Alþýðublaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ F&studagur 4. febrúar 1944*. Hótel fsland brennnr til kaldra kola. 1 maður fórst i eldinum, Sveinn Steindórsson frá Hveragerði. TJónlð af brnnannm nemur mðrgum mllljónum króna. Útbreiðsla eldsins stoðvuð fyrir frábær afrek slðkkviliðsins. Hótel ísland, þegai* það var orðið alelda. Hótelbruninn séður austan úr Austurstræti. Bæjarst.íómarfuodur i gær: Kosningar í bæjar~ ráð ©n (astanefndir A FUNDI bæjarstjórnar í ** gær fór fram kosning á forseta bæjarstjórnar, bæjar- ráði og öðrum föstum nefnd- um og trúnaðarmönnum bæj- arstjórnar á hinu nýbyrjaða ári. Kosningar þessar féllu sem hér segir: Forseti: Guðmundur Ásbjörns son með 8 atkv. 7 seðlar voru auðir. — Varaforsetar: Jakob Möller og Valtýr Stefánsson. Skrifarar: Helgi H. Eiríksson og Björn Bjarnason. — Til vara: Gunnar Þorsteinsson og Steinþór Guðmundsson. Bæjarrád: Jón Axel Péturs- son, Sigfús Sigurhj artarson, Guðmundur Ásbjörnsson, Jak- ob Möller og Helgi Hermann Eiríksson. — Til vara: IJarald- ur Guðmundsson, Björn Bjarna son, Valtýr Stefánsson, Gunn- ar Thoroddsen og Guðrún Jón- asson. Framfærslunefnd: Arngrímur Kristjánsson, Guðmundur Ás- björnsson, Guðrún Jónasson, Gunnar Guðnason og Katrín Pálsdóttir. Brunamálanefnd: Jón Axel Pétursson, Steinþór Guðmunds son, Guðrún Jónasson, Helgi Hermann Eiríksson og Gunnar Thoroddsen. Byggingarnefnd: Guðmundur Ásbjörnsson, Björn Bjarnason, Hörður Bjarnason og Ársæll Sigurðsson. Hafnarstjárn: Valtýr Stefáns son, Björn Bjarnason, Gunnar Þorsteinsson, Sigurður Ólafs- soii og Hafsteinn Bergþórsson. —- Til vara: Gunnar Thorodd- sen, Helgi H. Eiríksson, Stein- þór Guðmundsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Þórður Ólafsson. Heilbrigðisnefnd: Guðmund- ur Ásbjörnsson, Valgeir Björns son og Guðrún Jónasson. 1 sóttvarnanefnd: Guðrún Jónasson. Til að semja verðlagsskrá: Þorsteinn Þorsteinsson, hag- stofustjóri. Stjórn Eftirlaunasjóðs: Gunn ar Thoroddsen, Helgi H. Eiríks- son og Steinþór Guðmundsson. í stjórn íþróttavallarins: Gunnar Thoroddsen. 1 stjórn Fiskimannasjóðs Kjalarnessþings: Guðmundur Ásbjörnsson. Endvrskoðéndur bæiarreikn- inganna: Ólafur Friðriksson, Ari Thorlacius og Steinþór Guð mundsson. — Til vara: Jón Brynjólfsson, Björn Steffensen og Björn Bjarnason. Endursko&andi Styrktarsjóðs sjómanna- og verkamannafélag anna í Reykjavík: Alfred Guð- mundsson. Endurskoðandi reikninga í- bróttavallarins: Gunnar E. Benediktsson. Endurskoðendur Musiksjóðs Guðjóns Sigurðssonar: Eggert Claessen og Hallgrímur Jakobs son. í fimm manna nefnd til að athuga og gera tillögur um endurbætur á skemmtanalífi og veitingastöðum í bænum voru kjörin: Ingimar Jónsson, Jónas B. Jónsson, Erlendur Pétursson, Kristín Sigurðar- dóttir og Dýrleif Árnadóttir. BRUNI HÓTEL ÍSLANDS er stærsti eldsvoði, sem orðið hefur hér í Reykjavík í tæp þrjátíu ár, eða síðan elds- voðinn mikli varð í Miðbænum árið 1915, en þá brann með- al annars Hótel Reykjavík. Hótel ísland var stærsta og veglegasta timburhúsið í bænum, og það brann til kaldra kola á tæpum tveimur tím- um, en alelda varð bað á fáum mínútum. Einn maður fórst í.brunanum, Sveinn Steindórsson frá Hveragerði, ungur maður, kvæntur en bamlaus. Var hann í herbergi nr. 18 á annarri hæð, og fannst lík hans í gær mjög skaddað. Óttast var um að tveir brezkir sjóliðar hefðu og farist, en þeir komu fram seint í gærkveldi. Tjón af þessum mikla eldsvoða er geysi mikið og mun skipta milljónum króna. Bíður eigandi hótelsins, Alfred Rosenberg, veitingamaður, gífurlegt tjón, þar sem hvorki húsið né annað var vátryggt fyrir nálægt því sem það kost- aði. Fjörutíu og átta manns voru í húsinu, er eldurinn kom upp í því, samkvæmt skýrslu. sem hótelstjórinn hefur látið rannsóknarlögreglunni í té. Gengur það kraftaverki næst að ekki skyldi farast þarna fjöldi manna, og er það meðal ann- ars þakkað snarræði þjónustustúlkna hótelsins og fleiri, sem þutu út um gangana og vöktu fólkið. Virðist þetta mikla hús hafa orðið alelda á sárafáum mínútum. Talið er að slökkvilið Reykjavíkur hafi í þessum eldsvoða unnið hið mesta þrekvirki og er það þakkað frábærum dugnaði slökkviliðsmanna, ágætri yfirstjórn þeirra og aðstoð, sem það fékk frá amerískum síökkviliðssveitum. Aðstæður voru ákaflega erfiðar, en þó tókst að hindra útbreiðslu eldsins. ÖIl tæki voru í gangi og voru slöngur leiddar í höfnina og sjó dælt í eldhafið. Þegar bruninn varð, var allmikill stormur á norðan og beindist eldhafið^ ’sem var ægilegt, yfir að Hótel Vík og að vgrzlunarhúsi B. H. Bjarnason. Grimdarfrost var eða um 12 gráður. því talið nema milljónum króna. Hótel ísland, sjálft húsið, var vátrys?gt hjá Sjóvátryggingarfé- lagi íslands fyrir kr. 667 650. Enn fremur hafði Vöruhúsið vá- tryggt vörur sínar og rekstur sinn hjá sama félagi fyrir 301 Frh. á 7. síðu. Tilkynningin um eldsvoðann kom símleiðis til slöRkviliðsins klukkan 2.29 í fyrrinótt, en þegar slökkviliðið kom á vett- vang var húsið orðið alelda. Um sama leyti var ekki annað vitað en að allir, sem verið höfðu í húsinu, væru komnir út úr því og sneri slökkviliðið sér þá að því að verja næstu hús. Eins og kunnugt er eru timburhús á alla vegu við Hótel ísland og mjög skammt á milli þeirra, sérstak- lega í Vallarstræti og Veltu- sundi. Vegna vindáttarinnar var lögð öll áherzla á að verja Hótel Vík og verzlunarhús B. H. Bjarnason. Skemmdust þessi hús lítið, en rúður sprungu í ofsahitanum og vörur eyðilögð- ust og ýmislegt innan húss. Enn fremur sprungu rúður í húsum við Aðalstræti og við Austur- stræti, í Bókaverzlun Finns Einarssonar og vérzlun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar. Aðrar skemmdir urðu ekki á húsum. í Hótel íslands-húsinu voru, auk hótelsins, Vöruhúsið og út- sala Gefjunar og Iðunnar. Hafði Vöruhúsið nýverið fengið nýjar vörubirgðir. Engu var bjargað, hvorki úr Hótel ísland, Vöru- húsinu eða frá Gefjun. Auk þess varð sama og engu af eign- um gesta og heimilismanna í hótelinu bjargað, enda bjargað- ist fólkið sjálft með naumindum á nærklæðunum. Tjónið a'f þessúm eldsvoða er Virðuleg minningar- alhöfn um skip- verjana á Max Pemberlon íy| INNINGAR ATHÖFNIN gær um skipverjana 4 togaranum Max Pembertojt var ákaflega virðuleg. Kirkj- an var fullskipuð fólki uppi og niðri. Voru viðstaddir auk ástvina og aðstandenda hinnat látnu sjómanna, ráðherrar, forsetar alþingis, alþingis- rnenn, sendiherrar erlendra ríkja og fleiri Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup flutti áhrifaríka ræðu, en auk þess voru sungnir sálm- ar og leikin sorgarlög. Kristján Kristjánsson söng einsöng. Sú nýlunda var við þess®. minningarathöfn, að fánar sjö stéttarfélaga sjómanna og tveir íslenzkir ,fánar voru hafðir í kórdyrum. Við stéttarfélagafán ana stóðu fulltrúar hvers fé- lags. Séra Bjarni Jónsson las upp í ræðu sinni ávarpsorð frá út- gerð skipsins. Fánar voru á stöngum una allan bæinn af tilefni minning- arathafnarinnar, og öllum fyr- irtækjum og verzlunum var lokað frá kl. 1—4. Steinþér biður bæjarsijómina að ómerkja hans eigin gerðir! STEINÞÓR GUÐMUNDSSOM bar fram tillögu um þaffi á bæjarstjórnarfundinum í gær, að húsaleigan í Höfðaborg skyldi ekki hækka! En Stein- þór er eins og kunnugt er ný- búin að táka þátt í mati á leigu eftir þessar íbúðir, og var húsa- leiguhækkunin ákveðin á grund velli þess mats. Jón Axel Pétursson kvað furðuleg vinnubrögð hjá Stein- íþóri Guðmundssyni. Hann væri nýbúinn að meta þessa húsa- leigu mun hærra en hún hefðí upphaflega verið ákveðin. Svo kæmi hann tiF bæjarstjórnar- Frh. á 7. síðu. Þjótleikhásið afhent i lok pessa mánaðar. U' ’ TANRÍKISMÁLARÁÐUNEYTIÐ sendi blöðunum í gær eftirfarandi tilkynningu um að Þjóðleikhúsið yrði af- hent í lok þessa roánaðar. Tilkynningin er svohljóðandi: „Samkvæmt upplýsingum frá brezka sendiherranum, hefur, vegna vetrarhörku, gengið seinna en ætlað var að byggja skúra þá, sem ætlaðir voru fyrir vörur, sem geymd- ar eru í Þjóðleikhúsnu, en fyrir góða samvinnu amerísku herstjórnarinnar hefur brezki flotaforinginn nú engu að síð- ur getað byrjað á að rýma Þjóðleikhúsið og er ráð fyrir því gert, að ef engin óvænt óhöpp koma fyrir, verði rýmingu þess lokið og það afhent til baka í Iok febrúarmánaðar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.