Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 1
2 tog- urum B.Ú.R. lagt í V KJ-Reykjavík, 1. júní. Búið er að leggja tveim togur- um Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þeim Jóni Þorlákssyni og Skúla Magnússyni, um óákveðinn tíma. Þeir hafa báðir verið á veiðum allt fram til þessa, og landað hér. Blaðið hafði í kvöld samband við Hafstein Bergþórsson annan framkvæmdastjóra BÚR og spurði hverju þetta sætti. Hafsteinn sagði, að aðalástæð- urnar til þess að þessum tveim togurum hafi verið lagt væri afla- leysi og svo mannekla. Illa gengi að fá háseta á togarana. Ekki væri enn ákveðið hve lengi togar- arnir verða látnir liggja. Þá innti blaðið Hafstein eftir því, hvort nokkrir togarar Bæjar- útgerðarinnar væru á saltfiskveið- um, eða hvort einhverjir ættu að fara. Hafsteinn kvað nei við þeirri spurningu, og sagði, að ekki fengist nógur mannskapur til að hægt væri að gera togarana út á EramhalO a 15 síðu Hér a8 ofan eru verðlr laganna að koma ungri pelsklæddri stúlku til hjálpar við höfnina, eu hún hafði við orð að fleygja sér í höfnina. Á hinni myndinni er dyravörður eins samkomuhússins kominn upp á þak til þess að varna gestunum uppgöngu, en þeir sóttu ákaft eftir að spreyta sig í klifri. Þessar myndir gefá nokkra hugmynd um ástandið í bænum aðfaranótt sunnudagsins. (Tímamyndir-KJ). UNGUNGAR ÖL VAÐIR AD LOKNUM PRÚFUM KJ-Reykjavík, 1. júní Mikið var um ölvun í Reykja vík um helgina, eða frá því á föstudagskvöld. Var drykkju- skapur almennur hjá ungmenu- um, sem nýlokið hafa prófuin í gagnfræðaskólunum, og mátti sjá marga þeirra illa á sig komna í og við miðbæinn. Eink um var þetta áberandi eftir klukkan eitt, þegar gestir vín- veitingahúsanna streymdu á brott. Haft var á orði að „krakk- arnir væru búnir í prófum, og hefðu fengið sér einum of mik- ið." Fréttamaður blaðsins sá m. a. drengi 15—16 ára fjóra saman og var hver þeirra með einn pott af sénever í buxna- strengnum. Aðrir ráfuðu um Hljómskála- og Hallargarðinn út úr drukknir, . eða lágu á bekkjum. Unglingarnir virtust sækja mikið og fast að komast inn í ákveðið veitingahús, og sáu ráðamenn hússins sér ekki annað fært en að hafa dyra- vörð utan dyra, á þaki hússins Framhald á 15. síðn Enginn vildi aðstoða bát Tómas Árnason Kristján Bcnediktsson FRAMKVÆMDASTJORASKiPTI Um þessi mánaðamót urðu framkvæmdastjóraskipti við Tímann. Tómas Árnason, hæstaréttarlögmaður, hefur verið framkvæmdastjóri blaðsins síðan 1. janúar 1960 en gefur nú ekki kost á sér lengur. Hefir hann unnið mikið og gott starf fyrir blaðið,, sem seint verður fullþakkað. Vlð framkvæmdastjóminni tekur Kristján Benediktsson, kennari í Reykjavfk. Hann varð að bíða hjálpar í sólarhring. FB-Reykjavík, 1. júní. í gærkveldi bilaði vélin í Þóri RE-251, þar sem hann var stadd- ur 6—7 mílur suðvestur af Eldey, og reyndist ógerningur að fá báta sem nærstad.tHr voru, til þess að hjálpa bátnum til lands, samkv. upplýsingum frá Slysavarnafélag- inu. Ægir lá í höfn, en ekki var tal- in ástæða til að senda hann út, þar eð veður var gott og í morgun lagði siðan íslendingur II. af stað til þess að ná í Þóri og var búizt við þeim til Reykjavíkur upp úr miðnættinu í nótt. Þórir er 60 tonna bátur með 5 manna áhöfn, og hefur verið á humarveiðum að undanförnu. Eig endum gekk illa að fá báta hér í höfninni til þess að fara út að ná í bátinn, enda eru þeir flestir að búa sig á síldveiðar og áhafnir Framhald é 15. sfðu NOKKRIR KCMNIR A SILD FB-Reykjavík, ÞJ-Húsavík, I. júní. Fyrsta síld sumarsins er væntanleg til lands á Siglufirði í kvöld, og er það Helgi FIó- ventsson frá Húsavík, sem kem- ur inn með 900 tunur af stórri og feitri síld, sem mun fara i bræðslu og frystingu á Siglu- firði. Varðskipið Ægir leggur svo af stað í kvöld í sfldar- og hafrannsóknarleiðangur, og verður Jakob Jakobsson fiski- fræðingur leiðangursstjóri cins og undanfarin sumur. ' Síðdegis í gær fékk Helgi Flóventsson fyrstu Norðurlands síldina á þessum sumri, og er þetta 8 dögum fyrr en í fyrra, og með því allra fyrsta, setn sumarsíldveiðar hefjast fyr ir Norðurlandi. Helgi Flóvents son fékk fyrst 500 tunnur síld ar 75 mílur norðaustur af Langanesi í gær. í nótt fékk hann 400 tunnur til viðbótai og er væntanlegur til Siglu- fjarðar í kvöld, en þar á síld in að fara í bræðslu og fryst- ingu. Helgi Flóventsson var ein- skipa, þegar hann fékk síldina í gær, en strax í gærkveldi munu nokkur skip 'hafa farið út á miðin. Skipstjóri á skip- Framhald ó 15. sfðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.