Alþýðublaðið - 11.04.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.04.1951, Blaðsíða 8
Gerizt ásSírifendur að AlþýðubSaSinu. Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- ið í sími 4900 og 4903 Miðvikudagur 11. apríl 1951. Börn og unglingac Komið og seljið Alþýðublaðið Al'lir vilja fcaupa Alþýðubíaðiðl 13 togarar eru á ísfiskveiðum, en aliir hinir Iegg.|a aflann upo innan lands. FRÁ ÁRAMÓTUM liafa íslenzkir togarar selt 96 sinnum í Bretlandi fyrir samtals 45—46 miFjónir króna. Undanfarió hefur ísfiskmarkaðurinn verið fremur óstöðugur og í gær- morgun féll verðið töluvert, en þá seldu tveir togarar héðan, Jörundur fyrir 5895 pund og Marz fyri 8874 pund. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK í KRON og annað flokks- fóllc, sem áhuga liefur fyrir því, að hnekkja pólitísku veldi kommúnista í félag- inu, er vinsamlega beðið um að hafa samband við skrif- stofu Alþýðuflokksins strax í dag. Skrifstofan verður op- in frá kl. 9 f. h. til 10 e. h. Símar skrifstofunnar eru 5020 og 6724. Hæsiu vinningar í happdræflinu. I GÆR var dregið í fjórða flokki happdrættis háskólans. • Fara hér á eftir númer hæstu vinninganna. 25 bús. kr. Nr. 18925. Fjórð- j ungsmiðar seldir í umboði El- J íasar Jónssonar. 10 þús kr. Nr. ‘ Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna, stunda nú 13 ís- lenzkir togarar ísfiskveiðar. þar af eru nú 7 á veiðum. 4 eru á ieið heim frá Englanrii og 2 eru í Englandi, Marz og' Jörundur, sem se’.du í ga;r. Allir hinir togaramir fiska fyrir innlendan markað, ým- ist fyrir verksmiðjur eða í salt. Togararnir, sem nú eru á ís- fiskveiðum eru þessir: Elliðaey, Svalbakur, Karls- efni, Röðull, Elliði, Maí, og eru þeir allir á veiðum, og auk þess Egill Skaragrímsson, sem fór á ísfiskveiðar í fyrradag, en hann hefur lagt afia sinn upp í Reykjavík úr 4—5 síð- ustu veiðiferðum. — Á leið heim frá Englandi eru Geir, ísólfur, Jón forseti, og ef til vill Jón Þorláksson, en hann hefur verið til viðgerðar ytra. Loks eru Jörundur og Marz staddir í Englandi, en munu leggja af stað heim í dag. 9323. Fjórðungsmiðar, % seldir hjá Pálínu Ármann í Vajþar- húsinu og 14 í Bækur og rit- íöng, -Laugavegi 39. 5 .þús. kr. Nr. 19957. Fjórðungsmiðar 2/4 seldir hjá Andrési Þorvalds- syni og 2, 4 hjá Helga Sivert- .sen. Hér í Reykjavík leggja nú 10 togarar upp afla sinn, og eru það þessir: Ha’.lveig Fróða- ’ dóttir, Skúli Magnússon, Ing- ólfur Arnarson, Þorsteinn Ing ólfsson, Helgafell, Hvalfell, Úranus, Néptúnus, Akurey og Tryggvi gamli. Bæjarbrunl í Skagafirii BÆRINN Steinholt í Staðar sveit í Skagafirði brann til kaldra kola á sunnudaginn. Nokkru af innanstokksmunum tókst að bjarga og einnig heppn aðist að verja gripahús og hlöðu, er nálægt bænum stóðu. Eldsins varð vart um miðjan daginn, en húsið brann til grunna á einni klukkustund. Þetta var timburhús, lágt vá- tryggt. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. ÞJÓFNAÐUR var frarninn í einkaíbúð að Vitastíg 10 í Hafn arfirði á súnnudagskvöldið. Var stolið þar 7000 krónum. Húsið var mannlaust frá klukk an hálfellefu um kvöldið til rpiðnættis og mun þjófnaður- inn hafa verið framinn þá og þjófurinn komizt inn um glugga. I Hafnarfirði leggja þessir togarar upp: Fylkir, Bjarni riddari, Surprise og bæjarút- gerðartogararnir Júní og .Júlí. Á Akranesi leggur Bjarni Ólafsson upp, í Keflavík Kefl- víkingur, á Patreksfirði Ólaf- ur Jóhannesson, á ísafirði ís- borg, á Siglufirði Garðar Þor- steinsson, á Akureyri Kaldbak ur, í Neskaupstað Egill rauði og í Vestmannaeyjum Bjarn- arey. Sfaemmttkvðld 11. hverfisins ELLEFTA hverfi Alþýðu ílokksfélags Reykjavíkur heldur spila- og skemmti- kvöld kl. 8 s.d. annað kvöld í Þórscafé. Til skemmtunar verður: Félagsvist, kaffi- drykkja, Gylfi Þ. Gíslason alþingismaður flytur ræðu, Loftur Guðmundsson blaða maður les upp. A’It Alþýðuflokksfólk er velkomið níeðan húsrúm leyfir. Ma:íið stundv/slega j og takið jneð ykkur spil. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Bærinn reiðubúinn að ondirrita samninga við hana á sama grundveili og við VerkakvennaféS. Framtíðina. --------4--------- HAFNARFJARÐARBÆR og Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar hafa nú undirritað sarrininga við Verkakvenna- félagið Framtíöina í Hafnarfirði um fulla dýrtíðarupp- bót á kaupið, þó með þcim sjálfsagða fyrirvara, að geri félagið síðar samninga' við aðra atvinnurekendur á öðr- um grundvelli, gildi þeir einnig fyrir bæinn og bæjar- fyrirtækin; en um gilditöku samninganna er sá fyrirvari gerðui;, að þeir skuli ganga í gildi strax, þegar ekki ev lengur unnið hjá öðrum atvinnurekendum fyrir lægra kaup eða lakari kjör en samningarnir kveða á um við bæjar- fyrirtækin, eða strax og verkfall hefst hjá öðrum at- vinnurekendum, en sem kunnugt er, hefur vérkakvenna- félagið boðað verkfall lijá öðrum atvinnurekendum 19. þ. m. Á þessum grundvelli hafa Hafnarfjarðarbær og Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar einnig boðizt til þess að undir- rita samninga um fulla dýrtíðaruppbót nú þegar við Verkamannafélagið Hlíf, enda þótt það hafi fresíað boð- uðu verkfalli sínu um óákveðinn tíma. En svo merkilegt sem það má virðast, felldi Hlíf á félagsfundi á sunnudag- inn, að vísu með mjög litlum atkvæðamun, að uudirrila samninga við bæinn á þessum grundvelli. Meirihluti fund- arins, sem reyndist skipa'ður íhaldsmönnum og kommún- istum, vildi aðeins undix-rita samninga við bæinn, ef greiðsla fullrar dýi'tíðaruppbótar yrði hafin strax, enda þótt fundurinn hefði samþykkt áður að fresta verkfalli hjá öðrum atvinnurekendum um óákveðinn tíma! S s s s s s s 'S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s Fyrstu opinberir íónleikar ungs celloleikara annað kvöld. EINN YNGSTI og cfnileg- asti cel’óleikari okkar, Eiixar Vigfússon, heldur fyrstu opin- beru tónleika sína í Gamla Bíói annað kvöld, fimmtudag. Er liann aðeins 24 ára gamall og lauk prófi við Royal Collega af Music í Londou fyrir tveim árum. Einar stundaði fyrst nám við Tónlistarskólann hér í Reykja- vík, en fór að loknu prófi til London og var þar í þrjú ár. Er Royal College of Music einn af stærstu og' beztu tónlistarskól- um Breta, og eru meðal annars tvær stórar symfóníuhljóm- sveitir í skólanum. Var Einar orðinn fyrsti cellóleikari í ann- arri þeirra, er hann lauk námi í skólanum, og sýnir það vel! að forráðamenn skólans höfðu á honum milila trú. Síðan Einar kom heim, hef- ur hann tekið mikinn þátt í tónlistarlífi bæjarins og leikið í symfóníuhljómsveitinni og ýmsum minni sveitum. En ann- að kvöld kveður hann sér opin ■ Einar Vigfússon. berlega hljóðs í fyrsta sinn. Frú Jórunn Viðar verður við flygilinn á hljómleikum Einars. Af viðfangsefnum hans má nefna Kol Nidrei eftir Max Bruck, sónötu eftir ungverska tónskáldið Dohnanyi og hið þekkta Adagio og Allegro úr cellósónötu eftir Boccherini. Nemur hundruðum þúsunda á fáum dögum, og ágengni logaranna kennt um Frá fréttaritara Alþýðublaðsins VESTM.EYJUM í gær. BÁTAR héðan haí’a orð ið fyrir mifclu veiðarfæra- tjóni síðustu daga vegna ágengni togara á miðun- um. Voru einfcum mikil brögð að þessu í nótt og j dag, og nemur tjónið þeg- ar hundniðum þúsunda króna, auk aflatjóns og sk'aðlegra lafa, sem þetta veldur bátaútveginum. Netavertíðin hefur verið fremur slæm og aflabrögð lé- leg, unz bátarnir tóku að sækja vestur á Selvogsbanka fyrir nokkru. Glæddist afli þá heldur, en veiðarfæratjónið hefur verið þeim mun baga- legra. Þannig nxissti e'inn bátur- inn fjórar trossur í dag, eii hver trossa er 15—18 þús- und kióna virði, svo að alls nemur tjón þessa eina báts Ixvorki meii-a né minna en 60—70 þúsundum króna í einum róðri. Veiðarfæratjón þetta hefur svo að segja að öllu leyti orð- ið af völdum togara, og kenna formennirnir íslenzku nýsköp- unartogurunum þar mest um. Segja þeir aðvaranir til togar- anna hafa að mestu leyti. reynzt gagnslausar. Ágengni þeirra er svo mikil, að varð- skipið Ægir hefur ekki neitt við ráðið, og gera Vestmsnna- eyingar nú gangskör að því, að honum verði fengið annað skip til aðstoðar við gæzlu- starfið. Þess má geta, að tog- ararnir eru skaðabótaskyldir, ef þeir verða sannir að veið- arfæraskemmdum, og munu ska'ðabótamál verða höfðuð á nokkra þeirra vegna þessara atburða. VERSTA VEÐUR. Versta veður er í Vestmanna evjum í dag, stórviðri og snjó- koma. PÁLL. FUNDUR verður í kvöhl kl. 8,30 í mál£jMidadeild Fé- lags uiigra jafixaðarmanxxa í skrifstofu félagsins, Alþýðu liúsinu við Ingólfsstræti. Umræ'ðuefni verður: Stjórn- arskrármálið, framhaldsum- ræður. Félagar mæti stund- víslega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.