Alþýðublaðið - 28.04.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.04.1950, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur a?5 AlþýðublaSinu. A.lþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- 1 ið í síma 4900 eða 4906. Föstuöaguf 28. apríl 1950 imni iiiinmir ,|",">i""|>-"«g™w Börn í>g unglingara Komið og seljið AlþýðublaðlÖo j Allir vilj'a kaupa Alþýðublaðið. Fyrsta sýningio verðor 12. jiuní með Joel Ber^liind í aðáíhlutverkiny. ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI tilkynnti blaðamönnum í gær. að nú væri fastráðin heimsókn konunglegu óperunnar í Stokk- hólmi til íslands. Kemur sýningarflokkur fró óperunni hingað 10. júní og flytur hina heimsfrægu óperu Mozarts, „Brúðkaup Figai'os“ í þjóðleikhúsinu, í fyrsta skipti þann 12. júní, og síö- an í nokkur skipti, í sýningarflokki þessum verða 11 söngvar- ar, og auk þess forustusöngvarar í kór, en að öðru leyti verður kórinn skipaður íslenzkum söngvurum; þó verður og listdans- svéi.t óperunnai' me'ð í förinni. Forstjóri óperunnar, Joel Berg- lund, verður forustumaður fararinnar og mun syngja aðal- hlutverkið, en liann er nú talinn einn fremsti barytónsöngvari Svía, og liefur að undanförnu sungið við Metropolitanóperuna í Nevv York. Symfóníuhljómsveitin hér annast undirleikinn, og verða partiturarnir sendir hingað á næstunni, svo að æfingar geti hafizt. Annast Robert Abra- ham æfingarnar og hljómsveit arstjórn. Þjóðleikhússtjói’i kvaðst í fvrra, á norræna leikhússtjóra fundinum í Helsingfors, hafa '/akið máls á slíkri heimsókn við fx'amkvæmdastjóra Stokk- .hólmsóperunnar; hefði hann tekið þeirri málaleitan vel. og síðan hefðu staðið yfir þeir samningar, er nú hafa tekizt. Ekki þarf þjóðleikhúsið að greiða gestunum önnur laun en dagpeninga fyrir dvalar- kostnaði þá tíu daga. sem þeir dveljast hér og ferðakostnað. Gerði þjóðleikhússtjóri ráð fvi'ir að íslenzk flugvél yrði tekin á leigu til þess að sækja gestina og flytja þá heim aft- ur, en alls verða 30—40 manns í förinni. Með samningunum um heim sókn þessa kvað þjóðleikhús- i.tjóri það hafa vakað fyrir tér, að leikhúsið gæfi mönnunx Snjékðma og irosl 1 norðan og áustan- lands í fyrrinéli NORÐAUSTANÁTT með ; allmikilli veðurhæð, „snjó- komu og frosti var um allt Austurlaiid og austanvert Norðurland í fyrrinótt. Veð- urhæðin var þetta 6—8 viud stig, frostið vdða 2—3 stig, en mést 9 stig á Grímsstöð- um á Fjöllum kl. 9 í gær- morgun. Annars staðar á landixiu 1 var betra veður, en þó kall. i I Reykjavík var 5 stiga frost í fyrrinótt og um hódaginn í gær komst hitinn ekki nema rétt upp fyrir frost- ; mark. j Ekki taldi veðurstofaix, er blaðið átti tal við hana í gærkveldi, að líkur væru á, að væður breyttist neitt til muna til batnaðar næstu dægrin. þannig kost á að kynnast þeim leikhúslistgi-einum, sem við hefðum enn ekki tök á að sýra sjálfir. Stokkhólmsóperan væri og talin ein hin fremsta í sinrii röð, og til mai'ks um það væri, að fjói'ir aðalsöngvarar henn- ar störfuðu ýmist við hana eða Metropolitan óperuna í Nev/ York, þeir Set Svanholm, Jusse Björling, Torsten Ralf og Joel Berglund. Þjóðleikhússtjóri kvaðst og hafa farið þess á leit við forráðamenn konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, að hin kuxfna listdanssveit leik hússins kæmi hingað í heim- sókn, en þeir hefðu talið, að sú för yrði þeim of kostnaðar- söm. LEIKFLOKKI HÉÐAN BOÐ- IÐ TIL EDINBORGAR. Þá kvað þjóðleikhússtjóri forráðamenn tónlistahátíðar- innar í Edinboi’g hafa boðið þjóðleikhúsinu að senda þang- að leikflokk, li—12 manna, sem ætlast væri til að flytti þar leikþátt á ensku. Kvað nann þjóðleikhúsið ekki sjá sér fært að taka því boði vegna kostnaðar og þd helzt íyrir þá sök, að leikflokkar frá þjóðleikhúsinu myndu aðeins leika á íslenzku, ef til þess kæmi, að þeir sýndu erlendis. NÝTT LEIKRIT í MAÍLOK. Næsta viðfangsefni þjóðleik hússins verður sjónleikurinn ,Óvænt heimsókn* eftir Priest- ley, undir leikstjórn Indriða Waage. .Hefjast sýningar á honum um mánaðamótin maí og júní, að öllu forfallalausu. Upphaflega hafði verið.ákveð- ið að taka þá til sýningar sjón leikinn „Konu ofaukið“ eftir K. Sönderby, en þar eð Arndís Björnsdóttir átti að fara þar með aðalhlutverkið, getur ekki af því orðið. Leikhlé verður frá 1. júlí til 1. september, en þá hefjast sýningar tveggja nýrra sjónleikja, og eru æfing ar þegar hafnar. MENNINGARSJÓÐUR* ÞJÓÐLEIKHÚSSINS. Eins og kunnugt er stofnaði þjóðleikhússtjóri sjóð til náms styrkja til handa leikurum og öðrum starfsmönnum þjóð- Guðbjartur Kristinsson. Hnefaleikamót íslands er í kvöld í KVÖLD kl. 8,30 verður hnefaleikameistai’amót íslands háð í íþi’óttahúsinu við Háloga land. Keppt verður í 6 þyngdar- flokkum, og eru keppendur 12, frá Ármanni, ÍR og KR. Enn fremur verða tveir aukaleik- ir. í léttþungavigt keppa Al- fons Guðmundson, Á, og Grét- ar Árnason, ÍR. f millivigt Birgir Þorvaldsson og Krist- ján Pálsson, báðir úr KR. í léttvigt keppa Jón Norðfjörð, KR, og Björn Eyþórsson, Ár- manni. Þessi leikur verður að öllum líkindum einn af beztu leikjum mótsins, og eru kepp- endurnir mjög svipaðir, og því erfitt að spá úrslitum. í létt- vigt keppa Gissur Ævar og Sigurður Jóhannsson, báðir úr Ármanni. í flugvigt keppa Birgir Egilsson, KR, og Gísli Sigurhansson, KR. í fjaður- vigt keppa Guðbjai’tur Krist- insson, KR- og Sverrir Sig- urðsson. Ferðir verða frá ferðaskrif- stofunni frá klukkan 7. leikhússins. Hafa sjóðnum bætzt margar góðar gjafir og nemur hann þegar 22 000 krón um. Ein stærsta gjöfin er frá dr. Birni Þórðarsyni, fyrrver- andi ráðherra, kr. 8000, en það er fé, sem nokkrir vinir hans gáfu honum í tilefni sjötugs- afmælis hans, í því skyni, að hann ráðstafaði því sjálfum sér til ánægju. Kveður dr. Björn í gjafabréfinu, að hvorki sé um fórn eða slíkt að ræða, heldur ráði löngu liðin atvik þessari ráðstöfun sinni. „Sjón er sögu ríkari", ný kvikmynd eftir .Loft, sýnd í Gamla Bíó Safn mynda, er sýnir ýmsa íistamenn. „SJÓN ER SÖGU RÍKARI“, nefnist smámyndasafn, sem Loftur Guðmundsson byrjar sýningar á í Gamla Bíói annað kvöld. Er þetta kvikmynd með tónum og tali, og sýnir ýmsa listamenn þjóðarinnar, bæði leikara, tónlistarmenn, listdans- ara oít sönxrvara. Vélskipið Elsa sekkur, fullhlaðið vörum ti! Vestfjarða. Mann- björg varð. VÉLSKIPIÐ ELSA sökk í fyrrinótt suðaustur af Malar- rifi. Mannbjörg varð. Skipið var fulllestað vörum, sem áttu aö fara til hafna á Vestfjörð- um, og fóru þeir niður með skipinu. Laust eftir hádegið á mið- vikudaginn, sendi Elsa út neyðarskeyti og bað um að- stoð. Þá var skipið statc suður af Arnarstapa og mikill leki kominn að því. Vélskipið Víðir frá Akranesi var þarna nærstatt og fór Elsu til aðstoðar, og var allmikill sjór kominn L skipið, þegar Vígir kom að því. Fóru menn- irnir af Elsu um borð í Víði, og komið var fyrir dráttar- taug milli skipanna, og ætlaði Víðir að freista þess að draga EIsu til hafnai’, en brátt var fyrirsjáanlegt að skipnu yrði ekki bjargað, og sökk það um kl. 1 í fyrrinótt, en nokkru áð- ur en það sökk slitnuðu drátt- arvírarnir milli skipanna. Skipið var fulllestað vörum og fóru þær allar niður með því, að undanteknum um 100 tunnum af benzíni og olíu, sem voru á þilfari, og unnt reyndist að bjarga um borð í Víði. Ekki er vitað, hvað orsakað hefur lekann, en Elsa var orð- ið gamalt skip. Þessa dagana eru myndir úr kvikmyndinni til sýnis í. glugga Bókaverzlunar Sigfús- ar Eymundssonar. í formálsorðum í sýningar- skránni segir Loftur meðal anxi ars, að þessi mynd sé eins kon- ar tilraun, þar sem ráðizt sé í að kvikmynda með hljómlist. Þeir listamenrí og skemmti kraftar, sem koma fram í kvik- myndinni, eru flestir lands- mönnum kunnir. Kynnir í myndinni er Har- aldur Á. Sigurðsson leikari, en einstakir listamenn aði’ir, sem koma þar fram, eru m. a.: Bala ur Kristjánsson, jazz-píanó Halli og harmonikan, Bragi Hlíðberg harmonikusnillingur. Viðar, 13 ára jazzisti, KK-sex- tettinn, frá tízkusýningunni á .Reykjavíkursýnignunni, Þór- unn Jóhannsdóttir við píanóið. Magnús Jónsson söngvari, Sig- ríður Ármann og yngstu nem- endur hennar, Jórunn Viðar píanóleikari, Þuríður Pálsdótt- ir söngkona, Rögnvaldur Sig- urjónsson píanóleikari, og loks er dúett úr La Traviata, sung- inn af Þuríði Pálsdóttur og Magnúsi Jónssyni með aðstoð hljómsveitar undir stjórn Ro- berts Abraham. Ýmis fleiri atriði eru í mynd inni, sem of langt væri upp að telja. Framsókn vill sfórhækka benzín í Reykjavík Drengur fótbrotnar á Skúlagötu ÞAÐ SLYS vildi til á Skúla- götunni á móts við húsið nr. 72 á fimmtudaginn, að þi’iggja ára drengur varð fyrir rafsuðuvél eða pressu, sem dregin var af vörubifreið. Fótbrotnaði dreng urinn og var fluttur á spítala, en síðan heim til sín. Drengur- inn heitir Þórir Sverrir Helga- son, til heimilis í Miðtúni 16. Slysið mun hafa orðið klukk an rúmlega 2, og eru þeir, sem kynnu að hafa verið sjónar- vottar að því, beðnir að hafa tal af rannsóknarlögreglunni. ----------♦----------- SLÖKKVILIÐIÐ var í gær kvatt að Laugavegi 3, húsi Andrésar Andréssonar. Hafði þar kviknað í bréfarusli í mið- stöðvai’klefa og var eldurinn strax slökktur. FRUMVARP Framsóknar- manna um verðjöfnun á ben- zíni, sem neðri deild alþingis ræddi í gæi’, mundi hafa þær I afleiðingai’, að benzín stór- hækkaði í verði í Reykjavík, auk þess sem setja þyrfti á stofn nýtt ski’ifstofubákn til að stjórna verðjöfnuninni. Stefán Jóh. Stefánsson sagði í ræðu um þetta mál, að verð- lagsyfirvöldin hefðu það í hendi sinni að samræma ben- zínverð á öllu landinu, og ætti því að vera nóg að þingvilji í þá átt kæmi fram, og hefðí hann því ásamt nokkrum öðr- um þmgmönnum borið fram þingsályktunartillögu þess efn- is. Taldi Stefán óráðlegt að leggja á vei’ðjöfnunargjald, enda taldi hann að vinna mætti upp verðjöfnunina á kostnað olíufélaganna með lægri álagn- ingu. Auk þess gerir tillaga þeirra Stefáns einnig ráð fyrir verðjöfnun á brennsluolíum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.