Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Vandalar í
Grænuborg
ALLT INNANHÚSS BROTIO OG BRAMLAO
KJ-Reykjavík, 28. maí
Það var ljótt um að litast í barna
beimilinu Grænuborg í morgun, er
starfsstúlkurnar komu til vinnu
sinnar. Einhver óboðinn gestur
hafði komið þar um nóttina, rótað
þar öllu til, og brotið og bramlað.
Brotizt hafði verið inn í húsið
bakatil, en síðan farið um allt
heimilið, bókstaflega öllu snúið
við og það brotið, sem hægt var
að brjóta. Ljósakrónurnar í loftinu
voru allar mélaðar, fimm rúður
brotnar, tveir gítarar og tromma
mölvuð, útvarpstæki í eldhúsi
maskað. Rótað til í skrifborði for
stöðukonunnar, og farið í peninga
kassa siem þar var, en gripið í
tómt. Aðkoman var sem sagt öm-
urleg í alla staði, og undarlegar
virðast þær hneigðir, sem sá eða
þeir er gerðu þetta, eru haldnir.
í grænuborg eru að staðaldri um
60 börn á daginn, en enginn í hús
inu á nóttunni. Verið gæti, að
unglingar hafi verið hér að verki,
en þó er það ekki fullkannað, og
vinnur rannsóknarlögreglan að
uppljóstrun málsins.
Sr. ÓSKAR  FINNBOGASON
Sr.  STEFÁN  LÁRUSSON
Kosiö um Odda
FB-Reykjavík, 27. maí
Á sunnudaginn verður kosinn
prestur í Odda á Rangárvöllum.
Þrír prestar sóttu um embættið,
séra Gísli Brynjólfsson, séra Stef-
án Lárusson og séra Óskar Finn-
bogason, en nú hefur séra Gísli
dregið sig til baka. Kosið verður
í Oddakirkju, Keldnakirkju og
Stórólfsíhvolskirkju.
Kjörfundur hefst klukkan 13 á
sunnudaginn. Á kjörskrá eru í
Oddasókn 239 manns, í Keldna-
sókn 59 og 143 í Stórólfssókn.
FÉKK ÞANN STÆRSTA
KJ-Reykjavík, 28. maí
Á dögunum barst Tímamun
úrklippa úr blaði frá Banda-
ríkjunum, þar sem sagt er firá
því, að Steingrímur Ilermanns.
son hefði sett í stærsta sverð-
fiskinn, sem veiddur hefur ver-
ið við Miami-cyjair á þessari
„vertíð".
f blaðaúrklippunni segir, að
sverðfiskurinn hafi verið 524
punda þungur, og auk þess hafi
Steingrímur dregið úr sjónum
11 punda beinfisk, sem þykir
góður fiskur þar vestra. Blað-
ið spurðj Steingrím í dag um
þessa miklu veiði, sem þeim
„fyrir vestan" þótti stórkostleg.
— Hvað kom. til að þú fórst
á veiðar þarna, Steingrímur?
— Ja, eins og lesendum er
ef til vilí kunnugt, þá fórum
vig þrír vestur til Bandaríkj-
anna, til að sitja ráðstefnu uoi
Surtsey og rannsóknir á eynni.
Á ráðstefnu þessari var pró-
fessor Bauer, sem kom hingað
vegna Surts, og bauð hann
okkur Guðmundi Sigvaldasyni
suður á eyna Mimini, en hún
er ein af Bahamaeyjunum.
Þarna skoðuðum við ni.a.
Learner marine laboratory, og
fórum út að veiða í boði Bau-
er. f fyrra skiptið út á grynn-
ingar, sem eru á milli Bahama-
eyjanna, og þar fékk ég m.a.
þennan ellefu punda beinfisk,
sem sagt er frá í blaðinu. Hann
er afar harður viðureignar, en
ekki mjög stór, þetta 3—14
pund. í hitt skiptið fór svo pró-
Framhalö  é  \i  siðu
Steingrimur  með  stöngina og
aflann.
fELLIBYLUR GERÐIÞUS-
UNDIR HEIMILISLAUSAR
NTB-Hong Kong, 28. maí
Fellibilurinn Viola fór með rúm
lega 112 km hraða á klukkustund
yfir brezku nýlenduborgina Hong
Kong á meginlandi Kína og gerði
þúsundir heimilislausa, en niilli
40—50 meiddust. Hin heimsfræga,
Judy Garland, sem stödd var í
Hóng Kong, fékk hjartaslag vegna
fellibylsins og liggur nú alvar-
Iega veik á sjúkrahúsi, þar sem
I henni er gefið súrefni.
I  Fellibylurinn var svo öflugur,
að mörg skip, sem lágu við hafnar
bakkana, losnuðu og köstuðust á
land, og allt atvinnulíf borgarinn
ar stöðvaðist. íbúar Hong Kong
eru þó langt frá því, að vera
örvinglaðir, því að hin gífurlega
rigning, sem fylgdi fellibylnum,
kom sér vel í þeim mikla vatns-
skorti, sem ríkir þar. í dag komu
um 10 milljón lítrar af vatni í
vatnsgeyma borgarinnar. Borgar-
stjórnin ákvað þegar í stað að
létta dálítið vatnsskömmtunina, og
fá íbúarnir nú vatn f fjórar klst.
annan hvern dag, en áður aðeins
fjórða hvern dag.
Aðfallið var í kvöld 1,5 m hærra
en venjulega, og olli flóð sums
staðar töluverðum skemmdum.
í New York var tilkynnt í kvöld,
að söngkonan Judy Garland hefði
verið lögð inn á sjúkrahús í Hong
Kong af því að hún hafi fengið
hjartaslag af völdum fellibylsins.
Er henni stöðugt gefið súrefni og
er ástandið talið alvarlegt.
Judy Garland hefur lengi verið
mjög hrædd við óveður.
SUREFNISTÆKIN  I
SJÚKRABÍLUNUM
HAFA  REYNZT  VEL
Slökkviliðsmennirnir á mynd
inni hér að ofan heita Kristján
Þorvarðsson, til vinstri og Arn-
þór Sigurðsson, til hægri. Á
milli þeirra er kassi með súr-
efnistækjum, en slíkir kassar
hafa verið í nokkur ár í öllum
sjúkrabílum Rauða krossins í
Reykjavík. Þetta er ekki mik-
ið tæki til að sjá, en því nauð-
synlegra er það, er á því þarf
að halda. Þeir Knstján og Arn-
ór sögðu okkur að mest væri
þetta notað við hjartasjúklinga
og ashmasjúklinga, en auk þess
mjög handhægt þegar slys
bæri að höndum og fólk ætti
erfitt um andardrátt. Þá þurfa
ungbörn oft að fá súrefni úr
tækjunum, og var eitt slíkt
dæmi hér fyrir nokikru, að ný-
fætt barn átti erfitt um andar-
drátt, en þá var súrefni úr
tækjum þessum látið leika um
andlitið og hresstist það von
bráðar.  (Tímamynd—KJ).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16