Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						.Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvænídastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjon Davíðsson.
Ritstjómiarskrifstofur í Bddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, simi 18300. Áskrif tangjald kr. 65.00 á roán. innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
¦.-.•'¦"
Hin „heiðarlega"
kosningabarátta
Nokkru fyrir seinustu áramót var fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið 1963 til umræðu og af-
greiðslu í borgarstjórninni. Blöð borgarstjórnarmeirihlut-
ans héldu því þá mjög fram, að það bæri vott um góða
stjórn borgarinnar, að ekki væri gert ráð fyrir teljandi
hækkun á heildarupphæð útsvaranna í f járhagsáætlunni.
Þetta sýndi, að kjósendum væri óhætt að treysta Sjálf-
stæðismönnum til góðrar fjárstjórnar. Haldið var svo
ospart áfram að hampa þessu fram yfir þingkosningarnar.
Nær strax eftir þingkosningarnar, breyttist svo skyndi-
lega veður í lofti. Þá eru fyrirvaralítið kallaðir saman
fundir í borgarráði og borgarstjórn, þar sem borgarstjóri
skýrir frá því, að nauðsynlegt!sé að hækka útsvörin um
30 milljónir kr. frá því, sem fjárhagsáætlunin gerði ráð
fyrir. Þetta var svo samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins.
Ástæðurnar, sem voru færðar fyrir þessari útsvars
hækkun, voru væntanlegar hækkanir á launum starfsfólks
borgarinnar. Sú hækkun var fyrirsjáanleg, þegar fjár-
hagsáætlunin var afgreidd fyrir áramótin, enda bentu full-
Ixúar Framsóknarflokksins þá á, að nauðsyhlegt væri
að taka tillit til hennar. Á það var ekki hlustað. Um það
eitt var hugsað að búa til f járhagsáætlun, sem liti vel út
fyrir kosningar.
Þetta er eitt af mörgum dæmum þess, hvernig stjórn-
arflokkarnir hafa búið til áferðarfallegar áætlanir og
skrumauglýsingar fyrir kosningarnar. Eftir þær kem-
ur svo raunveruleikinn til sögunnar. Þá fá kjósendur að
kynnast því, hvernig þeir hafa verið blekktir. Stjórnar-
liðar treysta því hins vegar, að það verði gleymt fyrir
næstu kosningar.
En málgögn og foringjar stjórnarliðsins halda sig samt
áfram við sama heygarðshornið Morgunblaðið og Al-
þýðublaðið eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa því hve
síjórnarflokkarnir hafi háð blekkingalausa, heiðarlega og
virðulega kosningabaráttu!
Undir þessa „blekkingalausu" og „heiðarlegu" kosn-
ingabaráttu flokka stjórnarblöðin vafalaust þessa 30 millj.
kr. hækkun útsvara, sem haldið var leyndri fyrir kjós-
endum fram yfir 9. júní!
Utsvarsstiginn
í blöðum borgarstjórnarmeirihlutans er því nú haldið
í'ram, að það þýði lækkun útsvara, að veittur er 17%
afsláttur frá útsvarsstiganum.
Hið rétta er, að útsvarsstiginn er miðaður við miklu
iægri tekjur en nú. Vegna dýrtíðarinnar hafa laun manna
ftórhækkað í krónutölu, þótt raunverulegur kaupmátt-
ur hafi ekki aukizt. Hækkun launanna þýðir það, að út-
ívörin, sem leggjast á þau, hækka. þótt kaupmátturinn
.^tandi í stað. Því mun þetta verða í reynd þannig, að þrátt
fyrir 17% afslátt frá útsvarsstiganum, munu t. d. verka-
menn greiða hærra útsvar nú en fyrir 2—3 árum, þótt
kaupmáttur launanna hafi síður en svo aukizt.
Það er því ekkert annað en hrein blekking, þegar
stjórnarblöðin eru að gefa í skyn að útsvörin lækki um
17%, eins og menn munu líka sannfærast um næstu
daga.
Skattseðlarnir munu sýna mönnum, hvernig stjórnar-
liðið reynir að blekkja fólk á allan hátt.
MJOG er nú rætt um, að Mac-
millan muni bráðlega biðjast
lausnar. Sá maður, sem myndi
verða álitlegasti eftirmaður
hans, er Halísham lávarður, en
sá galli er á, að hann má ekki
vegna tignar sinnar taka sæti í
neðri dcildinni. Nú liggur hins
vegar fyrir lagafrumvarp, sem
myndi leysa hann undan þessari
kvöo, ef það yrði samþykkt. Þlng
ið mun fjalla um það innan fárra
vikna og ef til vill frestar Mac-
millan lausnarbelðnl sinnl á með
an.
Meðal þelrra, sem taka þátt i páfakjörlnu, er fram fer í Vatikan'lnu
um þessar mundlr er pólskl kardinálinn Wysynski, en hann hefur
átt manha mestan þátt f því, að kaþólska kirkjan hefur átt betrl
sambúð við stjórnarvöldin þar en í öðrum konimúnistarikjum.
Nýlega var haldin í höfuðborg Ethiopíu, Addis Abeba, ráðstefna
29 þjóðhöfðingia  í Afríku, sem taiin er hafa  stuðlað að auklnni
einingu Afríkuríkja. Á myndinni sést Haile Selassie, keisari Ethlo-
píu, vera að taka á móti Nkrumah, forseta Ghana,
Mynd þessi var tekin nú I vikunni af Profumo, fyrrverandi hermálaráðherra Breta/ og Valerle Hobson,
konu hans og fyrrv. leikkonu, sem staðlð hefur órugglega við hlið manns síns að undanförnu, þrátt fyrir
þau hjúskaparbrot,   sem   hann  hefur  orðið   uppvís  að.
TIMINN,   föstudagurinn 21. júní 1963.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16