Alþýðublaðið - 25.02.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐiÐ Sunnudagur 25. febrúar 1951 $-bIIS.sSís^^Aw-"vkSm Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnai'símar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími 4900. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Vargar í véum Hver er munurinn? í Bandaríkjunum veltir sér fámennur hópur auðkýfinga í alls nægtum meðan milljón- ir af óbreyttu alþýðu- fólki verða að þola skort og kúgun og lifa í stöðugum ótta við morg undaginn. New Times, Moskvu 8. sept. 1948. í lýðræðislöndunum ^ er það raunverulega ^ auðvaldið, sem ræður. ( Þar velta sér fáein S hundruð manna í ótrú- S legum auðæfum. Til al- S þýðunnar sem slíkrar er S ekkert tillit tekið. J S Adolf Hitler S 10. des. 1940. S S BIFREIÐASTJÓRAR hjá stöðvunum og strætisvögnunum munu nú vera 800 í bænum, þar af 65 strætisvagnastjórar, 330 hjá Hreyfli, 115 á öðrum stöðvum, 250 hjá Þrótti og 35 hjá sendibifreiðastöðvunum. * * * í stríðslok voru vörubíl- stjórar 400, en eru ennþá taldir helming of margir fyrir vinn- una. * * * Bifreiðum á bifreiðastöðvunum fækkaði um 50 á síðasta ári og er búizt við fækkun um 20—30 fyrstu mánuði þessa árs. * * * Við ráðningu bifreiðastjóra á Keflavíkurvöll seint á s.l. ári kom í ljós. að 60 sóttu. Einn blómlegasti aívinnuvegur landsins þessa dag- ana er útflutningur á brotajárnL * * * Skipið Auðumla (áður Hrímfaxi) hefur verið gert upp tii þess eins að flytja járnið. TVISVAR sinnum eru kom- múnistar á tveimur árum bún- ir að leika þann leik að strika um þriðjung Dagsbrúnarmanna út af kjörskrá við stjórnarkjör í félaginu til þess að tryggja sér áframhaldandi völd í því; og þessu hafa þeir ekki get- að leynt, því að í bæði skiptin höfðu þeir aðeins örfáum mán- uðum áður látið fara fram í fé- laginu fulltrúakjör á alþýðu- sambandsþing og þá talið 3300 manns á kjörskrá; og við þá fé- lagatölu var fulltrúafjöldi Dagsbrúnar á tveimur síðustu alþýðusambandsþingum, 1948 Og 1950, miðaður. En við eftir- farandi stjómarkjör í félaginu brá svo einkennilega við í bæði skiptin, í ársbyrjun 1949 og 1951, að tala Dagsbrúnar- manna á kjörskrá var allt í einu komin niður í 2400. Höfðu þannig um 900 manns verið strikaðir út af kjörskrá áður en gengið var til stjórnarkjörs í félaginu, þó að þeir væru tald- ir fullgildir félagar, er kosnir voru fulltrúar fyrir félagið á alþýðusambandsþing! Það fer ekkert á milli mála, að þannig hafa stórkostleg svik verið höfð í frammi af komm- Únistum við tvö síðustu stjórn- arkjör í Dagsbrún. Þeir hafa ekki þorað að eiga undir því, að allir Dagsbrúnarmenn gætu tekið þátt í stjórnarkjöri í fé- laginu, og því strikað svo marga pólitíska andstæðinga sína út af kjörskrá, að komm- únistum væri sigurinn nokk- urn veginn viss með því fylgi, sem þeir hafa haft við allsherj- aratkvæðagreiðslu í Dagsbrún síðustu árin; en það hefur verið um 1300 manns. Því hefur þeim ekki þótt öruggt að láta fleiri vera á kjörskrá við stjórnarkjör en 2400! * Þennan leik léku kommún- istar í Dagsbrún, sem sagt, við stjórnarkjör í félaginu í árs- byrjun 1949 og aftur í byrjun þessa árs; og má það alveg dæmalaust heita að slíku skuli vera unað í verkalýðshreyfing- unni. En kommúnistar taka það að sjálfsögðu sem öruggan vott þess, að þeim sé óhætt að færa sig upp á skaftið. Þannig verður nú ekki annað séð, en þeir hafi tekið upp svipuð vinnubrögð við það stjórnar- kjör, sem hófst í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, í gær. Kærum rigndi þegar í fyrradag yfir Alþýðusamband- Íð út af því, að starfandi verk- smiðjufólk, sem kommúnistar telja sér pólitískt andvígt, hafi verið strikað út af kjörskrá fé- lagsins, og telst svo til, að þeir hafi strikað um. 400 manns út af kjörskrá þess, áf 1100, sem voru á kjörskrá, er kosið var til alþýðusambandsþings í félag-" inu síðastliðið haust. Hins veg- ar munu þeir hafa tekið um 200 manns á kjörskrána í stað- inn; og þarf ekki að efa, að þeir muni telja sig vissa um fylgi flestra þeirra. Kommúnistum þykir að sjálf sögðu mikið við liggja við þetta stjórnarkjör í Iðju. Þeir töpuðu fulltrúakjörinu þar til alþýðusambandsþings í haust, og þar með meirihlutanum í fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Nú á að hindra, að stjórnarkjörið fari éins; og því beita þeir þeim bolabrögðum, sem hér hefur verið frá skýrt. * En fyrr má vera óskamm- feilni, en að slíkar lögleysur og slíkt ofbeldi sé við haft í sam- tökum verkalýðsins til þess að tryggja minnihlutanum völd í þeim. Og það verður að segjast hreinskilnislega og afdráttar- laust, að ef samtökin sjálf geta ekki tryggt meirihlutann gegn slíku gerræði hins kommúnist- íska minnihluta, sem bersýni- lega svífst einskis bæði til þess að ná völdum og halda þeim, þá verður að setja landslög um kosningar í verkalýðsfélögun- um, svo að meirihlutinn geti náð rétti sínum — fyrir dóm- Etólunum, ef ekki annað nægir. Verkalýðssamtökin mega ekki una því lengur, að-lítill hópur ósvífinna ævintýra- manna, sem neitar að virða öll félagslög og reglur, eyðileggi álit þeirra og áhrifavald með öðru eins framferði og því, sem lcommúnistar eru uppvísir að, bæði í Verkamannaféláginu Dagsbrún og félagi verksmiðju fólks í Reykjavík, Iðju; og hinum lýðræðissinnaða meiri- hluta í samtökunum ber sið- ferðisleg skylda til þess að hrífa þau úr höndum slíkra varga og binda í eitt skipti fyr- ir öll enda á slík vinnubrögð innan vébanda samtakanna. Það væri vel, ef settar reglur samtakanna sjálfra nægðu til þess; en geri þær það ekki,. verður að vinda bráðan bug að | því að setja landslög til þess að tryggja lýðræðið í verkalýðsfé- lögunum. Fyrirlestur um rélt- arstðSu kvenna PRÓFESSOR ÓLAFUR JÓ- HÁNNESSON flutti fyrirlest- ur á miðvikudaginn í I. kennslu stofu háskólans um réttarstöðu kvenna, og var fyrirlesturinn fluttur að tilhlutan Kvenn- réttindafélags íslands. Prófessorinn ræddi um rétt- arstöðu kvenna fyrr meir eftir íslenzkum lögum, bæði varð- andi fjárræði, erfðamál, hjú- skaparlög og opinberan rétt. Síðan ræddi hann hvernig rétt- araðstaða kvenna væri nú í þessum málum. Sagði hann að rétthæfi karia og kvenna væri nú það sama. Hins vegar skorti enn á framkvæmd fullnaðar- jafnréttis t. d. í launamálum. Tekið við fyrirfram greiðslu úlsvara ÚTIBÚ Landsbanka íslands við Langholtsveg, sem nýlega hefur verið opnað, mun fram- vegis taka við fyrirframgreiðsl um á útsvörum og fasteigna- gjöldum fyrir bæjarsjóð og enn fr$mur iðgjöldum til Sjúkrasamlags Reykjavíkur. •— í ráði er, að Rafveita Reykja- KOSTNAÐUR við íþróttastarfsemina í Reykjavík einni nam 2 595 000 krónum s.l. ár, og nam opinber styrkur aðeins 472 000 kr. af því. * * * Tekjur af íþróttamótum voru 765 000, styrkir 472 000 og urðu því forráðamenn íþróttafélaganna að útvega 1 358 000 kr. í viðbót. * * * Það er von að Bakkus væri freistandi! VESTUR-ÍSLENDINGAR heimta nú íráðherra í stjórn Manitobafylkis, og telja sig hafa sama rétt til þess og Skotar. * * * Einar Páll skrifar hressilegan leiðara um þetta í Lögberg og vill fá heilbrigðismálin og fiskveiðarnar. * * * Hann segir: „Svo mun tryggast verða um góðan orðstír afkomenda ís- lenzkra frumherja, í þessu landi, að þeir varðveiti hollan ættarmetnað og stefríi á brattans fjöll.“ Klósettpappír mun nú loksins vera væntanlegur til landsins innan skamms. * * * En kunnugir segja, að hann verði svo dýr, að sennilega muni borga sig að nota bankaseðla. LANDSBANKAMENN eru nú orðnir hræddir við hreyf- inguna um stofnun sérstaks seðlabanka, þegar sá óvenjulegi viðburður gerist, að framkvæmdastjórn bankans öll tekur sér penna í hönd og ræðst fram á ritvöllinn til að berjast við fylgjur hins nýja seðlabanka! PÁLL KOLKA læknir vann sér miklar vinsældir, meðan hann dvaldist meðal Vestur-íslendinga, en hann mun nú ann- að hvort nýkominn eða- væntanlegur innan skamms. * • * Honum hafa verið haldin fjölmörg samsæti og mikið/um hann skrifað í Winnipeg. ÁRANGURINN af austurför Brynjólfs Bjarnason- ar er sagður vera að koma í ljós. * * * Þjóðviljinn fær ókeypis pappír frá Rússum, og kemur Iiann sénnilega að nafninu til frá Þýzkalandi. * * * Þetta er styrkur upp á hálfa milljón á ári, og sennilega pappír, sem Finnar afhenda Rússum sem stríðsskaðabætúr. SPARNAÐARNEFND bæjarins segir, að meðferð mátvæla á Farsóttarhúsinu sé „óskiljanleg eyðsla“ og telur, að spara megi 90—100 þúsund krónur á þessum lið einum. * ,f! Þá vill nefndin fækka starfsfólki þar um tvær stúlkur. Það er rætt um útgerð gömlu togaranna og telja sumir eigendur þeirra öll tormerki á því að koma þeim út. * * * Þó hefur Bæjarútgerð Hafnarfjarðar viðstöðulaust gert „Maí“ út og gerir enn! víkur taki upp slíkt fyrirkomu- lag, þ-ar sem það er til mikils hægðarauka fyrir almenning. inni, sem er tilefni hins mis- heppnaða yfirklórs Tímans í gær. Ónœrgœtni Attlees við Tímann TÍMINN unir því illa, að Al- þýðublaðið skuli gera þjóð- nýtinguna á Bretlandi og árangur hennar að umræðu- efni. Segir hann, að þessi rnál flutningur Alþýðublaðsins sé seinheppinn. En margur mun telja, að það sé einmitt Tím- inn, sem er seinheppinn, og enginn undrast það, þó að hann œiðist því, að íslenzkir blaðalesendur séu ffæddir um staðreyndir þjóðnýtingarinn- ar á Bretlandi eftir að skrif- finnar hans hafa reynt að telja fólki trú um, að brezku jafnaðarmennirnir séu hætt- ir við öll þjóðnýtingaráform. En stjórn Attlees er ekki nærgætnari en það við Tím- ann, að hún þjóðnýtir járn- og stáliðnaðinn til viðbótar kolanámunum og samgöngun um innan lands, hvað sem Tíminn segir. RÖKIN,. sem Tíminn tínir til á móti þjóðnýtingunni á Bret landi, eru vægast sagt lítil- mótleg. Hann segir, að grein Alþýðublaðsins hafi birzt á sama tíma og á var að skella verkfall við járnbrautirnar, sem brezka stjórnin hafi þjóð nýtt, og bætir því við, að mikill kolaskortur sé nú á Bretlandi vegna ónógrar framleiðslu hinna þjóðnýttu kolanáma. En Tíminn mun einn íslenzku dagblaðanna eiga eftir að skýra lesendum sínum frá því, að brezka jáxmbrautardeilan leystist, án þess að til verkfalls kæmi, og járnbrautarstarfsmenn- irnir fengu kauphækkun, er nemur tólf milljónum ster- lingspunda á ári. Og skýring hans á kolaskortinum á Bret landi nær engri átt. Kola- framleiðslan er þar meiri en nokkru sinni fyrr, jafnframt því sem kaupið • er hærra og öryggi verkamannanna ger- breytt til batnaðar. Kola- skorturinn stafar hins vegar af því, að Bretar hafa skuld- bundið sig með viðskipta- samningum til að flytja út meiri kol en nokkru sinni áð- ur og þörfin innan lands hefur reynzt meiri en við var búizt. ALVARLEGAST er þó það, að Tíminn gi-ípur til þess bragðs að beita blekkingum og ó- sannindum í orðakasti sínu við Alþýðublaðið. - Greinar- höfundur hans segir, að Al- þýðublaðið geri nær ekkert að því að flytja frásagmr af stefnu og störfum brezkra jafnaðarmanna, nema þjóð- nýtingunni. Þetta kemur. úr hörðustu átt, því að Alþýðu- blaðið hefur lagt miklu meiri áherzlu á fréttaflutning af jöfnun lífskjaranna á Bret- landi og nýju tryggingalög- gjöfinni þar, en Tíminn eða- nokkurt annað íslenzkt blað, Alþýðublaðið vék að þessum atriðum og fleirum í .grein- ÞAÐ ER SATT, að Bretar hafa lækkað gengið og revnt að halda kaupgjaldi ,í skefjum eins og Tíminn segir. En þó er einnig þessi þátturinn í málflutningi Tímans mjög úti á þekju. Bretar liafa hækkað kaup hinna fátæk- ustu, jafnframt því, sem þeir hafa skert forréttindi hinna ríku og þá fyrst og fremst með þjóðnýtingu kolanám- anna og jám- og stáliðnaðar- ins. Verkamenn eru fúsir til að leggja hart að sér og sýna fómfýsi, þegar þeir verða var ir við slíka viðleitni stjórn- arvaldanna. Þeim er Ijóst, að þeir eru að búa í háginn fyr- ir framtíðina. En hér á landi gerist það, að hinir fátæku eru gerðir fátækai'i og hinir ríku ríkari. Og flokkurinn, sem Tíminn er málgagn fyr- ir, ber sinn stóra bróðurskerf af ábyrgð þeii'rar óheilla- þróunar, EF TÍMINN er í einhverjum vafa um þetta, þá ætti hann að afla scr ppplýsinga um dýrtíðina á Bretlandi annars vegar og ísíandi hins vegar. Og jafnfrarnt ættu skrif- Framh. á 7. síðu. |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.