Alþýðublaðið - 12.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.04.1942, Blaðsíða 7
Stúmudagur 12. apríl 1942. ALÞVÐUBLAÐIÐ Aðalfundur Barnavinafé- lagsins ,Sumarg|öf‘ er í dag „Samargjiif44 hefir haft 2376 börn á vegum sínum síðan félagið byrjaði starfsemi sína. Móðir mín SIGURBJÖRG HANSDÓTTIR á Sauðhúsum á Eyrarbakka andaðist að heimili sínu aðfaranótt 7. þessa mánaðar. ( Jarðað verður á Eyrarbakka föstudaginn 17. apríl kl. 2 e. h„ Aðalsteinn Jónsson. Jarðarför bróður míns BJÖRGVINS PÁLSSONAR frá Hörgslandi á Síðu fer fram á morgun kl. 2 e. h. frá Frí- kirkjunni. Athöfninni í kirkjumli verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna Hannes Pálsson, Vesturgötu 30. TilkfODing m kol. Sökum vðntunar á inn- heimtnmönnum sjá kola~ verzlanirnar í Reykjvík sér ekki fært aö selja kol ððru* visi en gegn staðgreiðslu. fiLolamagn undir 25® kg. verður ekki keyrt heim til kaupenda, nema greiðsla hafi farið fram áður. Kaupendur að kolum yfir 250kg.eru vinsamlega beðn ir að hafa greiðslufé hand^ hært, svo tafir keyrslu* manna verði sem minsiar. Holaverzlanirnar i Reykjavík. jBærinn í dag. I Helgidagsiæknir er Úlfar Þórð- arson, Sólvallagötu 18, sími 4411. Næturlaaknir er Klristján Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836.. Næturvörður er í Iðunnar-Apó- teki. ÚTVARPIÐ 10.00 Morguntónleikar (plötur): (Óperan „Don Pasquale“ eftir Donizetti, 1. þáttur. 12.Í5—13.00 H.ádegisú'tvárp. 14.00 Messa í kapellu háskólans (séra Sig. Einarsson dós- ent). 15.00—16.30 Miðdegistónleikar (plötur): Óperan „Don Pas- quale,” eftir Donizetti, 2. og 3. þáttur. ; 18.30 Barnatími (séra J. Jónsson). 19.25 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Kodaly. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson): Sveinbjörn Sveinbjömsson: a) Roman- za. b) Vögguvísa. c) Mo- ment musical. d) Humor- eske. 20.35 TJpplestur úr Alþingisrím- » unum (Vilhj. Þ. Gíslason). 20.50 Takið undir! (Þjóðkórinn. Páll ísólfssonj. 21.40 Danslag kvöldsins og önn- ur danslög. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.p0 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR Nætuxlæknir er Theódór Skúla- son, Vsturvallagötu 6, sími 2621. Næturlæknir er í Iðunnar-Apó- teki. ÚTVARPIÐ 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 15.30 —16.00 Miðdegistónleikar. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukénnsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir! 20.30 Um daginn og veginn (Sig- urður Einarsson dósent). 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 21.00 Upplestur: Ný kvæði eftir Guðm. Friðjónsson. (Páll Steingrímsson ritstj.). 21.20 Útvarpshljómsveitin: ísölsk alþýðulög. Einsöngur (Pét- ur Jónsson óperusöngvari). a) Ámi Thorsteinsson: Vorgyðjan kemur. b) Sv. Sveinbjörjnsson: Sjalrettur. c) Sehubert: Álfakóngur- inn. d) Wagner: Vorsöngur úr óperunni „Valkyrjan“. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hið íslenzka prentarafélag. Framhaldsaðalfundur verður haldinn í dag kl. 2 í Alþýðuhús- inu. Fundarefni: Lagabreytingar og fjármál félagsins o. fl. erindi um blóðgjafir. Ungmennadeild Slysavarnafél, heldur fund kl. 10.30 f. h. í dag í Ingólfsstræti 4. Ýms skemti- atriði og fræðsluatriði fara fram á fundinum. Leiðrétting. í skrá í blaðinu í gær yfir börn, sem eiga að fermast í dag mis- prentaðist eitt nafnið. Átti að standa Hreiðar Holm, Bragagötu 26. Laugarnessprestakall. Messa kl. 2 í Laugarnesskólan- um. Bamaguðsþjónusta kl. 10. Aaðlfundur Barnavinafélagsins Sumargjöf er í dag kl. 3 í kaup þingssalnum. Guðsþjónusta verður í Háskólakaþellunni í dag kl. 2 e. h. Sigurður Einarsson dpsent flytur guðsþjónustuna. — Neskirkj qk<Jr aiyngur. Guðsþjcai- ustunni verður útvarpað. Barnavinafelagið SUMARGJÖF heldur aðalfund sinn kl. 3 í dag í Kaupþingssalnúm. Liggur fyrir fundinuni skýrsla fé- lagsstjórnarinnar um starf- semina á síðastliðnu ári. Samkvæmt *henni eru nu í félaginu 666 félagsmenn. 111 menn höfðu gengið í félagið á árinu. Félagið hefir mörg undan farin ár haldið sumardaginn fyrsta hátíðlegan og gert hann að degi barna|nna. Þann dag hefir félagið haft fjársöfnun til starfsemi sinnar, en í fyrra rami allur ágóði af starfsemi dagsins til Sumardvalarnefdar, en Sum- argjöf stjórnaði starfseminni eftir sem áður. Varð met í öllum fjársöfn- unarliðum þennan dag. Félagið rak ekki sumardvalarheimili hér í bænum í fyrra, en í þess stað stjórnaði það dvalarheim- ilum sumardvalarnefndar að Reykholti í Borgarfirði og að Hvanneyri. í skýrslu stjórnarinnar um heildarniðurstöður um starf- semi dvalarheimila félagsins segir m. a.: i Félagið starfrækti heimili nú í fyrsta sinn allt árið, eða 365 daga. “ Starfsemi félagsins skiptist þannig niður á árið: Janúar—apríl: Vistarheimili í Vesturborg. Dagheimili og leikskóli. Amtmst. 1. Maí—september: Vöggu- stofa 1 Vesturborg, ný stofnun. Maí—september: Stjórn og umsjón dvalarheimilanna að Hvanneyri og Reykholti, fyrir hönd Sumardvalarnefndar. Október—desember: Vistar- heimili í Vesturborg. Dag- heimili, leikskóli og vöggu- stofa í Tjarnarborg, Tjarnar- götu 33. Starfsdagar þessara stofnana urðu samtals 680. Á heimili félagsins komu alls 262 börn. Dvalardagar barnanna urðu alls 12.789. Þar af heyrðu 2109 dvalardagar til leikskól- anum. Reksturskostnaður heimil- anna varð alls kr. 42,076,61. Meðlög og skólagjöld greidd- ust samtals kr. 26.827,77. Auk þess uppbót bæjarsóðs vegna vöggustofu í Vestur- bórg, kr. 3.000,00. Reksturshalli heimilanna varð því alls kr. 12.248,84. Aðstandendur barnanna greiddu 63.76% af reksturs- kostnaði heimilanna. Heimilunum er hvorki reikn uð húsaleiga né kostnaður við nauðsynleg áhöld. Viðhald og umbætur fast- eignanna, ásamt opinberum gjöldum og fyrningum, nam alls kr. 13.613,20 á árinu. Viðbætur, viðhald og fyrn- ing áhalda námu hins vegar kr. 4314,96. Auk þess eru svo „ýmis útgjöld“ beint eða ó- beint varðandi rekstur heim- ilanna. „Brúttó-útgjöld allrar starf- semi félagsins árið 1941 urðu alls um 94 þúsund krónur. Þar af framlag til „Sumard'valar11 kr. 23.456,31. Árið 1941 er'4. árið, sem fé- lagið starfrækir dvalarheimili, 2. árið, sem það starfrækir sér- stakt vetrardagheimili, áður tvisvar með annarri starflemi í Vesturborg), 2. árið, sem það starfrækir leikskóla. Og þetta var fyrsta árið, sem félagið starfrækti sumardagheimili. En starfsemi þeirra féll nú niður, eins og áður er sagt. Frá því félagið hóf starfsemi sína og til ársloka 1941, höfðu 2376 börn verið á vegum þess, þar í ekki talin börnin að Hvanneyri og Reykholti.“ Og nú fer að líða að 23. ap- ríl, Sumardeginum fyrsta, Barnadeginum 1942. Skautahöllin Frh. af 2. síðu. vonir um. Margir iðka hina fögru og glæsilegu skautaíþrótt — en sjaldan er nú orðið hægt að fara á skauta í Reykjavík.“ — Hvað á Skautahöllin að verða stór? „Þótt ég hafi miki ðhugs- að um þetta mál, er allur und- irbúningur enn á byrjunarstigi. Ég sendi umsókn mína til bæjarráðs í janúar og svo hefir málið dregizt mjög; var ég jafnvel um tíma farinn að halda að ég myndi ekki fá byggingarleyfið. Eins og gefur að skilja, var ekkert hægt að gera, meðan svona stóð á. Nú fékk ég hins vegar í dag að vita um ákvörðun bæjarráðs og ég er mjög ánægður með lóðina. Ég hef í dag hafið nýj- an undirbúning. Það er enn ekki ákveðið, hve stór Skauta- höllin verður. Skautasalurinn sjálfur verður 40 sinnum 80 metrar, en auk hans verða vit- anlega ýms herbergi, áhorfenda pallar og fleira í húsinu.“ — Hvenær verður hægt að byrja á byggingunni? „Um það get ég ekkert sagt. Allt veltur á því, hvort ég fæ nægilegt byggingarefni. En vit- anlega reyni ég að flýta öllu, sem mest má verða. Helzt vildi ég að hægt væri að byrja þegar í vor.“ — Þetta verður dýrt hús? „Já, ég býst við að það kosti alltaf á 2. milljón króna.“ — Og hafið þér féð? „Ég býst við, að hlutafélag v.erði stofnað um fyrirtækið, en það stendur ekki á fénu, það er sama sem fengið.“ Alþýðublaðið hefir orðið þœs vart, að íþróttafélög í baénum hafa mikinn áhuga fyr- ir þessu máli ,og allir liljóta að óska þess, að Sigurjóni tak- ist að koma Skautahöllittni upp Árshátíð Eyfirðingafélagsins verður haldin næstkomandi þriðjudag í Oddfellowhúsinu og •hefst með borðhaldi kl. 7.30 Leikfélagið sýnir Gullna hliðið, eftir Davíð Stefánsson í kvöld kl. 8. Hefir það nú verið sýnt yfir fimmtíu sinnum og er aðsókn alltaf jafn- mikil. Frank Thorolfsson, ungur og ágætlega menntaður i..................—......... ... SKÁKÞINGIÐ Frh. af 2. síðu. Vann hann fjóra menn og gerði jafntefli við tvo. Hlaut hann því 5 vinninga af 6 möguleg- um. hið allra fyrsta, svo að ungir Reýkvíkingar geti farið þar á skauta árið um kring. Vitan- lega skapar Skautahöllin skil- yrði fyrir því, að hægt sé áð efna til ýmiskonar skautamóta hér í bænum. hlj ómfræðingur í Winnipeg, hefir verið ráðinn stjórnandi symfony- hljómsveitar háskólastúdenta f borginni. Stjórnaði hann hljóm- sveitinni í fyrsta skipti opinber- lega í janúar síðastliðnum, og fór það fram í aðal-söngsal Winnipeg- þorgar, sem er geysistórt og glæsi- legt samkomuhús. Sönglistardóm- endur dagblaðanna fóru mjög lof- samlegum orðum ‘ um túlkun Franks Thorolfssonar á viðfangs- efnum hans. En í Winnipeg er all- ströng gagnrýni á sönglist. Frank Thorolfsson er einnig tónskáld, og vekja lög hans vaxandi athygli. (Frá Þjóðræknisfélaginu.) Gunnar Erlendsson organisti í Winnipeg hefir tekið við stjóm íslenzka karlakórsins í Winnipeg í stað Ragnars H. Ragn- ars, sem fluttur er suður til Norð- ur-Dakota. — Gunnar er Borg- firðingur, en hefir dvalið lengi vestan hafs. Hann er organisti við Sambandskirkjuna í Winnipeg. — Karlakór íslendinga í Winnipeg hefir getið sér ágætan orðstír. (Frá Þjóðræknisfélaginu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.