Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1942, Blaðsíða 5
AOfÐUBtABW 1* mat 1942. Jte.' ílöwdíng. En ICraft- saa stærk og frodig. Wtt Haand der haxtdler, mandig, rask og modig. (Qskar Hansen: Til Stauning.). IDAG er til moldar borinn Thorvald Stauning, forsset- iaráðherra Dana. í Danmörku ríkir þjóðarsorg. MerkaSti og á- hrifaríkasti stjómmálamaður Jter í landi, og þó víðar væri leitað, er í valinn hniginn. Hann Jéil frá að morgni hins 3. maí s.1., en á herðum hans hvíldu, fram í andlátið, hin vandasöm- ustu og mikilvægustu skyldu- störf. Örlög dönsku þjóðarinn- ar, á erfiðustu og hættusömustu lÆmum, voru ekki hvað sizt geymd í styrkri hönd Staun- iogs. Það eru því engin undur, Þó kvíða kenni rheðal margra í Danmörku, er hans missti við. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessa afburða forystu- manns dönsku alþýðunnar að beiðni Alþýðublaðsins, með Mokkrum fátæklegum orðum. Mokkar aírlði"æ£i og stjérnmáía. Þegar leið á 19. öldina, tók al- þýðan í Danmörku að vakna til meðvítundar um það, að ekki dygoi lengur að sætta sig við þau bágbornu kjör, er hún átti við að búa. Frelsishreyfingar sunnan úr Evrópu og kenningar fyrstu frömuða jafnaðarstefn- ‘ annar, vöktu veikan andblæ þar í landi. Og árið 1871 er j af naðarmannaflokkurinn danski stofnaður. Hann er, eins og kunnugt má telja, langelzti Alþýðuflokkurinn á Norður- löndum. En brátt fór áhrifa hans að gæta, þó í litlum stíl væri í upphafi. En jarðvegurinn ■var plægður. Það var þörf .góora sáðmanna. Tveim árum eftir að danski stefAm jóh. stefánsson um Stauning, stj órnskðrunginn og alþýðuleiðtogann. jafnaðarmannaflokkurinn hóf göngu sína, eða 26. okt. 1873, fæddist í kvistherbergi í húsinu Holmens Kanal nr. 30 í Kaup- mannahöfn sveinninn Thorvald Stauning. Hann var sonur fá- tækra og heilsuveilla foreldra úr alþýðustétt. Hann hefir sjálfur í látlausri og stílhreinni grein í Almanaki a'iþýðu (Ar- bejdemes Almanak) árið 1932 lýst bernsku sinni og uppvaxt- arárum. Verður það án efa ekki betur gert af öðrum. Fer því hér á eftir örlítill kafli úr þess- um endurminningum Staun- ings: „I gömlu Kaupmannahöfn var inngangurinn eldhússmegin í litlu áliti. Hann var venjulega á bakhlið húsanna, út að dimm- um og þröngum húsagarði. Eld- hússinngangurinn var þröngur og oftast lítið til hans vandað, til þess að auka ekki kostnaðar- verð húsanna meira en brýna nauðsyn bar til. Hann var dirnmur, og á myrkum vetrar kvöldum stóð eldhússtúlkum geigin- af honum. Það hafa orð- ið örlög mín að koma í þennan heim um innganginn eldhúss- megin, og þó að lífskjör ein- staks manns hafi ekki mikil á- hrif á þjóðfélagsþróunina, þá hefir þó endurminningin um þessa bernsku mína haft áhrif á líf mitt og starf. Á fleiri en einn hátt hófst æfi mín við innganginn eldhúss- megin. í gömlu hefðarmanna- húsunum voru oft kvisther- bergi, sem leigð voru út til fá- Þessi mynd var tekin af Stauning pm borð í skipi hans við hafn- arbakkann í Reykjavík sumarið 1936, þegar hann kom hingað í þriðja og næstsíðasta sinn. Við hlið hans á myndinni er Alsing Andersen, núverandi formaður danska Alþýðuflokksins. Frá æsku- og ungdómsárum Staunings: jBÉsta myndin sýnir hann 4 ára, næsta 12 ára, þá kemur mynd af fioreldrum hans, og neðst mynd að Stauning, þegar hann var víiullagerðarmaður. Neðst í hominu sést hásið við Holmens Kanal í Kaupmannahöfn þar, sem Stauning fasddist. tæks fólks, og þá var inngang- urinn alltaf eldhússmegin. For- eldrar mínir bjuggu í einni slikri íbúð. Og þegar ég varð nægilega stór til þess að vinna, gerðist ég sendisveinn. Á þenn- an hátt fékk ég einnig kynni af innganginum eldhússmegin, þar sem ég kom með vörusendingar og skilaði þeim af mér í eldhús- inu. Bernskuaugu mín opnuð- ust þegar fyrir köldum stað- reyndum hins hversdagslega lífs, sem laust er við fagra drauma og hillingar.“ Stauning heldur áfram end- urminningunum frá bernsku- dögunum. Hann lýsir hinni ó- fullkomnu og erfiðu bama- skólagöngu sinni, og marghátt- uðum sendisveinsstörfum. Hann segir frá því, að um ferm- ingu hafi hann byrjað á járn- smíðanámi, en orðið að hætta vegna heilsnleysis og illrar að- búðar og þá byrjað á störfum í tóbaksiðnaði. Hann minnist á- huga foreldra sinna á stjórn- málum, og þess að hann sótti stjórnmálafundi með þeim. Sér- staklega man hann eftir verk- falli járniðnaðarmanna árið 1885, þá 12 ára að aldri. Og hann tók sér þá þegar í bemsku stöðui við hlið hinnar kúguðu stéttar. 16 ára að aldri innrit- aðist han,n í jafnaðarmanna- flokkinn, og var því félagi í honum í 53 ár. Hann tók þegar í upphafi virkan þátt í verkalýðsfélagi stéttar sinnar, og 22 ára að aldri var hann kjörinn formaður fé- lagsins. Alþýðufélögin urðu þannig æskuheimili hans, og á kvöldin að vinnu lokinni las hann fræðibækur um jafnaðar- stefnuna, allar þær, er hann til náði og út voru gefnar á dönsku. Þannig hóf Stauning þegar í æsku störf í dönsku alþýðu- hreyfingunni. Þau störf stund- aði hann, eins og öll önnur síð- an, með stakri samvizkusemi og trúnaði. Og þegar saman fóru góðar gáfur og dugnaður, varð það næsta eðlilegt að eftir hon- um yrði tekið og hann ynni sér traust félaga sinna og flokks- bræðra. Sú varð og raunin á. Aðeins 25 ára gamall var hann, árið 1898, kjörinn í stjórn danska Alþýðuflokksíns. Hann annað- ist þar gj aldkerastörf og bréfa- viðskipti, og varð brátt mikils metinn af þáverandi formanni flokksins, P. Knudsen. Fram að árinu 1901 sat að völdum íhaldsstjórn í Dan- mörku, er barðist gegn flestum umbótum. En þá tók við vinstri flokkurinn, er þá var á margan hátt frjálslyndur. Jafnaðar- mönnum tók þá að vaxa fiskur um hrygg. Þeir höfðu menn víða í kjöri við ríkisþingskosn- ingar. Stauning var tvisvar í framboði fyrir flokk sinn, en féll. í þriðja sinn, árið 1906, náði hann kosningu. Eftir það sat hann á þingi til dauðadags. Árið 1910 dó hinn gamli og vel metni formaður danska Al- þýðuflokksins, P. Knudsen. Hann hafði sjálfur áður bent á Stauning sem eftirmann sinn, Hann var og til þess kjörinn í einu hljóði. Upp frá þeirri stundu tók hann við höfuðfor- ystu flokks síns, utan þings og innan. Flokkuriim óx nú hröðum skrefum undir forystu Staun- ings, er brátt vann sér hið bezta álit. Og árið 1913 var Stauning í fyrsta sinn boðið að mýnda rikisstjóm. Iiann afþakkaði, en studdi í stað þess stjóm rót- tseka flokksins. Stríðið skall á 1914. Stjóm róttæka flokksins fór áfram með völd. Árið 1916 var mynd- uð eins konar þjóðstjóm. Stauning fékk þar sæti sem fulltrúi flokks síns, fyrst án sérstakrar stjórnardeildar, en síðar var stofnað félagsmála- ráðuneyti og varð Stauning fyxsti félagsmálaráðherra í Danmörku. í þessari stjóm sat hann þar til árið 1920, er kon- ungur svifti þessa stjórn völd- um á sögulegan hátt. Alþýðuflokkurinn danski var nú um skeið í stjómarandstöðu, og óx flokkurinn nú ört, sér- staklega eftir að réttlátri kjör- dæmaskipun hafði verið komið á. Við kosningarnar 1924 fékk Alþýðuflokkurinn danski 55 þingsæti af 150, og hafði meiri- hluta með róttæka flokknum. Myndaði Stauning þá fyrstu jafnaðarmannastjóm í Dan- mörkuð með stuðningi róttæka flokksins. Sat sú stjórn að völd- um í rúm 2 ár og kom mörgum umbótum til leiðar. En þegar fjárhagskreppan óx, þurfti að gera róttækari ráðstafanir. f- haldsöflin sameinuðust á móti stjórninní, og hún féll. Vinstrimenn, undir forystu Madsen-Mygdal, mynduðu þá stjórn. Var þá flokkur þessi orð- inn íhaldssamur bændaflokkur, sem ekki sá nein önnur ráð til viðreisnar en lækkun launa og niðurskurð á fjárveitingum til alþýðutrygginga. Jafnaðar- mannaflokkurinn, með Staun- ing í broddi fylkingar, hóf þá hina hörðustu andstöðu, og kom þá vel í ljós hve dugmikill og úrræðagóður stjómarandstæð- ingur Stauning var, og vakti hann brátt öldu meðal launa- stétta landsins gegn stefnu stjórnarinnar. Þegar niður- skurðarfjárlögin voru rædd á ríkisþinginu 1929, lýsti stuðn- ingsflokkur stjórnarinnar, í haldsflokkurinn, yfir því að hann myndi ekki greiða at- kvæði við endanlega afgreiðslu fjárlaganna. Hið sama gerði róttæki flokkurinn. Stauning sagði ekki neitt um afstöðu flokks síns. En þegar til at- kvæðagreiðslunnar kom, greiddu vinstrimenh einir at- kvæði með, en jafnaðarmemi allir á móti, og þá féllu fjárlög- in. Stjórnin rauf tafarlaust þingið. Við kosningarnar töp- pðú vinstrimenn verulega, en jafnaðarmenn unnu á. Staun- ing myndaði stjóm að nýju, með þáttöku róttæka flokks- ins. Upp frá þeirri stundu og til dauðadags var Stauning for- sætisráðherra í Danmörku, eða tæp 13 ár samfleytt, og hafði hann þá verið forsætisráðherra í samtals tæp 16 ár, auk þeirra 4 ára, er hann sa.t í stjórn áður. Gegndi hann því ráðherrastörf- um samtais um 20 ár í Dan- mörku, og ér það algert eins- dæmi. Það ræður að líkum, að Stauning hafi á stjómarárum sínum haft við mörg vandasöm viðfangsefni að glíma. En öll sín störf innti hann af höndum bæði með einstökum skörungs- Fih. á 6. síðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.