Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 1
6 TÍMA VOLK KLETTUNUM 2 ungir Vestmannaeyingar leita í kleítum að týndum manni. Annar þeirra drukknar SK-AA-Vestmannaeyjum, FB-Reykjav,k, 25. maí Milli klukkan 4 og 5 aðfara- nótt sunnudags drukknaði ungur Vestmannaeyingur, Gunnar Finn- bogason, 16 ára gamall. Gunnar hafði verið að klifra í Ofanleitis- hömrum með félaga sínum Kristj- áni Rafnssyni 15 ára, þegar alda reið yfir klettana og þeir félagar soguðust út. Kristjáni tókst að komast í Iand aftur en Gunnar hvarf í hafið. Piltarnir höfðu ver- ið að Ieita að Jónatan Árnasyni, sem hvarf heimanað frá sér á laugardag og hefur ckki komið fram síðan. Um klukkan 5 á laugardag fór Jónatan heimanað frá sér, og sást til hans þar sem hann fór vestur í Hraun. Kl. 20 var farið að óttast um hann, þar eð han hefur ekki verið heill á geðsniunum. Var haf in leit að honum, en hún bar ekki árangur. Um kl. 3 var beðið um sporhundinn frá Hafnarfirði, og hann kom til Eyja klukkutíma síð ar, og rakti hann slóð sem lá vest ur á Hamarinn. Ekki fannst þó Jónatan. Á laugardagskvöldið höfðu síð- FrsmMld á 15 sfSu Myndin hér til vinstri er af hömrunum, sem piltarnir voru að kiifra í, og sést móta fyrir hellunum neðst í þeim. Til hægri er Kristján Rafnsson, sem komst lífs af. (Tímamynd—AÁ). 350 menn traðkaðir til dauða NTB-Lima, 25. maí. íbuar Perú syrgðu í dag að minnsta kosti 350 menn, konur og börn, sem létust í gær á íþrótta vellinum í höfuðborg landsins, Lima. Tilkynnt hefur verið um rúm'Icga 1000 særða. Forseti lands ins hefur skipað þjóðarsorg í landinu og hann hefur einnig numið úr gildi stjórnarskrárrétt- irrdi landsmanna næstu 30 daga. Það voru um 40.000 áhorfendur a knattspyrnuleiknum milli Arg- entínu og Perú, sem fór fram í Lima í gær. Áhorfendur voru mjög æstir, og þegar dómarinn, | Angel Eduardo Pazos, dæmdi ógilt I mark, sem landslið Perú skoraði, j ætlaði allt um koll að reyra. Lög- 1 reglan skarst í leikinn og notaði bæði hunda og táragassprengjur. Greip þá mikil hræðsla mann- 1 fjöldann, og þustu allir að út- gönguhliðunum til þess að forðast sprengjurnar Fjöldi manns var troðinn niður af mannfjöldanum. Einkum voru það þó konur og jbörn, sem hrint var til jarðar og [ síðan troðin fótum. Ólætin héld áfram fyrir utan völlinn og var m.a. kveikt í mörg- um húsum. Hjólbarðaverksmiðja nokkur sprakk í loft upp og bland- aðist reykurinn frá brunanum, reyknum frá táragasssprengjum lögreglunnar og jók mjög hræðslu fjöldans. Öll sjúkrahús í Liina eru yfir- fyllt og varð að leggja marga hinna dauðu á börur fyrir utan sjúkrahúsin svo að ættingjar þeirra gætu komið og nafngreint þá. Juan Leandazuri Ricketts kardi- náli hefur skipulagt sjóðsstofn- un til hjálpar þeim, sem misstu fyrirvinnu sína í ólátunum. Hafa Frambald á 15 síðu '' ' SÍMAMYND. — Táragassprengjurnar springa víðs vegar um áhorfendapallana, sem leika á reiðiskjálfl undir æSI áhorfendanna. LögreglumaSur hlevpur á vettvang meS blóShund. Þarna tróSust þúsundir manna undir og um 350 létu lífiS. r ■■ FUNDU MANNSBEIN OG GULLHRING A J QKLiNUM FB-Reykjavík, 25. maí. Um lielgina fór tíu manna flokk ur úr björgunarsveit Slysavarna- deildarinnar Ingólfs í Reykjavík í fjallgöngu og klifuræfingar í Eyjafjallajökli. Þegar mennirnir voru ofarlega í skriðjöklinum, sem gengur norður úr aðaljöklinum fyrir ofan jökultungurnar, fundu þeir leifar af mannslíkama og um Jón AlfreSsson heldur á hrignum. Skórlnn stendur á borSlnu. (Tímamynd—KJ). 50 metra frá þeim stað fundu þeir giftingarhring úr gulli með áletr- un, sem sýndi, að viðkomandi hafði gift sig 29. ágúst 1926. Eins og menn mun reka minni tíl fórst bandarísk björgunarflug- vél með 5 manna áhöfn á Eyja- fjallajökli 16. maí 1952. Er lík- legt, að hér sé um að ræða leifar einhvers af fjórum mönnum áhafn arinnar, en lík þess fimmta fannst eftir að flak ílugvélarinnar hafði fundizt á jöklinum. Jón Alfreðsson hjá Slysavama- félaginu fann fyrstur lærlegg af Framhald á 15. sfSu. Vj. > 'M - >, i - * (> (f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.