Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 8
Wide World-Fc«lur*» As TONI £D6£S UP, SCORCHy, HIDPEN gy th6 tr’ailer.ueaps recwi the fenper. OF THE CAR. r?^-~Trp~7— i nice GOING <IP.' / Atmrs ' po UK5 THE 6AME OFCAT ANP . MOUSE.' y ALÞfOUBLAIHO Fimmtudagrur 30. júlí 1942. — Hvenœr stakkst þú upp á því? Þá hefði ég orðið ánægð. Ég læt mér nægja molana, sem falla af borðum þínum. En slíkt dettur þér aldrei í hug. í>ú ert svo eigingjam. — Svona, svona, Berta, sagði hann skapgóður. — Svona á- sökun hefi ég aldrei íengið fyrr. Ég hefi aldrei fengið orð fyrir að vera eigingjarn. — Onei, það halda allir, að þú sért svo yndislegur. Fólk heldur það af því, að þú ert kátur og jafnlyndur, og af því að þú ert kumpónlegur við alla. Ef menn þekktu þig eins vel og ég geri mundi það sjá, að þetta er bara af því, að þér er sama um þá. Þú umgengst fólk eins og það væri virktavinir þínir, en óðara og maðurinn er farinn frá þér, ertu búinn að stein- gleyma honum. Og það, sem verst er, þér er sama um mig eins og alla aðra. — Æ, vertu nú ekki að þessu, ég held ég sé nú ekki svona bölvaður eins og þú segir. —- Ég man ekki til þess, að þú hafir nokkru sinni fómað þér hið minnsta til að gera mér til geðs. — Þú getur ekki búizt við því, að ég geri það, sem mér finnst óskynsamlegt, — Ef þú elskaðir mig, mund- ir þú ekki spyrja um, hvort það, sem ég bið þig um sé skyn- samlegt eða ekki. Ég hugsaði ekki um neina skynsemi þegar ég giftist þér. Eðvarð svaraði ekki, og það jók gremju Bertu um allan helming. Kvn þeytti til blóm- unum, sem hun var að láta á borðið. Eðvarð gekk til dyra eftir stutta þögn. — Hvert ertu að fara? spurði hún. — Úr því að þú vilt ekki koma í tennis, ætla ég að fara einn og æfa mig svolítið. — Því sendrrðu ekki eftir ungfrú Glover til þess að leika tennis með þér? Nú datt honum skyndilega dálítið í hug, og honum fannst það svo fjari: öllu lagi, að hann hló að því: — Þú ert þó ekki afbrýöisöm við hana, Berta? — Ég! sagði Berta með fyr- irlitningu, en skipti svo um skoðun. — Þú viidir heldur hafa hana með þér í tennis en mig. Hann kom sér hjá því að svara ákærunni beint: — Líttu á hana og líttu á sjálfa þig. Finnst þér líklegt, að ég taki hana fram yfir þig? — Þú ert nógu heimskur til þess. Þessi orð hrukku af vörum Bertu áður en hún vissi af og þau urðu hranalegri vegna þess hve ónotalega þau vcru. sögð. Hún skelfdist við orð sjálfrar sín, hún fölnaði og leit á hús- bónda sinn. — Ó, ég ætlaði ekki að segja þetta, Eddi. Hún var hrædd um, að bún hefði sært hann djúpt, og vildi hafa gefið mikið til þess, að þau hefðu verið ósögð Var hann reiður? Eðvarð blaðaði í. bók og sagði ekkert. Hún gekk til hans hljóðlega. — Móðgaði ég þig, Eddi? Ég ætlaði ekki að segja þetta. Hún tók utan um handlegg- inn á honum, hann svaraði enn engu. — Vertu ekki reiður við mig, stamaði hún, og svo bilaði hún og grúfði andlitið að brjósti hans. — Mér var ekki alvara. Ég bara missti stjóm á mér. Ég bara skil ekki hvers vegna þú lítillækkaðir mig svona um daginn. Ég hefi alltaf verið að hugsa um það, varla getað sof- ið á nóttunni. Kysstu mig! Hann sneri andlitinu frá henni, en hún vildi ekki sleppa honum og loks gat hún komið kossi á varir hans. — Segðu, að þú sért ekkert reiður við mig. — Ég er ekki reiður við þig, sagði hann og brosti. — Ó, ég elska þig svo heitt, Eddi, sagði hún lágt. — Meira en nokkru sinni fyrr. Ég er með barni. Þegar hún sá undrunina á andliti hans, bætti hún við: — Ég var ekki viss um það fyrr en í dag. Ó, Eddi, ég er svo glöð. Ég held, að þetta geri mig alsæla. KÝJA BIÓ liyens’iörQBgeriÐO |(The Lady from Cheyenne) |Skemmtileg og spenna: ameríksk stónnynd. ÍAðalhlutverkin leika: Lorette Young Robert Preston Edward Amold Gladys George Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Ég er glaður líka, svaraði hann. — En þú verður að vera góð- ur við mig, Eddi, og hirða ekki um þótt ég sé geðstirð og óþol- inmóð. Þú veizt, að ég get ekki að því gert, en mér leiðist það alltaf á eftir. Hann kyssti hana eins hlý- lega og honum var unnt og Berta öðlaðist frið í hrellda sál sína. QAMLA Bið BS viutýri í Argentinu Ameríksk dans- og söng- mynd. Maureen O’Hara James Ellison Aukmynd: STRÍÐSFRÉTTAMYND Sýnd ki. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3V>—6V>. (Lady Scharface). Dennis O’Keefe Judith Anáerson. Bönnuð fyrir börn irman 12 ára. * Berta ætlaði að halda þess- um tíðindum leýndum í lengstu lög, það fróaði henni og var henni vörn gegn þeim áhyggj- um og grun, sem sótti á hana. Henni var það mikil gleði, að vera nú orðin bamshafandi. Hún gat ekki sætt sig við þá staðreynd, sem hún var nú far- in að grilla í, að kaldlyndi Eð- varðs gæti ekki fullnægt brenn- T@FBAMOMi!WlR borðar til dæmis F, E, I, T, U, R, þá ferð þú allt í einu að fitna. Ef þú borðar 0,R,M,U,R, þá breytist þú í orm, og svo fram- vegis. Ég veit ekki, hvaða stafi þú hefir borðað, en það liggur í augum uppi, að það eru mol- arnir, sem valdir eru að þessum töirum.“ „Hann bcrðaði fyrst H, svo Æ, svo N og síðast A,“ sagði Hanna. „Ó, hamingjan góða, það verður HÆNA, þegar kveð- ið er að því! Hann er að breyt- ast í hænu!“ „Já, það er ekki um að vill- ast,“ sagði álfurinn og leit rann- sakandi augum á Halla. „Þetta eru hænufjaðrir á höndum hans og fótum. Svo fær hann bráð- um rauðan kamb á höfuðið og fjaðrabrúsk á ennið. Svo kem- ur á hann fuglsnef og handlegg- irnir verða að vængjum. Svo. .“ „Hættu!“ hrópaði Hanna með grátstafinn í kverkunum. „Ég vil ekki, að hann breytist í hænu ILosaðu hann undan þess- um töfrum hið bráðasta!" „En, litla vina mín, ég get það því miður ekki,“ sagði sæl- gætissálinn og var hinn ólík- indalegasti. „Þetta eru ákaflega kröftugir töfrar. Ég sagði ykk- ur, að þetta væri ekki hvers- dagslegur brjóstsykur, eins og þið munið sjálfsagt. Ef þið haf- ið ekki skilið, hvað ég var að fara, þá hefðuð þið átt að biðja mig nánari skýringa. Svo hefð- uð þið alveg eins getað borðað önnur orð, drengurinn t. d. RÍKUR, GÓÐUR eða STERK- UR og stúlkan RÍK, GÓÐ, STERK. Þá hefðuð þið orðið það, sem í þessum orðum felst. En í þess stað var drengurinn svo heimskur að borða HÆNA! „Jæja, en hvað eigum við að taka til bragðs? Halli má ekki halda áfram að breytast í hænu. Einhver verður að koma í veg fyrir það.“ ■C KÚLI jógeti MAGNÚSSON var af rnörgum talinn jor- spár. Jón prófastur Steingríms- son segir m. a. svo um hann: yjEitt sinn er ég að Ökrum kom, var sýslumaður, þá jóveti orðinn, mifcið beskenktur af b mnivíni, að sýnast rnátti ei góC ráðdeild í öllu. . .. Lætur hann mig sitja hjá sér langt fram á nótt, er að drekka sjálf- ur og kenna mér ýmsar lífs- reglur. Rótfestust sumar, en sumar ekki, þar ég þenkti þær kyr nu vera nokkum part af brennivínsrugli, en það var þó ei svo að öllu leyti. Hann sagði ég skyldi aldrei áreita aðra að fyrra bragði, meðan ei kostaði stórt tjón, æru eður velferð, ei vera uppstökkur, hvað sem ég heyrði um mig talað, nema þá ég væri opinberlega einhverju vondu borinn, þá skyldi ég verja mig sem ég kynni, en vera þó seint og stillt farandi að þv'í. Ég skyldi aldrei kaupa tóbak né brennivín til að selja það; ég skyldi taka stórar gætur á slysförum fóta minna. Hafði ég þá tvisvar slasað mig á þeim, og þrisvar hefir mér það síðan tilfallið, svo eitt sinn er hann sá mig háltan við staf ganga suður í Reykjavík svaraði hann: „Manstu ei til þess, er ég ráð- lagði þér eitt sinn forðun~?“ hverju ég játaði, og mátti þá sjá með forundran framsýni hans, minni og ráð, að þau voru djúpsærari en ég hafði þenkt.“ * VANDSÉN er hverjum annars sæla. 'Jé *JÍ A’ SIGMUNDUR PÁLSSON héi verzlunarstj. á Hofsós. . „Þar verzlaði Hjálmar, og varð Sigmundur góður vinur hans. Er þess getið um Sigmund, að hann var svo góðsamur að lána þeim, sem bágt áttu, að eigend- um verzlunarinnar þótti um of og víku honum frá. Kom í hans stað danskur verzlunarstjóri. Þá er Hjálmar kom þar næst á eftir og heilsaði upp á hann, tók hann ekki undir. Þá kvað Hjálmar: Illt er þetta aldarfar. Ýmsir klakann bíta/ þegar í sæti Sigmundar seppann danska líta.“ (Bólu-Hjálmars saga.) * Örn: Ef þú getur beint at- hygli hans að öðru um stund, ætla ég að fara upp á vagninn. Tóní: Mér líkar vel við leik- ixm „köttur og mús“. Tóní ekur að vagni Dumartins og Öm kastar sér á eftir vagn- inum til þeps að komast upp á hann. Honum tekst það og hann gengur fram eftir vagninum, en í bílnum er Dumartin með Lillí sem fanga. HTSMSASi Tóní: Þá stöndum við jafnt að vígi Án spegilsins getur hann ekki séð til okkar, án þess að teygja sig út. öm: Allt í lagi góða. N£XT ASGIGNMENT’S \ £V£N TOUGHER, BUT IF VOU CAN PIVERT HB ATTENTiON FOEA WHILE möOHtáAFrSZ HÍM... ! NOW W£’K£ EVEN AGAIN/ wrmouT m extension L, MIRROR HE CAN’T 5EE WHERE WE ARE WITHOUT A LOT OF y "VN£C< <TRET0HIN6/ý

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.