Alþýðublaðið - 29.11.1946, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1946, Blaðsíða 3
Föstudagur, 29. nóv. 1946. ALI»ÝÐUBLAÐ8Ð 3 BÓKMENNTAVERÐLAUN NÓBELS komu að þessu sinni í hluit Hermanns Hesse, sem áratugum saman hefur staðið. fremst í fylkingu rit- höfunda í Mið-Evrópu, en ská'ldsögur hams, ljóð og rit- gerðir hafa aflað honum mik illar viðurkenningar frjáls- lyndra og víðeýnna bók- menntafræðinga og ritskýr- enda, sér í ilagi í Sviþjóð og á Bretiandi. Hermann Hesse er maður hniginn á efri ár. Hann fædd ist 2. júli árið 1877 í Calw í Wiirttemberg á Þýzkalandi1, sem er iðnaðarbær með um 5500 íbúa. Faðir hans, Jo- hannes Hesse, var frá Eist- ■landi, en móðirin frönsk og fædd á Ind'landi. Var faðir hans ritstjóri að trúmála- íblaði í Calw, en gerðist síðar svissneskur rikisborgari. Hermann Hesse fluttist til Sviss árið 1912 og hefur ver ið búsettur þar siðan. En rit sín hefur hann öilíl skrifað á þýzku og ber tvimælalaust að skipa honum i sveit þýzkra rithöfunda. Foreldrar Hesse ætluðust til þess, að hann lærði til prests, enda nam hann um skeið við þýzkan skóla, er bjó verðandi klerka undir lifsstarf þeirra. Hésse átti tiil trúaðs fódks að telja í báðar ættir og hlaut mjög svo kristi legt uppeldi. En hann var ekki við eina fjöl fel'ldur fram eftir aldri, og hann fékk íljótllega ímugust á guð fræðinni og gerði uppreisn gegn þeim vilja foreldra sinna, að hann yrði klerkur. Síðar meir kom þó í ljós, að Hesse hafði fengið. trúar- hneigðina að erfðum, þótt frúrækni hans birtist með öðrum hætti en til hafði ver ið ætlazt í æsku hans. Hermann Hesse var um skeið bóksali í Basel í Sviss en flutti þar jafnframt fyr- irílestra um bókmenntir og listasögu. Síðar settist hann áð í Gainhofen skammt frá Radolfzell við jBodenvatn, og giftist konu, er var niu árum eldri en hann og gædd var ríkri tónlistargáfu. En hjónaband þeirra varð gæfu snautt, þegar frá leið, og skildu þau samvistum. Nú um langa hríð hefur,, dvalar- staður Hesse verið í Lug- anohéraðinu. Tvær fyrstu bækur Hesse voru ljóðabækur, „Roman- tische Lieder“, sem kom út árið 1899, og „Gedichte11, er kom út árið 1902. Vöktu iljóð ’hans athygli og færðu Hesse viðurkenningu, en fyrsta stórsigur sinn sem rit- höfundur vann hann með skáldsögu sinni „Peter Cam- enzind“, er kom út árið 1904. Skáldsaga hans ,,Demian“ kom út árið 1919 og gætir þar áhrifa frá Nietzsche, Dostojevsky og Freud. „Pet- er Camenzind“ var óður í óbundnu máli til átthaga og náttúru, en" í „Demian“ hef- ur lifsskoðun og heimssýn höfundarins tekið miklum og ró'ttækum breytingum, enda hafði heimsstyrjöldin fyrri stórfelld áhrif á Hesse. Síðar ■lagði Hesse stund á indversk trúarbrögð og kínversk fræði og tókst ferð á heudur aust- ur til Indlands arið 1911 og Stokkseyringafélagið í Reykjavík Iieldtir Hermann Hesse ritaði bók um þá fö.’ sína, er kom út árið 1913. Þessara nýju áhrifa gætir í síðari skáldsögum Hesse jafnframt þeirra skoðana og lifsvið- horfa, er hann tileinkaði sér efitir heimsstyrjöldina fyrn, en jafnframt fer hann að dæmi Gottfried Kellers um ljóðrænar náttúrulýsingar og geðþekka kímni. I skáld- sögum hans slíkum, sem „Siddhartha“, „Der Steppen- Wolf“, „Narziss und Gold- mund“ og „Das Glasperlen- spiel‘ö er kom út árið 1944 og er óbrotgjarn bautasteinn, sem Hesse hefur reist sér í elli sinni, gætir auk fyrr- greindra eiginda austur- lenzkrar dulúðar, ríkrar ger- hygli og næmrar trúar á mannkynið. Aðrar ljóðabækur Hesse en þær, sem þegar haía ver- ið taldar, eru „Trost der Nach;t“, sem kom út árið 1927, „Neue Gedichte“, er kom út árið 1937 og „Zehn Gedichte", sem kom út með- an heimsstyrjöldin síðari geisaði. Hesse hefur ritað margt smásagna og getið sér mikinn orðstír fyrir þá list- grein. Úrval smásagna hans kom út árið 1939. Þá hefur hann og skrifað mikinn fjölda ritgerða, fyrst ög fremst um bóbmenntir og menningarmál, tvær stuttar ævisögur, aðra um heilagan Frans af Assisi, hina um Boccaccio, svo og ferðaminn ingar þær frá Indlandi, er fyrr getur. Hermann Hesse hefur á- vallt verið mikill hugsjóna- maðuf, og bera sbáldsögur hans ljóð og ritgerðir því glöggt vitni. Hann hefur um langan aidur verið í tölu á- kveðnustu málsvara og bar- áttumanna frelsisins í bók- menntum Evrópu. Hann hef ur barizt eindregið og vægð- arilaust gegn hvers konar villimennsku og öfgum. Hann hóf upp raust sína gegn hinni þýzku hernaðar- stefnu og hinum þýzka þjóð- ernisrembingi árin fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og rödd hans, sem boðaði þýzku þjóðinni varnað og hvöt, varð ekki þögguð, þótt hann sætti miskunnarlausum árás um, jafnvel ofsóknum. Gagn vart nazismanum var af- staða hans hin sama og gagn vart hernaðarstefnu Þjóð- verja á vaildadögum Vil- hjálms keisara. Hesse hefur verið fyrirmynd margra ann mæli vitna í senn um fá- arra skeleggra rithöfunda, sem barizt ihafa gegn stríðs- aésingum og einræðisdýrkun og öfgaitrú í stjórnmálum og menningarmálum. Sama er að segja um áhrif hans og fordæmi sem skállds og rithöf undar. Skáidsögur hans eru byggðar með þérstæðum hætti og bera oft skýran svip ritgerðarinnar. Að þessu Ieyfi svipar Arthur Köstler mjög til Hesse. En þrátt fyrir viðurkenn- ingu þó, sem Hermann Hesse hefur notið, hefur staðið meira en lítili styr um skáld- skap hans og 'bókmennta- störf. Hesse ritaði um skeið greinar í sænska bókmennta timaritið Bonniers litterára magazin um þýzkar bók- S menntir, en hætti þvi vegna á-rása þeirra, er hann sætti af hálfu nazista og kommún- ista. Nazistar sóttu hann til saka fyrir að teilja Gyðinga og flóttamenn til þýzkra skálda, cg bommúnistar töldu hann ssnngjarnan um of í dómum sínum um rit- höfunda úr hópi nazista. Árásarefnið var raunveru- lega hið sama af beggja hádfu, þóitt einkunn£.\litur annars aðilans væri brúnn en hins rauður. ■ Sex af bókum Hermanns Hesse hafa verið þýddar á ensku og tvær á dönsku, en ellidáð Hesse, „Das Glasper- Henspiel“ mun koma út í danskri þýðingu á þessu hausti. Kunnastur erlendis mun þó Hesse í Sviþjóð, enda hefur hann verið í nán- um tengslum við sænska menningarfrömuði og meðal annars skrifað bókmennta- greinar í Bonniers litterára magazin eins cg áður segir. Hefur sænska skáldið og rit- höfundurinn Johannes Ed- -fedt riitað um hann og bækur hans iðulega i hið fyrr- greinda sænska bókmennta- tímarit, og í Europas littera- turhistoria 1918—1939 skrif- ar Edfelt ýtar-Iega grein og snjallla um þýzkar bókmennt ir, þar sem Hesse er að miklu getið. Þá hafa þeir Edfelt og Ánders Österling þýtt sitt- hvað eftir Hesse á sænska tungu, svo og Erik Blomberg og Gunnar Mascoll Silfver- stolpe. Á íslenzku mun smákvæði eftir Hesse hafa birzt i þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Þeim, sem lesið hafa um- mæili þau, e-r Johannes Ed- 'felt hefur látið falla um Her- mann Hesse, og fylgzt hafa með því, hvílíkrar viður- kenningar hann nýtur meðál bókmenntamanna, skálda og rithöfunda í Svíþjóð, kemur það vax-ila á óvart, að Ilesse hefur orðið fyrir vali hiixs bókmenntalega hæstai’éttar þar í landi, sem annast úthlut- un Nóbelsverðlaunanna. Hér á landi hefur Hei’mann Hesse verið kynntur lesendxxm eins 'dagblaðs höfuðstaðariixs i tilefni af úthlutun Nóbels- verðlaunanna með þeim ein staka hæt'ti, að hann sé ó- þekktur maður og þeir, er verðlaununum ráðstafa, ein- staklega fundvísir á skáld bgi rithöfunda, sem liðnir xnegi heita, þótt lífs séu. Slík'um í Tjarnarcafé í kvöld, föstud. 29. nóv. kl. 20,30. Fjölbreytt skemmtiskrá: kvikmyndasýning, upplestur og fleira. Dansað til Id. 2. Aðgöngumiðar seldir hjá Stefaníu Gísladóttur, Hverfisgötu 37, Sturlaixgi Jónssyni, Hafnar stræti 15. Verzluninni Þverá, Bergþórugötu 23. Félagar mega taka með sér gesti. Fjölmennið. SKEMMTINEFNDIN frá félagi íslenzkra hljóðfæraleikara. Frá og með 1. des. 1946 og þangað til öðruvísi verður ákveðið, verður kauptaxti Féiags ís- lenzkra hljóðfæraleikara sem hér segir: Tímakaup kr. 12 á klst., grunnlaun. Kaup reiknist í síðasta lagi frá kl. 22. Önnur ákvæði fyrri taxta standa óbreytt. STJÓRNIN 1 Hér með tilkynnist að þeir, sem sótt hafa um síma í Reykjavík fyrir 1. jan. og ekki fengið, þurfa fyrir 7. desember næstkomandi að endur- nýja pöntun sína, sem annars skoðast niður fall- in. Eyðúblöð undir endurnýjáða pöntun fást í skrifstofu bæjarsímans í Landssímahúsinu. Er þetta nauðsynlegt bæjarsímanum til leiðbeining- ar, en þýðir þó ekki það, að nú þegar sé hægt að setja upp umrædda síma. Hvíti maðurinn. Ferðasaga eftir heimsfrægan ferðalang og rithöfund. Kabloona hefur komið út á fjölmörgum þjóð- tungum og hvarvetna átt miklum vinsældum að . fágna,- enda opnar hún lesandanum nýjan og frámáhdi héím. Bókih er mýndum skfeytt og mjög vönduö að öllum . frágangi, en þó ódýr. Þetta er bók handa eiginmanninum. Fæst hjá bóksölum. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Sími 4169. fræði og illvilja og verða að teljast furðixleg umsögn, sér í lagi, þegar að því er gætt, að ritstjóra umrædds blaðs hefur af háðskum 'manni eða misvitrum verið valið hið ó- verðskuldaða tignarheiti „litt eratui'historiker“ á máli þeirra Edfelts og Arturs Lundkvists. En ef til vill geld ur Hermann Hesse þess, að •háTin eir Ólíklegur tiil að forj- dæma snillinga vegna ellii- glapa eða telj-a kalkvisti lif- andi tré. Helgi Sæmundsson. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.