Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.06.1963, Blaðsíða 16
Föstudagur 2T. júní 1963 135. tbl. 47. árg. | KVÖLDSKEMMTANIR B-LISTANS í R-VÍK Kvöldskemmtanir fyrir starfsfólk B-llstans f REYKJAVÍK, verða haldnar [ súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 28. og sunnudaglnn 30. þessa mánaðar. Aðgöngumlð- ar verða afhentir á mánudaglnn kemur f Tjarnargötu 26, frá kl. 1—S. Sfml 16564. — Skemmti- atriði verða auglýst sfðar. B-listinn. HAFNARBÆTUR A 50 STÖDUM Á LANDINU MB-Reykjavík, 19. júní f sumar er unniS á nær fimmtíu stöðum aff hafnargerðum eða við- gerðum á höfnum, og til þeirra framkvæmda er í ár varið rúm- um 100 milljónum króna. Sums staðar munu í sumar koma í gagn ið verulegar umbætur á höfnum, en annars staðar er um viðgerðir eða undirbúningsstörf undir hafn- arframkvæmdir að ræða. Þetta kom fram í viðtali við Aðalstein Júlíusson, Vita- og hafn- armálastjóra, er blaðið átti við hann tal í dag. Verður hér á eft- ir getið helztu framkvæmda. A AKRANESI verður unnið að dýpkun fyrir framan dráttarbraut- ina. í RIFI verður mikið unnið nú í sumar. Þar er gert ráð fyrir að hefja oyggingu hafnargarðs og lengja þann, er fyrir er og einnig að reisa þil, sem síð'ar verður hluti af hafskipabryggju. Alls er reiknað með að fá með þessu móti viðlegupláss fyrir 25 'báta og eitt hafskip. Vonir standa til, að þessar framkvæmdir komist það langt í sumar, að á vertíðinni í vetur verði löndunaraðstaða fyrir um 10 báta, en unnt verði að geyma þar mun fleiri. í ÓLAFSVÍK verður í sumar haf izt handa um bátakví og byggingu hafnargarðs, en aðstað'an til geymslu báta þar mun ekki breyt ast að ráði eftir þetta sumar. í STYKKISHÓLMI verður hald ið áfram byggingu dráttarbrautar cg standa vonir til að hún komist 5 gagnið snemma á næsta ári. í SÚGANDAFIRÐI og TÁLKNA FIRÐI verður að öllum líkindum iokið við að reisa þil. Barnaskékr rísa á Kol- viðarneslaug og Leirá KH-Reykjavík, 20. júní Tveir nýir heimavistarbarna- skólar eru nú í smíðum á Suð- vesturlandi, þar sem allt til þessa hefur verið mjög erfið aðstaða til skólahalds, Leirá í Leirárhreppi og Kolviðarneslaug í Eyjahreppi. Var þörfin fyrir slíka skóla orð- in mjög brýn á þessum stöðum, cins og reyndar víða annars staðar á landinu. Byrjað var á byggingunni á Kol- viðarneslaug fyrir u. þ. b. ári, og er ætlunin að húsið verði orðið fokhelt í haust og múrhúðað að innan. Þarna er heit laug og að- staða til skólabyggingar prýðileg. Aðalbyggingin er á þremur hæð- B-LISTA- SKEMMTUN Skemmtun verður lialdin fyrdr starfsfólk B-listans í Kópavogi, _ Hafnarfirði, Garðahreppi, Álftanes- og Bessastaðahreppi, Seltjarn- ameshreppi og Mosfellssveit iaugardaginn 22. þ.m. í fé- lagsheimili Kópavogs (efri salnum) og hefst hún kl. 8,30 síðdegis. Skemmtiatriði og ávörp. Aðgöngumiðar verða afhentir á eftirtöldum stöðum: Haukur Nielsson, Helgafelli í Mosfellssveit, ilfhólsvegi 8a, Kópavogi. sími 2-35-76. Bergþór Sig- tirðsson, Goðatún 12, sími 50895. Jóhann Sölvason, Lindarbraut 2, Seltjarnar nesi, sími 1-72-82. — Að- göngumiða verður að vitja í dag fyrir kvöldiið. um, á efri hæðunum verða heima- vistarherbergi fyrir 56 nemendur, en auk þess tvær fjölskylduíbúðir fyrir kennara, ein minni fyrir ein- hleypan kennara og enn ein fyrir ráðskonu. Á fyrstu hæð verður mötuneyti, eldhús, setustofa, bóka safn o. fl., og í kjallaranum verð- ur væntanlega smíðastofa, o. þ. h. Kennslustofumar verða þrjár, og rúmar hver þeirra 30 nemendur. Þær verða í álmu út frá aðalbygg- ingunni, og er nú nýbyrjað á þeirri álmu. Byggingin er 6.000 rúm- rnetrar í allt. Teikninguna gerði Guðmundur Þór Pálsson, en Jón Guðmundsson, byggingarmeistari Akranesi, tók að sér að reisa hús- ið. Börn úr fjórum hreppum, Kol- beinsstað'ahreppi, Eyjahreppi, Miklaholtshreppi og Breiðavíkur- hreppi, munu sækja skólann að Kolviðarneslaug. Vonir standa til, að skólinn verði tilbúinn til notk- unar haustið 1964. Guðmundur Þór Pálsson gerði einnig teikningu að byggingunni á Leirá. og er hún mjög svipuð í rniðum og að Kolviðarneslaug nema heldur minni, sem liggur í því, að ekki er búizt við jafn mörg um börnum í heimavist þar. Kennslustofur verða fyrir jafn marga og er ætlunin að taka þær í notkun um næstu áramót. Börn úr Strandahreppi, Leirár-, Mela-, Skilmanna- og Innri-Akranes- hreppi munu sækja skóla að Leir- á. Bjarni Egilsson, byggingameist- ari Akranesi, tók að sér að reisa húsið, og miðar verkinu vel áfram í BOLUNGARVÍK verður unnið sð þriðja áfanga við endurbygg- íngu brimbrjótsins og verið er að keyra grjót í sandvarnargarð, sem koma á á móti brimbrjótnum. Á ÍSAFIRÐI er lokið við 100 metra langa kantaukningu á báta- kvínni og dýpkun hennar. Verður þá komið þar ágætt dýpi og nægi iegt rými um fyrirsjáanlega fram- tíð fyrir bátaflotann þar. Á SKAGASTRÖND hefur verið unnið við dýpkun, og endurbætur á hafnargarði, og á SAUÐÁR- KRÓKI hefur verið unnið að leng mgu á sandvarnargarði. Á SIGLUFIRÐI hefur verið unn ið að frágangi á hafskipabryggju, viðgerð á öldubrjótnum og nú eru að' hefjast að nýju framkvæmdir við byggingu innri hafnarinnar, en er þeim lýkur mun þar aukast mjög athaí'narými. Á ÓLAFSFIRÐI og DALVÍK verða byggðar bryggjur og á Húsa vík, þar verð'ur einnig byggð ver- búð. í GRENIVÍK er unnið í landi að undirbúningi bátakvíar og e. t. v einnig hafskipabryggju. Á RAUFARHÖFN er byrjað á hafskipabryggju og er búið að aka í hana fyllingarefni sem nemur 20 til 30 búsund rúmmetrum. — Þarna verður steinsteypt opin bryggja og þekjan verður að mestu leyti úr strengjasteypu, en það er nýjung hériendis. Við bryggjuna verður um 6 metra dýpi. Þessi hryggja átti upphaflega að verða tilbúin um miðjan þennan mánuð en vegna þess, hve tíðin var góð i vetur, seinkaði verkinu. Þetta er ekki prentvilla, heldur stafar það Framhald 6 15. síðú. mm : :.V & FólkiS í húsinu Grenimel 25 f eRykjavfk varð heldur betur undrandl elnn morgun fyrlr stuttu, er þröstur hóf óvenjulega hreiðurgerð ofan á toppi reykháfs, sem stendur upp af bflskúrnum við húsið. Þröstur- Inn v^r tvo daga að gera hreiðrlð og brátt voru eggin komin. Hann trónir þarna hátt uppl, — vill víst hafa gott útsýni. (Ljósm.: Tíminn,GE) Hæstu skattgreiðendur FB-Reykjavík, 20. júní. Skiattskráin j Reykjavík var lögð fram í dag, og að vanda streymdu borgarbuar upp á skattstofu til þess að athuga, hvað þeim bæri að greiða í opinber gjöld þetta árið. Virtist engu skipta, að blöðin skýrðu frá því i dag, að mönnurn yrðu sendir heim álagningarseðl- ar, fólk var bráðlátt og vildi strax fá að vita uin gjöld sín. Tíminn brá sér niður á skatt- stofu og gætti að því, hversu há gjöld alls, þinggjöld og útsvör, þeir menn verða að greiða, sem bera hæstu útsvörin. Útkoman var þessi: Otto Kornerup Hansen forstjóri kr. 525.114.00, Þorvaldur Guð- mundsson veitingamaður kr. 512.- 247.00, Þorsteinn S. Thorstejnsson lyfsali kr. 433.668.00, Sigurður Berndsen db. kr. 392,379.00, Har- aldur Ágústsson skipstjóri kr. 315. 097.00, Friðrik A. Jónsson útvarps virki 310.620.00, Benedikt Ágústs- son skipstjóri kr. 299.736.00. Páll Þorgeirsson heildsali kr 288.764 - 00, Hörður Björnsson skipstjóri kr. 273.809.00, Ingimundur Ingi- mundarson skipstjóri 255.498 00, Kristján Siggeirsson forstjóri kr. 238.832.00, Guðmudur Ibsenson skipstjóri kr. 234.849.00, Hrólfur Gunnarsson skipstjóri kr. 214.302,-1 Loftleiðir h.f. kr. 9.028.033,- Áki Jakobsson, lögfr. kr. 204.363. Hekla h.f. kr. 2.662.080,- Og útkoman hjá félögunum varð Kassagerðin kr. 2.550.919,- þessi: | Framhald á 15. siöu. Fann 5 útigengnar IH-Seyðisfirði, 19. júní. Síðast liðinn föstudag kom Vil- hjálmur Iljálmarsson, fyrsti vara þingmaður Framsóknarmanna á Austurlandi, frá Mjóafirði til Seyð isfjarðar. — Þegar varaþingmaður inn kom níður i Austdal í Seyðis- firði, fann hann 5 kindur, eina á og fjóra gemlingá-, auðsjáanlega útigengna. Þykir það mjög merki legt. að fé þetta hafi gengið úti og litið svo vel út setn raun bar vitni. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.