Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.09.1963, Blaðsíða 9
Guðmundur J. Einarsson: FÁEIN ORP UM SPf RITISMA ÞAÐ er víst að bera í bakkafull- an lækinn, að fara nú að skrifa um spiritisma, eins og margar blaðagreinar hafa birzt um það cíni síðan um hátíðar s. 1. vetur, og eru enn að birtast. Það er held- ur ekki meining mín að bæta neitt við þann ,,fróðleik“, sem þar hef ur verið á borð borinn fyrir lesend ur blaðanna. Ég hef lesið flestar af þessum greinum, og satt að segja fundizt fátt um þær flestar. í okKar fámenna landi, eru undramargar stefnur í trúmálum, og er óþarfi að nafngreina þær. En flestar þenra virðast hafa horn 1 síðu spíritismans. En hvað er þá spíritismi? Hann er leit manna að þekkingu á því, hvað verður um manninn, þegar sál hans fer burtu úr jarðneska líkamanum. Annað og meira. er spiritisminn ekki. Sumir menn og konur, telja sig liafa fengið sannanir fyrir því að iátinn lifir, og meðal þeirra er ég sem telja það sannað. Ég get ekki hugsað mér, hvað það kemur Pétri og Páli við. hvað ég álít rétt í pessu efni. Ég tel mig ekki bund- rnn af jieinum kennisetningum,, þó ég hafi verig bæði skírður og íermdur i' evengaliskri lútherskri kirkju. Og ef ég ekki ræðst á skoð anir annarra í trúarefnum, áskil ég mér sama rétt fyrir mig. Kynni mi'n af spíritismanum eiju orðin noksuð löng. Ég var rúmlega tvítugur þ°gar ég byrjaði að kynna mér bæsur um það efni. Og það i-r bezt að ég segi þeim, sem þess ít línur kynni að lesa, af hverju ég fór að kynna mér spíritismann, sem þá (eins og nú) var af mörg- um kallaður „andatrú". Ég var þá s.’úklingui á mannmörgu heilsu- liæli. Þar var mikið rætt um trú- mál, og ég held að flestar stefnur í trúmálum sem kunnar voru hér á landi þá, hafi átt þar einhvern fulltrúa. Stofufélagi minn einn hét Ketill. Hann var ákaflega mikill aðdáandi hins svonefnda heima- frúboðs. En góður drengur var hann, og las í biblíunni sinni nótt og nýtan dag. Ég spurði hann eitt Aldarafmælis Skútustaðakirkju var minnzt sunnudaginn 18. ágúst 1963. Hafði sóknamefndin boðið til þess opinberlega. Hátíðin hófst með messu kl. 2 e.h. Gengu í kirkjuna allir prestar Suður-Þingeyjarprófasts dæmis 6 að tölu hempuklæddir. Séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrverandi prófastur þjónaði fyrir altari fyrir prédikun, en hana flutti sóknarprest urinn séra Örn Friðriksson. Eftir prédikun þjónaði prófasturinn, séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað fyrir altari. Fjöldi tólks var við messuna svo að sumt af því varð að dveljast í garðinum umhverfis kirkjuna. Veður var hið blíðasta og bezta, svo að neyðarlaust var að vera úti. Eftir messu bauð sóknarnefndin öllum til kaffidrykkju í Skjólbrekku — félagsheimili Mývatnssveitar. Var húsið þéttskipað borðum. Sóknar presturinn bauð fólkið velkomið og lýsti dagskrá. Var kirkjukór Skútu- staðasóknar skipað til sætis á leik- sviði, því að hann átti að syngja. Jónas Sigurgeirss, bóndi á Helluvaði, Guðmundur J. Einarsson sinni bæði f gamni og alvöru, á á hverja þeir tryðu nú „andatrú- armennirnir". Hann var fljótur til svars. „Þeir trúa á djöfulinn" sagði hann. „Á hvern trúa þá guðspek- mgar? spyr ég. Hann svarar: „Þeir trúa líka á djöfulinn“. Ég var nú að vísu ekki lærður maður °ð<i neitt í þá átt. En svona lagað gekk rú ekki í mig. Og þetta varð til þess, að ég fór að útvega mér allar þær bækur um spírit- isma, sem ég gat náð í og lesið, oæði á íslenzku og norðurlanda- málum. Lengra nær tungumála- kunnátta mín ekki. Mér fannst ég finna í sumum þessum ritum, berg- mál minnar eigin sálar. Og skiln- ingur mi.nn á Guði og tilverunni skýrðist mikið. Því satt að segja, hefði ég aldrei fengið það til að ríma reglulega vel saman við dóm- greind mína, það sem ég hafði lært í kverinu mínu um eiginleika Guðs, og kenningarnar um dauð- ann, dnmsdag og annað líf. Svo líða árin. ég get ekki sagt að ég, þrá*i fyrir mikinn lestur, væri sannfærðui um sannleiksgildi þess er ég las Það varð mér einungis nokkurs konar hálmsstrá f trúar- formaður sóknarnefndar flutti ágrip af sögu kirkjunnar sem var reist úr timbri á árunum 1861—1864 (tekin til notkunar 1863). Hafði hún sam- kvæmt reikningi frá 1865 kostað 1800 ríkisdali og þótti mikið, enda var hún bæði stór og vönduð. Yfirsmið ur var Þórarinn Benjaminsson, síðar bóndi á Efrj-Hólum. Samkvæmt reikningum kirkjunnar hefur hún enga gagngera viðgerð hlotið fyrr en hún er máluð öll 1928 og múrhúðuð utan 1930. En árið 1962 var hún tekin til rækilegrar viðgerðar og margt í henni endurnýjað án þess að hún hafi á nokkurn hátt breytt útliti. Hafði sú viðgerð kostað 150 þús. kr. Höfðu kirkjunni af þvi til- efni borizt ýmsar peningagjafir. í lok ræðu sinnar lagði formaður fram forkunnarfagra Guðbrandsbiblíu sem kirkjunni er gefin af bræðrunum Steingrími, Þóri, Sigurði og Eggert Steinþórssonum frá Litluströnd til minningar um móður þeirra Sig- rúnu Jónsdóttur. Þá flutti Ólöf Ámadóttir frá Skútu stöðum ræðu. Minntist hún einkum efnum. En svo varð ég fyrir þungu áfalli, og þá fór ég að kynoa mér málið fra eigin reynslu. Ég fékk að vera á fhndum hjá góðum miðlum, fyrst hjá Guðrúnu frá Berjanesi, sem þá starfaði hjá Sálarrannsókn arfélagi íslands, undir leiðsögn hins ágæta manns, Einars H. Kvar ans. Síðaa hjá Láru Ágústsdó.ttur, og ísleifi Jónssyni o. fl. Ég taldi mig fá góðar sannanir fjrrir því að líf væri til eftir dauðann, og að hægt vær' að hafa samband við framliðna menn gegnum góða miðla. Svo hitti ég konu, sem varð mér mjög vandabundin, og hún reyndist vera gædd óvenjumiklum sálrænum hæfileikum. Hjá henni, eða gegnum hana, hef ég fengið það sem ég tel óyggjandi sannanir fyrir framhaldi lífsins á öðru sviði ulverunnar Þeir skipta því nokkr- um hund-ruðum þeir miðilsfundir, sem ég hef tekið þátt í sem áheyr- andi og srundum áhorfandi líka. Ég hef aidrei talið mig „sálar- rannsóknarmann", þó reynsla mín í þessum efnum sé sennilega ekki minni en margra sem svo vilja heita. Það eru nú liðin 27 ár síð'an ég fyrst hafði kynni persónulega af því sem gerist á miðilsfundum hundruð ósýnilegra gesta hafa tal- ?ð við mig, og sannað mér, að þeir væru þarna sjálfir viðstaddir. Ég hef engin orð til að lýsa þakklæti mínu við Guð, fyrir það sem ég hef fengið að sjá og heyra. Ég ætla mér ekki þá dul, að fara að svara þeim greinum. sem birzt hat'a ‘ dagblöðunum. Eg hef lesið flestar þeirra, og undrast stór loga hvað fólk, sem auðsjáanlega h.efur enga reynslu í þessum efn- um, getur verið dómsjúkt. Mér þykir leiðinlegt að verða að segja það, að greinar guðfræðiprófess- orsins um hjátrú og hindurvitni annarra þjóða koma þessu máli ekki nokkurn skapaðan hlut við. Lærdómur þessa góða manns, er smlfsagt mikili. En hafi hann enga reynslu, þekkingu af spíritisman- um, þá se ég ekki hvernig hann Framhald á 13. síðu tengsla ættar sinnar og tryggðar við Skútustaði og Skútustaðakirkju og afhentl kirkjunni að gjöf 24 altaris bikara frá 7 bömum séra Árna Jóns sonar frá Skútustöðum, en þau eru: Dýrleif, Þorbjörg, Gísli, Þóra, Ingi- leif, Gunnar og Ólöf, talin eftir aldri. Kirkjukórinn, sem Jónas Helgason fyrrverandi hreppstjóri hefur stjóm að og þjálfað milli 50 og 60 ár, söng nú þrjú lög. Þráinn Þórisson söng einsöng í einu þeirra: „Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll“. Hófust svo aftur ræðuhöld og tóku þá til máls séra Friðrik A. Friðriksson fyrrv. prófastur, sr. Sigurður Guðmundsson prófastur, séra Þórarinn Þórarinsson og fleiri. Á milli var almennur söng ur undir stjóm Jónasar Helgasonar Loks söng kirkjukórinn aftur við mikla hrifningu og varð að endur- taka lögin. Hátíð þessi fór hið bezta fram í blíðviðri og l'ýstu aðkomu- prestar þvf yfir að þeir hefðu aldrei séð Mývatnssveit í jafngóðu skyggni og litadýrð sem í dag. 18. ágúst 1963, Pétur Jónsson. 100 ára IngóBfur Davíðsson: Gróðurrabb - svipmyndir Laugarvatn er listastaður, löng um þangað fer ég glaður! Það er ágústsól og sumar, tjöld við skóg inn, buslað í l'eimum og vatninu. Strákar á harðaferð á vatnsbakk anum að leita að árum, en stelp ur bíða við bátinn. 'Nemendur Húsmiæðrakennaraskólans komn ir heim með gilda bagga af fjalla grösum ofan af Hveravöllum. Nú er reikað um mýrar, móa og skóg arhlíð í grasaferð, því að í haust skal skila til athugunar og álits a.m.k. 100 jurtategundum upp- Kmdum og vel frá gengnum. — Stúlkurnar eru í blómaskapi, ein segist hafa sannfrétt, að kennara skólanemendur séu varla hálf- drættingar í jurtasöfnun! Uppi í hamragili miklu er stanzað í þög- ulli andakt undir trúlofunarhrísl unni. Það er trú á henni eins og fleiri reyniviðarhrislum og má þar óska sér einnar óskar. — Heima bíður matjurtagarðurinn. Sérhver nemandi hefur sinn reit að annast. Ræktaðar eru helztu káltegundir, rófur, gulrætur, sal- at, spínat, steinselja og ýmsar kryddjurtir og blóm. Allt er snyrtilegt. Er þetta vel farið, því gnæfa skammt frá. Hafa margir bílar notað sér nýja vegarspott- ann til að njóta útsýnisins. En hafnaryfirvöldin á Dalvik eiga eftir að laga vegjaðrana, það er hroðalega frá þeim gengið, bæði ljótt og gæti valdið uppblæstri eins og það er. Verkstjórar ganga mjög misjafnlega frá vegunum eins og kunnugt er, sumir snyrti lega, en aðrir ekki. m. GEIRÞANG OG ÍGULL Fyrir alllöngu sagði Gunnar Jónsson, fyrrv. lögregluþjónn, mér frá örnafninu Getrþangstjörn í landareign Sauðhaga á Héraði, skammt frá Grimsárvirkjun. Til er geirlaukur, en ókunnugt er um nokkra jurt, sem heitir geir- þang. Nafnið er einkennilegt, sennilega kennt við geir, þ.e. spjót. f sumar sendi Ingibjörg Sigurðardóttir mér Jurtir úr Geirþangstjörn og reyndust þær vera grasnykra og síkjamari, báð ar algengar í tjörnum. Segja má, að blöð nykrunnar séu stundum lensulaga eða „geirlaga" og gæti geirþang verið fornt nafn í henni? Eitthvað mun oftar hafa í grasaferð aS Laugarvatnl 23.8. 1963. að öli kennara — og húsmæðra- efni þurfa að kunna skil á garð- yrkju. ÓLAFUR í ÓLAFSFJARÐAR- MÚLA. „Ólafur keipar ólinni, Ólafur gáðu að sólinni“ Enn sækja menn fast sjóinn á þessum slóðum. Nú er véladynur í Múlanum, jarðýtur ryðja þar fyrir vegi til Ólafsfjarðar. Dalvík vex hröðum skrefum. í hafnar- mannvirkin þarf grjót og meira grjót. Bátar hafa skriðið þögulir inn með bökkum Árskógsstrand- ar að sækja gott grjót í urðina. En Hauganesbúar þurfa líka grjót í sína höfn og stugguðu bátunum burt! Hafnaryfirvöldin dalvísku fundu þá góða grjótnámu í Ein- hamri á Hámundarstaðarhálsi í landi Háls. En grjótið þarf að flytja eftir endilöngum hálsinum í landi Hámundarstaða á Árskógs strönd, og var vegur lagður, án þess að landeiganda væri gert við vart. Útsýni er hið fegursta af Hámundarstaðahálsi, sér inn all an Eyjafjörð, fram Svarfaðardal, yfir Hrísey og Látraströnd og út á haf, en hin Jornu Sólarfjöll verið safnað af jurtum úr tjörn inni, en ekkl er mér kunnugt um, að neinar sjaldgæfar tegundir hafi fundizt þar. — Bjami Bjama son, fyrrv. skólastjóri á Laugar- vatni, segist hafa heyrt Eyfelling, staddan í Þorlákshöfn, nota nafn ið geirþang á einhverjum þara, en óvíst hvaða' tegund. Nafnið geirþang mun einnig þekkt við sjávarsíðuna í Borgarfirði og væri fróðlegt að fá meiri fregnir af 'þessu nafni. — Orðið ígull er kunnugt i ýmsum samsetningum t.d. ígulker, ígulstör, fgultjöm o.fl., „fgull vex á velli þeim", segir í gamalli vísu. En hvaða jurt er það? Bl'öndalsorðabók tel ur það sýkisgras, sem er eitur- jurt og heitir líka bjamarbrodd- ur. Ekki er sú jurt stingandi né snörp átöku. En það er finnungurinn eða firnungurinn (Narclus stricta), aftur á móti og hann er kallaður ígull sums staðar i ÓlafsfirðL — Firnungur vex í lautarkimum og brekkum, þar sem snjór liggur lengi. Hann er harður mjög og brakar í, þegar hann er sleginn. Lítt bítur fénaður hann á sumrin, en hann þótti dágott fóður. Tollir Framhald á 13. sfðu. T f M I N N, fimmtudaginn 26. september 1963. a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.