Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ
ALÞÝÐUBLAÐSINS
n. ÁRGANGUR i SUNNDAGINN 20. OKT. 1935. 41. TÖLUBLAÐ
Verður hann eins heppinn og hingað til?
Lýsing á Ras laíari Abessiníukeísara og ágrip af ævisögu hans.
ABESSINIUKEISARI REYNIR NÝJA VÉLBYSSU
i Undanf ama mánuði hef ir
margt verið rætt og ritað um
hinn abessinska þjóðhöfðingja.
Haile Selassie, „Konung konung-
anna“, sem nú mætir brynvörð-
am og þaulæfðum herdeildum
Mussolinis með lítt vopnuðum
og óþjálfuðum liðsveitum.
Það er ekki ósennilegt, að
marga fýsi að vita eitthvað
nánar um þennan æfintýralega,
abessinska þjóðhöfðingja, og
fer því hér á eftir lýsing á
inanninum, ágrip af ævisögu
hans og stjórnmálaferli.
Grannvaxinn, lítill maður með
spámannlegt andlit, breiðnefj-
aður, opinmyntur, hátt enni og
afturkembt hár, stór, þunglynd-
isleg og stillileg augu, fagrar,
smáar hendur, sem hann er
mjög hreykinn af og hreyfir
tiginmannlega.
Þannig lítur Haile Selassie út,
stjórnandi 12,000,000 Afríku-
manna, höfðingi herskárra kyn-
flokka, eftirmaður konunga, er
orðið hafa að „vaða í blóði“
UPP í hásætið.
Að gáfum stendur hann jafn-
vel miklu framar hinum skóluðu
mönnum, sem hann hefir valið
að ráðgjöfum sínum. Hann er
mjög ráðkænn, seinn að reiðast
°g viðmótsþýður við hvern sem
er.
Hann er stuttorður og gagn-
orður, mjög skýr í máli, rólynd-
ur og stöðuglyndur, annars væri
hann ekki konungur nú.
1 sögu Ethiopiu hefir hann
hlotið nafnið: „Keisarinn, sem
hikaði of lengi“, vegna þess, að
margir af fylgismönnum hans á-
hta, að hann hefði getað haldið
Ethiopiu óáreittri, ef hann hefði
sagt Itölum stríð á hendur, þeg-
ar þeir voru að seilast þar eftir
aýlendum. Ráðgjafar hans ráð-
^Ögðu honum það, og hvöttu
hann til að reka Itali út úr
Hgaden-héraði, og ráðast á þá,
ef þeir ekki hlýddu tafarlaust.
En hann vildi frið og beið.
Hann kvaðst setja alt sitt
traust á Þjóðabandalagið og ef
italir óskuðu eftir stríði, yrðu
þeir að lýsa þvi yfir, hann gripi
ekki til vopna óáreittur.
Sem stendur er það Haile
Selassie — „litíi maðurinn í
höllinni", sem á í útistöðum við
Mussolini, maðurinn, sem gagn-
stætt almenningsskoðun, álítur
að hann geti unnið sigur. flann
hyggur að hinir berfættu,
óþjálfuðu og illa hervæddu liðs-
sveitir sínar geti sigrað hina
þaulæfðu og vel vopnuðu ítölsku
hermenn.
Selassie starfar frá klukkan 5
á morgnana til miðnættis. Hann
eyðir miklum tíma í að biðjast
fyrir og hann veitir móttöku
svo að segja öllum, sem biðjast
áheyrnar.
Hann trúir stöðugt á heppni
sína og hann hefir verið hepp-
inn.
Hann átti tíu systkini og dóu
þau öll í bernsku. Hann var
sjálfur heilsutæpur, og faðir
hans, Ras Makonnen lautinant,
óttaðist um líf han3.
Hann var heppinn árið 1914.
Hann var á báti úti á Aramaya-
vatninu og bátnum hvolfdi.
Félagar hans sex drukknuðu, en
hann bjargaðist.
Hann var líka heppinn, þeg-
ar hann náði konungdæminu
frá Lij Yason, sem tók Múham-
eðstrú og gerðist böðull þjóðar
sinnar.
Þá varð það þolgæði og ráð-
kænska Haile Selassie, sem
bjargaði honum frá bráðum
bana, þegar hann leiddi her-
sveitir sínar gegn föður Lij
Yasons.
Háile Selassie er í móðurætt
kominn af drottningunni af
Saba, ellefta barn Ras Makonn-
ens, undirkonungs í Harrar,
fæddur 23. júlí 1891.
Faðir hans, Ras Makonnen,
hafði ferðast til Evrópu og fall-
ið vel í geð margir evrópiskir
siðir og hættir.
Strax og sonur hans hafði
lokið námi í Amhara, en þar er
semitísk tunga töluð, fekk hann
honum erlendan heimiliskenn-
ara til þess að kenna honum
evrópíska menningu.
En þrátt fyrir margra ára
lærdóm, og ágæta kunnáttu í
franskíi tungu og evrópiskri
menningu, er Haile Selassie enn
þann dag í dag austurlenzkur
í hugsunarhætti ,enda þótt hann
hafi mikla trú á þýðingu vest-
rænnar menningar fyrir þjóð
sína.
Haile Selassie varð hershöfð-
ingi 15 ára gamall og ríkisstjóri
í Harrar 19 ára gamall. En tæki-
færið gafst, þegar Menelik keis-
ari dó, og Zauditu dóttir Mene-
liks varð drottning Abessiníu.
Ras Tafari var gerður að ríkis-
stjóra með henni.
Þannig komst Ras Tafari til
valda. Hann leyndi fyrirætlun-
um sínum að baki bláma augna
sinna. Hann stakk upp á1 ýms-
um endurbótum, en framkvæmdi
þær ekki fyrst í stað. Hann
reyndi að vinna trúnað ýmissa
yngri áhrifamanna og beið svo
átekta.
Árið 1924 ferðaðist hann til
Evrópu. Hann fór í reiðtúr með
Italíukonungi, drottningu hans
og dætrum, fór til Frakklands
og Englands og leitaði stuðn-
ings þessara ríkja.
Hann hélt því fast fram, að
Abessinía ætti að ganga í Þjóða-
bandalagið og árið 1928 gerði
hann heyrum kunnugt, að hann
ætlaði sér að verða keisari í
Abessiníu.
Zauditu var orðin gömul og
stuðningsmenn hennar voru
komnir á grafarbakkann. Og
þegar hún dó, árið 1930, náði
Selassie öllum völdum í-Abess-
iníu.
Frh. á 7. síðu.