Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 9
Krlstján Lífeyrir og lánsfé Lffeyristryggingar eru mjög um fangsmiklar í nágrannalöndum okkar og eiga þar mikinn þátt í því að tryggja fjárhagsafkomu aldraðs fólks, öryrkja og fjöl- skyldna, sem misst hafa fyrir- vinnu sína. Þó að lífeyrisgreiðsl- ur séu aðalverkefni lífeyristrygg- inganna, þá er þó sparifjármynd- unin í sambandi við þær mjög þýðingarmikil. Þannig eru t. d. sjóðir stærsta sænska lífeyristrygg ingafélagsins nú yfír 6,47 milljarð- ar sænskra króna, en það mótsvar- ar því að slíkt félag hér á landi hefði um það bil 1,2 milljarða ísl. króna í sjóðum sínum. Sparifjármyndunin í sambandi við lífeyristryggingar er yfirleitt tól mjög langs tíma og er því hægt að ávaxta sjóðina í löngum lán- um. Hefur þctta mikla þýðingu fyrir lánveitingar til íbúðabygg- inga og annarra varanlegra fram- kvæmda. Aftur á móti eru þessar tryggingar viðkvæmar fyrir verð bólgu, sökum þess, hve sjóðmynd- unin er mikil og til langs tíma. Vegna þeirrar miklu þjóðfélags- legu þýðingar, sem fullkomnar líf- eyristryggingar hafa, bæði fyrir efnahagslegt öryggi einstaklinga og fyrir efnalega uppbyggingu í þróuðum ríkjum, vil ég gera smá tilraun til að gefa nokkra hug- mynd um sjóðmyndunina í sam- bandi við þessar tryggingar og fihrif verðbólgu á verðgildi sjóð- anna og lífeyrisins. Þó að einstök dæmi geti tæp- lega skýrt málíð til hlitar, þá geta þau þó e. t. v. varpað á það nokkru ljósL Við getum t. d. hugsað okk- ur að tvítugur maður taki lífeyr- lstryggingu, sem byrjar að borg- ast út við 67 ára aldur og greið- lst síðan með jöfnum árlegum greiðslum svo lengi sem hann Hfir. Til þess að gera dæmið sem cílnfaldast hugsum við okkur að hann borgi í iðgjald af þessari tryggingu eina krónu á ári. Væru vextir 3% allan tímann og dánar- talan ekki allfjarri því, sem hún er nú, yrði árlegur lífeyrir frá 67 ára aldri um það bil kr. 12,66 og er þá ekki reiknað með neinum kostnaði við trygginguna. Hjá tryggingafélaginu myndast að sjálfsögðu sjóður vegna þessarar tryggingar og vex hann á svipað- an hátt og sýnt er með gráleita fletinum á línuriti I, þar til ið- gjaldið hættir og lífeyrisgreiðslur byrja við 67 ára aldur. Úr því fer sjóðurinn lækkandi, fyrst mjög ört, en síðan hægar og hæg- ar. Á sama línuriti er einnig sýnd ur vöxtur sparifjár, ef iðgjaldið væri í staðinn lagt í sparisjóð með sömu vöxtum og reiknað var með við lífeyristryggingarnar. Væri síð an sama upphæð og lífeyrinum nemur tekin út úr sparisjóðum árlega frá 67 ára aldri, entist inni- stæðan þar til maðurinn væri tæpra 75 ára gamall. Verulegur munur er því á lífeyristrygging- unni og sparifjársöfnuninni. Líf- eyririnn greiðist í þessu tilfelli ævilangt, en eigi að taka af spari- sjóðsinnstæðunni sömu upphæð og lífeyrinum nemur, nægir innstæð an aðeins til ákveðins afmarkaðs tímabils. Ástæðan ,til þess að líf- tryggingafélagið getur skuldbund- ið sig til að greiða lífeyrinn ævi- langt, er að innstæður þeirra, er falla frá áður en þeir hafa nýtt sinn sjóð að fullu, leggjast við sjóði hinna, sem eftir lifa. í því dæmi, er hér var tekið, var ekki tekið neitt tillit til breyt- inga á verðgildi peninga. Vextir og verðbólga hafa þó, hvort á sinn hátt, afgerandi áhrif á gildi líf- eyristrygginga og sparifjársöfnun- ar til langs tíma. Ef við hugsum okkur, að maður leggi í sparisjóð á hverju ári frá tvítugs aldri og þar til hann verður 67 ára, upp- hæð, er samsvari að verðgildi einni krónu í byrjun þessa tíma- bils, eykst verðgildi innstæðunnar, eins og línurit II sýnir. f fyrsta lagi (efsti ferillinn) er gert ráð fyrir að vextir séu 3% umfram verðrýrnun allan tímann, í öðru lagi er gert ráð fyrir að vextir og verðrýrnun séu jöfn allan tímann og í þriðja lagi er gert ráð fyrir að árleg verðrýrnun peninga sé 3% umfram vexti. Ég vil endurtaka, að þetta línu- rit sýnir verðgildi innstæðunnar en ekki krónutölu. Árlegar inn- borganir miðuðust við verðgildið í byrjun tímabilsins. Við vaxandi dýrtíð þarf því að leggja iun hærri upphæð á hverju ári, til þess að mótsvara verðgildi fyrstu krónunn ar, sem inn var lögð. Á síðasta línuritinu sést mismunurinn á krónutölu ■ og verðgildi, ef bæði vextir og verðbólga væru 3% á ári. Af línuriti II sést, að verðgildi sparifjárins, sem safnað var á þann hátt, er að framan var lýst, allt frá 20 ára aldri til 67 ára aldurs, er eftir þessi 47 ár við 3% árlega verðrýrnun umfram vexti ekki nema 25% af því, sem verðgildi þess er við 3% vexti umfram árlega verðrýrnun og rúm ur helmingur af verðgildi þess fjár, er inn var lagt. Dýrtíðin nær því að reyta alla vextina og nær helminginn af höfuðstólnum, sé hún 3% umfram vexti á hverju ári í þessi 47 ár, sem sparifjár- söfnunin náði yfir. Sparifjáreig- andinn hefur lánað öðrum fé sitt til afnota. Við skulum gera ráð fyrir að þeir standi í skilum með vexti og afborganir. Þeir hafa samt sem áður fengið nær helm- inginn af verðgildi þess fjár, sem þeir fengu að láni, auk allra vaxt- anna, ef árleg dýrtíðaraukning er, eins og hér var tekið sem dæmi, 3% umfram vexti. Við langvar- andi verðbólgu fer því vart hjá því, að óraunhæf fjárfesting eigi sér stað í ríkum mæli. Lántakend- ur geta sloppið skaðlausir frá því að leggja í fjárfestingar, sem ekki skila raunverulegum arði, heldur sjúga til sín sparifé þjóð- arinnar. Þó að slíkt komi óhjá- kvæmilega fram í hag þjóðarinn- ar í heild, þá kemur það þó harð- ast niður á eigendum sparifjár og lífeyristrygginga. Hér hefur aðeins verið tekið eitt dæmi um lífeyristryggingu, en til eru margs konar aðrar líf- eyristryggingar. Sameiginlegt með þeim flestum er þó, að miklir sjóðir myndast í sambandi við þær. Undantekningarnar er helzt að finna á mörkum dauðsfalls- og lífeyristrygginga. Sæmilega stöð- ugt verðgildi peninga er því nauð synleg undirstaða fyrir lífeyris- tryggingar. Mörkin liggja nálægt þvi, er vextir og verðbólga vega upp hvort annað. Sé verðbólgan meiri en vextirnir er vart hægt að tala um að grundvöllur sé fyrir lífeyristryggingar, en séu vextirn- ir aftur á móti hærri en verðbólg- verða lífeyristryggingar þeim m hagstæðari, sem raunveruleg --vöxtun sjóðanna verður meiri. Oft hefur verið reynt að finna leiðir fram hjá þessu atriði, en ekki er mér kunnugt um neina viðunandi lausn, sem ekki byggist á sjóðmyndun og raunverulegri ávöxtun sjóðanna. Ein leið, sem rædd hefur verið, t. d. í Finn- lándi, er að félögin kaupi eða byggi fasteignir fyrir verulegan hluta sjóðanna. Einnig þetta hef- ur reynzt erfitt í framkvæmd, einkum sökum þess að hér er um svo stórkostlegar upphæðir að ræða og erfitt er að sjá fyrir verð 2DD 150 1DD 5D 20 45 7 breytingar langt fram í tímann. Verðtrygging lífeyris er að verulegu leyti háð verðtryggingu gjaldmiðilsins. Loforð um verð- tryggðan lífeyri án verðtryggðra sjóða eru að nokkru leyti ávísun án innstæðu. Sú ávísun er reynd- ar ekki stíluð á ákveðinn banka eða sparisjóð, heldur að verulegu leyti á næstu kynslóð. Hvort sú kynslóð, sem á eftir okkur kem- ur, innleysir slíkar ávísanir eða ekki, getum við lítið sagt um í dag. Sennilega yrðu þær innleyst- ar að einhverju leyti. Þó gæti það farið nokkuð eftir því, hve margar og hve stórar þær yrðu. Að standa eftir með slíka ávísun í höndunum að lokinni starfsævi setur menn óneitanlega í óþægi- lega aðstöðu — aðstöðu, sem þeir hafa einmitt verið að tryggja sig gegn. Lífeyristryggingar eru mikilvæg ur þáttur í öryggi aldraðs fólks. f Svíþjóð voru árið 1959 sett lög um lífeýristryggingu alls launa- fólks og mun það vera eins dæmi. Auk þessara lögboðnu trygginga eru einnig mjög umfangsmiklar aðrar lífeyristryggingar þar í landi. Þá er það athyglisvert, að sala annarra líftrygginga og hóp- líftrygginga óx þar mjög eftir um- ræðurnar í þingi, blöðum, útvarpi og sjónvarpi um lögboðnar lífeyr istryggingar. Við aukna þekkingu á þessum málum tók fólk nýjar tryggingar til viðbótar þeim lög- D 2D 45 7D boðnu í stað þess að segja upp þeim er fyrir voru. Hjá okkur er mikill hugtaka- rughngur í sambandi við líftrygg- ingar. Hér er oft ruglað saman ólíkum tegundum trygginga. Tryggingar með litla sjóðmyndun eru framkvæmanlegar einnig á verðbólgutímum. Slíkar trygging- ar eru fyrst og fremst hóplíftrygg ingar og aðrar áhættutryggingar. Þessar tegundir trygginga heyrast þó varla nefndar hér hjá okkur, þrátt fyrir þá feikna útbreiðslu, sem þær hafa, umfram allt í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Líf- eyristryggingar heyrast þó nefnd- ar hér af og til og lífeyrissjóðir eru allútbreiddir. Verðbólgan rýr- ir því miður hlut þeírra, sem slíkra tryggingu eiga að njóta, óhugnanlega mikið. Stöðvun verðfalls krónunnar er fyrsta atriðið, sem leysa þarf, áð- ur en við getum komið hér á al- mennum lífeyristryggingum. Traustur gjaldmiðill mundi einn- ig fljótlega hafa veruleg áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar almennt. Óraunhæf fjárfesting drægist fljót lega saman og leiðir opnuðust fyrir skipulagða uppbyggingu. Verðbólgubrask hyrfi og önnur af- ætustarfsemi yrði örðugri. Við megum gjarnan hafa það í huga, að það er engin tilviljun, að upp- byggingin í Þýzkalandi hófst strax eftir að þýzka markið varð traust- ur gjaldmiðill, þó að mörg önnur atriði væru þar einnig að verki. Tamníngastöð Tamningastöð verður rekin á vegum hestamanna- félagsins „Loga“ að Bergsstöðum í Biskupstung- um. Stöðin tekur til starfa 8. júní. Tamningamenn: Guðmundur Gíslason og Sigurður Adolfsson. Upplýsingar í Fellskoti og hjá Erlendi Björnssyni Vatnsleysu. T f M I N N, fösfudagur, 29. mai 1964. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.