Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 8
RITSTJÓRI: OLGA 'ÁGÚSTSDÓTTIR f boði Loftleiða og á vegum Ferðaskrifstofunnar Útsýn, fór undirrituð í 10 daga ferðalag til Þýzkalands og Luxemborgar. Sig- urður Magnússon, fulltrúi hjá Loft leiðum, var fararstjóri, og eftir að hafa ferðazt með hópnum um há- værar borgir Þýzkalands eyddi hann með okkur einum degi til þess að sikoða Luxemborg. Og þar þurfti engan innfæddan leiðsögu- mann, því Sigurður þekkti þar allt og alla og var alveg eins og heima hjá sér. Eftir að hafa skoðað borgina uen stund, sagði hann við okkur, „nú ætla ég með ykkur út í sveit“, og ef við höfum heppnina með þá ætla ég að reyna að ná tali af honum Króki vini mínum, og vita hvort hann getur ekki $ýnt okkur klaustrið. Þetta heppn- aðist allt saman, og eftir að hafa ekið um blómlega dali og borðað indælis hádegisverð í lítilli krá, var haldið upp að klaustrinu. Það stendur upp á hæð mikilli og gnæfir yfir þorpið Clervaux. Þetta er stór bygging og mikilúð- leg, sem vekur manni lotningu. Er bifreiðin hefur hringað sig upp dalinn, eigum við eftir ör- skamman spotta að þessu klaustri. og Sigurður rekur sögu þess á rneðan- Benedikta klaustrið í Clervaux, er munkaklaustur og var reist árið 1918 af 30 munkum, sem upp- haflega komu frá Frakklandi, en reglan var stofnuð 1115. Klaustrið varð fyrir miklum skemmdum í stríðinu, en þá var það hernumið af Þjóðverjum, en með dugnaði og þrautseigju tókst munfcunum að lagfæra það, svo að það ber engar menjar frá þeim tíma. Árið 1938 gerðlst biskupinn í Fíaupmannahöfn munkur í Clerv- oux, og varð hann fyrsti Daninn, sem gerðist munkur, eftir að 'lútherska kirkjan hafði verið gerð að ríkiskirkju í Danmörku. Allt frá þeim tíma hefur þetta klaust- ur verið athvarf fyrir skandinav- iska menn, sem hafa kosið að dvelja í klaustrinu um lengri eða skemmri tíma, við ritstörf eða lestur. Nú dveljast í klaustrinu 60 munkar, meirihlutinn er franskur. hinir eru belgískir eða frá Lux- emborg, en þó eru þar nokkrir Danir. Á hverjum fimmtudegi syngja munkarnir messu í Útvarp Luxemborg kl. 9.30 (G.M.T.), fyr- ir sjúka. Nú rennir bíliinn að múrnum, sem umlykur klaustrið, hliðið er opið en við sjáum engan. Þessi hópur samanstendur af ferða- skrifstofufólki og umboðsmönn- um Loftleiða, og þar á meðal er sölustjóri Loftleiða á fslandi, Ás- björn Magnússon, sem er eini kaþólski maðurinn í hópnum. Hann hafði með sér talnaband sem hann hafði fceypt í Kölnar dómkirkju og ætlar að biðja föð- urinn að blessa það. Sigurður bregður sér út úr bílnum og grípur í klukkustreng- inn. Eftir skamma bið kemur grannvaxinn og brosleitúr maður til dyra. Þetta er faðir Krókur segir Sigurður, og við heilsum öll upp á föður Krók, sem er hinn vinsamlegasti imaður og mjög glaður yfir því að hitta ís- lendinga, sem séu allir beztu vin- ir sínir. Hann býður okkur að ganga inn, og við fylgjum á eftir honum inn langan gang, þangað til við staðnæmumst í bókasafni, sem er innst I ganginum. Þar er alveg eins útlits og í íslenzkri skólastofu, nema hvað það eru blóm í gluggunum. Allt er svo hljóðlátt, það er eins og tíminn standi í stað, einungis daufur klukknahljómur í fjarska. Faðir Krókur býður okkur sæti og spyr okkur frétta, hvað við séum að gera, hvemig ferðin haíi gengið og hvort öllum líði ekki vel á íslandi. Og hann fer að rifja upp eneð okkur hvaða ís- lendingar hafi dvalið í þessu klaustri. Fyrst skal frægan telja. Halldór Kiljan Laxness, sem dvald ist þar á árunum 1920—1922, og var skírður Halldór María, þá Jón Stefánsson og einhver var sá þriðji sem faðir Krókur mundi ekki nafnið á þessa stundina. Eftir að hafa spjallað um dag- inn og veginn við ferðafélaga mína, sagði hann okkur frá lífl og starfi bræðra sinna. Aðalstarf munkanna er bæna- söngur frá Divine Office, sem stendur yfir 4 til 6 klst. daglega, en þeir eru einnig uppteknir við önnur störf, eins og smíðar, járn- gull-, eða silfurvinnu, bókband, út- saum eða Biblíulestur. Þeir vinna einnig við jarðyrkju og rækta grænmeti, ávexti og blóm. Klaustr ið hefur gefið út þýðingu á Róm önsfcu messusöngsbókinni, sem er vel þekkt í öllum frönskucnælandi löndum, og bókasafn klausturs- ins telur hvorfci meira né minna en 50.000 bækur ásamt fjölda handrita. Gestaherbergi klausturs ins er alltaf upptekið, því að Benedikta-munkarnir eru þekkt- ir fyrir gestrisni. Krókur hefur dvalið í klaustrinu í 10 ár og lítur út fyrir að vera 32 ára gam. all. Faðir Krókur spyr hvort við viljum ekiki ganga inn í kirkjuna, því nú sé bænastundin að hefjast hjá munkunum. Við eltum hana aftur eftir göngum, og hann opn ar fyrir okkur hliðarhurð, og á- minnir ofckur um að tala lágt. Við komum inn í stóra og rúm góða kirkju, og höfum rétt tyllt okkur á öftustu bekkina þegar munkarnir ganga inn. Þeir eru í síðum dökkum kuflum, með rakað höfuð og með hendur faldar. Þeir ganga inn í röð, þeir elztu fyrstir en yngri munkarnir reka lestina. Eftir að hafa komið sér fyrir, til beggja handa við altarið, draga þeir upp hetturnar og hefja bæna- lesturinn. Eftir skamma stund fcallar Faðir Krókur á mannskap inn og við förum út. Hahn ætlar að sýna okkur klausturklefana á meðan munkarnir eru að biðja, segir Sigurður, Þið fáið ekki að kotna með, aðeins karlmennirnir, og faðir Krókur afsakar það við okkur, og segir að einungis karl- menn fái að skoða klausturCdef- ana, þar hafi aldrei kvenmaður stigið fæti sínum, og með það fara þeir, og við Ragna (frá Ferða- sfcrifstofu ríkisins) stöndum ein- af eftir. Úti er rigning, svo að við leitum okkur húsaskjóls í kirkjunni. Munkarnir eru ennþá önnum kafnir við bænalesturinn. Á meðan við vorum úti, hefur fullorðin kona komið inn. Eg virði hana fyrir mér. Hún situr hljóð með talnabandið sitt, ein- ungis varirnar bærast. Eftir nokkra stund ganga munfcamir út og konan gengur að einu altar- inu og biðst fyrir. Við háaltarið situr fálki og vaktar alla þá sem ganga fram- hjá. Auk háaltarins eru 8 önnur ölturu og er eitt þeirra helgað St. Ansgar, sem er dýrlingur Norður- landa. Við njótum kyrrðarinnar um stund, en allt í einu heyri ég fótatak upp á svölunum, og lít upp, þar er þá einn af munkunum að kíkja niður á okkur trúlitlar konurnar. Sú kaþólska er hætt að biðjast fyrir og gengur til ofckar, hún talar eitthvað við Rögnu. Hvað er hún að segja? spyr ég. Alin upp / Rvík, m kunn bezt vib sig úti á landi Innan skamms tefcur til starfa sumarhótel að Eiðum og veitir því forstöðu ungfrú Guð- rún Ásgeirsdóttir. Hún er ný- komin frá Sviss, en þar hefur hún starfað á vetrarhóteli, i skíðaþorpinu Klosters í 1200 metra hæð, og hét hótelið Pard enn. Það hafði rúm fyrir 90 gesti og meðal gesta voru prinsessur og annað fínt fólk með blátt blóð í æðum. — Eg fékk tæfcifæri til þess að fara á skíði, segir Guðrún, og fór m. a. í skíðalyftu i fyrsta sinn. Guðrún er Austfirðingum að góðu kunn, en hún var skóla stýra Húsmæðraskólans á Hall ormsstað veturinn 1962—63, þá nýútskrifuð úr Húsmæðrakenn araskóla íslans og aðeins 22ja ára gömul. — Hvemig stóð á því að þú valdir þetta fag, Guðrún? — Ó, ég var búin að starfa á skrifstofu í 3 ár, var farið að leiðast það, og vildi fara í lífrænna starf. Það er efcki nema hálfur mánuður síðan ég kom heim, en samt er ég bú- in að fara austur og skoða skól ann þar. Það þarf að gera svo margt, segir hún full af áhuga Bæði húsin á að nota fyrir hótelreksturinn, í nýja húsinu verða 21 gistiherbergi, en 30 í því gamla, en efsta hæðin ? gamla húsinu verður notuð fy: ir svefnpokapláss. Þarna er yndislega fallegt, og sé geng- ið út á nes fyrir neðan skóla húsin, þá finnur maður hið snotrasta kjarr. — Hvaða starfa hafði þú að allega á hótelinu í Sviss? — Eg gerði allt, var bæði á skrifstofu, á barnum, var þjónustustúlka, en lengst af var ég búrkona og hafði lykía völdin í eldhúsinu. Eg þurfti að sjá um að þjónarnir færu spart með, og lærði mikið af því. Það er miklu betra að fara í vinnu á hóteli, í staðinr fyrir það að fara í hótelskóla þar sem nemendurnir eru látn ir vinna 2 vikur við að ryksuga og svo eru þeir settir i upp þvottinn eða látnir afhýða kari öflur, ég hafði engan tima ti’ þess, var að flýta mér. — Það er ósköp gott að kom? heim, bætir hún svo við o? verður dreymin á svip. Hugs GUÐRÚN ÁSGEiRSDÓTTIR ásamt þjónum á Hótel Pardenn. aðu þér segir hún svo, ég er uppalin hér í Reykjavík, en kann aldrei betur við mig en þegar ég er úti á landi. — Hún viU skrifta, en veit ekki hvemig hún á að hringja og ná í munk, og konan fer og krýpur aftur við altarið. Allt er hljótt, ekkert rýfur þögnina, nema ómurinn af talnabandi konunnar, þegar hún veltir því á milli handa sér. Við göngum út úr kirkjunni. Við útganginn sjáum við bjölluraar, sem á að hringja til föðurins þegar beðið er um skriftir. Það era 8 bjöllur, og við þær stendur nafn föðurins og hvaða tungumál hann talar. Úti er hætt að rigna og komið sólskin, við göngum að bifreiðinni. Eftir skamma stund kocna félagar okkar út, þeir hafa keypt nokkra fallega gripi, og Sigurður Magnússon færir okkur Rögnu sitt talnabandið hvorri að gjöf, til minningar um þennan friðsæla stað. Olga Ágústsðóttir. Heitt brauö í sjálf- sala ENSKT fyrirtæki getur nú státað af því að gefa viðskipta- vinum sínum kost á heitu ilm- andi brauði allan sólarhringinn. í sjálfsala, sem komið er fyrir við fjölfamar götur, er hægt að fá keypt heit rúnstykki og nokkr- ar kökutegundir- Viðskiptavinurinn lætur nokkra smápeninga í apparatið, styður á takka og út kemur ilmandi vínar- brauð, eða það sem hann óskar sér í það skiptið. Við hliðina á sjálfsalanum eru pokar, sem viðkomandi notar und- ir brauðið. 13 ára drengur 13 ára drengur vill komast í sveit í sumar. Nánari upplýsingar í síma 15561. 8 T í M I N N, föstudagur, 29. maf 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.