Tíminn - 01.02.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.02.1964, Blaðsíða 9
nýja stjómin gæti orBlð réttnefnd heimastjórn óháð Dönum 02 dönsk um áhrifum svo sem framast mætti verða. ísafold tók fregninni hins veg- ar með dræmingi og kvað ekki alla ánægða með ráðherravalið, en svo mundi hafa orðið, hver sem valinn hefði verið og skyldu menn ekki kippa sér upp við það, þótt andmæli heyrðust. Hitt væri rétt að viðurkenna, að Hannes Haf- stein hefði marga góða hæfileika sem vonandi fengju að njóta sín fyrir óboðnum ráðgjöfum, ótíma- bærum andróðri og úreltum flokka ríg. Svo leið tíminn fram til 1. febrú- ar 1904, Hannes vann að þeim breytingum, sem nauðsynlegar voru og hafði komið mörgum þeirra í kring 1. febrúar. Stjórn- arskiptaathöfninni sjálfri hef- ur verið lýst hér að framan með orðum Kristjáns Albertssonar. Um kvöldið var efnt til samkvæmis í Iðnaðarmannahúsinu, bæði til þess að kveðja fráfarandi stjórn, lands höfðingjann, og heilsa hinni nýju, ráðherranum ,og samstarfsmönn- um hans. ,,ÉG HEF VERIÐ KONSERV ATIV“. í kvöldveizlu þessari flutti Magn ús Stephensen, hinn síðasti lands- höfðingi á íslandi, merkilega ræðu — sem bregður ljósi á gerð þessa sérkennilega manns og birtir mannkosti, sem virðast allsjald- gæfir, heiðarleika í hugsxm og samvizkuvitund gagnvart þjóð sinni. Hann sagði: „Þegar landshöfðingjaembættið losnaði fyrir 18 árutn, og mér var boðið að verða eftirmaður Bergs Thorbergs, var ég í miklum vafa nm, hvort ég ætti að taka því boði. Ég hafði aldrei haft ágirnd á því embætti, bæði af því að ég fann mig ekki mann til að þjóna því, og af því að mér hafði alltaf fundizt, að landshöfðinginn — ef ég mætti svo að orði kveða — væii eins og lús á milli tveggja naglá, naglarinnar á Alþingi og naglarinn ar á stjóminni . . . Það er alls ekki nóg til að vera nýtur lands- höfðingi, að vera þolanlega hæfur ,,administrativ“ — embættismað- ur, að geta leyst viðunanlega af hendi hin daglegu embættisstörf, það er heimtað meira af lands- höfðingjanucn, einkum þegar ráð- gjafinn er danskur maður, ókunn ugur landinu, ókunnugur meinum þess og þörfum, og þess vegna ófær um að finna hin réttu ráð til að bæta úr þeim. Þetta hef ég fundið mjög vel, en það, sem mig hefur vantað sérstaklega, það er ,,initiativ“ (frumkvæði) skap- andi hugsjónir og aðrir hæfileik- ar til að ryðja nýjar framfara- brautir. Ég hef verið lítið, sjálf- sagt of lítið, fyrir miklar breyting ar, ég hef verið konservativ, sjálf sagt of konservativ. Ég vona, að ég hafi ekki gert mikinn beinlín- is skaða, en vitanlega mikinn ó- beinlínis skaða með því að gera ekki það, sem heimta mátti af mér. Ég hef viljað reyna að vera rétt- látur og óhlutdrægur í úrskurðum mínum og tillögum til yfirboðara minna . . . Ég hef haft augun op- in fyrir ýmsum helztu þörfum þjóð arinnar, en ég hef ekki getað fundið hin réttu ráð til þess að ráða bót á þeim . . . En þrátt fyr- ir allt þetta dirfist ég að hafa þá ímyndun, að ég sé eins góður ætt- jarðarvinur eins og hver óvalinn íslendingur. Þess vegna gleðst éfy af því, að stjórn landsins er nú komin í hendur þess manns, sem hefur þá hæfileika, sem mig hefur vantað, til að efla heill þjóðarinn- ar og ryðja nýjar framfarabraut- ir og þar að auki hefur það vald, sem útheimtist til að koma sínum hugsjónum til framkvæmdar". Hannes Hafstein hinn nýi ráð- herra flutti einnig ræðu, hógværa, einlæga og sáttfúsa, þó að hún væri ekki krýnd þeirri kórónu lítillætis í sjálfsmati, sem hæst ber hjá Magnúsi Stephensen“. „Ég vil stuðla að því, að allir kraftar leggist á eitt um að hag- nýta stjórnarbótina sem bezt, — sagði Hannes. Ég hef yfirleitt átt mjög góðum Framhald á 13. síSu. MINNING Fritz Weisshappel í dag fer fram frá Dómkirkjunni útfór Fritz Weisshappel, píanóleik ara, er lézt hinn 28. f. m. eftir erfiða sjúkdómslegu. Fritz Weisshappel fæddist í Vín arborg árið 1908. Hann stundaði tónlistarnám í heimaborg sinni, en 19 ára gamall réðst hann til ís- lands til tónlistarstarfa. Ekki mun hann hafa hugsað til langrar dval ar hér, en þó fór svo, að hann dvaldi hér alla tíð síðan, og hér vann hann sitt ævistarf. Hahn skaut hér djúpum rótum og var trúr og traustur þegn síns nýja heimkynnis, er hann hafði sjálfur valið sér. Árið 1935 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Helgu Waage Weisshappel. Eignuðust þau hjón þrjú mannvænleg börn, sem öll eru nú uppkomin. Á fegurra fjöl- skyldusamband en var milli þeirra hjónanna og barna þeirra verður vart kosið. Fritz var vinmargur maður, enda vinur vina sinna. Óvini hans þekki ég enga, enda í langri viðkynningu ekki vitað hann nokkurs manns óvin. En einn er þó sá hópur, er dýpra mun snortinn við fráfall Fritz Weisshappel en flestir aðrir. Það er hópur íslenzkra söngvara. Við munum fá í þeim hópi, sem ekki höfum átt við hann langt og ó- metanlegt samstarf, sem seint verður fullþakkað. Til hans var gott að leita og á hans hjálp var ætíð hægt að treysta. En þó mun mörgum okkar kannski lengst í minni sú hlýja hönd, er hann rétti fram til stuðnings, er við stigum okkar fyrstu spor á langri og erf- iðri braut. Við kveðjum góðan listamann, góðan vin, góðan dreng. Minningarnar um hann eru all- ar ljúfar. Þorsteinn Hannessou 250 miSIJ. kr. eða hús fyrir ekkert SÍÐASTLIÐINN mánudag fluttl SIGURÐUR JÓNASSON erlndi í útvarpið, f þættlnum „Um daglnn og veginn", þar cem hann ræddi viðhorfið til ráðhúss borgariinnar. Kom hann fiam með þá hug- mynd, að borgin ætti að reisa það 'tóra byggingu á einum stað, að þar kæmist öll stjórnsýsla borgarinnar fyrir. Ekki væri séð fyrir allri þörf stjórnsýslunnar í fyrlrhuguðu ráðhúsi, og yrði eftir sem áður að fara vítt um bæinn að reka erlndi f hinum ýmsu skrifstof- um borgarinnar. f erlndi sfnu taldl Slgurður mlklar líkur fyrlr þvf að Reykjavfkurflugvöllur yrði lagður niður f náinr.i framtfð og opnuðust þá möguleikar á nýrri skipan miðbæjarlns. Með tilliti til þeirra breytinga valdi Sigurður húsi borgarinnar stað sunnan Tjarrsarinnar, öðru hvorum megln við Hringbraut. Sá hlutl erindis- ins, sem fjallaði um ráðhús borgarinnar fer hér á eftir með leyfi höfundar. Fjárlögin 1964 gera ráð fyrir rúmlega 10 millj. kr. kostnaði við rekstur Reykjavíkurflugvallar, en tæplega 6 milljóna króna kostnaði, sem íslendingar þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli fyrir flugum- forðarstjórn þar o. s. frv. Nú eru áætlaðar á fjárlögum 1964 15 milljónir til flugvallargerðar og ör yggistækja. Hluti Reykjavíkur- flugvallar af þessari upphæð myndi sennilega verða 2—3 millj. króna á árinu. Myndi þessi upp- hæð og nokkur hluti reksturskostn aðarins við Reykjavíkurflugvöll því sparast við flutninginn suður á Keflavíkurflugvöll. Vegna þess að mjög miklar líkur eru fyrir því, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður innan mjög fárra, ára, opnast möguleikar fyrir nýtt skipulag Reykjavíkurborgar á öllu svæðinu frá Melunum austur að Fossvogskirkjugarði. Kemur þá sérstaklega til greina að athuga þetta mál í sambandi við stað- setningu á „administrations“- eða stjórnsýslubyggingu fyrir Reykja- víkurborg. Borgarstjórn Reykja- víkur hefur sem kunnugt er sam- þykkt tillögu ráðhússnefndar sinn- ar um að byggja ráðhús fyrir Reykjavíkurborg fyrir hvorki meira né minna en 120 milljónir króna og skuli það standa úti í Tjörninni sunnan Vonarstrætis. Þá er gert ráð fyrir að kaupa 15 hús og lóðir (bærinn á að vísu eitt þeirra sjálfur) og rífa öll húsin, sum þeirra stór steinhús til þess að fá myndarlegan hlaðvarpa fyr- ir ráðhúsið. Hús þau sem kaupa skal og rífa eru að brunamótamati 24 milljónir og 260 þús. krónur, en lóðir þær sem kaupa skal eru samtals 6673 fermetrar. Þessar lóðir myndu kosta nú, ef miðað er við kaup Þjóðbankans 1961 á lóð við Lækjargötu, samtals rúmar 60 milljónir króna. Óvíst má telja, að bærinn geti fengið keypt húsin 15 fyrir brunabótamat og einnig ó- víst, hvort dómstóll myndi meta þau svo lágt þótt til eignarnáms kæmi. En þó svo færi, myndi vart of lágt áætlaður kostnaður við nið- urrif húsanna og umbætur á lóð- unum á 15—16 milljónir króna. — Væri þá kostnaður við húsakaupin orðinn 40 milljónir króna en við lóðakaupin 60 milljónir króna og því samtals kostnaður við kaupin á húsum þessum og lóðum 100 milljónir króna. Nú gerir ráðhús- nefndin sjálf ráð fyrir 120 milljón króna byggingarkostnaði ráðhúss. ins en sú áætlun mun hafa verið gerð í ársbyrjun 1963. Varla mun byggingarkostnaður hafa hækkað minna, þegar byrjað verður á bygg ingunni, en 25% og myndi því ráð húsið varla kosta minna en 150 milljónir króna, enda þótt byrj- að yrði að byggja það í ár. Kostar þá allt ævintýrið þegar kostnaður við húsa- og lóðakaup er talinn með samtals 250 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að upphaflega útsvarsálagningin í Reykjavík árið 1963 var 260 millj- ónir króna. Til þess að leggja út í að byggja þetta mikla og fjárfreka fyrirtæki á borgin 3 milljónir í sjóði og ætlar auk þess að taka 5 SIGURÐUR JÓNASSON milljónir af tekjum sínum á þessu ári, sem skal leggja til byggingar ráðhússins. Þessar 8 milljónir munu hrökkva skammt, og er því vandséð hvaðan féð á að koma til byggingarinnar, nema ætlunin sé að leggja stórfenglegt aukaútsvar á gjaldendur Reykjavíkurborgar ofan á þær 60 til 70 milljónir, sem útsvörm í ár verða' hærri en í fyrra. í þessu sambandi væri fróð- legt að heyra hve miklu fé hefur þegar verið varið í teikningar og annan kostnað við að fullgera ráð- húsplanið. Heyrzt hefur að þessi kostnaður sé orðinn á fimmtu milljón króna. Fjórir arkitektar og þjónar þeirra hafa unnið að teikningunum síðan 2. júlí 1957, meira að segja með erlendri að- stoð um skipulagið. Tveir af arki- tektunum fjórum eru í bygging- arnefnd Reykjavíkur og sá þriðji var í nefndinni til skamms tíma. Auk þess er framkvæmdastjóri nefndarinnar, sem sjálfur er arki- tekt, einnig í byggingarnefnd. í sjálfu sér vantar fullnægjandi skýr ingu á því, hvers vegna samkeppni var ekki látin fara fram hér og er- lendis, t. d. á Norðurlöndum, um uppdrætti að ráðhúsinu. Fyrir nokkrum dögum samþykkti svo borgarstjórnin tillöguna um ráð- húsbygginguna, að heita mátti mótmælalaust og með aðeins 1 mótatkvæði. Sannaðist þar það lögmál Parkinsons, að auðvelt sé að fá samþykkt nálega hvaða mál sem er, ef fjárhæðin sem málið varðar er nógu há. Staðurinn, sem ráðhúsinu hefur verið valinn, 'er að margra áliti ekki sem heppileg- astur. Margir álíta þetta fyrirhug- aða ráðhús alltof stórt fyrir stað- inn, sem valinn var, bæði vegna umferðar og annars. Ætlunin mun vera að leggja niður Vonarstræti sem umferðargötu og flyzt þá um- ferðin norður í Kirkjustræti, sem þá yrði að breikka upp að fótstall- inum á líkneski Jóns Sigurðsson- ar og þannig skerða mjög Austur- völl. Á hinn bógin er það talið mikils til of lítið til þess að full- nægja öllum þörfum borgarinnar fyrir skrifstofupláss o. s. frv. Þá er sú tillaga vægast sagt allundar leg að rífa upp veginn og brúna yfir tjörnina til þess að vega upp- á móti því plássi sem ráðhúsið legg ur undir sig í tjörninni norðan til. En hvers konar bygging er svo þetta ráðhús- Ekki á þetta að verða „administrations" eða stjóra sýslu bygging, sem fullnægi öll- um þörfum borgarinnar. Hjá Reykjavikurborg vinna nú á skrif- stofum um 300 manns en ráðhús- inu er ekki einu sinni ætlað að taka við Ys hluta þess fólks- þeg- ar yfirstjórn borgarinnar, borgar- stjóri, borgarráð og borgarstjóm eru ekki talin með. Einn af ókost- unum við þessa ráðhúsbyggingu verður því að hún stendur í vegi fyrir, að hægt sé að skipuleggja alla skrifstofustarfsemi borgarinn- ar á einum stað í framtíðinni. Skrifstofuplássið í ráðhúsinu er því ekki mikið, þótt sumar skrif- stofurnar séu allstórar, svo sem skrifstofa borgarstjórans sjálfs, sem á að vera 45 fermetrar að stærð. Hitt plássið eru gríðarmikl- ir salir m. a. ráðhússkáli svokall- aður yfir 600 fermetrar að stærð sem er ætlaður fyrir veitingar og veizlur. Ráðhúsinu er því að nokkru leyti ætlað að vera veizlu- salir borgarinnar. En er Reykja- víkurborg nokkur þörf á dýram veizlusölum? Á síðustu áram hef- ur borginni bætzt hver veizlusal- urinn öðrum meiri og dýrlegri og virðist borgin vel geta notað þá fyrir veizlur sinar a. m. k. þang- að til hún hefur leyst önnur hús- næðisvandamál sín á viðunandi hátt. Það sem Reykjavík þarf og á að gera í þessum efnum, er að byggja á einum heppilegum stað, og þá líklega sunnan Tjarnarinnar, öðru hvoram megin við Hringbraut eina allsherjarbyggingu fyrir allt skrif- stofuhald sitt og önnur nauðsyn- leg salarkynni, svo sem borgar- stjórnarsal og smærri sali fyrir fundahöld nefnda borgarstjóraar. í Ameríku mun vera áÚtið að 5 til 7 fermetrar sé nægilegt rúm á mann í skrifstofubyggingu. Hér á landi mun þessi tala vera hærri, eða 12—15 fermetrar á mann, vegna þess að vér vinnum ógjarna í stórum opnum skrifstofum. Fyrir þá 300 starfsmenn sem vinna á skrifstofum Reykjavíkurborgar ættu því’ 4500 fermetrar að duga vel. Ef svo er bætt 60% ofan á þessa tölu vegna fundarsala borg- arstjórnar og annarra nauðsyn- legra salarkynna, þó ekki veizlu- sala, sem ég tel óþarfa, verður fermetrafjöldinn um 7200 samtals, og þó að allt sé ríflega reiknað, ætti rúmmál þessarar byggingar ekki að fara vfir 30.000 rúmmetra Framhald í 13. s(5u. TÍMINN, laugardaginn 1. (ab>úar 1964 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.