Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Útgefandi:  FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjóri^rskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, slmi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Betra andrúmsloft
Það er annað og léttara andrúmsloft nú á þjóðmála-
sviði íslendinga en í nóvembermánuði síðastl. Það er
góður vitnisburður um, hver munur er á lögþvingunar-
leið og samningaleið í kjaramálum.
• í nóvember síðastliðnum ætlaði ríkisstjórnin að Iáta
kenna aflsmunar á Alþingi. Hún ætlaði að nota hin veika
meirihluta sinn þar til þess að lögfesta kaupið, eins og
það var þá, án þess að tekin yrði upp verðtrygging Iauna
eða nokkuð nýtt átak gert í húsnæðismálum. Gegn
þessu reis stjórnarandstaðan sameinuð. Verkalýðshreyf-
ingin sýndi sig þess albúin að hefja öflugt viðnám. Þá
var loft allt lævi blandið og búast mátti við átökum, er
gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Efnahagskerfinu
og vinnufriðnum hafði verið teflt í hina mestu hættu.
ómögulegt er að vita, hvað gerzt hefði, ef ríkisstjórnin
hefði ekki gefizt upp Við hinar afturhaldssömu lögkúgun-
arfyrirætlanir sínar.
Árangurinn af þessari baráttu stjórnarandstöðunnar og
verkalýðshreyfingarinnar varð sá, að ríkisstjórnin sá
þann kost vænstan, þegar komið var fram á vorið, að
fallast á samninga við verkalýðssamtökin. Jafnframt gafst
hún upp við að halda til streitu banninu gegn verðtrygg-
ingu launa. Hún féllst einnig á verulegar umbætur í hús-
næðismálum. Jafnframt fengust ýmsar lagfæringar á
kaupsamningum hinna lægst launuðu og geta þær í ýms-
um tilfellum numið allt að 9%.
Hér hefur vissulega náðst góður árangur af baráttu
stjórnarandstöðunnar og verkalýðssamtakanna,, þegar
miðað er við lögkúgunaraðgerðirnar, sem ríkisstjórnin
fyrirhugði á síðastl. hausti. Það dregur ekkert úr þess-
um ávinningi, þótt með réttu megi benda á, að verka-
lýðssamtökunum hafi staðið meira til boða haustið 1958,
og að hægt sé að tryggja meiri kjarabætur með breyttri
stjórnarstefnu. Menn verða að gæta þess, að þessi sigur
vinnst undir þeim kringumstæðum, að með völd fer
ríkisstjórn, sem þjónar stórgróðavaldinu fyrst og fremst.
En þó menn fagni þessum árangri, mega menn ekki
verða andvaralausir.. Þótt stjórnin gæfist upp með fyrir-
ætlanir sínar á síðastl. hausti, er hún áreiðanlega ekki
fallin frá þeim, ef tækifæri kynni að gefast síðar. Því
verðm- ekki aðeins að halda varðstöðunni 'áfram, heldur
efla hana, því að annars getur það, sem hefur unnizt nú>
orðið stundarsigur.
Frelsi listanna
Það er mikilsvert, að haldin séu listamannaþing öðru
hvoru. Það áréttar ekki aðeins þýðingu listanna fyrir
þjóðina, heldur sýnir hvar hún er stödd í þeim efnum á
hverjum tíma.
Kannske er það þó mikilvægast, að slík þing minni
á nauðsyn þess, að listin þarf og á .að vera frjáls. Hún
á ekki aðeins að vera undanþegin íhlutun ríkisvaldsins,
heldur þurfa blöð og útvarp og önnur slík áróðurstæki að
vera óháð vissum listastefnum eða klíkum. Síðast, en
ekki sízt þurfa listamennirnir að geta unnað hver öðrum
frjálsræðis. Ekkert er skaðlegra sköpun og þróun list-
anna en að ætla að þvinga þær í einn og sama stakkinn.
þá fyrst þróast listin vel, þegar gróðurinn er nógu fjöl-
breyttur.
Það er gott, að forustumenn listamannaþingsins hafa
minnt rækilega á þetta höfuðatriði.
Flokksþingin oftast róstusöm
Sitthvað um flokksþing og íorsetakjör í Bandaríkjunum
RÚMUR mánuður er þangað
til flokksþing republikana kem
ur saman í Kaliforníu, en það
mun velja frambjóðenda þeirra
í næstu forsetakosn. Flokks
þing demokrata verður haldið
rúmum mánuði síðar. Lítil at-
hygli beinist að því, þar sem
Johnson bykii sjálfkjörinn til
framboðs. Öll athygli beinist
nu að flokksþingi republikana
og þá einkum að því, hvort
Barry Goldwater verður fyrir
valinu. Til þess þykja nú mikl
ar líKur.
Margt er nú rætt um flokks
þing og forsetakjör í Banda-
ríkjunum og hafa amerísku
blöðin birt margar greinar um
þetta efni að undanförnu. Hér
verða rifjuð upp nokkur atriði
úr þessum skrifum.
FYRSTU forsetaefnin voru
ekki útnefnd af flokksþingi,
heldur af þingmönnum viðkom
andi flokks. Það er fyrst 1832
sem forsetaefni er valið af
flokksþingi. Demokratar, sem
þá kölluðu sig Democratic-
Republican Party, héldu þá
flokksþing í Baltimore til þess
að ákveða framboo" Andrew
Jacksons í annað sinn. Repu-
blikanar, sem kölluðu sig þá
National Republicans, héldu
svipað þing i Baltimore nokkru
síðar. Það gerðist svo 12 árum
síðar eða 1840, að flokksþing
demokrata samþykkti stefnu-
skrá i níu liðum, jafnhliða út-
nefningu forsetaefnis. Áður
höfðu flokkar ekki birt stefnu
skrá, heldur lagt aðaláherzlu
á manngildi og hæfileika for-
setaefnisins.
Árið 1844 gerðist það fyrst
á flokksþingi, að svokallaður
svartur hestur (dark horse),
var kjörið forsetaefni. Sjö at-
kvæðagreiðslur höfðu þá farið
fram á flokksþingi demokrata
um tvo aðalkeppinauta. í átt
undu atkvæðagreiðslunni fékk
James Polk. forseti fulltrúa-
deildarinnar, fyrst nokkur at-
kvæði. Hann hlaut svo tilskil-
inn meirihluta í níundu at-
kvæðagreiðslunni.
Ánð 1868 var enn verr á-
statt á flokksþingi demokrata.
Þetta var eftir borgarastyrjöld
ina, þegar republikanar voru
sigunássir. Engin vildi vera i
framboði og stungið var upp
á ekkí færri en 47 mönnum. í
21. atkvæðagreiðslunni hlaut
Horatio Seymour tilskilinn at-
kvæðafjölda og var kjörinn for
setaeíni, þótt hann hefði ekki'
viljað gefa kost á sér.
Þetta gekk þó enn verr hjá
repubíikönum 1880. Kosið hafði
verið 34 sinnum milli þriggja
helztu leiðtoga flokksins. Þá
var stungið upp á Garfield ríkis
stjón í Ohio. Hann neitaði að
gefa kost á sér. Eigi að síður
var hann kosinn frambjóðandi
flokksms. Hann sigraði svo
í forsetakosningunum, en var
myrtur rétt eftir að hann varð
forseti.
, Flokksþing demokrata 1924
setti .metið í þessum efnum,
þá var kosið ekki sjaldnar en
102 sinnum milli þeirra Alfred
E. Smith, forsetaefni vinstri
armsins, og McAdoo. forseta-
efni  hægri armsins. Þá gafst
Harrison bauð aldrl og kulda  byrglnn.
McAdoo upp, en fyrir valinu
varð John W. Davis, íhalds-
samut lögfræðingur.
ÞAÐ virðist hvorugt vera
gæfulegt, að sigra sem yngsti
maður eða elzti maður í forseta
kosnmgunum. Kennedy er
yngsti maðúrinn, sem hefur
sigrað í forsetakosningunum
Hann var myrtur. William
Henry Harrison er hins vegar
elzti maður, sem hefur náð
kosningu. Hann var rúmlega 68
ára, þegar hann tók við forseta
embættinu. Þetta var í köldu
veðri í marzmánuði 1841. Hann
reið berhöfðaður til Hvíta húss
ins og hélt síðan langa ræðu.
þetta var til þess, að hann of-
kældist og dó þremur vikum
síðar.
Annars er Kennedy ekki
yngsti maðurinn, sem hefur
gegnt forsetaembætti. Það var
Theodore Roosevelt, sem tók
við embættinu sem varafdrseti
tæplega 43 ára gamall eða
nær ári yngri en Kennedy var
þegar hann tók við embættínu.
Harrison var heldur ekki elzti
maður, sem gegndi embættinu,
heldur Eisenhower, sem var ný
orðin 70 ára, þegar hann lét
af þvi.
EITT forsetaefnið hefur hlot
ið meirihluta atkvæða þrisvar
sinnum, 'en þó ekki verið kos-
inn forseti nema tvisvar. Þetta
var Cleveland. Þegar hann bauð
sig fram í annað sinn eftir að
hafa, verið forseti í eitt kjör-
timabil, fékk hann um 100 þús.
fleiri atkvæði en keppinautur
hans en hins vegar mun færri
kjörmenn. Hann náði svo aftur
kosningu, þegar hann bauð sig
fram í þriðja sinn. Af því að
hann varð þannig tvívegis for-
seti, er hann tvítalinn í forseta
skrá Bandaríkjanna. Johnson er
því yfirleitt talinn 36. forseti
Bandaríkjanna, þótt hann sé
35. ^naðurinn, er gegnir því
starfi.
Annað var sögulegt við Cleve
land. Hann var piparsveinn,
þegar hann var kosinn forseti,
en gifti sig meðan hann var í
Hvíta húsinu. Aðeins einn for-
seti var piparsveihn, Buchan-
an.                  i
Samanlagt hafa forsetar
Bandaríkjanna átt 129 börn,
73 syni og 52 dætur.John Tyler
átti flest eða 15. Aðeins einn
forsetasomlr hefur orðið for-
seti, John Quinty , Adam's. Þá
sagði faðir hans: Enginn maður
sem hefur verið forseti, getur
óskað vini sínum að verða
það
FöRSETARNIR hafa haft
mjög ólíka menntun og upp-
vaxtarskilyrði. Pimm þeirra
hafa stundað nám við Harvard
háskólann eða þeir Adams-
feðgar, Roosveltarnir báðir og
Kennedy. Níu hafa ekki notið
neinnar framhaldsmenntunar
eða þeir Washington, Jackson,
Taylor, Fillmore, Lincoln, And
rew, Johnson Cleveland og
Truman.
Af forsetunum höfðu 16 átt
sæti i öldungadeild þingsins
áður en þeir urðu forsetar, en
15 í [ulltrúadeildinni. 13 höfðu
verið ríkisstjórar, þar af 4 í
New York
f útliti hafa forsetarnir verið
mjög ólíkir. Winfield Scott var
6 fet og 5 þumlungar á hæð,
en James Madison 5 fet og 4
þumlungar Madisón var líka
léttastur þeirra eða um 100
pund, en Taft var þeirra þyngst
ur eða um 320 pund.
Tvær konur hafa boðið sig
fram í forsetakosningunum
báðar fyrir kvenfélagasamtök
og fengið svo fá atkvæði að
framboða þeirra, er yfirleitt
ekki getið. Sá maður, sem oftast
hefur boðið sig fram í forseta
kosningunum, er jafnaðar-
mannaleiðtogi Norman Thomas
Hann bauð sig fram sex sinnum
eða í öllum kosningum frá 1928-
48. Flest atkvæði fékk hann i
kosningunum 1932 eða um 900
þús. Mestan sigur í forseta-
kosningum vann Franklín D.
Roosevelt 1936, er hann fékk
alla kjörmennina, nema átta
Þ. Þ.
T  í M  I  N N, þriSjudagur 9. lúni 1964.   ~
9
^U^nVV^^^^^^Vr^rViV^U^f^^yr^j^^^j';'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16