Alþýðublaðið - 01.02.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.02.1946, Blaðsíða 7
í’östudagur 1. febrúar 1946 ALt»YÐUBUÐIÐ T ♦——---------------------------♦ Bærinn í dag. I i ♦-----------------------------♦ Næturlæknir er í Læknavarð- atofunni, sfcni 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó tóki. Næturakstur annast Hreyfill, sfeni 1633. ÚTVAEPIÐ: 20.00 Útvarpssagan: ,,Stygge Krumpen" eftir Thit Jen- sen, XIII (Andrés Björns- son). 21.00 Píanókvartett útvarpsins: op. 16, eftir Beetlhoven. 21.15 Dagskrá bindindisfélaga í skólum: a) Ávörp og ræður (Hjalti Þórðarson, forseti sambands sins, Ssuninnuskólanum, Vil hjálmur Sigurbjörnsson, son, Kennaraskólanum, Elin DungaJ, Kvennaskól- anum. b) Tónleikar( plötur). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleiikar( plötur): a) FiðMkonsert nr. 1. eftir Paganini. b) Ófullgerða symfónían eftir Schubert. Misprentazt hafði í grein um leiksýningu menntaskólans í blaðinu í gær: Guðmundsdóttir fyrir Guðmanns- dóttir og Viihjálmsdóttir fyrir Vil- hjálmsson. Leiðréttist þetta. hér með. Hín nýja bæjarsljórn ísafjarðar, Framh. af 2. síSu. sjá út nýjan bæjarstjóra, en hann neitaði eindregið að verða við þeim tilmælum. Er talið, að fulltrúa bæjarstjóra, Páli Guð- mundssyni, verði falið að gegna embættinu, unz nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. Albýðuflokkurinn á ísafirði i efndi til fundar í gærkvöldi, og i var bann mjög fjölsóttur. Er mikil óánægja ríkjandi á ísa- firði yfir samvinnu kommún- Ista og íhaldsmanna og abnenn- ur áhugi fyrir því að efla Al- þýðuflokkinn sem mest. Félagslíf. 13 uðspekif élagið. Reykjavíkurstúkufundur verður í kvöld. Hefst hann kl. 8.30 í húsi félagsins. Sigurður Ólafs- son flytur ræðu um menning og skyldur. Gestir eru vel- ikomnir. V A L U R Skáðiaf'erð á iLaugiardia,g kl. 7 Oig suainiudagisimoirguin. kJ. 9. — ÍFarmiðar seldir i Hemabúðiinni M. 10—2 á Lauigairdiag. — Lagt af stað firá Anniahh'vo'li, . Í S.Í. H. K. R. R. Landsmót í ihandkniattleilk fetr fram í Ibyirjiun. mlairz. OÞaai félöig, er 'VÍLdu taika að sér að sjá um mótiið, itilkynin.i það mðainiu fyair 7. felbxúar n.k. í. R. Skíðadeildin. SMðaferð að Kolviðarhóli á laugardag kl. 2 og kl. 6; á sunnu dag kl. 9 f. h. — Farmiðar eru seldir í verzl. Pfaff kl. 12—3 á laugardag. Mlnningarorð: Jón Pálsson bankaféhirðir Líkami jóns pálssonar verður greftraður í ,dag. i Jón Pálsson var fæddur i Syðra-Seli, Stokkseyrarhreppi i Árnessýslu, 3. ágúst 1865. Foreldrar hans, Margrét Gísladóttir og Páíl Jónssön, | voru mestu merkishjón, valin- j kunn, vel ættuíg og af söng- j mönnum komin. Páll var atorkumaður mikill. j Stundaði hann búskap og sjó- j mennsku jöfnum höndum. Hreppstjóri var hann um skeið. Margrét og Páll eignuðust 12 ; börn, tvær dætur og tíu sonu. 1 Sjö synir þeirra náðu fullorð- | insaldri og hafa orðið ^ þjóð- j kunnir menn, eins og ísólfur j Pálsson, fjölhæfi snillingurinn; j Június, frábær athafnamaður, framsýnn og dulvitur og Bjarni, organieikari og kennari, faðir • Friðriks söngstjóra og kennara í Hafnarfirði. Jón Pálsson ólst upp við starfsemi og siðavendni. Hann var að eðlisfari mjög fróðleiks- fús. Nam hann alít, sem kostur var á, einbeittur og áhugasam- ur. Jón hafði hlotið i vöggugjöf ágæta greind og frábæra athygl- isgáfu. Sönghneigð hans var rik eins og hann átti ætt til. Bjarni bróðir hans kenndi honum að leika á hljóðfæri. En mikið varð pilturinn á sig að leggja j við nám það. Sjálfur átti hann ekki hljóðfæri, en fékk að æfa sig á kirkjuhljóðfærið. En í kirkjunni var frost og fennti inn, þegar kalt var á vetrum. ’ Og all-langt var tíl kirkjunnar. Ungi námsmaðurinn setti ekki fyrir sig smámuni, því að hann átti í ríkum mæli einbeitni og táp. Vitanlega sinnti hann náminu i hjáverkum. Fyrrum voru' unglingar á barnmörgum heimilum og stjórnsömum snemma vanin á iðjusemi og stundagleggni. All- ir urðu mikið á sig að leggja, til þess að verða ekki hand- bendi annarrá. Margt lagði Jón á gjörva hönd, er hann komst úr æsku. Er það titt um menn, sem hafa mikla , sjálfsbjargarviðleitni. Vann hann alla algenga vinnu í sveit, fékkst við vegagerð, stundaði sjóróðra, var formaður á skipi, ráðsmaður fyrir 'búi og fórst aílt vel. Jón var tuttugu og eins árs, þegar faðir hans og Bjarni, bróðir Jóns, drukknuðu, er þeir voru að koma úr fiskiróðri í stormi og foráttubrimi. Eftir þetta slys, tók Jón við bústjórn, um tveggja ára skeið, hjá ekkju Bjarna. Er veru hans lauk i Götu, en þar bjó ekkjan, fluttist hann á Eyrarbakka og varð þar kenn- ari. Organleikarastaífi gegndi hann bæði í Eyrarbakkakirkju og Stokkseyrar. Hann sinnti einnig verzlunarstörfum og var bókhaldari hjá Lefoliiverzlun- inni. Ýms málefni lét Jón til sín taka og gerðist frumkvöðull margra framkvæmda. Hann gaf út skrifuð sveitablöð. Ritaði hann í þau og ýmsir aðrir á- hugamenn. Þessi bloð vöktu menn til umhugsunar og bjuggu þá undir síðari fram- kvæmdir. Oft voru landlegudagar þarna í sjávarþorpunum. Fóru menn misjafnlega með þann tima. Þótti Jóni landlegudögunum betur varið til náms en iðju- leysis. Stofnaði hann þess vegna skóla, sem nefndur var Sjó- mannaskóli Árnessýslu. Naut skólinn lítils háttar styrks úr sýslusjóði. Kenndi Jón sjálfur í skólanum og tók.ekki fé fyrir. Jón Pálsson var meðstjórnandi sparisjóðs Árnessýslu og gegndi Jón Pálsson fleirum trúnaðarstörfum. Árið 1895 kvæntist Jón Páls- son Önnu Sigriði Adólfsdóttur. Var hún prýðilegasti kvenkost- ur austur þar. Sjö árum síðar fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Varð Jón þá bókhaldari hjá Brydesverzlun, en starfsmaður í Landsbankanum varð hann árið 1910. Fjórum árum síðar var honum veitt aðalféhirðisstaða hankans. Gegndi hann féhirðis- starfinu í sextán ár. Jón var organleikari i Frí- kirkjunni um margra ára skeið. Fjölmörgum hefur hann kennt að leika á hljóðfæri. Margvislegum störfum hefur Jón sinnt hér i Reykjavik. Hann var í stjórn Holdsveikraspítal- ans og Thorkillisjóðsins um ára ; bil. Góðtemplarareglunni lagði hann lið sitt og hafði þar á hendi um tima æðstu embætti. Jón stofnaði Sjúkrasamlag Reykjavíkur og var formaður þess fullan fjórðung aldar. Þá stofnaði hann og stýrði Sumar- dvalarheimili við Silungapoll, en Oddfellowar báru kostnað þessarar þörfu stofnunar. Enn kom Jón á fót félagi, sem hlaut nafnið Fuglavinaféíag. Drengir, á ýmsum aldri, voru í félagi þessu. Þar var þeim leiðbeint i mörgu nytsömu og góðu; var þar reynt að glæða manngöfgi þeirra og vekja veivild þeirra til dýranna. Ferðalaga og skemmtana urðu drengirnir einnig aðnjótandi. Jón Pálsson var formaður Barnaverndarnefndar Reykja- víkur frá því að hún tók til starfa 1932 og fram til þess, er leiðir skildu. Vann hann þar mikið starf og gott eins og víðar. Mikið hefur Jón ritað um ævina, en fátt eitt hefur birzt ennþá, nema blaðagreinir. Aust- antórur komu út árið sem leið, fyrsta hefti. Fjölbreytilegt handritasafn liggur eftir hann óprentað, og er líklegt, að það verði gefið út, er timar líða. Heimili Jóns Pálssonar var eitt þeirra kyrrlátu heimila, þar sem reglufesta, eindrægni og alúð ríkti. Bæði voru hjónin samtaka í gestrisni og um- hyggju gagnvart komumönnum. Frú Anna vakti kostgæfilega yfir heill heimilis síns eins og venja er ágætra húsmæðra. Hún hefur verið manni sinum holl- ráður förunautur, tillögugóð og bætandi. Styrkti hún mann sinn eftir mætti í öllum góðum fram- kvæmdum. Hún var sú, er lagði fyrst til, að Páll ísólfsson gengi listamannabrautina. Tók Jón til- lögu konu sinnar eins og sannmr höfðingi. Og studdu þau hjón piltinn rikmannlega til náms. Nýtur nú íslenzka þjóðin ávaxt- anna. Jón og Anna réttu fleirum hjálparhönd en almenningur veit. j Hjartans þakkir færi ég öllum skyldum og vandalausum fyrir auðsýnda hjálp og samúð við andlát og jarðarför bróður mins, isigibergs Ingibergssonar, Frakkastíg 17. Sérstakar þakkir færi ég þeim hjónunum, Óskari J. Magnússyni og konu hans, Oddnýju Ólafsdóttur, Njálsgötu 26, er önnuðust og greiddu allan útfararkostnað, — svo og Markúsi Guðmunds- syni .verkstjóra, og vinnuflokki hans, fyrir mikla peningagjöf, er hann færði mér. Guð launi ykkur öllum fyrir ómetanlega hjálp. Pálína Ingibergsdóttir. i ii iT'fninw .... Það tilkynnist hérmeð að faðir, fósturfaðir og bróðir okkar, Jóhannes Biörn BJömsson bifreiðastjóri, lézt að heimili sínu, Mánagötu 19, 31. janúar. Jón R. Björnsson. Ingi Pétursson. Ragnheiður Björnsdóttir. Sesselja Björnsdóttir. ísafold Björnsdóttir. fiéi ibið ésksst Ung hjón óska eftir góðri 2ja til 3ja herbergja íbúð. Tilboð ásamt leiguskilmálum leggist inn á af- greiðslu Alþýðublaðsins fyrir n. k. laugardag, merkt ,,— Strax -— 1946“. Þau ólu upp fósturbörn og reyndust þeim sem beztu for- eldrar. Guðný Torfadóttir og Ragnar bróðir hennar komu til hjónanna á 4. og 5. ári. Frú Guðný hefur alla tíð verið hjá þeim, en Ragnar fór fullorðinn utan og dvelur erlendis. Frú Guðný er gift Kristni Vilhjálms- syni. Eiga þau telpu, þriggja ára, sem ber nafnið Anna Sig- ríður. Litla Anna hefur verið sann- kallaður sólargeisli á heimilinu og eldri hjónunum til mikillar gleði, svo barngóð og elskurík sem þau bæði voru. Allra sannglaðastur var Jón Pálsson á heimiíi sinu, þegar hann sat við hljóðfærið sitt, lék fegurstu lögin og baðaði sál sína i regni og sólskini tónanna. Síðustu árin kenndi JÓn mik- ils lasleika, en gekk þó að sínu eins og ekkert væri, sat fundi og ferðaðist, ef þörf krafði. Hann lagðist rúmfastur seinast í nóvember siðast liðnum og andaðist á hádegi 18. þessa mán- aðar. Aldrei mælti hann æðruorð í legu sinni og tók þvi ókomna i með sigurvissu í sólbjarma trú- arinnar og óbifanlegu trausti á stjórnanda lifsins. Hallgrímur Jónsson. Verzlonarmanna- iélag Reyfcjaríknr. Framh. af 2. siðu. Nú starfar félagið orðið í þrem aðaldeildum, sem allar heyra þó sameiginlega undir stjórn Verzlunarmannafélagsins sjálfs. Deildir þessar eru Skrif- stofumannadeild, Afgreiðslu- mannadeild og Sölumannadeild. Hafa deildirnar allar sérstakar stjórnir, hver fyrir sig, og í verzlunarmannafélagshúsinu er starfrækt skrifstofa, sem m. a. hefur það hlutverk, að vera upp lýsingastöð fyrir verzlunarfólk- ið, bæði hvað viðkemur kjör- um þess, og eins nokkurs konar vinnumiðlun. Þangað geta kaup sýslumenn leitað eftir starfs- fólki, og verzlunarfólkið fengið fyrirgreiðslu eftir því sem auð- ið er, ef það þarf að leita eftir atvinnu. Mun þessi starfsemi verða aukin i framtiðinni, eft- ir því sem þörf gerist. Þá hefur komið til orða að félagsheimili verzlunarmanna verði í framtíðinni aðeins fyrir verzlunarfólkið sjálft, og því hagað þannig, að verzlunarfólk inu geti sem bezt notast af því. Blaðið Frjáls verzlun hefur fram að þessu verið gefið út eins og áður, en útgáfan hefur verið ýmsum örðugleikum háð; blaðið ekki komið reglulega út, o. s. frv. Nú hefur hins vegar verið ráð iimn fesitiur ritsitjlóri blalðsiins firá 1. febrúar og verður blaðið jafn. framt stækkað frá sama tíma. Ritstjóri Frjálsrar verzlunar verður Baldur Pálmason. Núverandi stjórn félagsins skipa: Guðjón Einarsson for- maður, Baldur Pálmason vara- form., Carl Hemming Sveins- son ritari, Sveinn Ólafsson gjald. keri og meðstjórnendur Björg- úlfur Sigurðsson, Konráð^ Gísla- son og Pétur Ólafsson. í vara- stjórn eru þeir Gunnar Ásgeirs son, Gunnar Magnússon og Sveinbjörn Árnason. í kvöld heldur Verzlunar- mannafélagið hóf að Hótel Borg í tilefni afmælisins, og hefst iþað með sameiginlegu borðhaldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.