Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 7
'IP <$■ Útgefsndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Heliason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Akvæðisvinna í NÝJU hefti af Iðnaðarmálum, riti Iðnaðarmála- stofnunar íslands, er skýrt frá þvi, að Iðnaðarmálastofn- unin hafi látið gera athugun á hagkæmni aukinnar ákvæðisvinnu. Athugun þessa gerði Þórir Einarsson við- skiptafræðingur og stóð hún yfir frá því í júní 1961 og fram í apríl 1962. Á þessum tíma var leitað upplýsinga hjá fjölmörgum aðilum og áherzla iögð á samvinnu við samtök launþega og atvinnurekenda. Samkvæmt frásögn Iðnaöarmála var helzta niðurstaðan þessi: ,,Að fengnum ábendingum samtaka launþega og atvinnuveitenda var tekið það ráð að takmarka athug- unina við samgöngur, byggingarstarfsemi og eftirfar- andi helztu greinar iðnaðar: matvælaiðnað, vefjariðnað, skó- og fatagerð og framleiðslu á öðrum tilbúnum fatn- aði, trésmíði á verkstæði (innréttingar) og húsgagna- smíði, kemískan iðnað, málmsmíði, smíði og viðgerðir flutningatækja. Ekki reyndist kleift að ákv’eða útbreiðslu ákvæðis- vinnunnar með tölulegri nákvæmni Þó varð niður- staðan sú, að óvarlegt virtist að áætla heildarútbreiðslu ákvæðisvinnunnar í ofangreinduir greinum yfir 10— 15% af öllum starfsmannafjöldanurn. Hin tæknilegu skilyrði til frekari útbreiðslu reynd- ust góð, og ætti að vera auðvelt aö tvöfalda núverandi útbreiðslu, án þess að framleiðsluhættir setji henm alvai'legar skorður. Sú aukning er þjóðhagslega hagkvæm og æski- leg miðað við ríkjandi markmið í efnahagsmálum, þar sem hún leiðir bæði til lækkaðs framleiðslukostnaðar fyrirtækja og hærri raunverulegra tekna launþega Það, sem háir frekari útbreiðslu ákvæðisvinnutil- högunarinnar í dag og betri skiuan hennar á vinnu- stöðum, þar sem hún hefur þe.ga1 verið tekin upp, er kunnáttu- og öryggisleysi um alla framkvæmd hennar. Hagsmunasamtökin þurfa að nafa komið sér sam- an um skvrar og nákvæmar reglur um hegðun félags- manna sinna, þegar ákvæðisvinnu er komið í kring. Stefna ríldsvaldsins til eflingar ákvæðisvinnu þyrfti að miða að því, að tæknifræðsla ríkisins sjái um að mennta sérfræðinga í framkv’æmd á ákvæðisvinnu- kerfum og í almennri vinnuhagræðingu11. í frásögn Iðnaðarmála kemur það að öðru leyti ir am. að í fiskiðnaðinum er ákvæðisvinna aðallega við síldarsöltun og fiskþvott. Eftir að umrædd athugun var gerð, munu þó nokkur frystihús haía tekið upp tímaat- huguð ákvæðisvinnukerfi. í vefjariðnaðinum hefur á- kvæðisvinna rutt sér mest til rúms í gólfteppa- og dregla- gerð. Einnig nokkuð í hampiðju, netagerð og netaviðgerð- um. í ullariðnaðinum eru möguleika’’ ákvæðisvinnu taldir takmarkaðir vegna vélanotkunar, er ákveður hraða vinn- unnar. í skó- og fatagerð er ákvæðisvmna algeng, einkum í i'atagerð, enda auðvelt að koma henni við þar. í bygging- arstarfsemi er ákvæðisvinna orðið útbreidd, einkum hjá málurum, dúklagningarmönnum, múrurum, veggfóðrur- um og húsasmiðum. Yfirleitt virðist niðurstaðan sú, að ákvæðisvinna liki vel, þar sem hún hefur rutt sér til rúms, jafnt af laun- þegum og atvinnurekendum. Hins vegar er ljóst, að henni verður ekki komið á, nema með góðum undirbúningi og samkomulagi milli atvinnurekenda og starfsfólks. Þar svrandar viða á nægri leiðsögn sem eðlilegt væri að tíkisvaldið léti í té. Því máli þarf að gefa miklu meiri gaum en hingað til. Eshkol er snjall samningamaður Ólíklegt er þó, að hann fái Nasser tíl að semja við sig. MARGT bendir til þess, að Ben-Gurion hafi valið réttan tíma til að leggja niður völd og draga sig í hlé. Seinustu misserin hefur andstaða gegn honuim farið vaxandi, ekki sízt meðal yngri manna í flokki hans. Þeir hafa talið hann vera of ráðríkan og gera hlut yngri manna í flokknum of lítinn. Ferili hans hefði getað endað lí'kt og ferill Adenauers, sem hefur verið neyddur til þess að fara frá, ef hann hefði dregið ölilu lengur að gera það sjálf- viijugur. VaPð á eftirmanni Ben-Guri- on hefði vel getað leitt til átaika milli eldri og yngri manna í flokknum eða rnilli gömlu kyn- slóðarinnar, sem stóð að stofn- 1 un ísraelsríkis, og ungu kyn- slóðarinnar, sem hefur vaxið upp síðan, ef ekki hefði verið til maður, sem gat brúað biiið milli þessara kynslóða. Þessi rnaður var Levi Eshkol fjár- málaráðherra, sem nýlega hef- ur lokið myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Hann tilheyrir gömlu kynslóðinni, en hefur öðrum fremur unnið að því að vinna að framgangi hinna yngri manna. Báðar kynslóðirnar gátu þvi sætt sig við hann. Auk þess hefur hann það sér til ágætis' að vera talinn bezti pólitíski samningamaður í ísrael. Það er nauðsynlegur kostur, þar sem erfilt er að mynda meirihluta- stjórn. án samstarfs fjögurra Iflokka. Þótt jafnaðarmanna- flokkur Ben-Gurions og Eshk- ols, Mapai, sé stærstur, vantar talsvert á, að hann hafi meiri- hluta. Samningahæfni Eshkols má nokkuð marka á því, að í þing- kosningunum 1961 tapaði Mapai, og Ben-Gurion tókst ekki stjórnarmyndun fyrst á eftir. Hann gafst þvi upp og forsetinn fól Eshkol þá stjórn- armyndun. Eshkol tókst að mjmda stjórn eftir ellefu vikna þóf. en kom því síðan þannig fyrir, að Ben-Gurion tók þá LEVI ESHKOL aftur við stjórnartaumunum. Án þessarar milligöngu Eshkols hefði Ben-Gurion ekki orðið for sætisráðherra aftur. LEVI ESHKOL er eins og. Ben-Gurion fæddur í Úkraínu. Ilann fæddist í þorpi, sem er skammt frá Kiev, 10. október 1895. Hann fluttist til Palestínu 1913 og gekk nokkru síðar í Gyðingahersveitina, sem barð- ist með Bretum í fj'rri heims- styrjöldinni. Eftir stj'rjöldina varð hann fyrst landbúnaðar- verkamaður og tók þátt í stofn un fyrstu srmvinnubúsins í Palestínu. Síðar varð hann starfsmaður verkalýðssamtak- anna.ri tari Mapai-flokksins. og fulltrúi á ýmsurn alþjóðamót- um Gyðinga. Hann vann sér brátt mi'kið álit sem ötull starfs maður og mikill samningamað- ur. Um það leyti sem Hitler tók völdta í Þýzkalandi, var Eshkol staddur þar og var honurn þá falið það verkefni að fá þýzka Gyðinga til að flytja sem mest af fjármagni til Palestínu, m.a. á þann hátt, að kaupa landbún- aðarvélar í Þýzkalandi, senda þær síðan til Palestínu og fá andvirðig lagt í banka þar. Naz istar stöðvuðu þetta og viku Echkol úr landi. Hann tók síðan virkan þátt í skæruliðahreyf- ingu Gyðinga í Palestínu. Eftir að ísraelsriki var stofnað 1948, voru honum falin ýmis mikil- væg trúnaðarstörf, unz hann varð landbúnaðarráðherra 1951. Ári síðar varð hann fjánmála- ráðherra o.g hefur verið það samfleytt síðan. Honum hefúr jafnan gengið vel að fá fjárlaga frumvörp sín samiþykkt, þótt oft hafi ha-nn þurft að hækka skatta. Þegar deilur hafa risið hátt í ftókki hans eða milli stjórnarflokkanna, hefur jafn- an verið Ieitað til hans til sátta gerðar. Ben-Gurion hefur hins vegar aldrei verið góður sátta- semjari, því að til þess hefur hann verið of einráður. Það hef ur því verið mikilsvert fyrir hann að hafa eins góðan sátta- semjara við hlið sér og Eshkol. ESHKOL hefur lýst yfir því, að hann muni í öllrm meginat- riðum fylgja fram stefnu fyrir- rennara síns. Líklegt þykir þó, að hann muni ganga lengra til móts við Araba en Ben-Gurion, eins og sést á því, að hann hefur látið í ljós ósk um að geta rætt við Nasser. Vafasamt er, að hann fái þá ósk uppfyllta. Hann vill eins og Ben-Gurion bæta sambúðina við Þjóðv. og áréttaði það nj'lega á þann veg, að hann var gestgjafi Franz Josef Strauss, fvrrv. landvarna- ráðherra Vestur-Þýzkalands, er hann dvaldist í ísrael. Það heimboð sætti talsverðri gagn rýni i blöðum þar. Þeir Ben-Gurion og Eshkol hafa jafnan verið nánir vinir og samherjar, og mun Ben-Guri- on fremur hafa kosið hann eftir mann sinn en no'kkurn annan. Eshkol er ekkjumaður og býr einsamall, þótt hann eigi fjórar uppkomnar dætur. J?ví er yfirleitt snáð, að Eshk- ol verði ekki lengi forsætisráð- herra, heldur líti t hann á það sem hlutverk sitt að búa yngri menn undir það að taka við foru'stunni í ísrael. Þ. Þ. Sb Gott er að hafa tungur tvær Gengisbreytingin illræmda 1960 kom iUa við marga, en þó enga eins og námsmenn, sem hafið höfðu nám erlendis. Þetta var við- urkennt af öllum og reyndu vald- hafar og lagasmiðir að bæta úr með auknum námsstyrkjum og námslánum. Til enn frekari árétt- ingar var svo við setningu laga ucn tekjustofna sveitarfélaga 1962 sett ákvæði um að tekið skyldi tillit til námskostnaðar barna, yfir 16 ára aldri, við álagningu úsvara. Af þessu hvoru tveggja var gumað í ræðu og riti, þótt skammt vægi á móti auknum námskostnaði. En hvað segir hin tungan, fram- kvæmdirnar? Ég ætla að segja hér frá þætti skattayfirvalda í Reykja- vík og viðhorfum þeirra: Stúl'ka hefur nokkur undanfarin ar dvalið í fjarlægu landi við dýrt háskólanám, þar af tæplega tvö ár án þess að koma til íslands, þar sem ferðakostnaður er hár sökum fjarlægðar. í vor kom hún þó he:m í sumarleyfi og ætlaði að vera tæplega tvo mánuði Hún hef- ur ekki haft tækifæri 141 tekjuöfl- unar erlendis og hefur því ekki verið lagt á hana tekjuútsvar eða tekjus'kattur. Tryggingargjöld o.fl. var á hana lagt, en eins og með aðra, sem engar tekjur hafa og engar eignir, ber borgarsjóði að greiða þessi gjöld með endurkröfu rétti. Þennan endurkröfurétt heí'ur Reykjavíkuirbær ekki notað sér fyrr en þetta og s.l. ár. Nú fær stúlkan ekki að kaupa farseðil eða áritað vegabréf nema með leyfi Gjaldheimtunnar og var farið frám á það við hana, að endurkröfurétt- urinn yrði ekki notaður að sinni, eða þar til námi væri lokið. Gjald heimtustjóri vildi hins vegar ekki sinna öðru en fullri greiðslu eða að þriðji fullgildúr aðili tæki á sig greiðsluskylduna með ábyrgð. Nú eiga flestir nóg með sín eigin opinberu gjöld, þó að þeir taki ekki á sig að greiða gjöld annarra, og gæti því svo farið, ef þessi þriðji aðili fyndist ekki, að stúlkan kæmist ekki úr landi. En hvað þá með föður stúlkunnar, sem kostað hefur hana til náms utnfram náms lán og -styrki (um helmingur kostn aðar) ? Hann fær þetta væntanlega eins og annan sannanlegan kostnað dreginn frá útsvarsskyldum tekj- um. Nei, Þrátt fyrir að lagaákvæði gera ráð fyrir því. f lögum um tekjustofna sveitar félaga nr. 69/1962 stendur: „Lækka skal útsvör gjaldenda . . . þegar eftirtaldar ástæður eru fyrir hendi: . . . . c Uppeldis- og menningarkostnaður barna þeirra, sem eldri eru en 16 ára, sem þeir annast greiðslu á“. í samræmi við þetta taldi faðirinn fram þessi gjöld, og var ekki vefengt, að rétt væri, enda sannanlegt, en einung- is Va hluti var tekinn ttt greina, og við kæru tU ríkisskattanefndar var úrskurðað. að óbreytt skyldi standa, þar sem. „Ríkisskattanend lít'Ur svo á, áð það sé matsatrlði, hve mikið tillit er tekig UI upp- eldis- og tnenningarkostnaðar“ — M.ö.o. framtalsnefnd getur tekið jafnlítið tilltt til námskostnaðar barna og henni sýnist. Við álagn- ingu útsvars í vor notfærði hún sér svo þennan úrskurð þannig Fremhald á 13. sfðu. T í M I N N, föstudagurinn 12. júlí 1963. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.