Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ALÞIfeÐUBLADIÐ
pÞriðjudí£gtir.il;3."seþt. €949
titgefandi:  Alþýðuflokkurinn.
Bitstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía- Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan hX
Vinsfri skrif og
hægri sfefsta
FRAMSÓKNARFLOKKUR
INN þykist vera róttækur
vinstri flokkur og svarinn ó
vinur íhaldsins. En þessi skil-
greining Framsóknarflokksins
á sjálfum sér er hræsnin ein.
•Verk hans bera því vitni, að
hann er þröngsýnn íhaldsflokk-
ur og berst fyrir þeim máhim,
sem íhaldið hlýtur að hafa vel-
þóknun á, en allir frjálslyndir
menn að fordæma.
' í þeirri kosningabaráttu, sem
nú stendur yfir, kemur Fram-
sóknarflokkurinn þannig til
dyranna, að landsmenn þurfa
ekki að vera í neinum vafa
um, hvað fyrir honum vakir
eftir kosningar. Hann heíur
tekizt á hendur forustu aftur-
haldsins í landinu og flytur
mál íhaldsins í báðum borgara-
flokkunum af slíkri ákefð, að
ekki verður um villzt, hvert
stefnir. Kjósendur landsins
þurfa ekki frekari vitna við en
kynna sér stefnumál Fram-
sóknarflokksins, sem leiddu til
stjórnarslitanna og í hönd far-
andi kosninga. Þar eru for-
sendur dómsins, sem kveSinn
verður upp yfir Framsóknar-
flokknum við kjörborðið í
haust. Það verður þungur, en
verðskuldaður dómur.
*
Gengislækkunarkrafan er
aðalstefnumál Framsóknar-
flokksins. Hana hefur hann
ritað efst á skjöldinn, sem
hann ber fyrir sig, þegar hann
gengur út í orrahríð kosninga-
baráttunnar. Næst henni er
tilboðið til Sjálfstæðisflokks-
ins um sérstakt stjórnlagaþing
er þannig verði til kosið, að
honum verði tryggt þar algert
einræðisvald um öll atriði
stjórnarskrár íslenzka lýðveld-
isins. Þessi tvö mál mat Fram-
sóknarflokkurinn mest, þegar
hann riftaði stjórnarsamvinn-
unni og knúði fram kosningar
í haust. Síðan hefur hann
bætt við einu stefnumálinu
enn, þar eð málgagn hans berst
nú gegn því í blindu æði, að
aukinn verði innflutríingur á
þeim neyzluvörum, sem al-
menning í landinu skortir, en
sú ráðstöfun myndi leiða til
þess, að braskararnir fengju
því ekki við komið að okra á
þeim á svörtum markaði fram
vegis eins og hingað til.
Þetta er sannleikurinn um
stef numál Framsóknarflokks-
ins við í hönd farandi kosn-
ingar. Hann hefur kveðið upp
úr um það, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn telur sér ráðlegast
að þegja um fyíir kosningar,
þó að hann hugsi sér að sjálf-
sögðu að taka þátt í þessum
pólitísku óhæfuverkum —
eftir kosningar. En svo er
Tíminn látinn halda því íram,
að Framsóknarflokkurinn sé
eini flokkurinn, sem hafi
hreinan  skjöld  og  kjósendur
landsins, þar á meðal alþýðu-
stéttirnar   og   launþegarnir,
geti trúað og treyst! Slíkt reg-
indjúp er staðfest milli orða
Tímans og stefnu Framsóknar-
flokksins.
*
Með tilliti til þessa er sann-
arlega lítið mark á því tak-
andi, þó að Tíminn fordæmi
Sjálfstæðisflokkinn og biðji
honum pólitískra bölbæna. Það
er lítils virði að látast vera rót-
tækur og frjálslyndur í orði.
en reka erindi afturhaldsins
jafn augljóslega í verki og raun
hefur orðið á um Framsóknar-
flokkinn, sem heitir á íhaldið
til fulltingis við sig um fram-
kvæmd stórf elldrar gengi s-
lækkunar og býður því til
endurgjalds upp á einræðis-
vald á fyrirhuguðu stjórnlaga-
þingi. Framsóknarflokkurinn
þarf ekki að halda það, að
hann blekki þjóðina með fag-
urgala um róttækni og frjáls-
lyndi eftir að hann hefur tek-
izt á hendur forustu íhaldsins
og gengur feti framar í barátt-
unni gegn hagsmunum alþýðu-
stéttanna og launþeganna til
sjávar og sveita 'en Sjálfstæð-
isflokkurinn þorir. Hann hefur
kastað grímunni og kallað yfir
sig refsidóm kjósendanna.
Það er hlægilegt, þegar að-
alblað þessa flokks, Tíminn, er
að svara Alþýðuflokknum -um
það, að hann sé Sjálfstæðis-
flokknum leiðitamur um of og
endurprentar í því sambandi
dag eftir dag blekkingar og
iygar Þjóðviljans, sem alþjóS
yeit að hafa ekki við minnstu
rök að styðjast. Tíminn hefur
til dæmis sakað Alþýðuflokk-
inn um það, að hann beri á-
byrgð á öngþveiti verzlrsnar-
málanna. En sannleikur þess
máls liggur Ijóst fyrir. Al-
þýðuflokkurinn  hefur  mótað
JónassörTög Páll Zóphóníasson
hafa á alþingi samfylkt Gísla
Jónssyni, Birni Ólafssyni og
Hallgrími Benediktssyni við að
prédika þá fjarstæðu, að lausn
þessa-mikla vandamáls sé fólg
in í því að afnema húsaleigu-
lögin. Ráðið til að verjast flóö-
inu er með öðrum orðum það
að brjóta niður stíflugarðinn!
Þessi dæmi eru aðeins fá ax
þá stefnu, að innflutningur á
nauðsynjavörum sé aukmn,
svo að alltaf séu fyrir í landinu
nægar birgðir út á skömmtun-
armiða landsmanna. Sjálfstæð-
isflokkurinn þegir þunnu
hljóði við þessari kröfu Al-
þýðuflokksins, enda veit hann
að sjálfsögðu, að með- þessu
væri verið að raska grundvelli
svarta markaðarins, og það
finnst mörgum máttarstólpum
flokksins síður en svo eftir-
sóknarvert af skiljanlegum á-
stæðum. Hins vegar ræðst Tím
inn með stóryrðum að Alþýðu-
flokknum fyrir að beita sér
fyrir þessu mikla nauðsynja-
máli og heldur því fram, að
það sé hagur braskaranna að
hafizt sé handa um að útrýma
svarta markaðinum! Barátta
Framsóknarflokksins     fyrir
bættri skipun verzlunarmái-
anna er því álíka fyrirbæri og
áhugi hans fyrir lausn húsnæð-
ismálanna, er hefur birzt í
þeirri mynd einni, að Hermann
mörgum. En þau nægja áreið-
anlega til þess að færa þjóð-
inni heim sanninn um, hver
er hin raunverulega stefna
Framsóknarflokksins. Hún er í
hrópandi mótsögn við orð Tím-
ans, sem er blaður lélegra
blekkingameistara. Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn eru vaxnir af einni
og sömu íhaldsrótinni, og bað
er sams konar fúi í lífstré
þeirra beggja.
Verð á eplum hér — og í Danmörku. — Hvers
vegna voru ekki keypt epli í Danmörku? — Um
Þorfinn karlsefni opt fleira.
EPLIN ERU enn á vörum
fólksins, en sáralítið í munni
þess. Verðið, kr. 9.50 kg., er eitt
hið dsvífnasta, sem almenningi
ttefur verið boðið upp á og er
maður þó farinn að venjast
ýmsu misjöfnu. Þessi epli voru
ítölsk, eins og áður hefur ver-
íð skýrt frá. Mér hafa borizt í
hendur „Gartner tidende" frá
Ðanmörku. Þar er, í nr. 35, blað
inu, sem kom út 31. ágúst síð-
astliðinn, birt verðlag á eplum
í Danmörku og framleiddum
þar — og munn margir reka
upp stór augu.
VERÐIÐ á eplunum var, vik-
una 20. — 26. ágúst, eins og hér
segir: Fyrsti flokkur 80 til 150
aurar. Annar flokkur 5'0 til 80
Qurar. Annar flokkur 50 til 80
sams konar epli og hingað voru
flutt og seld hér fyrir kr. 9.50
kg.: 25 til 50 aurar, Vitanlega
er hér um að ræða danskar krón
ur, en dönsk króna stendur nú
í 135 aurum íslenzkum, svo að
menn geta sjálfir reiknað út
mismuninn á eplaverðinu þar
og hér.
SKYLDU EKKI EPLIN okk-
ar hafa komið við í Danmörku
á íeið sinni frá ítalíu? Og éf
bvo er, þá leyfist manni kannske
vap segjá opiiiherir stúrtsmennt
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR-
URINN hefur tekið upp þá
stefnu að reyna að þóknast
öllum og öllu. Hann hefur
því margar skoðanir á hverju
máli. Þess vegna stangast all-
ar síður Morgunblaðsins hver
við aðra. Litlu blöð Sjálfstæð
isflokksins úti á landinu
stangast svo við Morgunblað-
ið og allt stangast á við fram-
komu flokksins og við stað-
reyndirnar.
Þetta kemur fram svo að
segja í hverju máli. Þessi ó-
samstæði flokkur gerir sér að
leik að láta ritstjóra sína
skrifa eins og hver vill heyra
í öllum innanlandsmálum í
því skyni að blekkja sem
flesta til fylgis við sig. Fjögur
ár ,eru venjulega milli kosn-
inga. Það hefur verið svo
mikið sagt og mörgu haldið
fram fyrir kosningarnar, að
treyst er á að kjósendur
gleymi öllu glamrinu að kosn
ingunum loknum.
í SAMRÆMI viS þetta þroska-
leysi og skort á siðferði í
stjórnmálum eru flokksblöð
Sjálfstæðisflokksins á sífelld-
um flótta frá staðreyndum,
eftir því hvaða lesendahópi,
eða kjósendahópi, eru ætluð
skrif þeirra hverju sinni.
Þegar skrifað er fyrir bænd-
ur landsins er óskapazt yfir
hinum háu launum og miklu
vellíðan starfsmanna ríkisins
og annarra launþega, en þeg-
ar við þessar stéttir er talað
ætlar Sjálfstæðisflokkurinn
að rifna af umhyggju fyrir
þeim.
HINN mikli ákafi Sjálfstæðis-
blaðanna í aS firra flokk sinn
allri ábyrgS, ef þeir telja það
eiga vel við kjósendur, verð-
ur stundum næsta broslegur,
einkum þegar hinar taum-
lausu atkvæðaveiSar Sjálf-
stæSisflokksins á þessum
sömu kjósendum eru athug-
aðar.
Leiðarahöfundur Morgun-
bíaðsins hefur blaðið Vest-
urland á ísafirði fyrir útibú
og er ábyrgðarmaður að því.
Þar birtist svohljóðandi um
launalögin 26. f. m.:
„Alþýðuflokkurinn hafði
forustu um setningu vit-
lausustu launalaga, sem
nokkur þjóð í Evrópu býr
við og krafðist þess í þokka
bót á s. 1. ári (það var nú á
þessu ári) að alþingi sam-
þykkti að afgreiða fjórar
niillj. kr. í uppbót á þessi
launalög á þessu ári".
ENGINN ALÞÝÐUFLOKKS-
MAÐUR neitar því, að Al-
þýðuflokkurinn hafði forustu
um setningu launalaganna, á
sama hátt og um nýsköpun-
ina og almannatryggingarn-
ar og um þá fjögurra millj.
uppbót, sem greinarhöfundur
ræðir um. Hins vegar naut
AlþýSuflokkurinn stuðnings
nokkurs hluta Sjálfstæðis-
flokkins um framkvæmdir á
þessu og víða mun Sjálfstæð
isflokkurinn vilja eigna sér
forustuna, þó það sé ekki
rétt.
LEIÐARAHÖFUNDUR
MORGUNBLAÐSINS temur
sér þá list að hafa að minnsta
kosti tungur tvær í hverju
máli og tala sitt með hvorri.
En nú væri gaman að vita
hvað þessi stóri karl ætlar að
að segja við starfsmenn rík-
isins, fyrir hönd húsbænda
sinna hér í Reykjavík, eftir
þessa illkvittnislegu árás
hans á kjör þeirra. Vill hann
segja þetta sama í Morgun-
blaðinu? Eða koma fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins fram hér í Reykjavík, fal-
andi atkvæði opinberra starfs
manna talandi um ,,vitlaus-
ustu launalög Evrópu" og
teljandi þau og uppbótina,
sem samþykkt var í vetur
dauðasök Alþýðuflokksins?
Þess ætti ekki að þurfa
léngi að bíða að þetta komi í
ljós og ekki væri ólíklegt að
það yrði nokkuS erfitt til
frambúðar fyrir SjálfstæSis-
flokkinn aS láta ljúga opin-
berlega í hverju máli á víxl
aS kjósendum sér til kjör-
fylgis. Því þó unnt sé að
blekkja fjölda fólks um
skámmah tíma, þá hefur ís-
lenzka þjóðin svo mikla
dómgreind, að ekki er unnt
að blekkja hana alla til fram-
búðar.
En hvað segja opinberir
starfsmenn um slík skrif leið-
arahöfundar MorgunblaSsins.
að spyrja. Hvers vegna voru
eplin ekki keypt í Danmörku
Eyrst á annað borð var verið
að kaupa þau? Annars vill fólk
ekki að leyft sé að flytja til
landsins epli eða ávexti upp á
þessi býti. Við vitum að við
eigum í gjaldeyriserfiðleikum.
Við vitum líka að öll viðskipti
við ítalíu er næstum ófær —
og mun verðlagið á útflutnings-
verðmætum okkar sjálfra ekki
valda minnstu um það.
EN ÞAÐ ER ALVEG eins
gott að hætta öllum viðskiptum
við það land, eins og að taka
fyrir vörur okkar handónýtan
varning eins og raun er á i
þessu tileflli.
VIÐSKIPTI ERU erfið á
svona tímum. Að líkindum
hafa Danir ýmsar vörutegundir
á boðstólum, sem okkur vanhag
ár miklu frekar um en epli, en-
við megum hins vegar ekki eyða
þeim danska gjaldeyri, sem við
öflum með innflutningi til Dan
merkur í annað en það sem
nauðsynlegt er. Þess vegna get-
um við víst ekki keypt epli þar.
Én'þá er bara að láta það vera.
S. SKRIFAR: „Þorfinnur
karlsefni er illa kominn niðri í
starhólma í fúamýri, jafnvel
þótt umhverfis sé fagur listi-
garð'ur kendur við hljómskála.
Svanir hafa fallegt nafn og góða
sögnrödd, en eru grimmir og
lágkúrulegir; og enginn tign
fylgir uppliti þeirra til hetjunn
ar í hólmanum í litlu tjörninni
þeirra, því síður virðing í við-
mótinu. Einhvern tíma mundi
slíku karlmenni, sem Þorfinni
karlsefni hafa þótt hæfa hærra
sæti, og fremur ljón en fuglar
af gæsaættum til fylginauta.
Særok og brimgnýr ættu .að
gnauða við fætur líkneskju
fcans, en ekki buslhljóð fitja-
lappa. Færum það út að Gróttu,
þetta líkan afreksmannsins.
Á SAMA HÁTT er mannsand
anum boðið lægra sæti hér í
Eeykjavík en honum hæfir, eft-
ir framkomu bókaútgefenda og
bóksala að dæma. Ruslið og
reifaramir byrgja alla útsýn yf-
ir undralönd vizkudásemdanna
og fegurðarinnar í geimi and-
ans. Kviður Hómers týnast við
hliðina á sögum úr Heptameron
og öðru þvílíku dóti. Flytjum
tneistaraverkin inn í prentsmiðj
urnar og úr þeim í búðarglugg-
ana, án þess að velja þeim rusl-
ið að fylginautum, — hauga-
skran, sem enginn hefur neitt
með að gera. Bull og vitleysa,
sem ekki eihu sinni útgefsndur
telja nokkurs virði að kaupa
aftur í fornsölur sínar, né held-
ur hljóta nokkurrar umönnunar
þeirra, sem lesa og kaupa, nema
nokkrar sekúndur. Og umboðs-
salinn nennir ekki að snerta á,
nema meðan hann gómar aur-
ana fyrir það.
ÞAÐ ER EINS OG að biðja
um innflutningsleyfi fyrir há-
karli, að fara fram á það við þá
kynslóð, sem nú er ráðandi, að
bæta  smekkinn  og þroskapn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8