Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. maí 1&42. ALÞYÐUBLAÐIÐ | Bærinn í dag. | Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavík- ur-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: „Frá yztu nesj- um,“ eftir Gils Guðmunds- son. (Höf. les). 20.55 Söngvar úr gamanleikjum með undirleik á gítar. (Nína Syeinsdóttir). 21.10 Upplestur: Kvæði (Jón Sigurðsson kennari). 21.25 Hljómplötur: fsl. söngvarar. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Sviptur ökuleyfi. Nýlega var maður dæmdur fyr- ir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Fekk hann tíu daga varð- hald og var sviptur ökuleyfi í 3 mánuði. Guiina hUðið verður sýnt í sextugasta sinn annað kvöld, og virðist aðsókn sízt fara minkandi. Iðnskólanum var sagt upp s.l. laugardag. í skólanum voru 310 nemendur og luku 66 iþeirra burtfararprófi. Nýr búnaðarráðunautur, sem fjallar um mjólkurfram- ieiðslu úti um sveitir landsins, — hefir verið ráðinn. Er það Sveinn Tryggvason, mjólkurbússtjóri. Reykjavíkurannáll h.f. sýnir revyuna Halló, Ameríka! í kvöld kl. 8. Gjafir til Barnavinufélagsins Sumargjafar. Leðuriðjan h.f. kr. 50. Kex- verksmiðjan Esja h.f. kr. 50. — Hampiðjan h.f. kr. 50. Kassagerð Reykjavíkur kr. 50. Timburverzl. Árna Jónsonar kr. 100. Hreinn hf. kr. 200. Nói h.f. kr. 200. Sirius hf. kr. 200. Dósaverksmiðjan hf. kr. 100. Tóbakseinkasala rikisins kr. 75. Geir Thorsteinsson kr. 1000. Hafsteinn Bergþórsson kr. 500. Eimskipafélag Reykjavikur h.f. kr. 250. Ásgarður hf. l^r. 100. Edda h.f., umboðs- og heildverzl. kr. 500. Gunnl. J. Fossberg kr. 100. H. Benediktsson & Co. kr. 300. Alliance h.f. kr. 100. Djúpa- yík hf. kr. 1000. liærar þakkir ísak Jónsson. Aðalfndnr Eoatt- spyrnndðmarafél' agsins. 3 maí var haldinn aðalfund- . ur Knattspyrnudómara- télagsins. Gunnar Akselson var mdurkosinn formaður. Meðstjórnendur voru kosnir: ólafur Jónsson, Þorsteinn Ein- trsson, Þráinn Sigurðsson., Bald- ir Möller. Til vara: Guðmund- rr Sigurðsson, Jón Þórðarson. I dómnefnd (til að reyna nýja lómara): Guðjón Einarsson, Jón 3ergsteinsson og Friðþjófur rhorsteinsson. Samþykkt var áskorun til iriáttspýrnufáðsins um að hald- ð verði uppi reglu á kappleikj- im á gamla íþróttavellinum, >ar sem 3. og 4. flokksleikirnir iru háðir. !„NCer það svart, maður“! Frnmsýning á nýrri revýu á mánudanskveUiiö. vka ALLT var á ferð og flugi á leiksviðinu í Iðnó, þegar tíðindamaður Alþýðublaðsins kom þangað í gær. Alfreð Andrésson söng gamanvísur, með mikilli tilfinningu, en Gunnar Bjarnason brunaði kóf- sveittur um leiksviðið nieð unga blómarós í eftirdragi. Tíðindamaðurinn snéri sér að þeim manninum ,sem hon- um fannst líklegastur til að vera höfundur nýju revýunn- ar, en það var Emil Thorodds- sen, enda gekkst hann við fað- erninu, þegar hann var kraf- inn sagna. Revýan heitir „Nú er það svart, maður!“ og er í fjórum þáttum og gerist í Reykjavík og nágrenni á vorum tímum. Fremur er þó reynt að sneiða hjá „ástandinu“, segir Emil, enda er nóg um þau efni talað annars staðar. Hins vegar er drepið á ýmis þau dægurmál, sem nú eru efst á baugi. í re- výunni er mikil sönglist, 14 gamansöngvar. Aðalpersónan er „bjargvætt- urin,“ þ. e. stórmennið, sem Rutherford spáði, að koma mundi fram um þessar mundir. Gunnar Bjarnason leikur hann. Dóttur þessa mikilmenn- is leikur Alda Möller, en konu hans, Emilía Jónasdóttir, frá Akureyri. Hún hefir oft leikið með Leikfélagi Akureyrar, en leikur í fyrsta sinn hér. Alíreð Andrésson leikur vísitölufræð- ing og Áróra Halldórsdóttir, skáldkonu norðan úr Þingeyj- arsýslu. Auk þess leika Lárus Ingólfsson, Jón Aðils, Inga Laxness, Vilhefm Norðfjörð, Sigríður Árnadóttir, Inga Þórð- ardóttir (kona Alíreðs Andrés- sonar, leikur í fyrsta sinn) og Hermann Guðmundsson. Margir sönvarnir eru smelln- ir. Hér er ein vísa úr vöggu- ljóði, sem persóna, sem Gróa heitir, syngur yfir óskabami sínu: „Sofðu, litli Nasa-Nasi, nóttin hnigin er, Nordal er á næsta grasi að nappa í skott á þér. Úti baula Þorgeirsboli og Blátúns illur Jón, mýgrútur áf málurum og Moggans litlu hjón. Vondir menn og viltir bolsar vilja flengja þig, Hjörvar skáld og Halldór Kiljan hefna fyrir sig. Grýlur skulu ei granda þér hjá Gróu, stúfurinn, aldrei skal hann Nordal ná í Nasa minn.“ Frumsýningin verður á mánudagskvöld. Fréttir frá Í.S.Í. N ÍLEGA hefir l. S. í. stað- fest met í 4+50 m. boð- sundi (bringusundi) á 2 mín. 27,7 sek. Sett af Sundfélaginu Ægi 26./3. 1942. * Æfifélagar í. S. í. hafa gerzt: Þorkell Sigurðsson, vélstjóri, og frú Anna Þ. Sigurðardóttir, Reykjavík. * Knattleikaráð Reykjavíkirr hefir verið skipað þessum mönnum: Gísli Ólafsson, form., og meðstjórnendur dr. Halldór Hansen frá G. í., Haukur Eyj- ólfsson frá T. og B. R., Georg Lúðvíksson frá K. R. og Brand- ur Brynjólfsson frá Víkingi. Staðfest hefir verið reglugerð fyrir Meistaramót Í.S.Í. í frjáls- um íþróttum fyrir fullorðna, reglugerð fyrir víðavangshlaup drengja, reglugerð fyrir drengja mót Ármanns í frjálsum íþrótt- um, reglugerð fyrir ýmis knatt spyrnumót og verðlaunagripi fyrir knattspyrnu. Sú aldurs- breyting á reglugerð um forseta- skjöldinn hefir verið gerð, að keppendur skuli vera 32 ára og eldri í stað 40 ára og eldri. Stjórn íþróttasambands ís- lands hefir staðfest eftirfarandi aldursákvæði fyrir hvers konar frjálsa íþróttakeppni drengia. Leikreglur í. S. í. bls. 50 (Drengjamót) Sérhver íþrótta- maður innan í. S. í. á rétt á því að fá að taka þátt í drengjamót um þannig, að sá drengur, sem ekki er orðinn 19 ára 31. marz, má keppa til 1. október sama ár, enda þótt hann verði 19 ára á því tímabili. Sama aldursákvæði gildir frá 1. október til 31. marz ár hvert. Þessi knattspyrnumót hafa verið ákveðin í Reykjavík á sumrinu: 3. fl. mót hefst 18. maí. 2. fl. mót hefst 26. maí. 1. fl. mót hefst 10. júní. Reykjavíkurmót (meistara- flokkur) hefst 6. ágúst. 4. fl. mót hefst 30. ágúst. Walterskeppnin hefst 6. sept. BÆNDAGLlMA ÁRMANNS. Frh. af 2. síðu. maðurinn með glímuskjálfta hér í bænum. í þessum glímu- mannahópi, sem kemur fram í kvöld, er margt afburða glímu- manna og glæsilegra kappa og ef að líkum Iætur, samanber skjaldargl. Ármanns í vetur, mun vissara að tryggja sér að- gang fyrripart dagsins. Jarðarför föðurbróður míns HJARTAR BJÖRNSSONAR frá Skálabrekku fer frain frá dómkirkjuimi fimmtudagiim þama 7. þ. m. kL 1%. Fyrir hönd vandamamia. Guðmundur Þorláksson. mmmm Jarðarför bróður míns og unnusta DAGBJARTS JÓNSSONAR kennara fer fram frá Ðómkirkjunni fimmtudaginn 7. maí kl. 3 e. h. Kveojuathöfn verður í Gagnfræðaskólanum Flensborg kl. 11 £. h. sama dag. Bjarni M. Jónsson, Margrét Jóhannesdóttir. Jarðarför konunnar minnar, í') KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Kópsvatni, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 6. n»»{ og hefst með húskveðju frá heimili okkar, Frakkast. 13, kl. 10 f. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í Fossvogskirkjugrði. Jónas Jónsson, frá Grjótheimi. UNGMENNAEFTIRLITIÐ. Frh. af 2. síðu. um verði sem áhrifaríkust svo að unglingarnir geti notið þar þroska og öðlazt þar sjálfsvirð- ingu og starfslöngun, en hvort- tveggja er meginskilyrði fyrir því að þetta björgunarstarf geti heppnazt. 'Unglingadómstóllinn hefir þegar dæmt í 6 málum og snerta þau ungar stúlkur á aldr- inum 14—20 ára. Er þegar farið að taka stúlkur inn á upptöku- heimilið. í þessari starfsemi-ríð- ur ekki minnst á því,* að sam- vinna sé sem allra bezt milli unglingaeftirlitsins og foreldra eða aðstandenda unglinganna. Og unglingaeftirlitið hefir orð- ið svo heppið að fá fyrir starfs- mann Ingimar Jóhannesson, sem foreldrarnir og unglingarn- ir geta áreiðanlega treyst fuii- Óttlnn viö innrás i íst- raliu Hossar upp é nj. Sir Thomas Blamey, hinn þekkti herforingi Ástralíu- manna, hefir bent á þessa hættu í ræðu, og sagði hann, að Japan- ir hefðu aukið mjög aðgerðir sínar í lofti, og beittu þeir stöð- ugt fleiri orrustuflugvélum yfir nýju Guineú og Norður- Ástralíu. Forth, hermálaráðherra Ást- ralíu, hefir haldið ræðu, þar sem hann ræddi hina miklu hpálp Bandaríkjamanna til handa Ástralíu. Sagði hann, að þessi hjálp væri nú orðin svo mikil. komlega. Vandamálin vegna ungra stúlkna á glapstigum hafa vaxið gífurlega í seinni tíð og hafa með hverjum mánuði orðið meira áhyggjuefni. Starfsemi sú, sem lýst er iiér að framan, er fyrsta skrefið í áttina til þess að leysa úr þessu j nýja þjóðfélagslega vandamáli. titsStnmenH Alplðnblaðsins át Hm land, eru beðnir að gera afgreiðslunni skii, fyrir f yrsta fjórðung ársins sem allra fyrst. Helgafell Undirritaður óskar að ger- ast áskrifandi að Helgafelli. Nafn: ........... Heimili ........ Sendum gegn póstkröfu um allt land. Látið mig pressa fatnað yðar Tek cinnig í kemiska hreinsun. Fatapressun P. W. Bierlng Smiðjustíg 12. Sími 4713. Þásanðlr vita að æfilöng gæfa fylgir hringunum frá SIGURÞÓR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.