Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alşığublağiğ Sunnudagsblağ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Alşığublağiğ Sunnudagsblağ

						NNUDAGSBLA
ALÞÝÐUBLAÐSINS
Y. ÁRGANGUR
'SUNNUDAG   27.   FEBR.   1938
9. TÖLUBLAÐ
ÍFr sakamálasöBu IsEands:
APPOLLONIA  SWARTSKOPF.
\ RIÐ 1725 var tekið til með-
¦**¦ ferðar dularfullt, og þó
iim leið landfrægt mál á þingi í
Kópavogi, svo nefnt Swarts-
kopfs-mál. Jón prófastur Hall-
dórsson hefir ritað nokkuð um
það í Hirðstjóra-annál sinn, sjá
Safn til sögu íslands, II, 774—
75, og eftir honum Jón Espólín
. í árbækur sínar, IX. 48, 64, 75,
79—84 og 91. í Þjóðskjalasafn-
inu eru nokkur skjöl um málið,
en mörg vantar þar, sem nefnd
eru að eins. Af því að mál þetta
er svo merkilegt og einstakt í
sinni röð hér á landi, en hins
vegar svo sár-lítið birt um það
é. prenti, skal það rakið hér
nokkuð, eftir þeim gögnum, sem
hér eru nú. íyrir hendi.
Málið er kennt við norska
stúlku, sem hét Appollonia
Swartskopf*). Hún hafði verið
trúlofuð Niels Fuhrmann, norsk-
um manni, sem hafði komið
hingað 1718, til að vera hér amt-
maður, en hann hafði brugðið
við hana eiginorði. Hún hafði
kært hann fyrir og fengið hann
dæmdan af hæzta-rétti, 10. júlí
1719, til að giftast sér, og greiða
sér 200 dali árlega, unz úr því
yrði, ef það frestaðist. Vorið
1722 hafði hún farið hingað með
Hólmsskipi og komið 29. maí til
Bessastaða, þar sem amtmaður
¦átti heima. Amtmaður hafði þá
fengið henni húsnæði sitt til af-
nota, en sezt sjálfur að í tjaldi á
túninu og hafzt þar við allt til
hausts, unz búið var að breyta
•húsakynnum. Þau amtmaður
höfðu matazt saman og farið
•allvel á með þeim fyrst í stað,
en ekki hafði hann gengið að
•eiga hana. Hjá amtmanni hafði
verið fyrir, og var enn, ráðs-
kona dönsk, Katharina Holm,
ekkja ,og kærasti hennar, Pipers
*) Líklega öllu heldur Schwartz-
kopf; svo er nafn hennar ritað í
fyrsta bréfi konungs um þetta mál
(16. marz 1725) og svo er ritað-
nafn Daniels S., sem var gullsmíða-
'meistari í Uöfn um betta leyti.
að nafni, fulltrúi amtmanns. —
Voru þau Pipers gift er málið
var tekið fyrir. — Vorið eftir
að Appollonía hafði komið, hafði
amtmaður farið fíl Grindavík-
ur og flutt heim með sér dóttur
frú Holm, Karen, sem þá var
nýkomin með Grindavíkur-
skipi frá Höfn. Mun hann hafa
ætlað að ganga að eiga hana.
Þeim mæðgum, einkum frú
Holm, var illa við Appolloniu
og henni að sama skapi við þær.
Amtmaður hætti um haustið að
matast með henni og tók þá vist
hennar að versna. Sunnudaginn
30. apríl næsta vor, 1724, varð
Appollonía skyndilega mjög
veik, eftir að hafa borðað 2
vöflur. Náði sér þó nokkuð aft-
ur, en varð enn veikari næsta
miðvikudag, 3. maí, eftir að hafa
borðað hrísgrjónavatnsgraut,
sem henni hafði verið borinn.
Lá hún síðan rúmföst í 7 vikur,
fór æ versnandi og andaðist
þriðjudaginn 20. júní. Var jörð-
uð í Bessastaða-kirkju 29. s. m.
af séra Halldóri Brynjólfssyni á
Útskálum, síðar Hólabiskupi.
Appollína átti bróður í Höfn,
Frantz að nafní. Veturínn eft-
ir að hún dó, lýsti hann því fyr-
ir konungi, Friðrik 4., að hann
hefði heyrt, að systir sín hefði
verið ráðin af dögum, og óskaði
eftir, að bæjarfógeta yrði falið
að yfirheyra því viðvíkjandi 2
menn, sem þá voru í bænum og
kunnugir voru málavöxtum.
Konungur skrifaði stiftamt-
manni 16. marz (1725) og bað
hann að láta taka málið hér fyr-
ir undir eins og hægt væri.
Þá var sýslumaður í Gull-
bringusýslu Cornelius landfó-
geti. Hann átti heima á Bessa-
stöðum og var fyrirsjáanlegt að
hann myndi verða að bera vitni
í málinu. Þurfti því að skipa
setudómara og lagði stiftamt-
maður til í bréfi til konungsrit-
ara 24. apríl, að Páll logmaður
Vídalín og Sigurður Sigurðsson,
sýslumaður í Árnessýslu, yrðu
skipaðir rannsóknardómarar, en
Frantz Sw. yrði gert, skylt að
mæta fyrir réttinum sem sækj-
andi eða f á annan til þess í sinn
stað. — Konungsritari, féllst
ekki á þetta, vildi láta skipa
Sigurð sækjanda og einhvern
andlegrar stéttar mann dómara.
Stiftamtmaður lagði þá til 5.
maí, að Þorleifur Arason, pró-
fastur í Rangárvallasýslu, og
Hákon Hannesson, sýslumaður
í sömu sýslu, yrðu skipaðir
dómarar, því að hann hafði frétt
að Páll lögmaður myndi eiga
erfitt með að gegna því starfi
sökum veikinda (kviðslits og
sjóndepru). Fáum dögum síðar,
9. maí 1925, gekk Frantz fyrir
notariús publikus í Höfn og með
• honum annar maður þar í borg-
inni, Svend Larsen, trésmiður,
er verið hafði samtíða systur
hans á Bessastöðum, meðan hún
lifði. Lagði Larsen fram skrif-
aðan vitnisburð um, hvers hann
hefði orðið þar áskynja viðvíkj-
andi Áppolloniu og hvað hún
hefði látið í ljósi við hann, m. a.
þetta: Skömmu eftir alþingi
1723 hafði hann heyrt hana
segja við Sigurð Ámundason
múrara, sem var fyrir henni er
hún ætlaði inn: „Dreptu mig nú,
þá geturðu fengið 50 dali, sem
þér hafa verið lofaðir". Amt-
maður varð var við þetta og
kallaði alla heimilismenn inn til
hennar, hvern eftir annan, en
Piper stóð fj^rir utan dyrnar og
sagði við hvern, sem inn gekk:
„Segðu nei, annars fer illa fyr-
ir þér". Þegar röðin kom að Lar-
sen, bar hann það hiklaust, að
hann hefði heyrt Sigurð segja
það í eldhúsinu hjá landfóget-
anum, Cornelíusi Wulf, sem þá
var einnig á Bessastöðum, að
madama Holm hefði boðið sér
50 dali til að drepa ungfrú
Swartskopf. Næsta vor, 1. maí,
kvaðst Larsen hafa komið inn
til ungfrú Swartskopf og hafði
hún þá verið mjög veik um
nóttina; kvaðst hafa orðið það
eftir að hafa borðað vöflur. Því
næst    hafði    vinnukona    amt-
^s*N»^^#sr^s#s#s#^#^#^#^isr^»N#s^#s*s^#sr*v#s#sr#>#
IÁRBÖK Hins íslenzka
fornleifafélags, 1929,
ritar próf essor Matthías
Þórðarson fornminjavörð-
ur grein, er hann nefnir:
Nokkrar Kópavogsminjar.
Getur höfundur þar
nokkurra sakamála, sem
tekin hafa verið fyrir á
Kópavogsþingi. Árið 1725
var tekið þar fyrir xnjög
frægt mál, sem kallað var
^Swartskopfs-mál.
Fer hér á eftir frásögn
um þetta dularfulla og
einkennilega sakamál.
manns sagt Larsen, að madama
Holm hefði spurt sig, hvernig
því væri háttað með ungfrú
Swartskopf, og þegar stúlkan
hefði svarið, að hún hefði haft
uppköst um nóttina, þá hefði
madama Holm sagt: „Djöfull-
inn fari í hana, úr því, svona er,
þá getur hún lifað í 10 ár enn".
— Enn hafði Larsen litið inn
tveim dögum síðar; þá var ung-
frú Swartskopf nýbúin að borða
graut; kvaðst hún álíta það ó-
hætt, því að Maren, vinnukona,
hefði borðað af honum með sér.
Um nóttina hefðu þær báðar
orðið mjög veikar. Stúlkan hefði
síðan fengið meðöl og komizt á
fætur eftir fáa daga, en ungfrú
Swartskopf hefði engin meðöl
fengið, en legið og dofnað öll,
unz hún dó. Nokkru síðar
hefði Maren verið að kvarta yf-
ir því í eldhúsinu, hve heilsa
sín væri slæm. Kvaðst Larsen
þá hafa spurt hana um orsök-
ina og hefði hún þá svarað:
„Þegar ég át af grautnum með
henni ungfrú Swartskopf, þá
át ég djöfulinn ofan í mig". —
Vitnisburður Larsens var fyllri
og greiniegri, en hér er sagt, og
staðfestur með eiði. — Þrem
dögum síðar, 12. maí, kom
Frantz Swartskopf með annan
mann til notarius publ.; hét sá
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8