Tíminn - 08.12.1963, Blaðsíða 8
Mikill bókmenntaviðbnrður:
Ný skáldsaga eftir
IticfríSa Gr. Þorsíeinsson
Land og synir
Menn hikuðu ekki við að fullyrða, að S.jötíu og: níu
a( stiiöinni vaeri bezta íslenzka skáldsagan, sem út
kom á sjötta áratug aldarinnar. Og ekki orkar tvímælis,
að Land Og synir er langfremst þeirra íslenzku
skáldsagna, sem komið hafa út á sjöunda áratugnum.
Land oá synir
er enn betur skrifuð en Sjötíu og níu af stöðinni og
er þannig fullnaðarsönnun þess, að Indriði G. Þorsteins-
son er mikilhæfastur þeirra rithöfunda, sem kvatt hafa
sér hljóðs á íslandi eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari.
IÐUNN Skeggjagötu 1 - Sími 12923.
Í25J
iEI
DVOL
Af tímai’tinu DVÖL eru *ál
nokkrir elar. árgangar ig exn-
stök hei'ti rrá fyrri timum —
Hafa ven>' <eknii saman aokKr-
ir Dvalarparrar sem hafa inni
að halda nn 1500 blaðsíður *f
Dvaiarhc-rurr með um 200 smá
sögum rðfl'pga býddum urvais
sögum aii'i margs annars efn-
is. greins Ijóða Hver þess
ara pakKf n.istai kr 100.— og
verður sení burfiargjaldstrftr.
ef greiðsla fylgi» pöntun ann
ars i postsjöfu — Wikið ag
gott lesefn' ryrjj litið fé —
Pantanii ivndist til'
Tímar'fið DVÖL
Di$ranesveg! 107.
Kópavogi.
GfSLl B. BJÖRNSSON
AUGLÝSINGASTOFA
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
SfMI 1 15 17 - 365 35
<r' ■■ • -vj
WÉÍMtti
POLJOT- URIÐ
NÁKVÆMT, STERKT, HÖGGVARIÐ, VATNSÞÉTT
í stjórnklefa geimskipsins jafnt og á hendi kafarans, hafa hinir miklo kostir
sovézku armbandsúranna „POLJOT" komið í Ijós NÝTÍZKULEG, FORM-
FÖGUR ÚR, MEÐ 16 TIL 22 STEINA AKKERISVERKI framleidd í fjölda
gerða; meðal annars með DAGATALI, SJÁLFVINDU OG VEKJARA.
AHar nánari upplýsingar gefur
SIGURÐUR TÓMASS0N, Skólavöröustíg 21 — Reykjavik
Tálf bækur frá
Ægisútgáfunni
Ægisúlgáfan (Guðm. Jakobs-
son) gefur út á þessu hausti 12
bækur, og hefir tveggja þeirra
verið áður getið. en þær eru:
í BJÖRTU BÁLI er frásögn Guð-
mundar KarlsSonar, blaðamanns
og fyrrum slökkviliðsmanns, af
brunanum mikla í Reykjavík. árið
1915 Þetta er 229 blaðsíðna bók
í stóru broti og prýdd fjölda
mynda frá atburðinum og af mönn
| um þeim, sem helzt koma við
[ þessa sögu af mesta eldsvoða á
íslandi. Þeir, sem ætla kynnu að
þessi atburður i sögu höfuðborg-
arinnar, væri ekki efni nema svo
sem í einn kafla, munu hljóta leið-
réttingu í bók Guðmundar, því
kaflarnir eru tuttugu og tveir:
Reykjavík 1915. Daginn áður,
Brúðkaupsveizlan Herbergi nr.
28, Eldur! Eldur! Maður brennur
inni, Neyðarhringing, Bardaginn
hefst, Cheviot úr Syndikatinu, Víg-
stöðvarnar, Lúðrablástur, Byssan
og Biblían, Blóð og bruni, Ekki
verður feigum forðað, Fyrsta vél-
dælan, Þar sem hættan er mest,
Kassinn dularfulli, Lágspenna —
Lífshætta, Húsin sem brunnu, Dag-
inn eftir Heiðruðu viðskiptavinir
og loks Til þess eru vítin að var-
ast þau.
Og vera kynni að þeir yrðu
býsna margir, sem kæmust að
þeirri niðurstöðu að lesinni bók-
inni, að engum þessara kafla væri
ofaukið.
Guðmundur tileinkar þessa fal-
legu bók minningu föður sins
Karls Ó. Bjarnasonar, varaslökkvi
liðsstjóra
DÆTUR FJALLKONUNNAR
nefnist bók eftir skáldkonuna Hug
rúnu, og hefur að geyma æviminn-
ingar tveggja kvenna. Sigríðar
Sveinsdóttur, sem hefir lagt gjörfa
hönd á margt og er óvenju fjöl-
hæf og listfeng kona, m.a. hefir
hún smíðað hin fegurstu líkön af
ýmsum munum og fleira mætti
telja. Saga hinnar konunnar, Önnu
Margrétar, er baráttusaga fátækr-
ar alþýðukonu, eins og hún gerð-
ist hörðust um og upp úr síðustu
aldamótum. Bókin er 169 bls.
UNDIR GARÐSKAGAVITA eftir
Gunnar M. Magnúss. 360 blaðsíðna
bók í stóru broti, prentuð á gljá-
pappír og prýdd fjölda mynda.
Þessi bók hefur að geyma sögu
byggðarlaganna tveggja, Garðs og
Leiru, allt frá landnámsöld. í þess-
ari miklu bók Gunnars M. Magn-
úss getur að finna nokkra skýr-
ingu á því þreki og þeirri atorku,
sem gerði þeim Suðurnesjamönn-
um fært að sækja jafn fast sjóinn
og um var kveðið. Mun lesandinn
undrast kynsæld hinna fornu Suð-
urnesjamanna, því furðulegur
fjöldi nafntogaðra atorkumanna,
sem efst ber á landi hér í dag, á
ættir að rekja undir Garðskaga-
vita, samkvæmt fræðum bókar-
innar, og ljóst verður einnig af
lestrinum, að aflasæld formanna
gengur að verulegu leyti í erfðir.
ALLTAF MÁ FÁ ANNAÐ SKIP
heitir fyrsta fók Sigurðar Hreið-
ars, blaðamanns; 230 bls. og geym
ir farmennskuminningar Rikka í
Höfnum, sem er nú góður og gild-
ur borgari síns byggðarlags, en
sigldi fyrrum á erlendum skipum
um heimahöfin Rikki í Höfnum
segir sína sjóarasögu af því æðru-
leysi og þeirri hreinskilni, sem
slíkum frásögnum hæfir bezt og
Sigurður Hreiðar hefir fært hana í
skemmtiiegan búning.
EINFALDIR OG TVÖFALDIR —
ný bók eftir Gísla J. Ástþórsson,
safn smásagna i léttum dúr með
lítils háttar ívafi af alvöru. sem
Gísla lætur einkar vel. Höfundur
hefir sjálfur gert nokkrar spaugi-
legar teikningar, sem prýða bók-
ina. Gísli J Ástþórsson hefir öðl-
azt slíkan sesc í hugskoti ílenzkra
lesenda að mönnum hefir jafnan
þótt líða of langt á milli bóka
hans, og þessi er vissulega hæfileg
til þess að lýsa upp skammdegis-
rökkrið, fremur en hitt, og hjálpa
mönnum til að brosa. Þessi bók er
140 blaðsíður.
GENGIS KHAN, hershöfðinginn
ósigrandi eftir Harold Lamb, kem-
ur hér út í þýðingu Gissurar Ó.
Erlingssonar í 210 blaðsíðna bók.
Þessi ævisaga Mongólahöfðingj-
ans mikla, sem hóf baráttu sín^
í örbirgð, en lagði undir sig meg»
inhluta Asíu og Evrópu, hefur
verið þýdd á fjölda tungumála og
hvarvetna þótt bæði merkilega
fróðleg og ákaflega skemmtileg af-
lestrar, enda aldrei gerzt annað
eins ævintýri í hernaðarsögu
mannkyns og landvinningar Mon-
góla undir stjórn Gengis Khan.
TÖFRAR ÍSS OG AUÐNA heitir
bók eftir danska landkönnuðinn
og ævintýramanninn Ebhe Munck,
en Gissur Ó. Erlingsson þýddi.
Formála að þessari bók skrifar
Ejnar Mikkelsen skipherra, sá er
Peter Freuchen dásamar mest í
bókum sínum, enda fjallar þessi
bók að mestu um mannraunir höf-
undar og félaga hans á auðnum
Grænlands. Að vísu segir þar
einnig frá síldveiðum á íslenzku
skipi og upphafi útgerðarveldis
Lofts Bjarnasonar, — en það er
útúrdúr. Töfrar íss og auðna er
nær 200 blaðsíðna bók, prýdd
fjölda Ijósmynda.
ÁST OG ÖRLÖG — þetta er ís-
lenzk skáldsaga eftir höfund. sem
nefnir sig Jón Vagn Jónsson. 196
blaðsíðna bók. Eins og nafnið
bendir til. er hér á ferðinni ástar-
saga í hefðbundnum stíl, og gerist
hún á dögum dönsku verzlananna.
Á kápusíðu segir að Jón Vagn
Jónsson sé. hvað sem dulnefninu
líður, einn af hinum þekktari með-
al íslenzkra rithöfunda
IIJÚKRUNARNEMINN eftir Re-
née Shann er ein þeirra bóka. sem
Gissur Ó Erlingsson hefir þýtt
fyrir Ægisútgáfuna, — 240 blað-
síðna ástarsaga.
BRIMGNÝR OG BOÐAFÖLL heit-
ir bók, sem Jónas St Lúðvigsson
hefir tekið samán um stórorrustur
á sjó og aðra hrikaleiki á höfun-
um Segir þar frá mönnum sem
horfðust óhræddir í augu við hætt-
una og brugðust ekki á hverju sem
gekk. Þessi bók er 226 Waðsíður.
8
T f M I N N, sunnudaginn 8. desember 1963,