Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Mig langar til að mlimwt vinar
mins Magnúsar Björnssonar, bónda
og fræðimanns á Syðra-Hóli, sem
andaðist 20. júlí s.l. þótt ég hefði
ekki tækifæri til þess á útfarar-
degt hans, vegna f jarveru minnar.
Magnús var landskunnur maður,
sem rHhóíundur og fræðimaður.
Þeir, sem minna þekktu tíl, munu
eí til vill ætla að þar hafi hlutur
ians legið allur, en því fór víðs
fjarri. Hann bar í sér eðli fræði-
mannsins, sem stutt var með-
íæddri vandvirkni og samvizku-
semi. Hann hafði þag gott vald á
íslenzku máli, að því er virtist
fjrirhafnarlaust, ' að telja má
hann þar í fremstu röð. En hann
var einnig dugandi bóndi, félags-
málamaður og að síðustu dreng-
skaparmaður og hvers manns hug-
'júfi.
Ætt Magnúsar skal ekki rakin
hér, en twnn var Húnvetningur í
báða liði. Sonur Björns Magnússon
ar bónda á Syðra-Hóli og konu
lians Mariu Ögmundsdóttur. Magn-
ús var bormn og barnfæddur að
Syðra-Hóli og ól þar allan aldur
íinn.
Um tvítugsaldur fór Magnús í
Gagnfræðaskólann á Akureyri og
lauk þaðan prófi, en fjárskortur
:nun hafa hamlað frekara námi.
Vafalaust hefur hugur Magnúsar
staðig til frekara náms hefði kost-
ur verið, því maðurinn var af-
bragðs námsmaður. Sem dæmi um
það hve vel honum nýttist þetta
stutta náin og hve létt honum var
vm að byggja þar ofan á með
sjálfsnámi, má nefna það, að hann
Jas sér til fulls gagns skáldrit á
öllum      norðurlandamálunum,
ensku og þýzku, og munu þó önn-
ur fög en tungumál hafa staðið
hjarta hans nær.
Magnús var ein þeirra manna
rem haldinn var „leshungri" fram
yíir miðjan aldur, svo að stappaði
nærri ástríðu. Hvenær sem komist
var í færi við nýja bók var hún
lerin. Með því stálminni, sem Magn
úsi var gtifið, varð því fróðleik-
ur hans einkum í sögu og þjóðleg-
um fræðum geysimikill. Minnug-
ui þess að mað'urinn lifir ekki
á einu saman brauði, jók Magnús
bókasafn sitt ár frá ári, jafnvel
þau árin, sem dilkurinn fór niður
í 8 eða 10 krónur. Bækur sínar
catt Magnús sjálfur inn og ann-
aðist þær meg snyrtimennsku og
handtaki hins sanna bókamanns.
Snemma hneigðist hugur Magn-
úsar að ættfræði og persónusögu
)g þeim fræðum helgaði hann nær
^Jlar tómstundir sínar. Hinn sagn-
íræðilega íamma um persónur
sínar va.idaði Magnús mjög með
ftarlegum samanburði á öllum fá-
anlegum heimildum. Þetta var þó
MINNING
Magnús Björnsson
aðeins önnur hliðin á ritmennsku
hans. Hin var sú að honum tókst
með innsæi og mannlýsingargáfu
að gera þessa beinagrind að lif-
andi holdi og blóði á sléttu, til-
gerðarlausu og fögru máli. í þess-
ari íþrótt >nunu fáir hafa staðið
Magnúsi a sporði.
Söguf élag Húnvetninga gaf á sín
um tíma ut nokkrar myndarlegar
bækur ritaðar af Húnvetningum.
Fjölluðu þær um persónusögu
ýmissa manna þar úr héraðinu.
Átti Magnús þar jafnan meira og
minna efni í hverri bók. Þá komu
og út bækur, sem hann ritaði einn:
Hrakhólar og höfuðból og Manna-
ferðir og fornar slóðir. Þá átti
hann og fjolmargar frásagnir og
þætti í olöðum og tímarHum um
langt skeiö. Ekki þykir mér ólík-
]egt að hann hafi átt nokkurt efni
óunnið, sem honum entist ekki ald
ur VI að vmna úr.
Eg furðaði mig á því hve bú-
skapur Magnúsar galt þess Utið',
hve ritstörfin áttu ríkan þátt í
buga hans, enda þótt ég vissi að
þar nyti hann aðstoðar sinnar
ágætu konu og barna eftir ag þau
komust upp Enda stunduðu hjón-
in búskapinn af hörkudugnaði,
komust vei af með sín sex börn
og voru í fremstu röð búenda sinn-
ar sveitar.
Þótt Magnús væri hlédrægur
maður og með' öllu frábitinn að
ola sér íram, komst hann ekki
hjá því að á nann hlóðust svo Ul
öll opinber störf, sem til falla í ís-
lenzkri sveit: Oddviti, hreppstjóri,
sýslunefndarmaður o. fl. Kom
hann því mikið við félagsmál Hún-
vetninga, naut þar óskoraðs trausts
manna, óáleitinn, sanngjarn, ráð-
hollur, samvinnuþýður en þó eng
mn veifisKati. Nærfellt tvo ára-
tugi, sem ég veitti forstöð'u Kaup-
félagi Skagstrendinga, var Magnús
endurskoðandi við félagið. Stund-
aði hann það starf af mikilli sam-
vizkusemi, sem og önnur, enda var
hann ákvcðinn og óskiptur sam-
vinnumaðar. Naut ég mikillar að-
stoðar Magnúsar í störfum mínum,
sem skylt et að minnast og þakka.
Emnig áttum við, um fimmtán
ára skeið, saman sæti í sýslunefnd
Syöra-Hóli
Austur-Húravatnssýslu, og er þar
sömu sögu að segja. Hann naut
þar trausts og virðingar, jafnt
þeirra sem voru á öndverðum meig
í skoðunum, sem , f lokksbræðra,
Þegar heiisa hans tok að bila hin
siðari áríii neytti hann fyrsta tæki
færis til ag losa sig við' flest eða
öll opinoer störf.
Magnús Björnsson var kvæntur
Jóhönnu Albertsdóttur, hinni ágæt
)stu dugnaðar- og ræktunarkonu.
Hafði hún mikig yndi af trjá og
biómarækt cg áttu þau slíkan garð,
sem hún annaðist af móðurlegri
umhyggju. Svo sem títt er á búum
félagsmálamanna, þar sem bónd-
inn þarf oír. að dveljast utan heim
ilis, hvíldi þungi búannanna meira
á húsmóðurinni en ella, en allt
virtist það i traustum höndum, þar
scm húsmóðirin var.
Magnús og Jóhanna áttu eftir-
talin sex oörn: 1) Hólmfríður. 2)
Jóhanna María 3) Björn. 4) Svein-
björn Albert. 5) Guðrún Ragn-
heiður. 3. Guðlaug Ásdís. Guðrún
Ragnheiður lézt á unglingsaldri
af afleiðingum slyss. Hin fimm
eru á lífi.
Magnús Björnsson hafði fyrir
nokkru látið búið í hendur sonar
síns Björns. Hugðu vinir hans gott
til þess að honum ynnist þá næði
til fræðistsrfa en enn um nokkurt
skeið. Af þvl gat þó því miður
ekki orðið. Heilsan brast, einkum
augun, sem þoldu litla sem enga
áreynslu. Mun það hafa orðið hon-
um sem öðrum vonbrigði.
Magnús var fæddur 30. júlí 1889,
en lézt ap Héraðshælinu að
Blönduósi 20. júlí s.l. og skorti
því fáa daga á 74. aldursárið.
Með fráfalli Magnúsar er mikið
skarð höggvið I raðir Húnvetninga,
en minningin lifir um sérstæðan
og merkan mann og góðan dreng.
Konu hans, börnum og öðrum
aístandendum votta ég og fjöl-
skylda mín dýpstu samúð.
Gunnar Grímsson
Hinn 27. júlí var gerS frá Höskul'ds
staðakirkju hinni nýju á Skagaströnd
útför Magnúsar Björnssonar, fræði-
manns og fyrrum bónda og hrepp-
stjóra á Syðra-Hóli að viðstöddu fjöl
menni, en hann andaðist í Héraðs-
hælinu á Blönduósi 20. sama mánað
ar. Magnús var fyrir löngu þjóðkunn
ur fyrir fræðimennsku og ritstörf
sín, og einn merkasti fræðimaður hér
á landi á þessari öld.
Magnús var fæddur að Syðra-Hóli
í Vindhælishreppi í Húnaþingi, 30.
júlí 1889, af góðum bændaættum.
Þar bjuggu foreldrar hans, Björn
Magnússon og María Ögmundsdóttir,
sem bæði áttu til margs gáfufólks
að telja. Björn var hálfbróðir Guð-
mhndar heitins Magnússonar prófess
ors. Magnús ólst upp í föðurgarði
við mikið ástríki foreldra sinna.og
þótti snemma bókhneigður og fróð-
lefksfús, en minna hneigður fyrir
erfiðisvinnu. Aflaði hann sér margs
konar fróðleiks af bókum og nam
af sjálfsdáðum dönsku og eitthvað
i þýzku. Studdi faðir hans hann
drengilega eftir megni í menntavið-
Iðnsýning í Ármúla
Magnús Þórarinsson, bóndi á
Halldórsstöðum í Laxárdal, er
réttnefndur faðir íslenzks ullar
VSnaðar í nýjum stíl. Hann
**>isti vísi að ullarverksmiðju
be»ma á Halldórsstöðum árið
lw<3 og lét bæjarlækinn knýja
vcisrnar. Upp af þeirri starf-
stíní icif Gefjun og aðrar ull-
arverksmiðjur.
Sú saga er sögð, að þegar
Magnús hafði virkjað lækinn til
ullariSnaðarins, kom í ljós að
vatn þraut svo á vetrum, ag til
st'órvandræða horfði, og var
ekki ljóst hveimig úr yrði bætt.
Þá fcom til Magnúsar maður
nokkur, sem í einu var sjálf-
lærður beimspekingur og sjálf-
lærður verkfræðingur, að
þeirra tima íslenzkum hætti.
Hann sparði Magnús hvort hon-
um væri þörf meira vatns í bæj
arlækinn Magnús kvað svo
vera. Þá spurði hinn hvort hann
ætti að færa honum það sem
á skorcl. Magnús tók því vel,
en þo':ci vandséð, hvernig svo
mætti verða. Hinn hugvitssami
gestur hafði þegar athugað all-
ar aðstæður. Vissi hann um læk
nokkurn í allmikilli fjarlægð,
sem og öðrum var kunnur, en
menn vissu ekki til, ag hæðar-
munar væri nægilegur, til þess
að koma honum saman vig læk
Magnúsar „Verkfræðingurinn"
samdi nú við Magnús um ákveð-
ið gjaid fyrir verkið og um á-
kveðinn dag, er því skyldi lok
ið, og tók svo til starfa. Stungu
spaða hafði hann einan vopna,
byrja5i að grafa og lét vatnið
„elta sig" alla leið heim að
Halldórsstöðum. Gætti hann
þess  iafnan,  að  hvergi  væri
meiri nalli á skurðinum en svo
sem minnst nægði fyrir hig dýr-
mæta iækjarvatn. Með því móti
tókst honum að bæta úr brýnni
þörf Magnúsar og með hugviti
sínu og æðrulausri iðjusemi að
sigrast a tæknilegum erfiðleik
um. Stóðu báðir vig ger^a samn
inga. Msður þessi hét Páll Jóa-
kimssjn
Þessa daga stendur yfir sýn
ing á verksmiðjuvarningi Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
og nokkurra kaupfélaga í glæsi-
legum húsakynnum Véladeild
¦ar Sambandsins við Ármúla í
Reykjavík. Er sýningin öll hin
fegursca og má þangað sækja
mikinn tróðleik og augnayndi.
Jafnframt bví, sem sýningin er
merkilegur vitnisburður um
íslenzKan iðnað yfirleitt, sýnir
hún vel hverju hlutverki sam-
vinnufélögin hafa að gegna í
því sambandi. Er trúlegt, að
Reykv'-kingar og nágrannar
þeirra sitji sig ekki úr færi með
að sjá og kynnast því, sem
þarna er til sýnis.
Samvinnumenn um land allt
mega vera brautryðjendum
samvinnuiðnaðarins harla þakk-
látir (>2 hafa ríka ástæðu til
gleðjast yfir þeirri þróun, sem
þar tófúi átt sér stað. Um leið
kemur manni í hug hin
skemmtilega saga um hugvits-
menmna tvo, Magnús á Hall-
dórsstóðum og Pál Jóakimsson.
Með samvinnu slíkra manna
tekst að leggja grundvöll að
merkilegum hlutum. Tækni-
kunnaua og nútíma vélar hafa
gert stórbyltingu á þeim veg-
um sem þeir gengu. En læk-
irnir ^'eu, sem voru gerðir að
einum, s\c ekki skorti orku til
að knýja vélarnar í fyrstu ull-
arverssmiðju landsins, eru tákn
rænir l':i< það, hvarju samvinn-
an hefm áorkað fyrir íslenzkan
iðnað.
P.H.J.
leitni hans og var það honum ómet-
anlegur  styrkur.
Þó Magnús væri «igi auðugur af
veraldlegum gæðum réðst hann í
það að ganga í Gagnfræðaskólann á
Akureyri og var þar tvo vetur 1908
—1910. Vann hann þá að mestu leyti
fyrir námskostnaði sínum á sumrin.
Hinn þriðja vetur gat hann eigi
sökum fjárskorts haldið námi áfram
f skólanum, en las utanskóla. Hugð-
ist hann að taka próf um vorið, en
sökum ísalaga komst hann eigi i
tæka tíð norður og þreytti þvi eigi
prófið. Mun honum hafa fallið það
þungt, en fékk þó eigi að gjört.
Hann var samt óþreytandi að auka
þekkingu sina með lestri góðra og
fróðl'egra bóka pg eignaðist snemma
talsvert af békum, sem hann bætti
við jafnt og þétt eftir því sem árin
liðu, svo að lokum átti hann hið
prýðilegasta bókasafn. Bækur sínar
batt hann sjálfur og gerði það vel,
en þá iðju mun hann hafa lært að
mestu af sjálfsdáðun. f skóla þótti
Magnús frábær námsmaður og naut
trausts og vináttu skólabræðra sinna
og kennara.
Við barnakennslu fékkst hann um
skeið í sveitinni og þótti sérstaklega
laginn og góður kennari. Á yngri
árum var hann einn af brautryðjend
um ungmennafélagshreyfingarinnar
og studdi hana með ráðum og dáð
æ síðan. Snemma voru honum faliii
ýmis trúnaðarstörf í sveit sinni. —
Hann var um 17 ára skeið hrepp-
stjóri í Vindhælishreppi og lengi
oddviti hreppsnefndar og sýslunefrid
armaður, auk fleiri trúnaðarstarfa,
sem hann gegndi fyrir sveit sína um
iengri og skemmri tíma. Hann var
lengi endurskoðandi reikninga Kaup
félags Skagstrendinga. Mun hann
hafa haft sérstaka ánægju af því
starfi, enda sannur samvinnumaður.
Öll þau störf, sem hér hafa verið
talin og önnur er hann hafði á hendi,
íeysti hann svo vel af hendi að það
varð eigi betur gjört og hlaut vin-
sældir og lof fyrir.
Magnús kvæntist vorið 1917 Jó-**
hönnu Albertsdóttur frá Neðstabæ
í Norðurárdal, ágætri konu. Hófu
þau það sama vor búskap á Syðra-
Hóli, hálfri jörðinni og síðar allri
jörðinni, er þau eignuðust smátt og
smátt. Jörð sína, sem ekki er stór
jörð, bætti hann mikið og var að
cllu hinn nýtasti bóndi þrátt fyrir
margs konar annríki opinberra
starfa. Naut hann þar ómetanlegrar
aðstoðar konu sinnar, sem er mesta
myndar- og dugnaðarkona. Voru þau
hjón jafnan samhent sem bezt mátti
vera. Á Syðra-Hóli er fagur trjá- og
blómagarður rétt hjá þar sem gamli
bærinn stóð þar til fyrir fáum árum,
og auk þess stórt svæði afgirt i hlíð
inni þar skammt frá. Eru þar margar
trjáplöntur sem stækka og þroskast
með ári hverju. Allt þetta eru verk
Jóhönnu og mun hún hafa haft sér-
staka ánægju af þessu starfi og
starfar enn að aukinni trjá- og blóma
iækt. Aldrei munu þau hjónin hafa
orðið efnuð sem kallað er, enda haft
ómegð þunga á tímabili, en þau hafa
jafnan haft notagott bú og komizt
vel af. Þeim hjónum varð 6 barna
auðið og eru 5 þeirra á l'ífi, en þau
eru: Hólmfriður, gift Kósberg G.
Snædal, rithöfundi á Akureyri. Eiga
þau 6 börn; María, gift Jóni Jóns-
syni, bifreiðarstjóra í Höfðakaupstað.
Eiga þau þrjú börn; Björn, bóndi á
Syfflra-Hóli, ókvæntur; Sveinbj&rn
Albert, fyrrverandi barnakennari, nú
verzlunarmaður á Blönduósi, kvænt
ur Ásgerði Gísladóttur. Barnlaus; —
Ásdís, gift Gunnlaugi Garðari Braga
syni, sjómanni á Akranesi. Eiga þau
tvö börn. — Sjötta barn þeirra hjóna
var stúlka, sem hét Guðrún Ragn-
heiður. Hún andaðist 13 ára gömul,
mesta efnisstúlka. Munu foreldrar
hennar og systkini hafa tregað hana
sárt æ síðan, en jafnan borið harm
sinn i hl'jóði. ÖIl eru börn Magnúsar
og barnabörn, myndarleg og vel gef
ín eins og þau eiga ættlr til.
Búskap hætti Magnús fyrir nokkr-
um árum og tók þá Björn sonur
hans við jörðinni og hefur búið þar
Framhald á  13.  slBu.
TÍMINN,  miövikudaginn  4.  september  1963
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16