti þar eð úgerðin hafði áfrýjað undirréttardóminum um hald togarans. Gísli G. ísleifs- son krafðist þess nú, að undir- réttardóminum væri hnekkt og taldi engin skilyrði fyrir hendi að halda mætti togaranum. Hann kvað stjórnarvöldin hér bera á- byrgð á drætti málsins, og óheim- ilt að krefjast þess, að Sinith yrði framseldur eða halda togaranum í þvj skyni að þvinga Smith til að koma hingað. Um árekstur skip anna sagði Gísli, að varðskipið hefði þá verið að sigla togarann uppi, og hefði stjórnendum varð- skipsins því borið með fullri á- byrgð að forðast árekstur þar til það var komið fram hjá togaran- um. f þessu sambandi vitnaði hann í umferðarreglur skipa og flugvéla. Þá minntist Gísli á, að 17 ára unglingur hefði verið við Framhald á 15. sfðo. VARLA BEIN UR SJÓ Á HÚNAFLÓA FB-Reykjavík, 18. júní. Undanþágur á veiffileyfum til brezkra togara hafa verið mjög illa séðar, og cinkum mikið norS ur á Húnaflóa. Þar hafa brezkir togarar verið mjög ásælntr í vet- ur, og hafa bátar frá Hólmavík vart fengið bein úr sjó, og kenna þar um veiði togaranna. Fyrir tveim til þremur áratug- um voru einhver glæsilegustu mið landsins fram með Ströndum, en þau hafa ekki getað ræktast upp vegna ágangs erlendra togara með stórtæk veiðitæki. Hólmavíkurbátar eiga nú langt að sækja út á miðin. Þeir verða fyrst að sigla út allan Steingríms- fjörð og síðan enn lengra út eftir Húnaflóa. Eftir að landhelgin var færð út jókst veiði bátanna held- ur, en hefur nú minnkað mikið og í vetur hefur hún verið lítil sem engin. Brezku togararnir hafa verið eins og mý á mykjuskán á miðun um í vetur. Afla þeir oft allt að 200 lestum á 6 til 7 dögum, og með þvi móti getur einn togari aflað jafn mikið á einum mánuði og allir Hólmavíkurbátar eru van ir að gera á vertíðinni frá áramót um og fram á vor, og er því að vonum, að sjómönnum líki þetta illa. KARFAMET SIGURÐAR BÓ-Reykjavík, 19. júní. — Togar- inn Sigurður kom til Hafnarfjarð ar í morgun með rúmar 400 lest- ir af ísvörðum fiski eftir tæplega 14 daga útivist. — Togarinn var á veiðum á karfaslóðinni fyrir vest an land. Mun þetta vera mesta magn af vinnsluhæfum karfa, af heimamiðum, sem togari hefur iagt á land. Gert var ráð fyrir, að Sigurður færi til Reykjavíkur á morgun og landaði nokkrum hluta aflans hér, þar sem tvö skip eru fyrir. Skipstjórinn, Auðunn Auð- unsson, sagði i kvöld, að öllu yrði landað í Hafnarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.