Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ALÞYÐUBLAÐIÐ
]\fið»ikudagur  1.  íes.  1943.-
Heita vatninu hleypt i bæinn.
f lokkar boða skilnað
ðar en 17. \M '4i
Fyrsta húsið, sem fiékk heita vata
ið var listaverkasafin Einars Jóns
senar á Skólavðrðahæð.
Þeir hafa ákveðið að þing komi sam
an 10. janúar til að afgreiða málið.
Sameiginleg yfiirlýsing í gœr.
#
FRÁ  þingflokkum  Sjálfstæðisflokksins,  Kommúnista-
fiokksins og Framsókriarflokksins barst Alþýðublaðinu
seint íigærkveldi eftirfarandi yfirlýsing:
„Þingflokkar Framsóknarflokks, Sameiningar-
floklqs alþýðu —i Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðis-
* flokks eru sammála um, að stofna lýðveldi á íslandi
eigi síðar en 17. jún'í 1944 og hafa ákveðið að bera
fram á alþingi stjórnarskrárfrumvarp milliþinganefnd-
arinnar í byrjun næsta þings, enda verði alþingi kallað
saman til reglulegs fundar eigi síðar en 10. janúar
1944 til þess að afgreiða málið.
SVo mörg eru þau orð þessarar sameiginlegu yfirlýauig-
ar og fer ekki hjá því, að hún muni vekja mikla furðu.
Það er vitað, að hreifing thefir verið í gangi síðustu daga
fyrir því að miðla málum í þeim ágreiningi, sem uppi er um
afgreiðslu skilnaðarmálsins. En með yfirlýsingu hinna
þriggja flokka er sá samkomulagsvilji hundsaður og þjóð-
inrií vitandi vits sundrað í þessu viðkvæma máli og má slíkt
ábyrgðarleysi dæmalaust heita. Mun Alþýðublaðð koma
nánar inn á þetta frumhlaup við fyrsta tækifæri.
Tjarnarbióhneykslið:
Ofbeldið við Hð frjálsa
orð vekor fpirlilniigti.
?
„Leiðrétting" frá Níels Dungal og
athugasemd frá Árna Fálssyni.
HIÐ FURÐU'LEGA TILTÆKI stjórnar Tjarnarbíós að
að setja skilyrði fyrir því, hvað Árni Pálsson pró-
fessor mætti segja í ræðu sinni á hátíðarsamkomu stúdenta
í dag, sem hafði þær afleiðingar, að samkomunni var af-
lýst, hefir vakið fádæma athygli og almenna andúð.
Þetta mun stjórn Tjarnarbíós
hafa fundið í gær, því að í gær-
kveldi barst Alþýðublaðinu eft
irfarandi greinargerð frá Niels
Dungal prófessor um þetta mál
— fyrir hönd bíóstjórnarinnar:
„Leiðréttincj"  Bnng~
als.
„Út af ummælum Alþýðu-
blaðsins og Vísis, í dag og í gær
vil ég taka þetta fram:
Munnleg skilaboð komu til
Btjórnar Tjarnarbíós frá stú-
dentum um að fá Tjarnarbíó
lánað 1. des. fyrir skemmtun
stúdenta. Var þetta strax leyft.
Seinna fréttist, að til stæði, að
flytja þarna pólitískt erindi, og
var ,þá eftir sömu leið skilað
til istúdentanna, að húsið hefði
verið lánað til skemmtunar og
þeim tilmælum beint til stúdent
anna, að hún yrði ekki notuð
itil pólitísks áróðurs, því að
gtjórn Tjarnarbíós hefði fyrir
rúmu ári ákveðið að lána húsið
«kki  til  slíks.  Var  þess því
vænzt að skemmtumn yrði
haldin innan, þess ramma sem
upprunalega var gert ráð fyrir.
Því miður f ór allt þetta munn
lega fram, vegna þess að engum
okkar mun hafa dottið í hug,
að deilur gætu sprottið út af
þessu, sérstaklega þar sem um
merkan afmælisdag sjálfstæðis
vors var að ræða sem öllum
mun þykja sjálfsagt að fari
fram í sem mestri eindrægni og
samlyndi.
Vafalaust hafa þær munn-
legu umræður, sem út af þessu
hafa spunnizt, aflagast til mik-
illa muna í meðförum, því að
próf. Alexander Jóhannesson
sagði yið mig litlu - seinna, að
próf. Árni Pálsson hefði hringt
til sín mjög reiður, út af því,
að sér væri varnað máls í Tjarn
arbíó. A. J. sagðist engu orði
hafa komið að áður en Á. P.
hringdi af í bræði.
Skömmu  seinna  komu  stú-
dentar úr skemmtinefndinni að
finna mig út af þessu, og sagði
ég þeim frá afstöðu okkar í mál
Framh.  á 7. síðu.
Næst komu nokkur hús í Norðurmýri.
»
j 1_J ITAVEIITA REYKJAVÍKUR er loksins tekin til starfa.
* •* Hveravatninu frá Reykjum í Mosfellssveit var í
fyrsta sinn veitt inn í nokkur hús í gær. Fyrsta húsið, sem
fékk heita vatnið var Hnithjörg, listasafnhús Einars Jóns-
sonar á Skólavörðuhæð og var það vel til fundið og smekk-
legt af forstjóra hitaveitunnar, að hefja starf þessa mikla
fyrirtækis í hinu veglega húsi þessa kunna listamanns.
Helgi Sigurðsson, forstjóri hitaveitunnar, boðaði blaða-
menn á fund sinn í gærkveldi klukkan 5,30 og skýrði svo
frá, að um hádegisbilið í gær hefði hveravatninu verið veitt
í fyrsta húsið í bænum og hefði það verið Hnitbjörg, hús
Einars Jónssonar myndhöggvara.
„Við vissum, að allir Reykvíkingár myndu verða sam-
mála um það, að þetta hús ætti skilið að fá fyrst allra húsa
í bænum heita vatnið", sagði Helgi Sigurðsson.
„Þegar þessu var lokið og
heita vatnið var farið að
streyma um þetta mikla hús,"
sagði forstjórinn ennfremur,
„fórum við inn í Norðurmýri
og hleyptum vatninu þar á
nokkur hús. Voru þau aðallega
í suðurhluta Norðurmýrar. Við
förum ökkur mjög hægt í
fyrstu, því að margt þarf að
aðgæta, en síðan kemst meiri
hraði á þessar framkvæmdir.
Við munum lúka við Norður-
mýrina fyrst, en síðan höld-
um við upp Skólavörðuholtið
og byrjum á Leifsgötu, Egils-
götu, Eiríksgötu o. s. frv. Við
munum þannig smátt og smátt
færa okkur vestur bæinn í
réttri röð.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá eru aðalleiðslurnar frá
geymunum þrjár. Sú fyrsta ligg
ur um Laufásveg, um Skothús-
veg og niður í Tjörn, önnur
liggur norður Hringbraut, upp
Egilsgötu, niður Skólavörðu-
stíg, um Bankastræti, Austur-
stræti, Pósthússtræti, upp Tún-
götu, í Bræðraborgarstíg og
þaðan í Hringbraut og niður í
Tjörn. Þriðja leiðslan liggur
svo niður Vitastíg, vestur
Hverfisgötu, um Hafnarstræti, í
Ránargötu, að Bræðraborgar-
stíg og þanðan um Hringbarut,
sömu leið og önnur leiðslan, og
niður í Tjörn. Þessum leiðum
munum við svo að mestu fýlgja,
er við hleypum vatninu á hús-
in.
Það er búið að tengja við all-
flest hús í bænum. Þó er mik-
ið eftir í Þingholtunum, fyrir
sunnan Bræðraborgarstíg og
og svo nokkrir aðrir dreifðari
blettir. Nú sem stendur er
unnið að tengingum í Miðbæn-
um.   ¦>.
Þá er og lökið við að skola
út allar aðalleiðslurnar innan
bæjar og mikið af smáleiðsl-
unum, en það sem eftir er,
verður gert jafnóðum og unnið
er að því að hleypax vatninu á
húsin.
Ég vona fastlega, að það, sem
eftir er að gera, gangi vel og
þó að húsunum, sem fá heita
vatnið fjölgi ekki með mjög
miklum hraða næstu dagana,
þá býst ég við að við getum
hleypt vatni á fleiri og fleiri
hús á hverjum deigi. Hraðinn í
þessum framkvæmdum verður
meiri með hverjjum degi sem
líður úr þessu."
Verða þá allir, sem á annað
borð geta fengið heita vatnið
búnir að fá það fyrir jól?" spyr
einn blaðamannanna.
Porstjórinn hugsar sig lengi
um, en segir svo. „Ég þori ekk-
ert að fullyrða, en ég vona það.
— Hversu heitt verður vatn-
ið úr krana á heimilunum?
Altfðibiaiið kem-
irebkiÉíáigríBD
A LÞÝÐUBLABIÐ kemur
** ekki út á morgun af til
efni fullveldisarmælisins í
dag.
„Það verður nokkuð misjafnt
og fer það eftir því, hvort vatn-
ið þarf fyrst að fara í geymi
uppi á lofti. En þar sem því er
ekki til að dreifa, verður- það
um 80 stiga heitt úr krana."
— Hversu mikið kólnar vatn-
ið frá geymunum í Öskjuhlíð og
til dæmis í vestasta húsið í
bænum?
„Það mun kólna um það bil
2 stig," svarar forstjórinn.
— Ætlar hitaveitan ekki að
leiðbeina fólki á einhvern hátt
með notkun heita vatnsins?
„Jú. Þeir, sem vinna að því
að hleypa heita vatninu í húsin,
tala við fólkið jafn óðum og svo
munum við gefa úr leiðarvísi,
sem hverjum notanda verður
látinn í té.
Er blaðamennirnir kvöddu
forstjórann óskuðu þeir honum
til hamingju með þetta volduga
fyrirtæki hans, sem tók til
starfa í gær, eftir að hafa verið
í smíðum í meira en fjögur ár
— og allir hafa beðið eftir með
óþreyju.
Kvéðjur frá ámerífcu
og Englandi á fulH
veldisdaginn.
M. a. frá Wallace,
varaforseta og Al-
exander flotamála-
ráðherra.
I
GÆR flutti Henry A. Wall^
ace, váraforseti Bandaríkj*
anna, heillaóskir til íslendinga
í tilefni af fullveldisdeginumj,:
1. desemþer. Kvaðst varaforset
inn bíða þess með eftirvænt-
ingu, að hin vinsamlegu tengsl-
milli þessara frelsiselskandi og:
óháðu þjóða yrðu traustari.
Samskonar kveðjur hafa og bor
izt frá Elbert D. Thomas, þing-
manni Utahfylkis, þar sem Is-
lendingar settust fyrst að £
Bandaríkjunum, og frá dr. Paul
Douglass, forseta AmericaEt
University í Washington D«
C, sem var brautryðjandi hreyl
ingar þeirrar, að 8 helztu héh
skólar Bandaríkjanna veittu ís-
lenzkum  námsmönnum  styrkL
Þá hefir fslendingum einnig
borizt vinsamleg kveðja frá A.
V. Alexander, flotamálaráð-
herra Bretlands, í tilefni af
fullveldisdeginum.
Veða kveðjur þessar birta^
orðréttar í næsta blaði.
Hr
Steingrímur J. Þor-
steinsson sæmdur
doklorsnafnbót.
Fyrir rit sitt um Jóit
Thoroddsen skáld.
H
EIMSPEKIDEILD há-
skólans hefir að fengnu
sarriþykki háskólaráðs álykt-
að að veita mag. art, Stein-
grími J. Þorsteinssyni nafn-
bótina döktor í heimspeki,
dr. phil., fyrir bók hans „Jón
llhoroddsen og skáldsögur
hans," án þess að munlegt
doktorspróf fari fram.
Undanþága þessi er veitt án
umsóknar af hálfu doktorsefnis
með þeim forsendum, að heilsu-
fari hans hefir^um skeið verið
Framh. á 7. síðu.
Hátíðahðldio f dag
— á fullveldisdaglnn.
HÁTÍDAHÖLD stúdenta hefjast í dag með því að þeir
safnast saman við háskólann kl. 1 og ganga í skrúð-
göngu að leiði Jóns Sigurssonar forseta — þar flytur for-
maður Stúdentaráðs, Páll S. Pálsson, ræðu og leggur blóm-
sveig á leiði forsetans. Síðan heldur skrúðgangan áfram að
alþingishúsinu. Ræða'ríkisstjóra hefst af svölum húsins kl. 2.
Hátíðasamkoma stúdenta í háskólanum hefst kl. 3 og
flytja þar ræður Halldór Kiljan Laxness og Hermann Jón-
asson.
Um kvöldið efna stúdenfar til hófs að Hótel Borg.
Hátíðarsamkomu þeirri, sem stúdentar höfðu ákveðið
í Tjarnarbíó hefir verið aflýst, eins og áður hefir verið
skýrt frá.                         '
Bíkisútvapið hefir mikla dagskrá af tilefni dagsins, að
loknu hádegisútvarpi, sem hefst að 'þessu sinni kl. 12, eða
kl. 1,30 verður útvarpað bænargjörð biskupsins úr dóm-
kirkjunni, en dagskrá útvarpsins stendur til kl. 12 e. h.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8