Tíminn - 12.09.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.09.1963, Blaðsíða 8
V DIUONS - ÆTTARINNAR Eins og menn muna fannst hér iyrir nokkru erfðaskrá Dillons ]ávarðar og er hún nú komi.i i Dillonshús. Lárus Sig- urbjörnsson hefur látið fara fram nokkra rannsókn á ætt Dillons og afdrifum hennar og sem afleiðingu af því hefur hann fengið sent skjaldarmerki ættarinnar, sem nú hangir uppi í Dillonshúsi. Dillons-ættin kom frá Frakk- landi til Englands á 12. öld og heitir pá deLion, en er öðluð af konurgsvaldinu í Englandi á 16. b’d. Á tímum Cromwells er ættm flæmd úr landi, þar sem hún er kaþólsk og konungs sinnuð. Dillon 13., faðir þess er hingað kom átti þrjá sonu og er íslandsfarinn sá yngsti. Þeg- ar hann kemur hingað ber elzti bróðir hans aðalsnafnbót- ina og lítil líkindi til að hann öðlist hrna nokkurn tíma. Því er það eingöngu vegna þess, að hér gat hann ekki útvegað sér neina svaramenn, vegna trúar sinnar, sem dönsku yfir- völdin reita honum og mad- dömu Ottesen um giftingar- leyfi. Árið 1873 verður hann svo ið Dillon 16., og tekur þá upp þac gkjaldarmerki, sem ættin hafði haft í Frakklandi. Dóttir sú, er hann átti með maddömu Ottesen hét Henri- ette og giftist hún dönskum kaupmanni, er lézt gjaldþrota. Vitað e: til þess, að Henriette hafði samband vig föður sinn alla æv, og borgaði hann m.a. skuldir manns hennar. Sonur Henriette hét Pétur Arthur, og eftir lát móður sinnar, held- ur hann á fund afa síns, sem kostar hann í herskóla. Pétur gerðist svo liðsforingi í brezka hernum i Indlandi og síðan hef- ur ekki til hans spurzt. Þetta var í stómm dráttum það sem komið hefur á daginn við rann- sókn á afdrifum Dillons-ættar- innar, en ýmsar minjar henn ar geta menn nú séð í Dillons- húsi. Herdís Jakobsdóttir Fædd: 5. ágúst 1875. Dáln: 2. september 1963. í BYRJUN þessa mánaðar lézt hér í bænum Ilerdís Jakobsdóttir frá Húsavík, háöldruð kona. Þeir, sem voru í blóma lífsins, í byrjun þess- arar aldar hverfa nú hver af öðr- um, en skilja eftir minningarnar og sporin, sem þeir mörkuðu. Og við, sem njótum markvissrar sporgöngu aldamótakynslóðarinnar, stöldrum við á kveðjustund og rennum hug til baka. Við undrumst dugnað og bjartsýni þeirra, sem áttu þroska sinn í byrjun aldarinnar, þökkum þeim þá trú, sem þeir höfðu á landi og þjóð og þau verk, sem þeir skil- uðu. Konan, sem ég helga þessi fáu mlnningarorð, Herdís Jakobsdóttir, var roskin kona, þegar fundum okk Björk Ragnarsd. Gengin ertu af götu eftir göngu skamma leidd í ljósdýrð af leiðum þrauta elskuð af öllum af öllum saknað Ijós augna þeirra og iitfríðust björk Barstu þitt böl með blíðu og þrótti æðraðist ekki þó að syrti gafst hmurn eldri gott fordæmi ag s«o tekur æskan erfiðum kjörúm. Sofðu í guðs friði systirm unga unnusta og dóttir og einlæg vina rís upp að nýju með röðli eiUfum ódauðleg björk við árroða skin. G. Þ. E. ar bar fyrst saman í Kvenréttindafé lagi íslands. Þessi tígulega kona vakti strax athygli mína með vökul- um áhuga sínum, og ég dáðist að því, hve hún lagði sig fram um að fylgjast með umræðum um mál þó það kostaði hana oft ærna fyrirhöfn, þar sem hún var farin að tapa heyrn. Við hittumst síðar oft á heimilum systurbarna hennar tveggja, og meðan hún hafði heilsu entist henni áhugi til umræðu um framfara- og menningarmál, og miklu máli þótti henni það skipta, að konur létu ekki sitt eftir liggja, að vinna sem bezt, hverju því máli, sem tii heilla horfði. Saga Herdísar er löng og merk, en ekki kann ég að rekja hana nema að litlu leyti. Hún fæddist 5. ágúst 1875 að Grímsstöðum við Mývatn. Foreldrar hennar voru Petrína Kristín Pétursdóttir, frá Reykjahlíð og Jakob Hálfdánarson, sem þá var bóndi á Grímsstöðum, en seinna varð kaupfélagsstjóri á Húsavík. — Herdís fluttist á barnsaldri með for eldrum sínum til Húsavíkur og ólst þar upp. í samstarfi ,við föður sinn, hinn kunna sporgöngumann sam- vinnumanna, kynntist hún þeim fé- lagsanda, sem mótaði líf hennar og starf að verulegu leyti. Ung að ár- um tók hún þátt í stofnun Kvenfé- lags Húsavíkur og snemma tók hún og þátt í ýmiss konar félagsstarfi svo sem kórsöng, leiksýningum o. fl. Rúmlega tvítug fór Herdís til Kaupmannahafnar og dvaldi þar á- samt Aðalbjörgu systur sinni vetrar langt við nám. Lagði hún stund á ýmiss konar handavinnu, svo sem vefnað, útskurð, bastvinnu o. fl. — Fór hún þegar eftir heimkomuna að fást við kennslu í þeim greinum og kenndi á námskeiðum. Herdís giftist árið 1912 Birni Vig- fússyni, prests á Skinnastað Vigfús sonar, hann var söngkennari. Þau stofnuðu heimili á Húsavík, en þar bar fljótt skugga á. Húsbóndinn veiktist af berklum og varð að fara á sjúkrahús. Hann andaðist á Akur eyri snemma árs 1915. Herd:r> mjög mikið um fráfall manns síns, og sögðu kunnugir, að hin þrek mikla kona hafi um skeið verið nið urbrotin af harmi. Sjötugur í dag Sigurður Geirfinnsson hreppstjóri í dag er Sigurður Geirfinnsson hreppsstjóri á Landamóti í Ljósa- vatnshreppi sjötugur. Þannig líð- ur tíminn og við því verður víst ekkert sagt né gert, en maður á svolítið eriitt með ag átta sig á því, að Sigurður Geirfinnsson skuli nú gerast gamall. í barnsminni minu var hann ímynd lífsgleðinn ai og mér fannst hann alltaf vera í ætt við sunnanátt og sólfar, vor þýðu og leysingu. Mér er í fersku mmni, hvernig drungi hversdagsleikans hvarf á brott, hvar sem leið hans lá. Það var e:ns og líx'sgleðin sprytti upp í nonum tær og óblandin eins og kaldavermsl Aldrei var , svo drungalegt samkvæmi, ag Sigurði Geirfinnssvni tækist ekki að blása nnhverju.m lífsanda í það, enda var hann hrókur alls fagnaðar á hverju mannamóti. og bar margt 'il. Hann hafði flesta þá hæfileika ‘il að bera, sem til þurfti, ágæta söngrödd og leikarahæfileika, skemmtileg kímnigáfu, sem var merkilegn laus við þann leiða Herdís bjó stutt á Húsavík eftir lát manns síns. Aðalbjörg, systir hennar var nýflutt til Eyrarbakka, ásamt skylduliði sínu og flutti Her dís til hennar misseri síðar. Þegar Aðalbjörg flutti suður hefur hún ekki getað hugsað sér, að skilja syst ur sína eina eftir með hugarangur sitt. Sonur Aðalbjargar, 8 ára gam all var skilinn eftir hjá Herdísi, henni til félagsskapar, sumarlangt. Þau fluttu síðan suður næsta haust. Eftir það var Herdís á heimili Aðai bjargar á Eyrarbakka. Tók hún þátt í því heimili alla tíð og átti með því gleði þess og raunir. Jafnframt tók Herdís mikinn þátt í félagsmál um ferðaðist um og hélt námskeið í handavinnu. Árið 1928 var stofn að Samband sunnlenzkra kvenna. Frumkvæði að stofnun sambandsins áttu þær Haildóra Bjarnadóttir, rit stjóri og Herdís. Herdís var svo for maður sambandsins samfellt 20 ár og átti þar farsælt starf og fórn fúst. Hún var hvatamaður að stofnun Húsmæðraskóla Suðurlands og lengi í skólanefnd hans. Árið 1944 fluttu þær systur Her dís og Aðalbjörg til Reykjavfkur og áttu þær enn saman heimili um skeið. En árið 1957 missti Herdís heilsu og var sjúkl'ingur eftir það. Hún andaðist 2. september s. 1. Ég kynntist þrem dætrum Jakobs Háifdánarsonar, þeim Aðalbjörgu, Herdísi og Jakobínu, Þær eru nú allar horfnar af sjónarsviðinu, en lifa i minningunni sem þrjár sér stæðar og minnilegar persónur, en þó hugþekk systurleg eining, fulltrú ar dugmikillar kynslóðar, sem nú er öll, en skilaði góðum arfi. Valborg Bentsdóttir. Vilhjálmur frá Skáholti i. Er skáldið frá Skáholti kvaddi skuggi yfir bæinn leið. Og mér fanpst eitthvað svo andkalt og eyðileg strætin breið. í bárunnar eilífa óði /arð ómurinn tregasár. í blómanna bláu augum blikuðu d-iggartár. II. Ilann var barn þessa bæjar, feiik af h-ms draumi og þrá. Hann ólst npp í Austurstræti úti við sundin blá. Blæinn og blómailminn, brimgný jg stormsins hljóð. Daganna önn og yndi nann óf ; sín dýru ljóð. m. Harpan er þögul og hnípin. Því hönd:n er stirð og köld, strengina biítt sem bærði. En bak við hin dökku tjöld, r.ærra og skærar mun hljóma um himinsins bjárta svið 'iofsöngur skáldsins til lífsins er lýkst upp hið gullna hlið. Reinhardt Reinliardtsson Skugga, ag stinga eins og þyrni- bioddur þann, sem fyrir varð, enda var það aðalsmerki Sigurðar að leggja gott eitt til hvers máls, hver sem i hlut átti." Heimili hans 'ar mjög aðlaðandi, og þar naut hann ag konu sinnar, Klöru Guð- laugsdóttur Þar var tekið á móti öilum með opnum örmum, og þeim mun betur, sem gesturinn /ar lægra settur í þjóðfélaginu. En eftir því sem á ævina leið dró ský lyrir sólu. Ástvinamissir og veik- n.di hafa skyggt á, svo að hér sannast hið fornkveðna að dag skal að Kvöid’ lofa. Þessum fáu línum fylgja hug- heilar afmælisóskir og þakkir fyr- ír gamalt og gott. Til hreppstjórans í Ljósavatns- hreppi. Vist að hætti höfðingja hafa mæt.ti dagskrána. Tölur ætta uppruna, og svo þætti framkvæmda. Margar gióa minningar, manni fróa hugþekkar. Oít við hlogum áður þar, alltaf nógir brandarar. Jlan ég sól og sunnan vind, sveipa hói og fjalla tind, Ljartrar fjólu blika mynd, berja skjól við tæra lind. Þá kom vor og vaskir menn, v’ldu þora margt í senn. Þín eru sporin þarna enn, þu hefur skorað mörkin tvenn. 3yltast hrannir breytinga, blöskrar manm daglega, tímans aor,ir. óðfluga, áia sanoa töíuna. Margra samar. fórum för, fvlgdi tamin lukkan rör. Allt varð gaman, afrek snör, aldrei framin strákapör. Set ei fieira á framtalið, f nn þv.i meira vantalið. Fólks við fyru oflofið, ekki hey.'ist velþegið. Vilji þyngjast vegurinn, v ð bara syngjum góði minn. Heldur yngist hugurinn, bó heimurinr, spryngi rangsnúinn. Auðna, gengi. eins og ber óska ég icng: fylgi þér. Höpp, sem enginn nugsar sér, — hafðu drensur það trá mér. Höskuldur Einarsson T f M I N N, flmmtudagjnn 12. september 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.